Heitast í umræðunni
Kosningabaráttan fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum, 2. nóvember, er hafin. Á fundi í Los Angeles með stuðningsmönnum sínum sakaði George W. Bush forseti, keppinaut sinn, John Kerry um uppgjafahneigð í öryggismálum og úrræðaleysi í efnahagsmálum. Í dag hleypti forsetinn svo af stokkunum umfangsmikilli auglýsingaherferð í sjónvarpi, þar sem barátta forsetans fyrir endurkjöri hefst formlega, og ennfremur til að svara ásökunum Kerrys, um störf og stefnu hans. Verða auglýsingarnar sýndar í þeim 15 ríkjum, sem talin eru mikilvægust fyrir hann að sigra í, í forsetakosningunum. Þeir sem stjórna kosningabaráttu forsetans, hafa sagt í fjölmiðlum vestanhafs og á netmiðlum að auglýsingarnar muni ekki svara með beinum hætti árásum demókrata en muni leggja áherslu á að forsetinn sé sterkur og bjartsýnn leiðtogi. Framboðið mun hafa meira en 100 milljónir dala úr að spila. Næstu daga mun forsetinn vera í fjáröflunarferð í Californiu og Texas. Í auglýsingunum sjást t.d. myndir frá hryðjuverkaárásunum á Bandaríkin 11. september 2001 og myndir af Bush og Lauru konu hans, í Hvíta húsinu. Framundan verður löng og erfið kosningabarátta milli forsetans og Kerrys, sennilega ein hatrammasta kosningabarátta seinni tíma.
Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra, var í gærkvöldi gestur í umræðuþættinum Pressukvöld í Ríkissjónvarpinu. Þar sagði hún ekki sjálfgefið að hún yrði sá af ráðherrum Framsóknarflokksins sem léti af embætti þegar Sjálfstæðisflokkur tekur við ráðuneyti hennar, 15. september nk. Siv vísaði í þættinum oft til afdráttarlausrar yfirlýsingar (eins og hún kallaði hana) Halldórs Ásgrímssonar formanns Framsóknarflokksins, frá því í maí í fyrra, er núverandi ríkisstjórn tók við völdum eftir kosningar. Á þeim tímapunkti sagði Halldór að málum yrði skipað með nýjum hætti og að ný ákvörðun yrði tekin í september 2004. Siv sagði að ekki lægi fyrir að hún viki úr embætti frekar en aðrir ráðherra, að Halldóri undanskildum. Kom fram að hún teldi engan þeirra hinna, öruggan í embætti. Vildi hún ekki tjá sig um hvað væri best fyrir flokkinn, en sagðist gefa kost á sér til setu áfram. Hún segir Halldór munu væntanlega skoða hvað komi flokknum vel, hvað sé eðlilegast og leggja þá fram tillögu um ráðherraskipan. Greinilegt er að mikil ólga er hjá Framsókn vegna þessa máls og ágerist sá hiti sem í málinu er, eðlilega eftir því sem styttist í breytingarnar. Er með ólíkindum að Halldór hafi ekki gert út um þetta mál í maí í fyrra samhliða uppstokkun innan flokksins, þegar ljóst var að Siv missti ráðuneyti sitt, í haust.
Eins og flestir vita urðu KA-menn bikarmeistarar í handknattleik í þriðja skipti í sögu félagsins um seinustu helgi. Í leik í Laugardalshöll á laugardag báru þeir sigurorð af Frömurum, 31:23. KA-menn höfðu undirtökin frá upphafi til enda en staðan í hálfleik var, 12:10. Arnór Atlason átti stórleik í liðið norðanmanna og skoraði 13 mörk og næstur í markaskorun hjá KA var Andrius Stelmokas með 7 mörk. Hafþór Einarsson átti mjög góðan leik á milli stanganna og varði alls 23 skot! KA menn voru mjög vel stemmdir í leiknum, liðsheildin góð og norðanmenn staðráðnir í að sigra. Liðsheildin er sterk og sigurinn verðskuldaður. Góður árangur og gott að bikarinn fer hingað norður.
Svona er Íslendingur í dag
Í vikunni birtist á Íslendingi birtist í vikunni góður pistill eftir Gísla Aðalsteinsson, sem hann kallar Hagkvæmni og sanngirni. Orðrétt segir í pistlinum: "Það hafa verið gerðar tilraunir til þess að flytja stofnanir á vegum hins opinbera út á landsbyggðina. Mitt mat er að þær tilraunir hafi fyrst og fremst skilað okkur á landsbyggðinni neikvæðri umfjöllun. Betur hefur gengið þegar að ný starfsemi hefur verið komið á fót frá grunni. Ég er hins vegar ekki tilbúinn að leggja það til að við Akureyringar eigum að byggja framtíð okkar bæjarfélags á þeirri kröfu að ríkið eigi að útvega okkur störf hér í bænum. Það sem ég vil er að við fáum sömu tækifæri og önnur svæði á landinu þ.e. að leikvöllurinn verði jafnaður. Ég vil að stjórnvöld bjóði út þá starfsemi ríkisins sem er þess eðlis að ekki er beinlínis nauðsynlegt að ríkið sjái um reksturinn og þar sem ekki skiptir öllu máli hvar á landinu starfsemin er stödd. Þá höfum við sem hér búum jafna möguleika til þess að ná til okkar verkefnum á vegum hins opinbera og aðrir. Ekki bara það heldur getur ríkið einnig lækkað rekstrarkostnað sinn og gæti einhverjum þótt ástæða til. Þessi lausn er bæði hagkvæm og sanngjörn." Hvet alla til að lesa pistil Gísla og ennfremur góðan góðan pistil Stefáns Ottó á frelsinu í dag.
Kvikmyndir - sjónvarpsgláp - pistlaskrif
Eftir fréttir og dægurmálaþætti horfði ég á óskarsverðlaunamyndina The French Connection. Mögnuð spennumynd sem fjallar um harðsoðnu lögguna lögguna Popeye Doyle sem kemst ásamt félaga sínum á spor alþjóðlegra fíkniefnasmyglara í New York. Hraður lögreglureyfari sem er hlaðinn spennu allt frá upphafsatriðinu til enda myndarinnar, enda með einum hrikalegasta bílaeltingaleik kvikmyndasögunnar. Bæði það atriði og myndin eins og hún leggur sig hefur verið fyrirmynd allra helstu spennumynda sem gerðar hafa verið síðan. Gene Hackman sem fer á kostum í hlutverki Popeye Doyle fékk óskarsverðlaunin fyrir leik ferils síns. Er alveg ógleymanlegur í hlutverki hins grófa og ruddafengna lögreglumanns. Snilldarverk. Eftir myndina horfði á Pressukvöld, þar sem umhverfisráðherra var gestur og var ekki laust við að ráðherrann væri hálftaugatrekkt vegna ráðherrahrókeringanna. Eftir þáttinn átti ég nokkur símtöl og svo var litið í tölvuna og haldið áfram að skrifa leikstjórapistil.
Dagurinn í dag
* 1213 Hrafn Sveinbjarnarson goðorðsmaður á Eyri við Arnarfjörð, veginn
* 1936 Frank Capra hlaut óskarinn fyrir leikstjórn sína í Mr. Deeds goes to Town
* 1964 Fimm íslenskar hljómsveitir léku í Háskólabíói - fyrstu bítlatónleikarnir hérlendis
* 1971 Uppstoppaður geirfugl var sleginn Íslendingum á uppboði í London
* 1987 Happaþrenna Happdrættis Háskóla Íslands kom á markað
Snjallyrði dagsins
Well, it's a form of self-expression. Some people write books. Some people write music. I make speeches on street corners.
Leopold Dilg í The Talk of the Town
Kosningabaráttan fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum, 2. nóvember, er hafin. Á fundi í Los Angeles með stuðningsmönnum sínum sakaði George W. Bush forseti, keppinaut sinn, John Kerry um uppgjafahneigð í öryggismálum og úrræðaleysi í efnahagsmálum. Í dag hleypti forsetinn svo af stokkunum umfangsmikilli auglýsingaherferð í sjónvarpi, þar sem barátta forsetans fyrir endurkjöri hefst formlega, og ennfremur til að svara ásökunum Kerrys, um störf og stefnu hans. Verða auglýsingarnar sýndar í þeim 15 ríkjum, sem talin eru mikilvægust fyrir hann að sigra í, í forsetakosningunum. Þeir sem stjórna kosningabaráttu forsetans, hafa sagt í fjölmiðlum vestanhafs og á netmiðlum að auglýsingarnar muni ekki svara með beinum hætti árásum demókrata en muni leggja áherslu á að forsetinn sé sterkur og bjartsýnn leiðtogi. Framboðið mun hafa meira en 100 milljónir dala úr að spila. Næstu daga mun forsetinn vera í fjáröflunarferð í Californiu og Texas. Í auglýsingunum sjást t.d. myndir frá hryðjuverkaárásunum á Bandaríkin 11. september 2001 og myndir af Bush og Lauru konu hans, í Hvíta húsinu. Framundan verður löng og erfið kosningabarátta milli forsetans og Kerrys, sennilega ein hatrammasta kosningabarátta seinni tíma.
Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra, var í gærkvöldi gestur í umræðuþættinum Pressukvöld í Ríkissjónvarpinu. Þar sagði hún ekki sjálfgefið að hún yrði sá af ráðherrum Framsóknarflokksins sem léti af embætti þegar Sjálfstæðisflokkur tekur við ráðuneyti hennar, 15. september nk. Siv vísaði í þættinum oft til afdráttarlausrar yfirlýsingar (eins og hún kallaði hana) Halldórs Ásgrímssonar formanns Framsóknarflokksins, frá því í maí í fyrra, er núverandi ríkisstjórn tók við völdum eftir kosningar. Á þeim tímapunkti sagði Halldór að málum yrði skipað með nýjum hætti og að ný ákvörðun yrði tekin í september 2004. Siv sagði að ekki lægi fyrir að hún viki úr embætti frekar en aðrir ráðherra, að Halldóri undanskildum. Kom fram að hún teldi engan þeirra hinna, öruggan í embætti. Vildi hún ekki tjá sig um hvað væri best fyrir flokkinn, en sagðist gefa kost á sér til setu áfram. Hún segir Halldór munu væntanlega skoða hvað komi flokknum vel, hvað sé eðlilegast og leggja þá fram tillögu um ráðherraskipan. Greinilegt er að mikil ólga er hjá Framsókn vegna þessa máls og ágerist sá hiti sem í málinu er, eðlilega eftir því sem styttist í breytingarnar. Er með ólíkindum að Halldór hafi ekki gert út um þetta mál í maí í fyrra samhliða uppstokkun innan flokksins, þegar ljóst var að Siv missti ráðuneyti sitt, í haust.
Eins og flestir vita urðu KA-menn bikarmeistarar í handknattleik í þriðja skipti í sögu félagsins um seinustu helgi. Í leik í Laugardalshöll á laugardag báru þeir sigurorð af Frömurum, 31:23. KA-menn höfðu undirtökin frá upphafi til enda en staðan í hálfleik var, 12:10. Arnór Atlason átti stórleik í liðið norðanmanna og skoraði 13 mörk og næstur í markaskorun hjá KA var Andrius Stelmokas með 7 mörk. Hafþór Einarsson átti mjög góðan leik á milli stanganna og varði alls 23 skot! KA menn voru mjög vel stemmdir í leiknum, liðsheildin góð og norðanmenn staðráðnir í að sigra. Liðsheildin er sterk og sigurinn verðskuldaður. Góður árangur og gott að bikarinn fer hingað norður.
Svona er Íslendingur í dag
Í vikunni birtist á Íslendingi birtist í vikunni góður pistill eftir Gísla Aðalsteinsson, sem hann kallar Hagkvæmni og sanngirni. Orðrétt segir í pistlinum: "Það hafa verið gerðar tilraunir til þess að flytja stofnanir á vegum hins opinbera út á landsbyggðina. Mitt mat er að þær tilraunir hafi fyrst og fremst skilað okkur á landsbyggðinni neikvæðri umfjöllun. Betur hefur gengið þegar að ný starfsemi hefur verið komið á fót frá grunni. Ég er hins vegar ekki tilbúinn að leggja það til að við Akureyringar eigum að byggja framtíð okkar bæjarfélags á þeirri kröfu að ríkið eigi að útvega okkur störf hér í bænum. Það sem ég vil er að við fáum sömu tækifæri og önnur svæði á landinu þ.e. að leikvöllurinn verði jafnaður. Ég vil að stjórnvöld bjóði út þá starfsemi ríkisins sem er þess eðlis að ekki er beinlínis nauðsynlegt að ríkið sjái um reksturinn og þar sem ekki skiptir öllu máli hvar á landinu starfsemin er stödd. Þá höfum við sem hér búum jafna möguleika til þess að ná til okkar verkefnum á vegum hins opinbera og aðrir. Ekki bara það heldur getur ríkið einnig lækkað rekstrarkostnað sinn og gæti einhverjum þótt ástæða til. Þessi lausn er bæði hagkvæm og sanngjörn." Hvet alla til að lesa pistil Gísla og ennfremur góðan góðan pistil Stefáns Ottó á frelsinu í dag.
Kvikmyndir - sjónvarpsgláp - pistlaskrif
Eftir fréttir og dægurmálaþætti horfði ég á óskarsverðlaunamyndina The French Connection. Mögnuð spennumynd sem fjallar um harðsoðnu lögguna lögguna Popeye Doyle sem kemst ásamt félaga sínum á spor alþjóðlegra fíkniefnasmyglara í New York. Hraður lögreglureyfari sem er hlaðinn spennu allt frá upphafsatriðinu til enda myndarinnar, enda með einum hrikalegasta bílaeltingaleik kvikmyndasögunnar. Bæði það atriði og myndin eins og hún leggur sig hefur verið fyrirmynd allra helstu spennumynda sem gerðar hafa verið síðan. Gene Hackman sem fer á kostum í hlutverki Popeye Doyle fékk óskarsverðlaunin fyrir leik ferils síns. Er alveg ógleymanlegur í hlutverki hins grófa og ruddafengna lögreglumanns. Snilldarverk. Eftir myndina horfði á Pressukvöld, þar sem umhverfisráðherra var gestur og var ekki laust við að ráðherrann væri hálftaugatrekkt vegna ráðherrahrókeringanna. Eftir þáttinn átti ég nokkur símtöl og svo var litið í tölvuna og haldið áfram að skrifa leikstjórapistil.
Dagurinn í dag
* 1213 Hrafn Sveinbjarnarson goðorðsmaður á Eyri við Arnarfjörð, veginn
* 1936 Frank Capra hlaut óskarinn fyrir leikstjórn sína í Mr. Deeds goes to Town
* 1964 Fimm íslenskar hljómsveitir léku í Háskólabíói - fyrstu bítlatónleikarnir hérlendis
* 1971 Uppstoppaður geirfugl var sleginn Íslendingum á uppboði í London
* 1987 Happaþrenna Happdrættis Háskóla Íslands kom á markað
Snjallyrði dagsins
Well, it's a form of self-expression. Some people write books. Some people write music. I make speeches on street corners.
Leopold Dilg í The Talk of the Town
<< Heim