Heitast í umræðunni
Stjórn Þjóðarflokksins féll óvænt í kosningunum á Spáni í gær. Sósíalistaflokkurinn vann kosningasigur, en náði ekki hreinum þingmeirihluta. Hann fékk tæp 43% atkvæða og 164 þingsæti, bætti við sig alls 39. Þjóðarflokkurinn tapaði 9 prósentustiga fylgi miðað við síðustu kosningar, fékk tæp 38% og 148 þingmenn, tapaði 35. Sósíalistaflokkinn vantaði 12 þingsæti upp á hreinan meirihluta á þingi þannig að hann verður að leita eftir samstarfi við smáflokka til að mynda ríkisstjórn. Jose Luis Rodriguez Zapatero leiðtogi sósíalista, verður því næsti forsætisráðherra Spánar. Sagði hann í sigurræðu sinni að forgangsverkefni sitt væri að berjast gegn öllum hryðjuverkum. Í síðustu fylgiskönnun fyrir kosningarnar hafði Þjóðarflokkurinn þónokkurt forskot á sósíalista. Það forskot hvarf eins og dögg fyrir sólu eftir hryðjuverkin í Madrid á fimmtudag. Það er greinilegt að hryðjuverk íslamskra öfgamanna hafa gjörbreytt pólitíska landslaginu á Spáni. Fyrir þann voðaverknað hafði ríkisstjórnin yfirburðastöðu. Það er slæmt að sjá hvernig hryðjuverkamenn hafa áhrif á stjórnmál í vestrænum heimi eins og þarna virðist verða raunin. Nú er framundan að herða baráttuna gegn hryðjuverkum með öllum tiltækum ráðum. Löngu var ljóst að forsætisráðherraferli José Maria Aznar myndi ljúka, enda var hann ekki í framboði. Hann hafði lofað 1996 að sitja hámark tvö kjörtímabil í embætti og hann stóð við það loforð. Nú bíður sósíalista harður raunveruleikinn, sigur þeirra mun verða þeim súrsætur.
Vladimir Putin var endurkjörinn forseti Rússlands, í forsetakosningunum í landinu í gær. Óhætt er að fullyrða að hann hafi hlotið rússneska kosningu. Sigur Pútins var aldrei í hættu en andstæðingar hans saka hann um að hafa einokað ríkissjónvarpið og takmarkað frelsi fjölmiðla. Hann hlaut 71% atkvæða og kjörsókn var vel yfir 50%. Um tíma var óttast að innan við helmingur landsmanna á kjörskrá myndu kjósa, sem hefði þýtt að þær hefðu verið ógildar. Colin Powell utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Condoleezza Rice þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjastjórnar, hafa ýjað að því í dag að andstæðingum Pútins hafi verið meinaður aðgangur að fjölmiðlum. Þessu hefur forsetinn vísað á bug sem áróðri á kosningaári í Bandaríkjunum. Hann hefur sagt að svokölluð lýðræðisríki eigi við margskonar lýðræðisvanda að stríða. 71% fylgi almennings við Pútin er rakið til stöðugleika á flestum sviðum eftir ólgu og uppnám á stjórnarárum Jeltsins og bættra kjara, aðallega í stærstu borgunum. Pútin segir þó að lífskjör hafi ekki batnað verulega. Hagvöxtur árið 2003 var 7% í Rússlandi.
Ræða Árna Magnússonar félagsmálaráðherra, á Iðnþingi á föstudag, hefur vakið mikla athygli og um fátt hefur verið meira rætt á vettvangi innlendra stjórnmála seinustu daga en þau. Í ræðu sinni sagði hann að umsvif einstakra aðila í atvinnulífinu væru á mörkum þess að standast siðferðilega mælikvarða. Engum blandaðist þar hugur að þar vék hann að bönkum og stórfyrirtækjum. Ráðherra var ómyrkur í máli í ræðu sinni. Hann sagði að bankarnir hefðu áður verið þjónustustofnanir fyrir heimilin og atvinnulífið en nú brytjuðu þeir niður íslensk fyrirtæki í þeim tilgangi að hagnast stórlega sjálfir. Ennfremur kom fram hjá honum að verslunar- og þjónustufyrirtæki hefðu undanfarið stækkað gífurlega og að völd þeirra gagnvart smærri fyrirtækjum væru mikil. Orðrétt sagði hann: "Þræðirnir liggja víða, það minnir helst á vef risavaxinnar köngulóar. Þessi stórfyrirtæki geta í mörgum tilvikum ráðið því hverjir fái lifað og hverjir skuli deyja." Athyglisverð ræða og greinilega sett fram af hans hálfu til að minna á sig fyrir komandi ráðherrahrókeringar innan Framsóknarflokksins.
Svona er frelsið í dag
Inger Anna fjallar á frelsinu í athyglisverðum pistli um fjölskyldustefnu Framsóknarflokksins. Sérstaklega vísar hún til loforða ráðherrans og flokks hans fyrir seinustu kosningar í málefnum dagmæðra. Fer hún yfir hvernig fjölskyldustefna flokksins hefur birst í störfum ráðherrans. Orðrétt segir hún: "Mér er því spurn, er fjölskyldustefna framsóknamanna, og þar af leiðandi Árna Magnússonar, sú að koma meiri hluta vinnuaflsins út af vinnumarkaðinum? Eða er verið að stuðla að fólksfækkun í landinu? Hver eru rökin fyrir þessu? Ekki hef ég sem foreldri heyrt neitt um það, mér voru ekki einu sinni kynnt þessi drög. Ég get alveg sagt að þetta snerti mig sem foreldri ekki síður en starfstétt dagmæðra sem á meiri virðingu skilið en þetta og vona ég að allir foreldrar sem og einstaklingar þjóðfélagsins, sjái sér fært um að styðja við bakið á þeim á tímum sem slíkum. Mál þetta má vel stöðvast í nefnd og verður vonandi aldrei samþykkt í því formi sem það stendur í dag."
Sjónvarpsgláp - kvikmyndir
Eftir kvöldfréttirnar í gærkvöld horfði ég á þátt Jóns Ársæls, Sjálfstætt fólk. Að þessu sinni voru gestir hans þeir Álftagerðisbræður frá Skagafirði: Gísli, Óskar, Pétur og Sigfús. Var virkilega skemmtilegur þáttur, enda magnaðir menn. Horfði svo á lokaþátt þáttaraðarinnar Líf og framtíðarsýn Íslendinga, þar sem voru mörg góð og athyglisverð viðtöl við þekkta Íslendinga. Að þessu loknu horfðum við á flotta kvikmynd Curtis Hanson, Wonder Boys. Segir frá rithöfundinum og prófessornum Grady Tripp. Hann þjáist í sögubyrjun af svæsinni ritstíflu og lifir í raun á fornri frægð þar sem 7 ár eru liðin frá útgáfu síðustu bókar hans. Útgefandi hans, hinn léttgeggjaði Terry Crabtree hefur áhyggjur af þessu og boðar heimsókn sína til hans yfir helgi. Og þessi helgi á eftir að verða afdrifarík fyrir Grady og líf hans. Eiginkona hans er farin frá honum, kona yfirmanns hans er ólétt eftir hann, nemandi sem leigir hjá honum girnist hann og annar nemandi hans er stelsjúkur snillingur. Saman mynda þessar ólíku persónur einhvern skemmtilegasta hóp sem sést hefur á hvíta tjaldinu og áður en helgin er á enda hafa þær allar flækt sig í kostulegar aðstæður sem seint líða úr minni áhorfenda. Snilldarlegt handrit með stórkostlegum leikurum og óaðfinnanlegri leikstjórn eru aðall þessarar mögnuðu og stórfenglegu myndar. Michael Douglas skilar hér einni af sínum bestu leikframmistöðum og átti að hljóta óskarsverðlaunatilnefningu fyrir stórleik sinn í þessari kvikmynd, hiklaust. Poppgoðið Bob Dylan hlaut hinsvegar óskarinn fyrir besta kvikmyndalag ársins 2000, hið magnaða "Things Have Changed". Pottþétt skemmtun fyrir alla sanna kvikmyndaáhugamenn. Alls ekki missa af þessari, þetta er snilld út í gegn!
Dagurinn í dag
* 1905 Bæjarsíminn í Reykjavík var formlega opnaður með því að leikið var á fiðlu í símann
* 1942 Bandarísk flugvél hrapaði í Vatnsmýrinni í Reykjavík - 8 menn fórust
* 1978 Sprenging varð í ratsjárflugvél frá varnarliðinu skömmu fyrir flugtak
* 1983 Litlu munaði að farþegaþota frá Arnarflugi og herflugvél lentu í árekstri
* 2003 Samningar um álver Alcoa á Austurlandi undirritaðir á Reyðarfirði
Snjallyrði dagsins
Did they teach you how to apologize at lawyer school? 'Cause you suck at it.
Erin Brockovich í Erin Brockovich
Stjórn Þjóðarflokksins féll óvænt í kosningunum á Spáni í gær. Sósíalistaflokkurinn vann kosningasigur, en náði ekki hreinum þingmeirihluta. Hann fékk tæp 43% atkvæða og 164 þingsæti, bætti við sig alls 39. Þjóðarflokkurinn tapaði 9 prósentustiga fylgi miðað við síðustu kosningar, fékk tæp 38% og 148 þingmenn, tapaði 35. Sósíalistaflokkinn vantaði 12 þingsæti upp á hreinan meirihluta á þingi þannig að hann verður að leita eftir samstarfi við smáflokka til að mynda ríkisstjórn. Jose Luis Rodriguez Zapatero leiðtogi sósíalista, verður því næsti forsætisráðherra Spánar. Sagði hann í sigurræðu sinni að forgangsverkefni sitt væri að berjast gegn öllum hryðjuverkum. Í síðustu fylgiskönnun fyrir kosningarnar hafði Þjóðarflokkurinn þónokkurt forskot á sósíalista. Það forskot hvarf eins og dögg fyrir sólu eftir hryðjuverkin í Madrid á fimmtudag. Það er greinilegt að hryðjuverk íslamskra öfgamanna hafa gjörbreytt pólitíska landslaginu á Spáni. Fyrir þann voðaverknað hafði ríkisstjórnin yfirburðastöðu. Það er slæmt að sjá hvernig hryðjuverkamenn hafa áhrif á stjórnmál í vestrænum heimi eins og þarna virðist verða raunin. Nú er framundan að herða baráttuna gegn hryðjuverkum með öllum tiltækum ráðum. Löngu var ljóst að forsætisráðherraferli José Maria Aznar myndi ljúka, enda var hann ekki í framboði. Hann hafði lofað 1996 að sitja hámark tvö kjörtímabil í embætti og hann stóð við það loforð. Nú bíður sósíalista harður raunveruleikinn, sigur þeirra mun verða þeim súrsætur.
Vladimir Putin var endurkjörinn forseti Rússlands, í forsetakosningunum í landinu í gær. Óhætt er að fullyrða að hann hafi hlotið rússneska kosningu. Sigur Pútins var aldrei í hættu en andstæðingar hans saka hann um að hafa einokað ríkissjónvarpið og takmarkað frelsi fjölmiðla. Hann hlaut 71% atkvæða og kjörsókn var vel yfir 50%. Um tíma var óttast að innan við helmingur landsmanna á kjörskrá myndu kjósa, sem hefði þýtt að þær hefðu verið ógildar. Colin Powell utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Condoleezza Rice þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjastjórnar, hafa ýjað að því í dag að andstæðingum Pútins hafi verið meinaður aðgangur að fjölmiðlum. Þessu hefur forsetinn vísað á bug sem áróðri á kosningaári í Bandaríkjunum. Hann hefur sagt að svokölluð lýðræðisríki eigi við margskonar lýðræðisvanda að stríða. 71% fylgi almennings við Pútin er rakið til stöðugleika á flestum sviðum eftir ólgu og uppnám á stjórnarárum Jeltsins og bættra kjara, aðallega í stærstu borgunum. Pútin segir þó að lífskjör hafi ekki batnað verulega. Hagvöxtur árið 2003 var 7% í Rússlandi.
Ræða Árna Magnússonar félagsmálaráðherra, á Iðnþingi á föstudag, hefur vakið mikla athygli og um fátt hefur verið meira rætt á vettvangi innlendra stjórnmála seinustu daga en þau. Í ræðu sinni sagði hann að umsvif einstakra aðila í atvinnulífinu væru á mörkum þess að standast siðferðilega mælikvarða. Engum blandaðist þar hugur að þar vék hann að bönkum og stórfyrirtækjum. Ráðherra var ómyrkur í máli í ræðu sinni. Hann sagði að bankarnir hefðu áður verið þjónustustofnanir fyrir heimilin og atvinnulífið en nú brytjuðu þeir niður íslensk fyrirtæki í þeim tilgangi að hagnast stórlega sjálfir. Ennfremur kom fram hjá honum að verslunar- og þjónustufyrirtæki hefðu undanfarið stækkað gífurlega og að völd þeirra gagnvart smærri fyrirtækjum væru mikil. Orðrétt sagði hann: "Þræðirnir liggja víða, það minnir helst á vef risavaxinnar köngulóar. Þessi stórfyrirtæki geta í mörgum tilvikum ráðið því hverjir fái lifað og hverjir skuli deyja." Athyglisverð ræða og greinilega sett fram af hans hálfu til að minna á sig fyrir komandi ráðherrahrókeringar innan Framsóknarflokksins.
Svona er frelsið í dag
Inger Anna fjallar á frelsinu í athyglisverðum pistli um fjölskyldustefnu Framsóknarflokksins. Sérstaklega vísar hún til loforða ráðherrans og flokks hans fyrir seinustu kosningar í málefnum dagmæðra. Fer hún yfir hvernig fjölskyldustefna flokksins hefur birst í störfum ráðherrans. Orðrétt segir hún: "Mér er því spurn, er fjölskyldustefna framsóknamanna, og þar af leiðandi Árna Magnússonar, sú að koma meiri hluta vinnuaflsins út af vinnumarkaðinum? Eða er verið að stuðla að fólksfækkun í landinu? Hver eru rökin fyrir þessu? Ekki hef ég sem foreldri heyrt neitt um það, mér voru ekki einu sinni kynnt þessi drög. Ég get alveg sagt að þetta snerti mig sem foreldri ekki síður en starfstétt dagmæðra sem á meiri virðingu skilið en þetta og vona ég að allir foreldrar sem og einstaklingar þjóðfélagsins, sjái sér fært um að styðja við bakið á þeim á tímum sem slíkum. Mál þetta má vel stöðvast í nefnd og verður vonandi aldrei samþykkt í því formi sem það stendur í dag."
Sjónvarpsgláp - kvikmyndir
Eftir kvöldfréttirnar í gærkvöld horfði ég á þátt Jóns Ársæls, Sjálfstætt fólk. Að þessu sinni voru gestir hans þeir Álftagerðisbræður frá Skagafirði: Gísli, Óskar, Pétur og Sigfús. Var virkilega skemmtilegur þáttur, enda magnaðir menn. Horfði svo á lokaþátt þáttaraðarinnar Líf og framtíðarsýn Íslendinga, þar sem voru mörg góð og athyglisverð viðtöl við þekkta Íslendinga. Að þessu loknu horfðum við á flotta kvikmynd Curtis Hanson, Wonder Boys. Segir frá rithöfundinum og prófessornum Grady Tripp. Hann þjáist í sögubyrjun af svæsinni ritstíflu og lifir í raun á fornri frægð þar sem 7 ár eru liðin frá útgáfu síðustu bókar hans. Útgefandi hans, hinn léttgeggjaði Terry Crabtree hefur áhyggjur af þessu og boðar heimsókn sína til hans yfir helgi. Og þessi helgi á eftir að verða afdrifarík fyrir Grady og líf hans. Eiginkona hans er farin frá honum, kona yfirmanns hans er ólétt eftir hann, nemandi sem leigir hjá honum girnist hann og annar nemandi hans er stelsjúkur snillingur. Saman mynda þessar ólíku persónur einhvern skemmtilegasta hóp sem sést hefur á hvíta tjaldinu og áður en helgin er á enda hafa þær allar flækt sig í kostulegar aðstæður sem seint líða úr minni áhorfenda. Snilldarlegt handrit með stórkostlegum leikurum og óaðfinnanlegri leikstjórn eru aðall þessarar mögnuðu og stórfenglegu myndar. Michael Douglas skilar hér einni af sínum bestu leikframmistöðum og átti að hljóta óskarsverðlaunatilnefningu fyrir stórleik sinn í þessari kvikmynd, hiklaust. Poppgoðið Bob Dylan hlaut hinsvegar óskarinn fyrir besta kvikmyndalag ársins 2000, hið magnaða "Things Have Changed". Pottþétt skemmtun fyrir alla sanna kvikmyndaáhugamenn. Alls ekki missa af þessari, þetta er snilld út í gegn!
Dagurinn í dag
* 1905 Bæjarsíminn í Reykjavík var formlega opnaður með því að leikið var á fiðlu í símann
* 1942 Bandarísk flugvél hrapaði í Vatnsmýrinni í Reykjavík - 8 menn fórust
* 1978 Sprenging varð í ratsjárflugvél frá varnarliðinu skömmu fyrir flugtak
* 1983 Litlu munaði að farþegaþota frá Arnarflugi og herflugvél lentu í árekstri
* 2003 Samningar um álver Alcoa á Austurlandi undirritaðir á Reyðarfirði
Snjallyrði dagsins
Did they teach you how to apologize at lawyer school? 'Cause you suck at it.
Erin Brockovich í Erin Brockovich
<< Heim