Pælingar Stefáns Friðriks Stefánssonar

Honum er ekkert mannlegt óviðkomandi - frelsið er yndislegt!

28 mars 2004

José Maria AznarHeitast í umræðunni
José Maria Aznar fráfarandi forsætisráðherra Spánar skrifaði í vikunni ítarlega grein í The Wall Street Journal. Þar rekur hann aðgerðir stjórnvalda eftir hryðjuverkaárásina 11. mars og hrekur allar ásakanir um blekkingar og yfirhylmingu. Aznar bendir á að enginn sé óhultur fyrir hryðjuverkum, að nú sé ekki rétti tíminn til að gefa eftir í baráttunni gegn hryðjuverkum og gefa í skyn að hryðjuverkamenn geti náð fram vilja sínum með ódæðisverkum og hótunum. Hef ég fjallað um þetta mál í seinustu tveim sunnudagspistlum og tek því undir ummæli Aznar. Orðrétt segir hann í þessari vönduðu grein: "In the entire course of my political life, and especially during the eight years in which I have been prime minister, I have said that terrorism is not a local phenomenon, confined to particular areas or countries, to be confronted with domestic means alone. On the contrary, terrorism is a global phenomenon, one that crosses borders. And it gains in strength when we think that it is the problem of "others" and should be taken care of by "others." The debates that followed the Madrid attacks have been about whether they were carried out by ETA or al Qaeda. It is obviously essential to find out who was behind the attacks. But all terrorism carries the same threat; all terrorist attacks are infused with hatred for liberty, democracy and human dignity. They feed on each other."

Björn Bjarnason dómsmálaráðherraÍ helgarpistli sínum fjallar Björn um skjallbandalag Baugsmiðla, gegnsæi og almannahagsmunir. Orðrétt segir hann: "Þegar talað er um almannahagsmuni, vaknar auðvitað spurningin: hverjir eru almannahagsmunir í málum sem þessum? Þeir eru að mál upplýsist, að lögreglan komi höndum yfir hina seku. Það eru ekki almannahagsmunir, að almenningur geti lesið frá orði til orðs hvað hver segir í hverri yfirheyrslu. Það eru einnig almannahagsmunir, ekki aðeins í þessu máli heldur almennt við rannsókn glæpamála, að lögreglan geti yfirheyrt vitni þannig að bæði lögregla og ekki síður vitni geti treyst því, að uppskrift samtalsins verði ekki boðin til sölu á næsta götuhorni morguninn eftir. Af hverju skilja blaðamenn, sem sýknt og heilagt tala fjálglega um „vernd heimildarmanna“, sístir manna, að mun erfiðara verður að fá menn til að bera vitni, þegar þeir taka að óttast, að yfirheyrsluskýrslan komist í hendur blaðamanna af þeirri gerð, sem bara birta hana til sölu ef þeir geta. Það eru ekki almannahagsmunir að skemma fyrir lögreglurannsóknum, draga úr tiltrú lögregluyfirvalda og minnka líkur á að mál upplýsist. Það getur verið að einhverjir hafi einkahagsmuni af slíku, en það eru ekki almannahagsmunir."

Stefán Friðrik StefánssonSunnudagspistillinn
Að þessu sinni fjalla ég um lágt plan fréttamennsku DV sem birtist almenningi í vikunni er birtar voru orðrétt í blaðinu yfirheyrsluskýrslur yfir sakborningum í svokölluðu líkfundarmáli og ennfremur hvernig Baugsfjölmiðlarnir brugðust við gagnrýni um málið og hvernig t.d. DV er komið á hált svell í umfjöllun um mál almennt. Í vikunni sá ég heimildarmyndina The War Room og fjalla í tilefni þess um forsetakosningar þá og nú í Bandaríkjunum. Margt hefur breyst á þeim 12 árum sem liðin eru frá hinum eftirminnilega kosningaslag Bush og Clinton 1992. Þá var Netið ekki orðinn sá mikli þáttur í kosningabaráttu sem nú er. Nú hafa forsetaframbjóðendur allir vefsíður og eru með þær sem aðalmiðstöð baráttu sinnar og til að koma upplýsingum til almennings um kosningabaráttuna og birta þar skrif eftir sig. Netvæðingin hefur verið hröð seinasta áratuginn og engin kosningabarátta háð á okkar tímum án notkunar Internetsins sem umfangsmikils fjölmiðils. 1992 var ekkert slíkt til staðar, helst var komið upplýsingum út með viðtölum og fjöldafundum. Það er enn til staðar eins og sést í kosningabaráttu nú og hitt því hrein viðbót við umfangsmikla kosningabaráttu vestan hafs. Leiðir þetta til þess að frambjóðendurnir eru í enn meiri nálægð við almenning, kjósendur sína. Fréttamennska er ennfremur orðin harðari en var á þessum tíma og gengið mun nær frambjóðendum. Að lokum skrifa ég um viðbrögð við pistli mínum um spjallvefi.

The Silence of the LambsSjónvarpsgláp - kvikmyndir
Horfði seinnipartinn í gær á Silfrið, þar sem var áhugavert spjall. Að loknum fréttum var að venju horft á Laugardagskvöld með Gísla Marteini og Spaugstofuna. Horfðum svo á óskarsverðlaunamynd Jonathan Demme, The Silence of the Lambs. Klassísk óskarverðlaunamynd sem segir frá Clarice Starling fulltrúaefna hjá FBI, sem fengin er til að hafa hendur í hári fjöldamorðingjans Buffalo Bill. Þarf hún að leita til mannætunnar og sálfræðingsins Dr. Hannibals Lecter, til að fá upplýsingar um hann. Á Clarice að meta það hvort hægt er að fá hann til að gefa einhverjar vísbendingar um glæpi Buffalo Bill. Sambandið sem myndast á milli þeirra er eitt það magnaðasta í kvikmynd seinni tíma og er þungamiðjan í myndinni. Þessi frábæra kvikmynd er byggð á metsölubók Thomas Harris og hlaut fimm óskarsverðlaun, þ.á.m. sem besta kvikmynd ársins 1991 og fyrir leik Anthony Hopkins og Jodie Foster. Bæði fara á kostum í mögnuðum hlutverkum. Eftir myndina var litið á næturlífið.

Dagurinn í dag
* 1875 Öskjugos hófst - talið eitt mesta öskugos sem orðið hefur á Íslandi
* 1909 Safnahúsið við Hverfisgötu vígt - þá og nú eitt glæsilegasta hús landsins
* 1956 Samþykkt á þingi að reka Varnarliðið úr landi - hætt við ákvörðunina í nóv. 1956
* 1977 Sir Peter Finch hlaut óskarinn fyrir leik sinn í Network - Finch lést í janúar 1977
* 1997 Frances McDormand hlaut óskarinn fyrir leik sinn í hinni mögnuðu Fargo

Snjallyrði dagsins
A census taker once tried to test me. I ate his liver with some fava beans and a nice chianti.
Dr. Hannibal Lecter í The Silence of the Lambs