Pælingar Stefáns Friðriks Stefánssonar

Honum er ekkert mannlegt óviðkomandi - frelsið er yndislegt!

21 maí 2006

Málverkasýning Helga Vilberg

Málverk eftir Helga Vilberg

Um helgina lauk málverkasýningu félaga míns, Helga Vilberg, í Galleríi Jónasar Viðars í Listagilinu. Hún hefur staðið í hálfan mánuð og hófst laugardaginn 6. maí. Þar sýndi hann tíu ný málverk sín. Helgi hefur ekki um nokkuð skeið haldið málverkasýningu á eigin vegum. Hann hefur í þrjá áratugi verið áberandi sem skólastjóri Myndlistaskólans á Akureyri og mjög sýnilegur í listalífinu hér í bæ. Þessi málverkasýning hans er lifandi og fersk - þar eru falleg málverk sem vekja athygli fyrir fallegt listbragð.

Helgi og ég höfum þekkst um nokkurt skeið og unnið saman í flokksstarfi Sjálfstæðisflokksins hér í bæ. Var mjög ánægjulegt að fara til hans á sýninguna og sjá þessi nýju verk hans. Helgi fékk mjög góðan dóm á verk sín í listagagnrýni í Morgunblaðinu á föstudag og var ánægjulegt að sjá þar jákvæð og góð ummæli um sýninguna. Ég óska Helga innilega til hamingju með velheppnaða sýningu - vonandi verður stutt í að við fáum aftur glæsilega málverkasýningu hjá honum.