Pælingar Stefáns Friðriks Stefánssonar

Honum er ekkert mannlegt óviðkomandi - frelsið er yndislegt!

21 apríl 2003

Sérviskumarkaður innan ESB
Í dag skrifar Jón í Grófinni um snúningshátt Samfylkingarinnar í Evrópumálunum á Íslending: "Hvergi kemur óhreinskilni Samfylkingarinnar jafnglöggt í ljós og í afstöðu sinni til Evrópusambandsins. Ekki vantaði stóryrðin fyrir nokkrum mánuðum. Efnt var til svokallaðra póstkosninga og síðan var því slegið upp, að innganga Íslands í Evrópusambandið yrði kosningamál Samfylkingarinnar. Svo fór Samfylkingin í fundaherferð um landiðog fékk slíkar undirtektir, að kosningamálinu hefur verið sópað undir teppið og talsmaðurinn er hlaupin í það skjólið, að Samfylkingin hafi hægt á sér af því að ekki sé búið að skilgreina samningsmarkmiðin! Á sama tíma og talsmaðurinn talar út og suður um Evrópusambandið, heyrist hin innri rödd Samfylkingarinnar af til frá minni spámönnum. Rannveig Guðmundsdóttir er innri röddin í landbúnaðarmálunum. Páskaboðskapur hennar var sá, að bændur myndu hafa það betra innan Evrópusambandsins en utan. - "Lítill sérviskumarkaður innan ESB gæti jafnvel nægt til að bæta upp það sem tapast á innanlandsmarkaði vegna opnunar," skrifar hún. Ekki er sú framtíðarsýn metnaðarfull, sem hún hefur fyrir íslenska bændur!"