Ferð til Washington DC
Ég kom í dag aftur til landsins eftir tæplega vikuferð til Washington. Þar var kynnt sér kosningabaráttuna sem er á sínum lokaspretti þessar vikurnar og jafnframt litið á sögu borgarinnar og það mikilvægasta sem hún hefur upp á að bjóða. Var virkilega gaman að fara til borgarinnar. Ég get fullyrt að ég hafi heillast af henni. Það kom mér skemmtilega á óvart hversu lítið stress er í borginni eða ys og þys. Tíminn var nýttur vel og margt gert sér til gamans. Mun ég fara ítarlega yfir ferðina, það sem þar var gert og stöðu kosningaslagsins sem ég fylgdist auðvitað vel með í návígi í ferðinni, í pistli á heimasíðu minni á miðvikudag. Það var þreyttur en mjög ánægður hópur sem lagði af stað heim til Íslands frá Baltimore í nótt og kom heim í morgun aftur til landsins. Óhætt er að fullyrða að við höfum skemmt okkur vel og haft bæði gagn og gaman af för okkar til Washington. Mörg okkar voru að fara til borgarinnar í fyrsta skipti, sumir jafnvel að fara í fyrsta sinn til Vesturheims. Hef ég farið áður og þekki því vel til landsins og þess indæla andrúmsloft sem þar er. Alltaf er jafngaman að fara til Bandaríkjanna, en ég tel að engin utanlandsferð hjá mér hafi verið betur heppnuð né skemmtilegri en þessi. Að mínu mati var hápunktur ferðarinnar að sitja á efstu tröppunni að Lincoln Memorial og horfa yfir útsýnið þar yfir að Washington Monument og loka augunum. Það var unaður að opna þau aftur. Það er ekkert útsýni veglegra né fallegra en það sem blasir við frá því sjónarhorni. Engum manni hefur verið heldur reist veglegra minnismerki en Lincoln.
Heitast í umræðunni
George W. Bush forseti Bandaríkjanna, og John Kerry öldungadeildarþingmaður, tókust harkalega á í öðrum kappræðum sínum í George Washington háskóla í St. Louis í Missouri-fylki á föstudagskvöld. Horfði ég á kappræðurnar á veitingastaðnum Primi á 19. stræti í Washington ásamt ungliðum í Repúblikanaflokknum og okkur í SUS sem vorum stödd í borginni á ferðalagi okkar þangað. Var sérstaklega ánægjulegt að fylgjast með umfjölluninni í öllum fjölmiðlaum vestanhafs fyrir og eftir kappræðurnar. Ekki síður var mjög gagnlegt að ræða stöðu mála, kosningarnar og næstu skref kosningabaráttunnar við félaga okkar í ungliðahreyfingu bandarískra repúblikana. Sérstaklega fannst mér gagnlegt að ræða við Söruh sem er forystumaður ungliðanna. Fróðlegt var að heyra þeirra sjónarmið á málunum og jafnframt að tjá sínar eigin. Í kappræðunum á föstudag tókust forsetaframbjóðendurnir á um ýmis mál, allt frá utanríkismálum, til heilbrigðis- og umhverfismála, svo fátt eitt sé nefnt. Íraksmálið var stórt umfjöllunarefni og fór tæplega helmingur debattsins í það efni. Umsjónarmaður kappræðnanna var fréttamaðurinn Charlie Gibson. Var formið mun frjálslegra þarna en í fyrstu kappræðunum. Frambjóðendurnir sátu á stól og gengu um sal þar sem voru nokkrir tugir valinna óákveðinna kjósenda sem bar fram spurningarnar. Enginn vafi var á að Bush stóð sig mun betur en í fyrstu kappræðunum og Kerry átti í vök að verjast vegna ferils síns í öldungadeildinni, en Bush réðist miskunnarlaust að hentistefnu hans nú miðað við fyrri afstöðu til mála. Kannanir sýna að jafntefli hafi verið niðurstaðan. Klárlega er þó ljóst að Bush sótti í sig veðrið og um það gátum við verið sammála á Primi á föstudagskvöldið. 22 dagar eru til kosninga, slagurinn harðnar sífellt og verður beittari með hverjum deginum. Seinustu kappræðurnar verða í Tempe-háskólanum í Arizona á miðvikudag. Í kjölfar þess tekur við lokahnykkur kosningabaráttunnar, seinustu 20 dagana.
Upptaka af öðrum kappræðum George W. Bush og John Kerry
Kappræður George W. Bush og John Kerry - endurrit af umræðunum
Umfjöllun um kappræður George W. Bush og John Kerry
Það var mjög ánægjulegt að fá fréttir af því til Washington á fimmtudag að Pétur Blöndal alþingismaður, hefði lagt fram á þingi frumvarp til laga um að leggja niður embætti forseta Íslands, árið 2008, við lok núgildandi kjörtímabils forsetans. Ég var staddur fyrir utan Smithsonian safnið á fimmtudag þegar ég fékk þau skilaboð að Pétur hefði lagt fram þetta frumvarp, hafði ég reyndar heyrt af því að hann ásamt fleirum væru að vinna að þessu máli. Skoðun Péturs á forsetaembættinu hefur lengi verið ljós. Hefur hann með þessu skrefi stigið í sömu átt og við í Sambandi ungra sjálfstæðismanna. Er það mikið ánægjuefni. Skoðun mín persónulega hefur aldrei farið leynt. Ég hef afdráttarlaust verið þeirrar skoðunar í rúman áratug að forsetaembættið sé bæði óþarft og tákn liðinna tíma. Í pistli fyrr á þessu ári sagði ég orðrétt: "Er forsetaembættið nauðsynlegt á okkar dögum? Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að tími sé kominn til breytinga. Raunverulegar embættisskyldur forsetans eru einkum formlegs eðlis og í raun gætu þau verið í höndum forsætisráðherra eða forseta Alþingis. Embætti forseta Íslands er með öllu ónauðsynlegt í lýðræðisríki og ekki síður gríðarlega kostnaðarsamt fyrir skattgreiðendur." Ég fagna því að eiga jafntraustan og virkan samherja í þessu máli og Pétur. Verður athyglisvert að sjá hvernig frumvarp hans mun ganga fyrir þinginu og hvernig umræða um það verði. Er nauðsynlegt að fá fram umræðu um embættið, hvernig það hefur breyst í öldugangi stjórnmálaheimsins á undanförnum mánuðum og hversu mjög það hefur skaddast vegna þess og orðið enn óþarfara en hefur blasað við. Tilkoma frumvarpsins er kærkomið tækifæri fyrir þá sem eru andsnúnir embættinu og vilja uppstokkun í stjórnkerfinu að stíga fram og tjá sig og hefja umræðuna.
Ég var staddur í leigubíl á laugardag, á leið frá Arlington til hótelsins sem ég dvaldi á, er ég heyrði fyrst þær fréttir að John Howard forsætisráðherra Ástralíu, og hægristjórn hans, hefði haldið völdum í þingkosningunum í Ástralíu, sama dag. Var mjög ánægjulegt að heyra þessar fréttir. Lengi vel af árinu stefndi í að Howard og stjórn hans myndi bíða afhroð í kosningunum, en forsætisráðherranum tókst á seinustu vikum kosningabaráttunnar að snúa vörn í sókn. Fylgi ríkisstjórnarinnar tók mikla niðursveiflu eftir Íraksstríðið, en Howard og flokkur hans studdi innrásina í Írak með krafti og varði þá ákvörðun af krafti síðan, á meðan henni var mótmælt af almennum kjósendum. Howard hefur með þessu hlotið umboð til að leiða landið á næsta kjörtímabili, hið fjórða í röð. Hefur Howard gefið í skyn á seinustu dögum að hann hyggist láta af völdum fyrir lok ársins 2006 og víki þá af valdastóli. Howard á að baki glæsilegan stjórnmálaferil og tryggði sér sess í sögubókum með sigrinum, ef hann situr til 2006 mun hann verða sá stjórnmálamaður Ástrala sem lengst hefur setið á forsætisráðherrastóli. Það er gleðiefni að stjórnmálamaður sem þorði bæði að taka óvinsælar ákvarðanir og verja þær að því loknu, en ekki hlaupa í skjól pólitískt til að verjast, vinni svo glæsilegan og mikilvægan sigur. Hann er bæði mikilvægur fyrir hægrimenn um allan heim og ekki síður þá sem aðhyllast heiðarleg stjórnmál með sannfæringu að leiðarljósi.
Christopher Reeve látinn
Helgarpistill Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra
Samstarf í þágu aukins öryggis - ræða dómsmálaráðherra
Dagurinn í dag
1256 Þórður kakali Sighvatsson, lést í Noregi, 46 ára að aldri - Þórður var á sinni tíð, um miðja þrettándu öld, einn valdamesti maður á Íslandi. Bjó að Grund í Eyjafirði og var goðorðsmaður
1986 Leiðtogafundur risaveldanna í Höfða hófst - Ronald Reagan forseti Bandaríkjanna, og Mikhail Gorbachov leiðtogi Sovétríkjanna, ræddu um afvopnunarmál. Fundurinn varð sögulegur
1988 Guðrún Helgadóttir kjörin forseti Alþingis, fyrst kvenna í rúmlega 1000 ára sögu þess
2000 Donald Dewar leiðtogi heimastjórnar í Skotlandi, deyr af völdum heilablæðingar, 63 ára gamall
2001 Öldungadeild bandaríska þingsins samþykkir fræg Patriot Act-lög George W. Bush forseta
Snjallyrði dagsins
Ég er friðlausi fuglinn,
sem flýgur í norðurátt,
er syngjandi svanir líða
suður um heiðið blátt.
Ég er friðlausi fuglinn
sem finnur sinn villta þrótt.
Í hjartanu hálfu er dagur,
en hálfu kolsvört nótt.
Davíð Stefánsson frá Fagraskógi (1895-1964) (Friðlausi fuglinn)
Ég kom í dag aftur til landsins eftir tæplega vikuferð til Washington. Þar var kynnt sér kosningabaráttuna sem er á sínum lokaspretti þessar vikurnar og jafnframt litið á sögu borgarinnar og það mikilvægasta sem hún hefur upp á að bjóða. Var virkilega gaman að fara til borgarinnar. Ég get fullyrt að ég hafi heillast af henni. Það kom mér skemmtilega á óvart hversu lítið stress er í borginni eða ys og þys. Tíminn var nýttur vel og margt gert sér til gamans. Mun ég fara ítarlega yfir ferðina, það sem þar var gert og stöðu kosningaslagsins sem ég fylgdist auðvitað vel með í návígi í ferðinni, í pistli á heimasíðu minni á miðvikudag. Það var þreyttur en mjög ánægður hópur sem lagði af stað heim til Íslands frá Baltimore í nótt og kom heim í morgun aftur til landsins. Óhætt er að fullyrða að við höfum skemmt okkur vel og haft bæði gagn og gaman af för okkar til Washington. Mörg okkar voru að fara til borgarinnar í fyrsta skipti, sumir jafnvel að fara í fyrsta sinn til Vesturheims. Hef ég farið áður og þekki því vel til landsins og þess indæla andrúmsloft sem þar er. Alltaf er jafngaman að fara til Bandaríkjanna, en ég tel að engin utanlandsferð hjá mér hafi verið betur heppnuð né skemmtilegri en þessi. Að mínu mati var hápunktur ferðarinnar að sitja á efstu tröppunni að Lincoln Memorial og horfa yfir útsýnið þar yfir að Washington Monument og loka augunum. Það var unaður að opna þau aftur. Það er ekkert útsýni veglegra né fallegra en það sem blasir við frá því sjónarhorni. Engum manni hefur verið heldur reist veglegra minnismerki en Lincoln.
Heitast í umræðunni
George W. Bush forseti Bandaríkjanna, og John Kerry öldungadeildarþingmaður, tókust harkalega á í öðrum kappræðum sínum í George Washington háskóla í St. Louis í Missouri-fylki á föstudagskvöld. Horfði ég á kappræðurnar á veitingastaðnum Primi á 19. stræti í Washington ásamt ungliðum í Repúblikanaflokknum og okkur í SUS sem vorum stödd í borginni á ferðalagi okkar þangað. Var sérstaklega ánægjulegt að fylgjast með umfjölluninni í öllum fjölmiðlaum vestanhafs fyrir og eftir kappræðurnar. Ekki síður var mjög gagnlegt að ræða stöðu mála, kosningarnar og næstu skref kosningabaráttunnar við félaga okkar í ungliðahreyfingu bandarískra repúblikana. Sérstaklega fannst mér gagnlegt að ræða við Söruh sem er forystumaður ungliðanna. Fróðlegt var að heyra þeirra sjónarmið á málunum og jafnframt að tjá sínar eigin. Í kappræðunum á föstudag tókust forsetaframbjóðendurnir á um ýmis mál, allt frá utanríkismálum, til heilbrigðis- og umhverfismála, svo fátt eitt sé nefnt. Íraksmálið var stórt umfjöllunarefni og fór tæplega helmingur debattsins í það efni. Umsjónarmaður kappræðnanna var fréttamaðurinn Charlie Gibson. Var formið mun frjálslegra þarna en í fyrstu kappræðunum. Frambjóðendurnir sátu á stól og gengu um sal þar sem voru nokkrir tugir valinna óákveðinna kjósenda sem bar fram spurningarnar. Enginn vafi var á að Bush stóð sig mun betur en í fyrstu kappræðunum og Kerry átti í vök að verjast vegna ferils síns í öldungadeildinni, en Bush réðist miskunnarlaust að hentistefnu hans nú miðað við fyrri afstöðu til mála. Kannanir sýna að jafntefli hafi verið niðurstaðan. Klárlega er þó ljóst að Bush sótti í sig veðrið og um það gátum við verið sammála á Primi á föstudagskvöldið. 22 dagar eru til kosninga, slagurinn harðnar sífellt og verður beittari með hverjum deginum. Seinustu kappræðurnar verða í Tempe-háskólanum í Arizona á miðvikudag. Í kjölfar þess tekur við lokahnykkur kosningabaráttunnar, seinustu 20 dagana.
Upptaka af öðrum kappræðum George W. Bush og John Kerry
Kappræður George W. Bush og John Kerry - endurrit af umræðunum
Umfjöllun um kappræður George W. Bush og John Kerry
Það var mjög ánægjulegt að fá fréttir af því til Washington á fimmtudag að Pétur Blöndal alþingismaður, hefði lagt fram á þingi frumvarp til laga um að leggja niður embætti forseta Íslands, árið 2008, við lok núgildandi kjörtímabils forsetans. Ég var staddur fyrir utan Smithsonian safnið á fimmtudag þegar ég fékk þau skilaboð að Pétur hefði lagt fram þetta frumvarp, hafði ég reyndar heyrt af því að hann ásamt fleirum væru að vinna að þessu máli. Skoðun Péturs á forsetaembættinu hefur lengi verið ljós. Hefur hann með þessu skrefi stigið í sömu átt og við í Sambandi ungra sjálfstæðismanna. Er það mikið ánægjuefni. Skoðun mín persónulega hefur aldrei farið leynt. Ég hef afdráttarlaust verið þeirrar skoðunar í rúman áratug að forsetaembættið sé bæði óþarft og tákn liðinna tíma. Í pistli fyrr á þessu ári sagði ég orðrétt: "Er forsetaembættið nauðsynlegt á okkar dögum? Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að tími sé kominn til breytinga. Raunverulegar embættisskyldur forsetans eru einkum formlegs eðlis og í raun gætu þau verið í höndum forsætisráðherra eða forseta Alþingis. Embætti forseta Íslands er með öllu ónauðsynlegt í lýðræðisríki og ekki síður gríðarlega kostnaðarsamt fyrir skattgreiðendur." Ég fagna því að eiga jafntraustan og virkan samherja í þessu máli og Pétur. Verður athyglisvert að sjá hvernig frumvarp hans mun ganga fyrir þinginu og hvernig umræða um það verði. Er nauðsynlegt að fá fram umræðu um embættið, hvernig það hefur breyst í öldugangi stjórnmálaheimsins á undanförnum mánuðum og hversu mjög það hefur skaddast vegna þess og orðið enn óþarfara en hefur blasað við. Tilkoma frumvarpsins er kærkomið tækifæri fyrir þá sem eru andsnúnir embættinu og vilja uppstokkun í stjórnkerfinu að stíga fram og tjá sig og hefja umræðuna.
Ég var staddur í leigubíl á laugardag, á leið frá Arlington til hótelsins sem ég dvaldi á, er ég heyrði fyrst þær fréttir að John Howard forsætisráðherra Ástralíu, og hægristjórn hans, hefði haldið völdum í þingkosningunum í Ástralíu, sama dag. Var mjög ánægjulegt að heyra þessar fréttir. Lengi vel af árinu stefndi í að Howard og stjórn hans myndi bíða afhroð í kosningunum, en forsætisráðherranum tókst á seinustu vikum kosningabaráttunnar að snúa vörn í sókn. Fylgi ríkisstjórnarinnar tók mikla niðursveiflu eftir Íraksstríðið, en Howard og flokkur hans studdi innrásina í Írak með krafti og varði þá ákvörðun af krafti síðan, á meðan henni var mótmælt af almennum kjósendum. Howard hefur með þessu hlotið umboð til að leiða landið á næsta kjörtímabili, hið fjórða í röð. Hefur Howard gefið í skyn á seinustu dögum að hann hyggist láta af völdum fyrir lok ársins 2006 og víki þá af valdastóli. Howard á að baki glæsilegan stjórnmálaferil og tryggði sér sess í sögubókum með sigrinum, ef hann situr til 2006 mun hann verða sá stjórnmálamaður Ástrala sem lengst hefur setið á forsætisráðherrastóli. Það er gleðiefni að stjórnmálamaður sem þorði bæði að taka óvinsælar ákvarðanir og verja þær að því loknu, en ekki hlaupa í skjól pólitískt til að verjast, vinni svo glæsilegan og mikilvægan sigur. Hann er bæði mikilvægur fyrir hægrimenn um allan heim og ekki síður þá sem aðhyllast heiðarleg stjórnmál með sannfæringu að leiðarljósi.
Christopher Reeve látinn
Helgarpistill Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra
Samstarf í þágu aukins öryggis - ræða dómsmálaráðherra
Dagurinn í dag
1256 Þórður kakali Sighvatsson, lést í Noregi, 46 ára að aldri - Þórður var á sinni tíð, um miðja þrettándu öld, einn valdamesti maður á Íslandi. Bjó að Grund í Eyjafirði og var goðorðsmaður
1986 Leiðtogafundur risaveldanna í Höfða hófst - Ronald Reagan forseti Bandaríkjanna, og Mikhail Gorbachov leiðtogi Sovétríkjanna, ræddu um afvopnunarmál. Fundurinn varð sögulegur
1988 Guðrún Helgadóttir kjörin forseti Alþingis, fyrst kvenna í rúmlega 1000 ára sögu þess
2000 Donald Dewar leiðtogi heimastjórnar í Skotlandi, deyr af völdum heilablæðingar, 63 ára gamall
2001 Öldungadeild bandaríska þingsins samþykkir fræg Patriot Act-lög George W. Bush forseta
Snjallyrði dagsins
Ég er friðlausi fuglinn,
sem flýgur í norðurátt,
er syngjandi svanir líða
suður um heiðið blátt.
Ég er friðlausi fuglinn
sem finnur sinn villta þrótt.
Í hjartanu hálfu er dagur,
en hálfu kolsvört nótt.
Davíð Stefánsson frá Fagraskógi (1895-1964) (Friðlausi fuglinn)
<< Heim