Pælingar Stefáns Friðriks Stefánssonar

Honum er ekkert mannlegt óviðkomandi - frelsið er yndislegt!

09 desember 2004

NorðurljósHeitast í umræðunni
Fyrir rúmum mánuði var tilkynnt um kaup Og Vodafone á 90% hlutabréfa í Norðurljósum og því að fyrirtækið stefndi að því að kaupa öll hlutabréf í fyrirtækinu á næstunni. Þessum viðskiptum fylgdu miklar skipulagsbreytingar hjá fyrirtækinu. Sigurður G. Guðjónsson sem verið hafði forstjóri Norðurljósa, allt frá uppgjörinu mikla milli Jóns Ólafssonar og Hreggviðs Jónssonar árið 2002, var sagt upp störfum. Honum var ekki tryggður áframhaldandi sess hjá fyrirtækinu, sem hlaut að hafa verið mikið áfall fyrir þá sem stóðu næst honum í forsetabústaðnum og fleiri stöðum, t.d. í stjórnarandstöðunni í tengslum við fjölmiðlamálið fyrr á árinu og vörðu stöðu hans og fyrirtækisins í gegnum það. Samfylkingin hefur jú virkað eins og stjórnmálaarmur Norðurljósa að undanförnu. Gunnar Smári Egilsson stjórnarmaður í Norðurljósum og fyrrum ritstjóri Fréttablaðsins, fékk starf Sigurðar og varð yfirmaður Norðurljósa.

Þáttaskil urðu svo í málinu í gær þegar tilkynnt var að Norðurljós myndu heyra sögunni til þegar óuppgerðar skattaskuldbindingar fyrirtækisins hefðu verið gerðar upp. Og Vodafone hafði ákveðið að kaupa aðeins Íslenska útvarpsfélagið og Frétt ehf. sem voru undir hatti Norðurljósa og skilja því skattaskuldbindingarnar eftir þar. Þegar skuldir og óuppgerð skattamál Norðurljósa verða til lykta leidd muni Norðurljós heyra sögunni til, enda verði ekkert eftir þá af rekstri undir hatti Norðurljósa. Ef marka má forsvarsmenn fyrirtækisins verði einhver hluta- og skuldabréf eftir en rekstur verði eins og fyrr segir enginn. Er um miklar fréttir að ræða enda hefur Norðurljós verið eitt helsta fjölmiðlafyrirtæki landsins á undanförnum árum og fjölmiðlamálið fyrr á árinu gerði það að miðpunkti umfjöllunar um það, enda var haldið fram að lögin væru sett fram til höfuðs því. Eru þetta því mjög fróðleg endalok sem þarna um ræðir. Er reyndar merkilegt hversu stjórnarandstaðan sem ætlaði vitlaus að verða vegna þess að Landssíminn keypti í Skjá einum hefur alveg þagað þunnu hljóði vegna málefna þessa uppáhaldsfyrirtækis síns, sem nú hefur sofnað að því er virðist svefninum langa, í lok þessa sögulega árs.

VerðlaunahafarAmtsbókasafnið á Akureyri hlaut í gær viðurkenninguna "Lofsvert lagnaverk 2003" og afhenti Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarfulltrúi og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, viðurkenningar til þeirra sem unnu að lagnaverki í safninu. Voru viðurkenningarnar afhentar við hátíðlega athöfn í gær. Viðurkenningar fyrir lofsvert heildarverk hlutu: Verkfræðistofa Norðurlands ehf, Rásverk ehf, Raftákn ehf, Bútur ehf, Vilhelm Guðmundsson, rafvirkjameistari, og Akureyrabær. Í flokki smærri lagnakerfa hlutu viðurkenningu Danfoss og Lagnakerfamiðstöð Íslands. Þorbjörn Karlsson verkfræðingur, og Jónas Jóhannsson pípulagningameistari, voru heiðraðir sérstaklega við þessa athöfn. Er mjög ánægjulegt að safnið hljóti þessi verðlaun.

Er óhætt að fullyrða að safnið er einstaklega glæsilegt eftir endurbæturnar og viðbyggingin sem vígð var upphaf ársins er mjög vegleg og tekist hefur vel til með allar framkvæmdir og verðlaunin staðfesta að vel var að verki staðið að öllu leyti. Ég hef alla tíð verið mikill bókaunnandi og les jafnan mikið, eins og góðvinir mínir á Amtsbókasafninu á Akureyri ættu að vera farnir að átta sig vel á. Það er fátt betra en fara einu sinni í viku á bókasafnið, taka nokkrar bækur og rýna í þær og jafnframt líta á gömul dagblöð, sem ég geri oft ef mig vantar upplýsingar um eldri atburði og vil kynnast umfjöllun dagblaða um mikilvæg málefni fyrri tíma. Fyrir mig sérstakan unnanda safnsins og viðskiptavin til fjölda ára er þetta gleðiefni og ánægjulegt að staða safnsins er sterk og vel hefur tekist með endurbæturnar.

Húmorinn
Secretary of Health and Human Services Tommy Thompson resigned from President Bush's cabinet. In his resignation speech he said he can't understand why terrorists haven't attacked our food supply because it is so easy to do. He also said the rear kitchen door to the White House is always left unlocked, the guard at the Statue of Liberty falls asleep at 3 am, oh and Bush's likes to sleep with the window open.

President Bush is adamant that the elections in Iraq will take place on schedule on January 30, if we postpone them then you get in conflict with the Golden Globes, the Oscars and then the Peoples Choice Awards.

President Bush was in California today. He was addressing the troops at Camp Pendelton. While there Bush took a moment to thank all the people in California who voted for him. That is all it took; a moment.

After an attack at the American consulate, Saudi Arabia has renew their fight against terrorism, and they're serious, this time they may actually stop funding them.
Jay Leno

Áhugavert efni
Sýningar á þáttunum Já ráðherra
Nei, það er ekki fyrsti apríl - pistill Ragnars Jónassonar
Íslenskir skólar allir eins - pistill Þorbjargar Helgu Vigfúsdóttur
Umfjöllun um undarlega myndbirtingu í DV - pistill Vef-Þjóðviljans
Var Saddam vopnvæddur af Bandaríkjamönnum? - pistill Jóns Vals Jenssonar

Dagurinn í dag
1749 Skúli Magnússon skipaður landfógeti, fyrstur Íslendinga. Skúli sat í embætti fógeta í 44 ár
1956 Hamrafell, stærsta skip sem Íslendingar höfðu eignast, kom til landsins. Það var 167 m. langt
1990 Lech Walesa leiðtogi andstöðufylkingarinnar Samstöðu, kjörinn forseti Póllands - sat til 1995
1992 John Major forsætisráðherra Bretlands, tilkynnir í breska þinginu að Karl Bretaprins og Díana prinsessa, hefðu ákveðið að skilja - lögskilnaður varð að veruleika 1996. Díana lést í bílslysi árið 1997
2000 Gríðarlegt tjón varð þegar fiskvinnsluhús Ísfélags Vestmannaeyja brann, en það var einn fjölmennasti vinnustaðurinn í bænum. Einn dýrasti bruni sinnar tegundar hérlendis á seinni árum

Snjallyrði dagsins
Þó fjúki í fornar slóðir
og fenni í gömul skjól
geta ekki fönnin og frostið
falið Álfahól.

Yfir hann skeflir aldrei
þó allt sé af gaddi hvítt,
því eldur brennur þar inni,
sem ísinn getur þítt.

Þar á ég höfði að halla,
þó hríðin byrgi sól,
fjúki í fornar slóðir
og fenni í gömul skjól.
Davíð Stefánsson skáld frá Fagraskógi (1895-1964) (Álfahóll)