Pælingar Stefáns Friðriks Stefánssonar

Honum er ekkert mannlegt óviðkomandi - frelsið er yndislegt!

30 nóvember 2004

Davíð Oddsson utanríkisráðherraHeitast í umræðunni
Til harðra orðaskipta kom á Alþingi í gær um Íraksmálið. Þátt í umræðunum tóku ráðherrar stjórnarflokkanna og forystumenn stjórnarandstöðunnar og voru umræðurnar mjög líflegar og hvassar. Var í þeim einkum tekist á um stuðningsyfirlýsingu íslenskra stjórnvalda við innrásina í Írak í mars 2003. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra, sagði í umræðunum að ef Íslendingar féllu frá stuðningi við innrásina þá myndi það þýða að Íslendingar láti af stuðningi við hina pólitísku og efnahagslegu uppbyggingu í Írak. Var mikið rætt í umræðunum um mjög athyglisverð ummæli Hjálmars Árnasonar þingflokksformanns Framsóknarflokksins, í Silfri Egils á sunnudag. Þar sagði hann að til greina kæmi af sinni hálfu að endurskoða stuðning Íslendinga við Íraksstríðið í ljósi þess að upplýsingar sem byggt var á um gereyðingavopnaeign Íraka hafi reynst rangar. Leiddi þessi ummæli til þess að þingmenn Samfylkingarinnar tóku málið upp í umræðum. Sagði forsætisráðherra að íslensk stjórnvöld styddu lýðræðisuppbygginguna í Írak og ynnu á grundvelli samþykktar Sameinuðu þjóðanna um uppbyggingu Íraks. Spurði Halldór hvaða stefnu Samfylkingin hefði varðandi þessi mál og sagði að eitt sinn hefðu lýðræðisflokkarnir á Íslandi stutt það sem vestrænar þjóðir voru að gera. Nú hefði gamla Alþýðubandalagið náð yfirhöndinni í Samfylkingunni í utanríkismálum á sama tíma og helstu samstarfsþjóðir Íslendinga í utanríkismálum hefðu ákveðið að ljúka starfinu í Írak varðandi lýðræðisuppbygginguna.

Davíð Oddsson utanríkisráðherra, sagði að hvergi færi nú fram umræða um að taka lönd af umræddum lista nema hér. Sagði Davíð of mikið gert úr orðum Hjálmars. Nefndi Davíð sem dæmi að hann hefði þurft að fara á Landspítalann í sumar og láta skera úr sér krabbamein og fyrir aðgerðina hefði hann þurft að gefa skriflegt samþykkti. Sagði hann að ef hann nú kæmi og vildi taka til baka þetta samþykki við uppskurðinum yrði litið á hann sem einhverskonar fífl. Þetta dytti engum í hug nema Samfylkingunni sem væri eins og afturhaldskommatittsflokkur. Sagði hann að menn hefðu viljað að krabbameinið Saddam Hussein yrði skorið í burt í Írak og síðan tæki við endurhæfing. Allir styddu þessa endurhæfingu nema Samfylkingin. Í svari sagði Guðmundur Árni Stefánsson
að það væri búið að staðfesta það mörgum sinnum að Samfylkingin styðji uppbyggingu Sameinuðu þjóðanna í Írak og það væri skylda allra að styðja við hana. Er alltaf jafnskondið að fylgjast með Samfylkingunni vissulega. Hvernig getur Samfylkingin bæði verið hlynnt uppbyggingu og andvíg því að við séum á lista yfir þjóðir sem styðja uppbyggingu í Írak? Undarlegt er svo að helsta umræðuefnið í þinginu þessa dagana sé innrás sem átti sér stað fyrir tveimur árum og er hluti af sögunni núna, atburður sem er einfaldlega liðinn og við tókum ekki þátt í t.d. með herafla. Styðji menn samþykkt öryggisráðsins um uppbyggingu Íraks er jafnframt verið að styðja veru erlenda herliðsins í Írak, af hálfu t.d Bandaríkjamanna, Breta og Dana. Ef Íslendingar eru teknir af umræddum lista þýðir það að þeir væru að taka til baka stuðning sinn við uppbygginguna í Írak. En það er rannsóknarefni fyrir sérfræðinga að skilja svosem Samfylkinguna. En Davíð fær hrós fyrir að vera beittur í að tjá skoðanir sínar, varla sárnar vinstrimönnum það að menn hafi skoðanir. Enda hafa þeir sjálfir látið mörg beitt orðin falla t.d. um menn og málefni.

Þórólfur Árnason fráfarandi borgarstjóriSeinasti starfsdagur Þórólfs Árnasonar í embætti borgarstjóra í Reykjavík var í dag. Hann hefur gegnt embættinu í tæp tvö ár, eða frá 1. febrúar 2003, er Ingibjörg Sólrún Gísladóttir lét af embætti. Aðeins tveir borgarstjórar hafa setið skemur í embætti en hann: Auður Auðuns og Árni Sigfússon. Í þá 22 mánuði sem Þórólfur var borgarstjóri kom alltaf vel fram sá veikleiki hans að vera ekki kjörinn fulltrúi í embættinu og ekki með beint umboð frá kjósendum. Segja má um borgarstjóraembættið að um slíka lykilstöðu sé að ræða að beinlínis mikilvægt sé að sá sem sitji á þeim stóli sé kjörinn borgarfulltrúi og hafi beint umboð til verka. Þórólfur var litríkur í embætti og sýnilegur meðal kjósenda og stefndi lengst af í það að hann yrði frambjóðandi í kosningum eftir tvö ár, annaðhvort fyrir einn flokkanna sem mynda R-listann eða heildina ef hún kæmi sér saman aftur um framboð. OIíusamráðsmálið batt enda á framavonir hans hjá borginni og breytti pólitískri vegferð. Er reyndar með öllu óljóst hvað Þórólfur gerir nú við starfslok sín í Ráðhúsinu.

Segja má vissulega að Þórólfur hafi verið röggsamur stjórnandi og áberandi þó hann hafi skort umboð kjósenda til verka á stuttum borgarstjóraferli sínum. Hann var vissulega bara embættismaður þessa 22 mánuði en ekki sá sem réð leiðinni, eins og sást best við starfslok hans þegar einn R-listaflokkurinn beitti sér fyrir brotthvarfi hans. Sem embættismaður var hann í þeirri aðstöðu að vera stjórnað af pólitískum forystumönnum ólíkt Ingibjörgu Sólrúnu sem allan sinn borgarstjóraferil var afgerandi leiðtogi samstarfsins, bæði pólitískt og embættislega séð. Þórólfur hafði aldrei þennan status þó hann reyndi vissulega að öðlast hann skref fyrir skref. Hann náði aldrei náð þeim takti, sem duga skal eigi að nást farsælt samstarf milli fylkinga og pólitískra andstæðinga. Hann var vanur að vera stjórnandi frá fyrri tíð í stórfyrirtækjum og meðhöndlaði starf sitt svolítið með sama hætti og um stjórnanda í fyrirtæki væri að ræða. Sást þetta best á borgarstjórnarfundum í embættistíð hans. Fræg voru ummæli hans skömmu eftir að hann tók við embætti er Björn Bjarnason ráðherra og borgarfulltrúi, beindi orðum sínum að honum og leitaði eftir svörum. Svaraði þá Þórólfur með þeim undarlega hætti að hann réði hverjum hann byði heim til sín. Var á honum að skilja að honum væri ekki mikið um samstarf milli fylkinga í borgarmálunum gefið, var með siðapredikanir um það hvernig kjörnir fulltrúar tjáðu sig. Fróðlegt verður að sjá hvað gerist nú við brotthvarf Þórólfs og hvernig eftirmanni hans muni höndlast starfið þá 18 mánuði sem eru til næstu sveitarstjórnarkosninga.

Húmorinn
Earlier today the president has called on all Americans to do volunteer work. For example: National Guard service.

Here's a late breaking bulletin from the Bush White House: The White House Christmas tree has submitted its resignation.

President Bush has asked for a 50 percent increase in the number of spies and intelligence at the CIA. Apparently he's not getting enough memos to ignore.
David Letterman

President Bush was told that Dan Rather had resigned. After a moment's thought the President said: "Was that the Interior Secretary?"

New York Governor George Pataki might be the next Director of Homeland Security. He's at home right now memorizing the color chart.

The Ukraine has now declared a winner in their presidential election, but the European Union says it is not legitimate. The give away was when the winner Viktor Yushchenko thanked his brother Jeb Yushchenko.
Jay Leno

Áhugavert efni
Saga Kísilverksmiðjunnar í Mývatnssveit öll
Tom Ridge segir af sér sem ráðherra heimavarnarmála í Bandaríkjunum
George W. Bush forseti Bandaríkjanna, fer í opinbera heimsókn til Kanada

Veit hægri höndin hvað sú vinstri er að gera?
Umfjöllun um málefni Listaháskólans - pistill Vef-Þjóðviljans
Umfjöllun um mannréttindaskrifstofu - pistill Vef-Þjóðviljans
Lækkun tekjuskatts, skref í rétta átt - pistill Daníels Jakobssonar
Ein samfelld gleðistund - pistill Hönnu Birnu Kristjánsdóttur borgarfulltrúa

Dagurinn í dag
1916 Goðafoss, annað af tveimur skipum Eimskipafélags Íslands, strandaði í hríðarveðri og náttmyrkri við Straumnes, norðan Aðalvíkur á Hornströndum. Menn frá Látrum björguðu farþegum og áhöfn, 60 manns. Skipið náðist ekki aftur á flot. Goðafoss hafði komið til landsins hálfu öðru ári áður, árið 1914
1954 Sir Winston Churchill forsætisráðherra Bretlands, varð áttræður. Hann er elsti maðurinn sem hefur gegnt embættinu. Churchill sat á forsætisráðherrastóli þar til í apríl 1955. Hann lést 1965
1965 Íslenskir bankar keyptu Skarðsbók á uppboði í London. Þetta var eina forníslenska handritið sem var í einkaeign. Það var síðar afhent Handritastofnun til varðveislu - fyrstu handritin komu 1971
1982 Bréfasprengja, sem send hafði verið til Margaret Thatcher forsætisráðherra Bretlands, sprakk í Downingstræti 10, embættisbústað forsætisráðherrans í London. Thatcher sakaði ekki, einn slasaðist
1999 Douglas Henderson, 83 ára Skoti, hitti Halldór Gíslason sem var skipstjóri á Gulltoppi þegar hann bjargaði Henderson og 32 öðrum af flutningaskipinu Beaverdale árið 1941. Halldór lést viku síðar

Snjallyrði dagsins
Sólin brennir nóttina, og nóttin slökkvir dag;
þú ert athvarf mitt fyrir og eftir sólarlag.
Þú ert yndi mitt áður og eftir að dagur rís,
svölun í sumarsins eldi og sólbráð á vetrarins ís.

Svali á sumardögum og sólskin um vetrarnótt,
þögn í seiðandi solli og syngur, ef allt er hljótt.
Söngur í þöglum skógum og þögn í borganna dyn,
þú gafst mér jörðina og grasið og guð á himnum að vin.

Þú gafst mér skýin og fjöllin og guð til að styrkja mig.
Ég fann ei, hvað lífið var fagurt, fyrr en ég elskaði þig.
Ég fæddist til ljóssins og lífsins, er lærði ég að unna þér,
og ást mín fær ekki fölnað fyrr en með sjálfum mér.
Sigurður Nordal (1886-1974) (Ást)

29 nóvember 2004

Geir H. Haarde fjármálaráðherraHeitast í umræðunni
Geir H. Haarde fjármálaráðherra, kynnti skattalækkanatillögur ríkisstjórnarinnar á fjölmennum fundi sjálfstæðismanna á Grand Hótel á laugardagsmorguninn. Að fundinum stóðu Samband eldri sjálfstæðismanna, Samband ungra sjálfstæðismanna, Landssamband sjálfstæðiskvenna, Verkalýðsráð Sjálfstæðisflokksins og sjálfstæðisfélögin í Reykjavík. Í dag fjalla ég um skattalækkunartillögur ríkisstjórnarinnar í ítarlegum pistli á vef SUS og fer yfir það helsta, bæði úr tillögunum og ekki síður umræðu seinustu 10 daga, frá því tillögurnar voru kynntar 19. nóvember sl. Þar segir orðrétt: "Felur frumvarpið í sér 4% lækkun tekjuskatts einstaklinga, afnám eignarskatts á einstaklinga og fyrirtæki og að barnabætur hækki um 2,4 milljarða króna. Heildaráhrif þessara aðgerða á afkomu ríkissjóðs eru metin til rúmlega 22 milljarða króna að teknu tilliti til veltuáhrifa sem einkum falla til á árunum 2006 og 2007. Er miðað við að með hliðsjón af horfum í efnahagsmálum og tímasetningu stóriðjuframkvæmda á Austurlandi að meginþungi tekjuskattslækkunarinnar muni koma til framkvæmda á árinu 2007."

Ennfremur segir svo: "Ástæða er til að fagna því að fyrir liggi ramminn að skattalækkunum ríkisstjórnarinnar með skýrum hætti. Um er að ræða mikið fagnaðarefni fyrir okkur ungt sjálfstæðisfólk sem höfum barist seinustu ár fyrir lækkun skatta. Eru með þessu frumvarpi stigin í senn bæði ánægjuleg og gagnleg skref til hagsbóta fyrir landsmenn, einkum hinn vinnandi mann." Eftir að hafa farið yfir tölur málsins segir svo að lokum: "Eyðimerkurganga vinstrimanna er orðin löng og ströng og hefur tekið á, eins og sífellt sést betur og betur af viðbrögðum þeirra, orðavali og framkomu á pólitískum vettvangi. Augljóst er t.d. að Samfylkingin er í þeirri erfiðu stöðu að þurfa að gagnrýna ríkisstjórn, og flokkana sem mynda hana, sem hefur tekist mjög vel upp í verkum sínum. Það eru því frekar fá sóknarfæri fyrir stjórnarandstöðuna, sem hamrar sífellt á einhverjum undarlegum hliðum til að vekja á sér athygli. Það blasir því við að stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn, sem er eins og flestir, Samfylkingin, þarf því að koma sér upp einhverri sérstöðu og finna mál til að nota gegn stjórnarflokkunum. Það er afar fátt af skotfærum til á vinstribæjunum til að sækja að ríkisstjórninni og forystumönnum hennar. Það er óttalegt ströggl greinilega hjá Samfylkingunni að reyna að leita eftir einhverju að tala um. Er það mjög ánægjulegt vissulega að svo aumt sé komið fyrir fólkinu í því koti."

Skattalækkanir - aukin hagsæld: kynning fjármálaráðherra á tillögunum

ReykjavíkurflugvöllurAð mati okkar hér úti á landi er flugið óneitanlega samgönguleið, lífæð okkar svæðis til höfuðborgarsvæðisins og nauðsynlegur punktur í okkar lífi. Reykjavíkurflugvöllur er mikilvægur okkur sem þurfum að fara um hann mörgum sinnum á ári til að komast suður til Reykjavíkur til fundahalda eða bara til að fara í langferðir. Ég nota mun frekar flugið en bílinn ef ég þarf að fara suður, til lengri eða skemmri tíma, einkum yfir vetrartímann. Er það eflaust vegna þess að þessi kostur er hraðvirkari og betri kostur til samgangna við höfuðborgarsvæðið. Þó Reykjavíkurflugvöllur sé mikilvægur punktur líta íbúar á höfuðborgarsvæðinu jafnan á völlinn sem sitt einkamál og öðrum komi það ekki við hvernig unnið verði í málum hans á komandi árum. Það hefur allavega verið sjónarmið valdabræðings vinstrimanna sem ráðið hefur í borginni seinasta áratuginn. Tæp fjögur ár eru liðin síðan R-listinn hélt misheppnaða kosningu meðal borgarbúa um völlinn. Hún var misheppnuð í þeim skilningi að hún var byggð á undarlegum forsendum og borgarbúar tóku ekki afstöðu að stóru leyti.

Reykjavík er höfuðborg landsins, sem slík er hún vettvangur t.d. stjórnsýslu og stórfyrirtækja. Öllum er okkur á landsbyggðinni nauðsynlegt að nota flug sem samgönguleið til að sækja þjónustu. Enginn vafi er á því að mínu mati að Reykjavíkurflugvöllur er flugvöllur allra Íslendinga, vettvangur okkar allra, ekki bara Reykvíkinga. Rætt hefur verið seinustu daga um möguleika á því að flytja innanlandsflugið til Keflavíkur og leggja flugvöll í borginni niður. Ef flugið færist til Keflavíkur verður allt annað svigrúm í stöðunni. Þá þarf að leggja á sig hálftímaakstur í borgina og tíminn frá brottför til komu í Reykjavík lengist umtalsvert. Það er alveg ljóst af minni hálfu að verði flugæðin flutt frá Reykjavík til Keflavíkur, mætti hugleiða það að færa hluta stjórnsýslunnar þangað eða breyta einhverju um hlutverk borgarinnar sem miðpunkts stjórnsýslu landsins. Ef Reykjavík verður komin úr samgöngupunkti landsbyggðarinnar breytist að mínu mati hlutverk hennar, það er reyndar óhjákvæmilegt að við á landsbyggðinni lítum borgina öðrum augum ef tengsl okkar við hana samgöngulega séð verða verri en nú er. Eftir stendur án vafa að flutningur miðpunktar innanlandsflugsins til Keflavíkur er algjörlega óásættanlegur fyrir okkur á landsbyggðinni.

KleifarvatnKleifarvatn - bækur Arnaldar
Hef lesið seinustu daga Kleifarvatn, nýjustu bók meistara Arnaldar Indriðasonar. Tók ég forskot á sæluna, en jafnan hef ég notað jólin til að lesa verk hans. Nú á seinustu árum hef ég stúderað mikið í skáldsögum Arnaldar, en ég er mikill unnandi spennusagna hans og á þær allar. Sérstaklega er notalegt hvernig Arnaldur yfirfærir spennusagnaformið á íslenskt samfélag og fléttar persónurnar saman við veruleika sem allir ættu að geta kannast við, sem um væri að ræða það sem lesandinn getur staðsett sig í beint. Í gærkvöldi lauk ég við að lesa Kleifarvatn og varð heillaður af henni. Þetta er spennusagnabók á heimsmælikvarða. Sem jafnan fyrr er aðalsöguhetjan Erlendur Sveinsson lögreglumaður, og samstarfsfólk hans, Elínborg og Sigurður Óli, sem áður hafa komið við sögu t.d. í Mýrinni, Grafarþögn og Röddinni.

Segir frá því að þegar vatnsborð Kleifarvatns lækkar í kjölfar jarðskjálfta finnst beinagrind af manni í sandinum sem vatnið hafði áður hulið. Við beinagrindina er bundið fjarskiptatæki sem er með rússneskri áletrun. Við rannsókn málsins fara Erlendur og samstarfsfólk hans að lokum nokkra áratugi aftur í tímann, til þess tíma er hugsjónaeldur brann í brjósti fólks sem var slokknaður í viðjum kalda stríðsins. Meira er ekki ráðlegt að segja um söguna, en söguþráðurinn er eins og jafnan fyrr hjá Arnaldi meistaralega spunninn og æsispennandi. Hefur það verið alveg virkilega gaman að gleyma sér í sagnaheimi Arnaldar í gegnum tíðina og lesa magnaða frásögn hans á mönnum og ekki síður rannsókn á voðaverkum sem spinna upp á sig. Sem spennusagnahöfundur er Arnaldur á heimsmælikvarða. Bókin var allavega mjög góð að mínu mati og leikur enginn vafi á að hún mun verða ein af metsölubókunum í ár og vekja mikla athygli, rétt eins og fyrri meistaraverk höfundarins. Hefur Arnaldur hlotið alþjóðlega frægð fyrir verk sín og hlotið t.d. Glerlykilinn, norrænu glæpasagnaverðlaunin, fyrir Mýrina og Grafarþögn. Ég hvet alla þá sem unna góðum krimma til að lesa Kleifarvatn.

Áhugavert efni
Stjórnarandstaða á villigötum - pistill Vef-Þjóðviljans
Pistill Kristins Más Ársælssonar um skattalækkunarmálin
Fréttablaðið gerir Svanfríði að bæjarstjóra á Dalvík - pistill Vef-Þjóðviljans
Taktlausa gráttríóið - pistill Þorsteins Magnússonar um skattamálin
Ríkisstyrktur Bónus - Arnljótur Bjarki skrifar um ríkisstyrki

Dagurinn í dag
1211 Páll Jónsson biskup í Skálholti, lést, 56 ára að aldri - hann var sonur Jóns Loftssonar og varð biskup í Skálholti árið 1195. Steinkista Páls biskups fannst við fornleifauppgröft við Skálholt árið 1954
1906 Fánasöngur Einars Benediktssonar, Rís þú Íslands unga merki, var fluttur í fyrsta skipti á almennum fundi í Iðnaðarmannahúsinu í Reykjavík. Það var samið við lag Sigfúsar Einarssonar
1963 Lyndon B. Johnson forseti Bandaríkjanna, skipar formlega rannsóknarnefnd til að stjórna rannsókn á morðinu á John F. Kennedy. Formaður nefndarinnar var Earl Warren forseti Hæstaréttar
1986 Leikarinn Cary Grant lést, 82 ára að aldri - Grant lék í mörgum af bestu myndum aldarinnar. Hann hætti leik árið 1966. Leikur hans einkenndist jafnan af fáguðu yfirbragði og fínlegu skopskyni
2001 Söngvarinn George Harrison lést úr krabbameini, 58 ára að aldri. Harrison var í hljómsveitinni The Beatles allt frá stofnun árið 1962 til loka árið 1970. Harrison var almennt nefndur þögulli bítillinn

Snjallyrði dagsins
Nú skil ég stráin, sem fönnin felur
og fann þeirra vetrarkvíða.
Þeir vita það best, sem vin sinn þrá,
hve vorsins er langt að bíða.

Að haustnóttum sá ég þig sigla burtu,
og svo kom hinn langi vetur.
Þótt vald hans sé mikið, veit ég þó,
að vorið, það má sín betur.

Minningin talar máli hins liðna,
og margt hefur hrunið til grunna.
Þeir vita það best, hvað vetur er,
sem vorinu heitast unna.

En svo fór loksins að líða að vori
og leysa mjallir og klaka.
Ég fann, að þú varst að hugsa heim
og hlaust að koma til baka.

Þú hlýtur að vera á heimleið og koma
með heita og rjóða vanga,
því sólin guðar á gluggann minn,
og grasið er farið að anga.
Davíð Stefánsson skáld frá Fagraskógi (1895-1964) (Nú skil ég stráin)

28 nóvember 2004

Stefán Friðrik StefánssonSunnudagspistillinn
Að þessu sinni fjalla ég um tillögur ríkisstjórnarflokkanna um skattalækkanir. Þær voru kynntar fyrir rúmri viku og hafa verið í umræðunni af krafti síðan. Þar er lagt fram plan að því að efna skattalækkunarloforð stjórnarflokkanna. Bendi ég á athyglisverða punkta í málflutningi stjórnarandstöðunnar um málið. Mikið hefur verið rætt um stóriðju á Norðurlandi. Fór ég í viðtal í svæðisútvarpi Norðurlands á mánudag og gerði grein fyrir afstöðu okkar í Verði og fjallaði um þá punkta sem mestu máli skipta í öllu þessu stóriðjumáli að okkar mat. Ánægjulegt var að heyra svo viðbrögð Valgerðar Sverrisdóttur iðnaðarráðherra, sem tjáði sig kvöldið eftir um stóriðjumálin eftir orðaskipti okkar Örlygs Hnefils. Þar hvetur hún Norðlendinga til að ná samhljómi um stóriðjuna og það að berjast sameinuð að því að tryggja það að hún komi. Það er grunnpunktur í málinu, án nokkurs vafa og að því skal vinna. Tek ég undir þetta mat Valgerðar.

Það er hið eina rétta að menn stilli saman strengi en berjist ekki innbyrðis um málið. En það er nauðsynlegt að hafa skoðun á málum og tjá hana af krafti. Þótti mér gott að fá tækifæri til að tjá hana beint til Norðlendinga í svæðisútvarpinu og gera grein fyrir mínum persónulegu skoðunum og þeirri afstöðu sem komið hefur fram af hálfu Varðar í ályktunum. Það er ánægjulegt að afstaða stjórnar Varðar hefur komist vel til skila. Sá punktur málsins er mikilvægastur að efla þarf Norðurland sem heild og stóriðjukosturinn er mikilvægur að ég tel eigi að skapa Eyjafirði t.d. sess sem mótvægi við höfuðborgarsvæðið eða þá að efla fjórðunginn í heild sinni. Allir þeir sem hér búa og hafa fylgst með málum geta fylgst með því, nema þá kannski kreddufullir græningjar sem mega aldrei heyra minnst á það að nota orkuna til að efla atvinnu- og mannlíf á stöðum, eins og sást vel í umræðu um Kárahnjúkavirkjun á Austurlandi og álver við Reyðarfjörð. Mikil umræða er hafin um málefni Reykjavíkurflugvallar, tel ég rétt að fara yfir nokkra punkta í því máli. Sigurður Geirdal bæjarstjóri í Kópavogi, er látinn, 65 ára að aldri. Í lok pistilsins skrifa ég um Sigurð og feril hans í bæjarmálum í Kópavogi, en hann var bæjarstjóri þar í samstarfi við sjálfstæðismenn í tæp 15 ár.

Dagurinn í dag
1700 Nýi stíll, núverandi tímatal (gregoríanískt) tók gildi - dagarnir 7. - 17. nóv. felldir niður það ár
1921 Rússneskur strákur sem Ólafur Friðriksson ritstjóri, hafði haft með sér til landsins mánuði áður, var sendur utan. Drengurinn var haldinn sjaldgæfum augnsjúkdómi og kom til harðra átaka þegar lögregla sótti hann heim til Ólafs. Málið olli miklum deilum og átökum í íslensku þjóðlífi í mörg ár
1975 Héraðið A-Tímor hlýtur sjálfstæði frá Portúgal - heyrði svo undir Indónesíu allt til ársins 1999
1990 Margaret Thatcher lét af embætti sem forsætisráðherra Bretlands og leiðtogaembætti breska Íhaldsflokksins, eftir að setið í embætti forsætisráðherra lengur en nokkur stjórnmálamaður frá því á átjándu öld, í rúm 11 ár. John Major sem kjörinn hafði verið leiðtogi flokksins, daginn áður, tók við
1994 Kjósendur í Noregi hafna naumlega í þjóðaratkvæðagreiðslu aðild Noregs að Evrópusambandinu

Snjallyrði dagsins
Hvað er svo glatt sem góðra vina fundur,
er gleðin skín á vonarhýrri brá?
Eins og á vori laufi skrýðist lundur
lifnar og glæðist hugarkætin þá.
Og meðan þrúgna gullnu tárin glóa
og guðaveigar lífga sálaryl,
þá er það víst, að bestu blómin gróa
í brjóstum, sem að geta fundið til.
Jónas Hallgrímsson (1807-1845) (Vísur Íslendinga)

27 nóvember 2004

Jólatréð á RáðhústorgiJólatréð á Ráðhústorgi
Jólaundirbúningurinn hófst formlega hjá flestum Akureyringum síðdegis í dag. Þá voru ljósin á jólatrénu á Ráðhústorgi tendruð en tréð er gjöf frá Randers, vinabæ Akureyrar í Danmörku. Góð stemmning var í miðbænum í dag og mikið fjölmenni þar samankomið. Lúðrasveit Akureyrar lék nokkur lög og kór eldri borgara söng nokkur hátíðleg jólalög, sem heilluðu viðstadda. Helgi Jóhannesson konsúll Dana á Akureyri flutti stutt ávarp. Áður en ljósin voru tendruð flutti Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri, ræðu. Þar sagði Kristján meðal annars:

"Á þessum tíma ársins fáum við næði til að hugsa vel um fjölskyldu okkar og vini. Okkur gefst kostur á að rækta vináttu- og fjölskylduböndin sem skipta, þegar öllu er á botninn hvolft, mestu máli og eru grundvöllurinn að góðu og fjölskylduvænu samfélagi eins og við búum við hér á Akureyri. Á aðventunni er ys og þys á fólki og allt kapp lagt á að undirbúa hátíðarnar sem best. Flest erum við með frið og kærleika í hjarta við þá iðju, en þó eru alltaf til innan um menn eins og Skröggur í jólasögunni góðu eftir Charles Dickens - menn sem argaþrasast út af öllu umstanginu og vilja helst enga tilbreytingu í hið daglega líf. Hér sem annars staðar er hinn gullni meðalvegur vandrataður. En ég held að jólaljósin í bænum okkar hér á Akureyri, og ljósahafið á jólatrénu frá vinunum okkar í Randers, gætu meira að segja brætt hjörtu slíkra manna. Því hvernig væri umhorfs hér í bæ á aðventunni þegar skammdegið er hvað mest, ef þessi hundruð og þessar þúsundir jólaljósa sem loga vítt og breitt, væru slökkt? Það fer sannast sagna um mig hrollur við tilhugsunina og því gleðst ég eins og lítið barn á hverju ári þegar kveikt er á jólatrénu hér á Ráðhústorgi."

Kór eldri borgara söng nokkur jólalög

Kór eldri borgara syngur jólalög. Amma mín, Hanna Stefánsdóttir, er fyrir miðri mynd í hvítri kápu. Hún er formaður kórsins og hefur sungið í honum allt frá því hann var stofnaður 1988.
Viktor Yushchenko og Viktor YanukovychHeitast í umræðunni
Þáttaskil urðu í gær í málunum tengdum forsetakosningunum í Úkraínu þegar að hæstiréttur landsins bannaði að opinber úrslit kosninganna, sem kynntar voru fyrr í vikunni, yrðu teknar til greina fyrr en að farið hefði verið yfir öll vafaatriði. Einkum er þá vikið að þeim málum sem stjórnarandstaðan í landinu hafði kynnt opinberlega og víkur að kosningasvikum í norðurhéruðum landsins. Þetta var í senn bæði táknrænn og mikilvægur sigur fyrir stjórnarandstöðuna sem hefur nú barist í tæpa viku fyrir því að réttlætið nái fram að ganga varðandi úrslit kosninganna og kjörið um seinustu helgi. Mun hæstiréttur nú hefja formlega málsmeðferð og mun rétturinn ræða málið formlega kl. 11:00 á mánudagsmorgun. Almenningur mótmælir enn af krafti í miðborg Kiev og lætur sig hafa kalsaveður. Viktor Yushchenko forsetaframbjóðandi stjórnarandstöðunnar, hefur hvatt almenning til að leggja sér lið og berjast fyrir réttlætinu með sér. Hefur almenningur mjög hlýtt því kalli frá honum, eins og sést á sífellt vaxandi fjölda á götum úti. Er svo komið að vestrænar þjóðir og samtök tala máli stjórnarandstöðunnar og beita sér af krafti fyrir því að áður kynnt úrslit kosninganna verði ógild. Er ljóst að vestrænar þjóðir telja stjórnarandstöðuna vænlegasta aflið til að ná fram lýðræði og efla tengslin til vesturs. Stjórn landsins hefur verið illa þokkuð víðsvegar um heim og margar þjóðir sem vilja því breytingar á stjórnarfari í Úkraínu.

Mörg þúsund mótmælendur söfnuðust saman fyrir framan stjórnarbygginguna í Kiev í morgun og komu í veg fyrir að hægt væri að komast inn í hana og út úr henni. Fólk streymdi að byggingunni og mannfjöldinn hrópaði nafn Yushchenko af krafti. Lögreglan hefur ekki enn beitt sér gegn fjöldanum, eins og óttast var, sem styrkir grunsemdir margra um að stjórnvöld hafi í raun misst stjórn á lykilsveitum sem nauðsynlegar væru til að beita valdi. Reyndar var haft í fjölmiðlum eftir mörgum laganna vörðum að þeir stæðu flestir með stjórnarandstöðunni og leiðtoga þeirra. Leonid Kuchma fráfarandi forseti Úkraínu, hefur leitað eftir því að Javier Solana utanríkismálastjóri ESB, Alexander Kwasniewski forseti Póllands, og Valdas Adamkus forseti Litháens, komi til landsins til að miðla málum. Segir það margt um stöðuna sem uppi er. Stjórnin virðist með hverju andartaki sem líður vera nær því að missa tökin á málunum. Hefur forsetinn hvatt landsmenn til að hætta mótmælum sínum. Síðdegis hittust svo Yushchenko og Viktor Yanukovych forsætisráðherra, á fundi með evrópsku þjóðarleiðtogunum til að reyna að miðla málum. Ískalt virtist vera á milli keppinautanna um völdin á þessum fundi. Samþykkt var á fundinum að skipa starfshóp sem reyna á að leysa deiluna. Kom fram að þeir hafni valdbeitingu til lausnar deilunni. Er það ánægjulegt að það komi fram og menn reyni eftir diplómatískum leiðum að leita leiða til að sætta ólík sjónarmið. Vandséð er þó hvaða niðurstaða geti komið sem báðum aðilum falli vel. Nefnt hefur verið sem lausn að kosningarnar verði endurteknar þann 12. desember nk.

DalvíkBæjarstjórnarmeirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í Dalvíkurbyggð, sem féll um seinustu helgi, hefur verið endurmyndaður. Var ljóst orðið að þetta var eina starfhæfa mynstrið í bæjarstjórninni eftir þreifingar seinustu daga, þar sem Sameining vinstrimanna, reyndi fyrir sér með samstarfi við Framsóknarflokkinn. Ljóst var að krafa vinstrimanna um formennsku í lykilnefndum og bæjarstjórastól til handa Svanfríði Jónasdóttur voru óraunhæfar miðað við styrk þeirra í bæjarstjórninni. Kom ekki til greina í flokkunum tveim að samþykkja slíkar kröfur. Niðurstaðan er því að meirihlutinn er endurmyndaður og reynt að ná heildarsamkomulagi í skólamálum í Svarfaðardal. Skipuð hefur verið nefnd til að fara yfir málið sem skila mun tillögum að framtíðarskipulagi mála fyrir lok janúarmánaðar 2005. Valdimar Bragason leiðtogi Framsóknarflokksins, verður áfram bæjarstjóri, og Svanhildur Árnadóttir leiðtogi Sjálfstæðisflokksins, verður forseti bæjarstjórnar, eins og áður. Skipan í nefndir og ráð bæjarins verður óbreytt. Er þessi lausn mála best eins og staðan var. Tillögur vinstrimanna sem miðuðu að auknum útgjöldum bæjarins voru út úr öllu korti og fráleitt að aðrir flokkar gæti samþykkt þær og aðrar hugmyndir af hennar hálfu. Það er langbest að fyrri meirihluti nái lendingu í skólamálin og klári kjörtímabilið og leggi störf sín svo í dóm kjósenda eftir 18 mánuði. Skoðanir mínar á skólamálinu eru einfaldar, ég tel að leggja eigi niður sveitaskólann í Svarfaðardal. Sú skoðun byggist á tölunum í málinu. Það eitt skiptir máli við rekstur sveitarfélaga að tölurnar séu innan marka, það er ómögulegt að láta tilfinningar ráða ákvörðunum í svona stórum málum.

Húmorinn
Dan Rather announced he was leaving. President Bush said: "I didn't even know he was in my cabinet."

President George W. Bush said today he was very sorry to hear that Dan Rather was leaving and then he said: "'By the way Dan, those National Guard documents, they were real!"

Dan Rather said stepping down was the hardest thing he ever had to announce in his career. Actually the second hardest. The hardest thing he had to announce: Bush being re-elected.

Dan Rather said today that his decision to retire has nothing to do with the controversy over those fake National Guard documents. That's kind of like Yasser Arafat saying his decision to step down had nothing to do with him dying.
Jay Leno

Gærdagurinn
1594 Tilskipun um að Grallarinn (Graduale) skyldi notaður sem messusöngbók bæði á Hólum og Skálholti tók gildi - bókin var gefin út hérlendis af Guðbrandi Þorlákssyni biskup á Hólum í Hjaltadal
1943 Kvikmyndin Casablanca sem skartaði Humphrey Bogart og Ingrid Bergman í aðalhlutverkum, var frumsýnd - myndin sló í gegn um allan heim og hlaut óskarinn sem besta kvikmyndin árið 1944
1981 Útgáfa DV hófst - þá sameinuðust Dagblaðið og Vísir í eitt - Vísir hafði komið út frá 1910 en Dagblaðið frá 1975. DV varð gjaldþrota 2003 en hélt áfram að koma út af hálfu nýrra útgefenda
1981 Veitinga- og skemmtistaðurinn Broadway við Álfabakka í Reykjavík var opnaður - lokaði 1990
1992 Tilkynnt á breska þinginu að Elísabet Englandsdrottning, hafi ákveðið að eigin ósk að borga skatta. Fram að þeim tíma hafði aldrei tíðkast að þjóðhöfðingi Englands borgaði skatta til ríkissjóðs

Dagurinn í dag
1896 Grímur Thomsen skáld, lést, 76 ára að aldri. Hann starfaði mjög lengi í utanríkisþjónustu Dana, bjó síðar á Bessastöðum og sat t.d. á Alþingi. Meðal þekktustu kvæða Gríms er t.d. Á Sprengisandi
1956 Vilhjálmur Einarsson, 22 ára háskólanemi, vann til silfurverðlauna í þrístökki á Ólympíuleikunum í Melbourne í Ástralíu. Vilhjálmur stökk 16,25 metra, sem var þá bæði Íslands- og Norðurlandamet
1975 Sjónvarpsmaðurinn og rithöfundurinn Ross McWhirter var myrtur fyrir utan heimili sitt í London - McWhirter var mikill gagnrýnandi IRA og var hann myrtur af leigumorðingjum samtakanna
1981 Halldóra Bjarnadóttir lést á Blönduósi, 108 ára gömul. Halldóra er sá Íslendingur sem hefur náð hæstum aldri. Hún var kennari og skólastjóri til fjölda ára og gaf út ársritið Hlín í marga áratugi
1990 John Major kjörinn leiðtogi breska Íhaldsflokksins í stað Margaret Thatcher sem verið hafði leiðtogi flokksins í 15 ár og forsætisráðherra Bretlands í 11 ár - Major tók við embætti daginn eftir

Snjallyrði dagsins
Þótt ég talaði tungum manna og engla, en hefði ekki kærleika, væri ég hljómandi málmur eða hvellandi bjalla. Og þótt ég hefði spádómsgáfu og vissi alla leyndardóma og ætti alla þekking, og þótt ég hefði svo takmarkalausa trú, að færa mætti fjöll úr stað, en hefði ekki kærleika, væri ég ekki neitt. Og þótt ég deildi út öllum eigum mínum, og þótt ég framseldi líkama minn, til þess að verða brenndur, en hefði ekki kærleika, væri ég engu bættari.

Kærleikurinn er langlyndur, hann er góðviljaður. Kærleikurinn öfundar ekki. Kærleikurinn er ekki raupsamur, hreykir sér ekki upp. Hann hegðar sér ekki ósæmilega, leitar ekki síns eigin, hann reiðist ekki, er ekki langrækinn. Hann gleðst ekki yfir óréttvísinni, en samgleðst sannleikanum. Hann breiðir yfir allt, trúir öllu, vonar allt, umber allt. Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi.
Kærleikurinn (Kor.1.1-13)

25 nóvember 2004

AlþingiHeitast í umræðunni
Seinustu daga hefur farið fram á Alþingi umræða um fjárlagafrumvarp ársins 2005. Skrautlegt hefur verið að fylgjast með stjórnarandstöðunni í málinu, eins og ég sagði hér fyrr í vikunni er skrautlegast þó að sjá þingmenn Samfylkingarinnar sem lögðu fram 16 milljarða skattalækkunarpakka fyrir landsmenn í seinustu kosningabaráttu segja að ekkert svigrúm sé til að lækka skattana. Það hefur greinilega ekkert samræmi verið á milli loforða þeirra og efnda á þeim. Þessi fögru loforð andstöðunnar hefðu vart verið efnd ef marka má þessi orð sem falla í þingsölum nú. Sami söngurinn hefur nú vaknað og oft áður hjá vinstrisinnuðustu þingmönnum Samfylkingarinnar og öllum græningjunum sem telja það heimsendi ef talað er um skattalækkanir. Hver þingmaðurinn á eftir öðrum kemur í ræðustól af hálfu andstöðuflokkanna og segja hver í takt við annan að ekki megi lækka skatta. Það megi gera þetta segja þeir sumir, en bara ekki á þessum tímapunkti.

Þessi málflutningur er skondinn og allathyglisverður svo ekki sé nú meira sagt, þegar litið er yfir sviðið. Stjórnarflokkarnir eru að efna kosningaloforð sem lögð voru fyrir kjósendur. Hvaða söngur ætli hefði nú heyrst ef ekki hefði verið staðið við skattalækkunarloforðin? Hefði þá ekki sama krummagalið heyrst frá vinstrimönnum, sem reyna að nota allt til að krúnka yfir. Lengi vel reyndi stjórnarandstaðan að segja að þessar breytingar högnuðust aðeins afmörkuðum hópi fólks, talað var um hátekjufólk og hvað eftir öðru. Í gærkvöldi var svo ítarleg fréttaskýring í kvöldfréttatíma Stöðvar 2 og farið yfir málið. Þar kom fram að þriðji hver skattgreiðandi myndi hagnast á því að eignaskattur yrði afnuminn. 60% þeirra sem græða á afnámi skattsins eru með innan við 200.000 krónur í mánaðarlaun og hagnast að meðaltali um rúmar 35.000 krónur á ári. Samkvæmt tölum frá fjármálaráðuneytinu nam eignaskattur einstaklinga rúmum 2,4 milljörðum í fyrra. Tæplega 230 þúsund Íslendingar greiddu skatt í fyrra, þar af greiddi tæpur þriðjungur þeirra, eða rúmlega 67 þúsund manns, eignaskatt. 40 þúsund úr hópi þeirra sem tilheyra lægstu tekjuhópum samfélagsins greiða eignaskatt og nam hann samtals í fyrra rúmlega 1380 milljónum króna, eða vel rúmur helmingur alls þess eignaskatts sem innheimtur var í fyrra. Verði eignaskattur felldur niður á næsta ári, eins og stefnt er að í skattafrumvarpi ríkisstjórnarinnar, hagnast þetta fólk að meðaltali um tæplega 35 þúsund krónur á ári. Hvað er svo í lokin eftir þessa talnarunu, hægt að segja um málflutning stjórnarandstöðunnar? Fá orð fá held ég lýst þeim hráskinnaverknaði sem kemur fram af þeirra hálfu þessa dagana.

Mótmæli í ÚkraínuStjórnarandstaðan í Úkraínu mótmælir í dag, fimmta daginn í röð, úrslitum forsetakosninganna í landinu. Mótmælin fara fram í miðborg Kiev, höfuðborgar landsins. Fólk lætur sig hafa það að standa úti í ískulda, en vetrarfrost og snjókoma var t.d. í gærkvöldi í borginni. Viktor Yushchenko forsetaframbjóðandi stjórnarandstöðunnar, kom fram á fundi með almenningi í miðborginni í gærkvöldi og hvatti alheiminn að sýna stuðning sinn í verki við glæpaverkum stjórnarforystunnar sem hafði fyrr um daginn staðfest formlega úrslit forsetakosninganna. Þar er Viktor Yanukovych forsætisráðherra, lýstur sigurvegari kosninganna. Stjórnarandstaðan hefur hvatt almenning til að leggja niður vinnu og lama samfélagið til að sýna mátt fylkingarinnar. Miklar deilur eru uppi og vandséð hvernig sameina megi ólík sjónarhorn og fá einhverja niðurstöðu sem báðum fylkingum líkar við. Evrópusambandið, Bandaríkjastjórn hefur opinberlega tilkynnt að ómögulegt sé að staðfesta úrslit kosninganna sem lagðar hafi verið fram, enda greinilega röngu verið beitt víða í talningu og tölur passi ekki saman.

Lech Walesa handhafi friðarverðlauna Nóbels 1982 og fyrrum forseti Póllands og leiðtogi Samstöðu, er nú kominn til Úkraínu, til að reyna að miðla málum milli fylkinganna. Stjórnarandstaðan hefur áfrýjað úrslitum kosninganna til Hæstaréttar Úkraínu. Verður fróðlegt að sjá hvað gerist í málum þar, en stjórnarforystan hefur tögl og hagldir í öllu stjórnarkerfi landsins. Þó er ekki vitað hvað Hæstiréttur gerir í stöðunni sem upp er komin. Greinilegt er að stjórnarandstaðan reynir þá leið til að fá úr skorið með stöðu sína. En á meðan samningaviðræðum og málaferlum stendur heldur almenningur mótmælum áfram og tjáir andstöðu sína við stöðu mála. Ruslana Lezhychko, sem er ein helsta poppstjarna landsins og sigraði í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í maí með lagi sínu Wild Dances, hefur lagt sitt lóð á vogarskálarnar í baráttunni og hefur hafið hungurverkfall til þess að mótmæla kosningasvikunum. Ágreiningur er kominn upp milli Rússa og ESB um þetta mál. Kom það vel fram á fundi þeirra í Haag í dag. Vladimir Putin forseti Rússlands, studdi framboð forsætisráðherrans heilshugar og hefur varið úrslit kosninganna og sagt engan ágreining vera uppi. Putin hefur þó sagt rétt að dómstólar beiti sér í stöðunni ef það megi lægja öldur. Greinilegt er að óánægjuöldurnar krauma undir í Úkraínu og borgarastyrjöld vofir yfir landinu að óbreyttu.

Íslenskar krónurRíkiskassinn - hvað kostar?
Mikið af gagnlegum og góðum upplýsingum er að finna á vef fjármálaráðuneytisins. Einkum er athyglisvert að skoða þar undirvef sem ber nafnið Ríkiskassinn. Þar koma fram athyglisverðar upplýsingar um ríkiskassann okkar allra, sem við borgum í og eigum þátttöku í að halda vörð um. Athyglisverðar tölur er þar að finna, t.d. það að íslenska ríkið veitir um 280 milljörðum króna á ári í sameiginleg verkefni okkar og að um 20.000 manns starfa hjá ríkinu við að veita þjónustu. Vefnum er ætlað að varpa ljósi á ríkisbúskapinn og hlutverk hans í hagkerfinu, hvers vegna og hvernig einstök verkefni eru valin og með hvaða hætti ríkið sinnir skyldum sínum við landsmenn, hvernig farið er með peningana okkar. Sérstaka athygli mína vakti einn af vefum sem þar er að finna og ber nafnið Hvað kostar?. Þar er að finna athyglisverðar tölur um kostnað við ýmsa hluti, svona meðaltalstölur við kostnað. Gott dæmi er landbúnaðurinn. Hverjum hefur í gegnum tíðina ekki blöskrað báknið í kringum hann á kostnað mín og þín og ekki síður Jóns og Gunnu í næstu götu. Um landbúnaðinn segir á vefnum: "Ríkið tekur þátt í kostnaði við framleiðslu á mjólk, sauðfjárafurðum og grænmeti samkvæmt samningi við samtök framleiðenda. Að auki leggur ríkið Bændasamtökum Íslands til rekstrarframlag og leggur fé í ýmsa sjóði landbúnaðarins. Í fjárlögum 2004 eru greiðslur vegna þessa áætlaðar 7,6 milljarðar króna eða um 26.000 kr. á hvern landsmann." Fróðlegt, ekki satt? Líttu á, sjón er svo sannarlega sögu ríkari.

Húmorinn
Dan Rather announced that he's stepping down as the anchor of the CBS Evening News. I had a feeling something was coming yesterday when he signed off with, 'I'm Dan Rather and you can all bite me.

Dan Rather is actually leaving the anchor desk, I can't believe it! Though Rather said he hasn't been able to verify it yet. So it's not official.

He uses all those Texas expressions. He said: He'd leave when the kettle starts whistling at the frying pan. What does that mean?
Jay Leno

Dagurinn í dag
1963 John F. Kennedy forseti Bandaríkjanna, var jarðsunginn við hátíðlega athöfn í Washington - eftirminnileg er svipmyndin er sonur hans, John Fitzgerald yngri kvaddi föður sinn við dómkirkjuna, en hann varð þriggja ára þennan dag. Kennedy forseti var jarðsettur í þjóðargrafreitnum í Arlington
1973 George Papadopoulos forseta Grikklands, steypt af stóli í valdaráni hersins - herstjórn tók við völdum sem sat aðeins í rúmt ár. 1974 var lýðræði komið á og Constantine Karamanlis kjörinn forseti
1984 36 heimsþekktir söngvarar frá Bretlandi og Írlandi koma saman í hljóðveri í London til að syngja jólalag: Do They Know It's Christmas, til styrktar hungruðum í Eþíópíu - var endurhljóðritað 2004
1992 Þing Tékkóslóvakíu samþykkir að skipta því í tvennt, Tékkland og Slóvakíu, frá 1. janúar 1993
2002 George W. Bush forseti Bandaríkjanna, undirritar ný lög, svokölluð heimavarnarlög, sem sett voru til styrktar vörnum landsins í kjölfar hryðjuverka í New York og Washington, 11. september 2001

Snjallyrði dagsins
Því allt sem var
er með henni farið burt frá þér,
sem fugl að hausti horfinn er.
Eins og sólin heit í sumarhjarta
er sökk í myrkrið svarta.

En ég veit,
að sólin vaknar á ný,
handan vetrarins, þú mátt trúa því.
Og ef þú opnar augu þín
muntu sjá hana þíða sorg úr hjarta þínu.
Karl Mann (Hjartasól)

24 nóvember 2004

DalvíkurbyggðHeitast í umræðunni
Eins og ég sagði frá á mánudag sprakk meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í bæjarstjórn Dalvíkurbyggðar um seinustu helgi, vegna ágreinings milli flokkanna um framtíð skóla að Húsabakka í Svarfaðardal. Sjálfstæðismenn vildu leggja skólann niður en framsóknarmenn vildu fresta ákvörðun og setja málið í nefnd sem skilaði ekki tillögum fyrr en í mars 2005. Á þessar tillögur framsóknarmanna gátu sjálfstæðismenn ekki sætt sig við og meirihlutanum var slitið. Í framhaldinu hófust þreifingar um nýjan meirihluta. Sameining, listi vinstrimanna, sem verið hefur í minnihluta frá seinustu kosningum var komið í oddaaðstöðu og hóf viðræður við Framsóknarflokkinn um samstarf. Upp úr viðræðum þeirra slitnaði í gærkvöldi vegna þess að framsóknarmenn gátu ekki sætt sig við tillögur Sameiningar að málefnasamningi, nefndaskipan og hugmyndir Sameiningar um skiptingu embætta. Framsóknarflokkurinn sættir sig engan veginn við afstöðu Sameiningar til mála og telur tillögur þeirra leiða til aukinna útgjalda, sem ekki sé hægt að sætta sig við.

Ljóst er að stjórnarkreppa er skollin á í bæjarmálum á Dalvík og vandséð hvernig mynda eigi nýjan meirihluta með Sameiningu, annaðhvort með B- eða D-lista meðan vinstrimenn leggja áherslu á að fá meirihluta nefndarmanna í samstarfi eða þá að gera Svanfríði Jónasdóttur fyrrum alþingismann og bæjarfulltrúa vinstrimanna á Dalvík, að bæjarstjóra í sveitarfélaginu. Greinilegt er að framsóknarmenn sætta sig alls ekki við seinastnefnda kröfuna. Þótti mér alltaf blasa við að þeir ættu erfitt með að samþykkja þá kröfu, sérstaklega á þeim forsendum að Valdimar Bragason bæjarstjóri, er pólitískur leiðtogi Framsóknarflokksins og hann ekki tilbúinn né flokkurinn í heild til að afsala sér embættinu komi til samstarfs við aðra flokka. Á þessu byggist eflaust grunnur afstöðu framsóknarmanna til málsins. Skotin ganga nú samkvæmt fréttum á milli Framsóknarflokks og Sameiningar og greinilegt að enginn grundvöllur er fyrir samkomulagi að meirihluta, þeirra á milli. Ljóst er því nú að starfhæfur meirihluti verður ekki myndaður í sveitarfélaginu án Sjálfstæðisflokksins. Það verður Svanhildar Árnadóttur leiðtoga D-listans, að ákveða hvað gerist nú í málefnum Dalvíkurbyggðar. Sjálfstæðisflokkurinn er í oddastöðu í málinu. Tel ég rétt að Svansa vinkona mín, íhugi nú vel næstu skref. Persónulega tel ég rétt að fyrri meirihluti sitji áfram og klári tímabilið.

ÚkraínaMiklar deilur hafa staðið seinustu daga í Úkraínu vegna forsetakosninganna sem þar fóru fram á sunnudag. Þar stóð valið á milli þeirra Viktors Yanukovych forsætisráðherra Úkraínu, og Viktor Yushchenko leiðtoga stjórnarandstöðunnar og fyrrum forsætisráðherra. Yushchenko vann sigur í fyrri umferðinni og var spáð sigri í kosningunum. Útgönguspár á sunnudag gáfu til kynna um að hann myndi sigra með 7-8% mun. Raunin varð sú að Yanukovych vann nauman sigur og hlaut 2% meira eftir að talningu lauk. Stjórnarandstaðan sakaði forsætisráðherrann og stuðningsmenn hans um kosningasvik í norðurhéruðum landsins. Efndu stjórnarandstæðingar til fjöldamótmæla í Kiev á sunnudaginn og hafa þau staðið allt síðan, enda bendir allt til þess að stórfelld kosningasvik hafi átt sér stað. Vestræn kosningaeftirlit telja ljóst að kosningarnar hafi ekki farið heiðarlega fram, enda passi kosningatölur engan veginn saman í heildræna mynd.

Í dag var svo Yanukovych formlega yfirlýstur sem sigurvegari kosninganna af yfirkjörstjórn landsins. Mun það aðeins verða eins og olía á þann eld sem magnaður var með kosningunum. Borgarastyrjöld vofir yfir og gefur hvorugur aðilinn eftir. Stjórnarandstaðan heimtar það að kjörið verði endurtekið eða þá að úrslit kosninganna verði leiðrétt. Stjórnin undir forystu Leonid Kuchma fráfarandi forseta, neitar að verða við kröfunum og hættan blasir því við að hernum verði sigað á almenning á götum úti sem mótmæla. Hefur stjórnarandstaðan sagt að vitað sé um 11.000 tilvik þar sem brot hefðu verið framin gegn kosningalöggjöfinni í báðum umferðum kosninganna. Á þeim forsendum sé ómögulegt að taka undir úrslitin, enda fylgismunurinn ekki mikill. Haft hefur verið eftir einum leiðtoga andstöðunnar að nú væru öll lögfræðileg úrræði til að leysa þetta vandamál þrotin og gatan muni nú tala. Við blasir að kosningarnar fóru ekki heiðarlega fram. Vonandi er að niðurstaða náist í málið og ekki komi til blóðugra átaka. Vestræn yfirvöld eru mikilvægustu bandamenn stjórnarandstöðunnar og viðurkenna ekki úrslitin, stjórnvöldum í Úkraínu er því ljóst að með því að beita vopnavaldi brenna þau allar brýr að baki sér. Fróðlegt verður að fylgjast með því sem tekur við í Úkraínu nú.

Akureyrarkirkja á aðventu 2003Jólaundirbúningurinn
Í dag er mánuður til jóla. Jólaundirbúningurinn er því að fara af stað hjá flestum af krafti. Skammdegið er skollið á með sínu tilheyrandi myrkri, snjórinn sem fallið hefur seinustu daga hefur lýst upp myrkrið. Á stöku stöðum er fólk farið að setja upp jólaljós og bærinn er óðum að verða jólalegri. Starfsmenn Akureyrarbæjar eru nú í óða önn að koma bænum í jólabúninginn. Aðventa hefst á sunnudag, á laugardag verður kveikt á jólatrénu á Ráðhústorgi sem er gjöf frá vinabæ Akureyringa, Randers í Danmörku. Þá hefst jólaundirbúningur flestra Akureyringa með almennum hætti.

Flestir telja óhætt að hefja undirbúninginn þann dag. Þessi stund á Ráðhústorginu er jafnan mikil hátíðarstund í bænum og fólk mætir þar og ræðir saman og á notalega stund. Ávörp munu flytja Helgi Jóhannesson konsúll Dana á Akureyri, og Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri. Lúðrasveit Akureyrar mun leika létt lög við þessa hátíðarstund og kór eldri borgara ásamt Aðalsteini Bergdal syngja nokkur jólalög. Amma mín, Hanna Stefánsdóttir, er núverandi formaður kórs eldri borgara og hefur verið í kórnum allt frá stofnun árið 1988. Þessi athöfn á torginu er alltaf jafn hátíðleg og fjölmennt er á hana ár hvert. Aðventan er alltaf jafn heillandi og skemmtilegur tími og ekki síður gefandi.

Húmorinn
There is political talk of amending the constitution so that Arnold Schwarzenegger could be president. The Democrats are against it. First they want the constitution changed so a Democrat can be president again.

The Clinton Library is filled with more than 80 million presidential items, many that vibrate.
Jay Leno

There was another White House resignation today - Laura Bush. That's right. Laura Bush is stepping down. She is going to be replaced by Mary Tyler Moore.

Did you see that melee at the Pacers and Pistons game? There was screaming, shoving, rioting. Well, no big deal, it was just like Arafat's funeral
David Letterman

Dagurinn í dag
1963 Lee Harvey Oswald meintur morðingi Kennedy forseta, myrtur í Dallas - Oswald var skotinn af næturklúbbaeigandanum Jack Ruby í lögreglustöðinni í Dallas í beinni útsendingu sjónvarpsstöðva er flytja átti hann í alríkisfangelsi Texas. Oswald lést síðar um daginn í Parkland sjúkrahúsinu, á sama stað og forsetinn var úrskurðaður látinn tveim dögum áður. Ruby upplýsti aldrei um tildrög morðsins
1963 Lyndon B. Johnson forseti Bandaríkjanna, tilkynnir í ræðu í bandaríska þinginu um helstu áherslur stjórnar sinnar fram að forsetakosningunum 1964. Eitt aðalatriða í stefnunni var að herlið Bandaríkjanna í Víetnam skyldi styrkt til muna - stríðið leiddi til þess að hann varð sífellt óvinsælli. Hann ákvað að hætta sem forseti árið 1968 og gaf ekki kost á sér til endurkjörs í forsetakjöri það ár
1989 Kommúnistastjórnin í Tékkóslóvakíu fellur með mildum hætti - bylting stjórnarandstöðuaflanna hefur jafnan verið kölluð flauelsbyltingin sökum þess hversu mildilega hún gekk fyrir sig að lokum
1991 Freddie Mercury söngvari rokkhljómsveitarinnar Queen, lést úr alnæmi, 45 ára að aldri. Fráfall hans kom mjög óvænt, en aðeins degi áður en hann lést hafði verið tilkynnt formlega að hann væri HIV smitaður. Hann veiktist snögglega af lungnabólgu sem dró hann til dauða. Mercury var einn af risum rokktónlistarinnar á 20. öld og markaði þáttaskil með hljómsveit sinni í sögu tónlistarinnar
1998 Elísabet drottning, tilkynnir formlega í stefnuræðu ríkisstjórnar Verkamannaflokksins undir forsæti Tony Blair, um talsverðar breytingar á starfsemi hinnar sögufrægu bresku lávarðadeildar

Snjallyrði dagsins
Út til annarra landa
fer árlega fjöldi manns,
sem gerði lítið úr gróðri
síns gamla heimalands.

En svo koma fley úr förum
með ferðamennina heim,
og ættjörðin speglast aftur
í augunum á þeim.

Því lengri för sem er farin,
því fegra er heim að sjá,
og blómið við bæjarvegginn
er blómið sem allir þrá.
Davíð Stefánsson skáld frá Fagraskógi (1895-1964) (Blómið)

23 nóvember 2004

AlþingiHeitast í umræðunni
Tilkynnt var um skattalækkunartillögur ríkisstjórnarinnar á föstudag, eins og fram kom í skrifum mínum hér þann dag. Í frumvarpi sem var kynnt þann dag er lagður grunnur að því hvernig koma eigi til móts við loforð stjórnarflokkanna í kosningabaráttunni 2003 og tímaplan kynnt. Loforðin verða því efnd kerfisbundið, er gott að plan málsins sé komið fram. Fróðlegt er að heyra formann Samfylkingarinnar segja að skattalækkanir séu ranglátar og að tímasetning þeirra sé slæm. Er það óneitanlega skondið miðað við þá staðreynd að hann og flokkur hans lofaði 16 milljarða skattalækkunum fyrir síðustu þingkosningar. Var mjög skondið að sjá Jóhann Hlíðar Harðarson fréttamann á Stöð 2 minna formanninn á loforð flokks síns og spyrja hvort hann hefði þá ekki staðið við þau loforð. Auðséð var að Össuri var brugðið að loforð flokksins væru enn í minni einhverra og sagðist myndu hafa staðið við loforðin en farið aðrar leiðir. Hann var greinilega vandræðalegur í viðtalinu, lái honum svosem hver sem vill.

Ekki var við því að búast að vinstri grænir myndu lýsa yfir stuðningi við þessar tillögur enda hafði flokkurinn fyrir seinustu kosningar beinlínis talað gegn skattalækkunum. VG hefur alla tíð talið það eins og boðskap skrattans að tala um skattalækkanir og afstaða þeirra er því í fullu samræmi við allt sem þar hefur komið fram í stefnu seinustu ára. En afstaða Samfylkingarinnar er í engum takti við það sem kom fram af þeirra hálfu fyrir kosningar. Það er eins og við vitum með Samfylkinguna að þar talar fólk í svo marga hringi og í svo mörgum frösum að erfitt er að fylgjast með því hvað sagt er í dag og svo á morgun. En fréttamaður Stöðvar 2 á hrós skilið fyrir að minna á málflutning flokksins fyrir seinustu kosningar og svo það sem blasir við núna. Ekkert samræmi er þar á milli eins og allir sjá auðvitað sem fylgjast með, það er himin og haf á milli orða núna og loforða 2003. Fróðlegt er líka að heyra frasa á borð við það að þessi skattalækkun skili sér bara til vel stæðra. Hefur forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskólans vísað tali stjórnarandstöðunnar á bug og komið með gott sjónarhorn á þetta mál. Allsstaðar þar sem ég hef komið og rætt við fólk fagnar það þessari ákvörðun, enda kemur hún sér vel fyrir meðal Íslendinginn sem mun fljótt finna fyrir því þegar þessar skattalækkanir koma til framkvæmda, þær koma sér vel fyrir landsmenn, sérstaklega hinn vinnandi mann. Enginn vafi leikur á því.

Dan RatherDan Rather fréttastjóri bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar CBS, tilkynnti formlega í yfirlýsingu í dag að hann myndi láta af embætti sem fréttastjórnandi og aðalfréttaþulur sjónvarpsstöðvarinnar frá og með 1. mars nk. Þann dag eru 24 ár liðin frá því að Rather tók við embættinu af hinum goðsagnakennda fréttahauk Walter Cronkite sem var andlit frétta CBS í marga áratugi. Staða Rathers veiktist mjög í kjölfar þess að hann birti umdeilda fréttaskýringu í fréttaþætti stöðvarinnar, 60 minutes, þar sem George W. Bush forseti Bandaríkjanna, var gagnrýndur og birt voru skjöl sem áttu að sanna að hann hefði verið rekinn með skömm úr þjóðvarðliði Texas. Kom síðar í ljós að umfjöllun Rathers var byggð á fölsuðum gögnum og skjölum. Telja má líklegt að þessi fréttaskýring hans hafi átt þátt í því að hann víkur fyrr en ella úr fréttaþularstól stöðvarinnar. Miklar deilur hafa staðið um störf hans allt frá því. Var almennt talið að Rather hefði beðið allt of lengi með að biðjast afsökunar á mistökum sínum vegna fréttaskýringarinnar. Hann hefði mun fyrr átt að hafa séð að umfjöllunin væri röng og byggð á fölsuðum skjölum.

Dan Rather er frá Texas og er 73 ára að aldri, hann hefur verið lykilstarfsmaður í fréttamennsku CBS stöðvarinnar í rúm 40 ár. Hann hóf störf árið 1962 í fréttadeild CBS í Texas og varð fyrst landsfrægur þegar hann fjallaði um morðið á John F. Kennedy forseta Bandaríkjanna, í Dallas, 22. nóvember 1963. Hann var í fylgdarliði forsetans sem fréttamaður fyrir stöðina og stjórnaði umfjöllun stöðvarinnar frá Dallas þennan örlagaríka dag er forsetinn var ráðinn af dögum og því sem tók við er lík forsetans var flutt til Washington og Lyndon B. Johnson sór embættiseið í forsetaflugvélinni á Love flugvelli í Dallas. Eftir það var hann hækkaður í tign innan stöðvarinnar og fékk lykilfréttamannsstöðu þar. Hann var áberandi sem fréttamaður í málefnum Hvíta hússins sem senior reporter í forsetatíð Richard Nixon og Gerald Ford, 1969-1977. Eftir það varð hann einn aðalfréttamanna við kvöldfréttir stöðvarinnar og varð aðalfréttaþulur í stað Cronkite árið 1981. Allt frá þeim tíma hefur hann leitt fréttastarf stöðvarinnar og verið andlit kvöldfréttanna. Rather mun eftir að hann hættir sem aðalfréttaþulur vinna áfram við fréttaskýringar hjá CBS. Mun áfram verða með innslög í 60 minutes II. Ekki hefur verið tilkynnt hver muni taka við forystuhlutverkinu af Rather, en ljóst er að staðan er stór í bandarískri fréttamannastétt.

Björn Bjarnason dómsmálaráðherraPistill Björns
Það er jafnan mjög athyglisvert að lesa helgarpistla Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra. Í seinasta pistli sínum fjallar Björn um nýja bók Matthíasar Johannessen fyrrum ritstjóra Morgunblaðsins, sem ber nafnið Málsvörn og minningar. Hvet ég alla til að lesa frásögn Björns um bókina en þar kemur t.d. eftirfarandi fram: "Í bók Matthíasar er þannig að finna enn eina heimildina, sem nauðsynlegt er að hafa í huga, þegar leitast er við að vinda ofan af þeim útleggingum, sem notaðar voru síðastliðið sumar til að réttlæta þá ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar að synja um staðfestingu á svonefndu fjölmiðlafrumvarpi. Mér finnst langsótt að kenna þær útleggingar við stjórnlagafræði og að því er varðar orð föður míns og skilning hans á þessu ákvæði stjórnarskrárinnar var beinlínis um rangfærslur að ræða hjá Ragnari Aðalsteinssyni hrl., eins og Matthías áréttar í bók sinni. Ég hafði gaman að því að lesa bók Matthíasar, sem er mikil að vöxtum, og skrifuð á þann veg, að hann er að skýra bréfvini frá viðhorfi sínu til lífsins og tilverunnar með skáldskap og trú að leiðarljósi. Málsvarnarþátturinn snýr meðal annars að því að svara Sigurði A. Magnússyni, sem vék ómaklega að Matthíasi í æviminningarbókum sínum. Við, sem þekkjum Matthías, vitum, að hann er ekki einhamur og í raun spannar bókin svo vítt svið, að hana má skoða sem kennslubók í skáldskap, trúmálum, blaðamennsku og stjórnmálum auk þess sem þar er gert upp við menn og málefni á þann hátt, sem Matthíasi er einum lagið, og brugðið ljósi, sem mótast af mikilli reynslu höfundarins, á þjóðkunna og heimsfræga samferðarmenn."

Myndir frá eldsvoðanum í Klettagörðum í Reykjavík
Sungið fyrir mömmu - Kristján Jóhannsson syngur ásamt fleirum fyrir mömmu sína

Húmorinn
Here's the latest update on the Palestinian Authority. No one seems to know who's really in charge, they can't decide on a strategy, half the factions want to move to the center, the other half want to stay as extremists. I'm sorry, that's the Democratic Party.

Al Gore was sitting among the crowd on the opening of the Clinton library. I don't wanna say Al Gore is getting big, but he is sitting there, and when Clinton saw him from behind he said: Monica?
Jay Leno

The opening of the Clinton Presidential Library - did you hear about this? President Bush was actually there. It was a good day for him. He raised six and half million dollars on that occasion.
David Letterman

Dagurinn í dag
1963 Lyndon Baines Johnson tók formlega við embætti forseta Bandaríkjanna, á fyrsta vinnudegi eftir morðið á John F. Kennedy - fyrsta verk hans var að skipa rannsóknarnefnd vegna morðsins
1990 Íslenska alfræðiorðabókin kom út - umfangsmesta bókmenntarit í sögu íslenskra bókmennta
1995 Björk Guðmundsdóttir var valin söngkona ársins 1995 af áhorfendum tónlistarstöðvarinnar MTV
1997 Karl Sigurbjörnsson, 50 ára prestur í Hallgrímskirkju í Reykjavík, var vígður biskup íslensku þjóðkirkjunnar. Karl sem hlotið hafði 58% atkvæða í biskupskjöri, tók við embætti af Ólafi Skúlasyni
2003 Eduard Shevardnadze sagði af sér embætti forseta Georgíu eftir uppreisn andstöðunnar gegn stjórn landsins. Shevardnadze, sem hafði verið utanríkisráðherra Sovétríkjanna 1985-1990, hafði verið leiðtogi Georgíu í 11 ár, frá 1992. Eftirmaður hans á forsetastóli var Mikhail Saakashvili

Snjallyrði dagsins
Eitt orð, eitt ljóð, eitt kvein frá kvaldri sál
er kveðja mín. Ég veit þú fyrirgefur.
En seinna gef ég minningunum mál,
á meðan allt á himni og jörðu sefur.
Þá flýg ég yfir djúpin draumablá,
í dimmum skógum sál mín spor þín rekur,
Þú gafst mér alla gleði sem ég á.
Þú gafst mér sorg, sem enginn frá mér tekur.

Svo kveð ég þig. En er þú minnist mín,
þá mundu, að ég þakka liðna daga.
Við framtíð mína fléttast örlög þín.
Að fótum þínum krýpur öll mín saga.
Og leggðu svo á höfin blá og breið.
Þó blási kalt og dagar verði að árum,
þá veit ég að þú villist rétta leið
og verður mín - í bæn, í söng og tárum
Davíð Stefánsson skáld frá Fagraskógi (1895-1964) (Kveðja)

22 nóvember 2004

AkureyriHeitast í umræðunni
Seinustu daga hefur nokkuð verið fjallað um ályktanir stjórnar Varðar í fjölmiðlum hér fyrir norðan og ennfremur hafa ályktanir birst í blöðum og á netfréttamiðlum. Skoðanir stjórnar félagsins ná því vel til annarra og rödd félagsins varðandi helstu málefni svæðisins og kjördæmisins er virk. Frá aðalfundi hefur stjórnin samþykkt 11 ályktanir og farið vel yfir stór mál og tjáð afstöðu sína til þeirra. Nýjustu ályktanir, um kennara í Brekkuskóla og stóriðju á Norðurlandi, hafa verið mest í umræðunni nú seinustu sólarhringa. Í sunnudagspistli í gær fór ég yfir kennaramálið og málefni vegna auglýsingar kennaranna í Brekkuskóla, sem hefur verið hitamál hér seinustu daga. Um hálfsexleytið í kvöld fór ég í viðtal í Útvarp Norðurlands og ræddi við Björn Þorláksson fréttamann, um tvær ályktanir okkar um stóriðjuna, einkum þá seinni þar sem við gagnrýnum mat Örlygs Hnefils Jónssonar varaþingmanns Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi, á því að stóriðja eigi frekar að rísa í Þingeyjarsýslu. Er mat okkar það að stóriðja eigi frekar að rísa í Eyjafirði, þar sem um yrði að ræða miðpunkt Norðurlands.

Hinsvegar er það jafnljóst að engin stóriðja kemur hingað nema Norðlendingar nái einhverjum samhljómi í stöðunni og sameinist um það í upphafi að fá stóriðju. Þann samhljóm vantar, fólk talar greinilega bara í hreppapólitík eins og staðan er. Leggjum við því lykiláherslu á að málin verði rædd með opnum huga og tryggt fyrir það fyrsta að stóriðja komi á svæðið. Svo má ekki gleyma því að mat fjárfestanna mun ráða úrslitum. Það er ábyrgðarhluti að neita að sætta sig við slíka afstöðu, en greinilegt er á Þingeyingum að það mat muni litlu ráða að þeirra mati og þeir sitji fastir við þann keip sinn að láta það ekki hafa áhrif á afstöðuna. Þingeyingar þurfa því að átta sig á að það eru hvorki þeir né Eyfirðingar sem ákveða hvar næstu stórframkvæmdir verða, heldur mun sú ákvörðun undir fjárfestunum komin, eins og segir í ályktun okkar. Áttum við Björn gott samtal um þessa hluti og náði ég að tjá okkar lykilafstöðu í málunum og það sem komið hefur fram í þeim tveim ályktunum sem við höfum sent frá okkur. Það var gott að fá þetta tækifæri til að tjá sig um málið og koma afstöðu okkar til skila í svæðisútvarpið. Vonandi mun umræðan um stóriðju á Norðurlandi verða heilsteyptari á næstunni og menn ná einhverjum samhljóm í tjáningu sína um málið.

DalvíkÁ laugardag slitnaði uppúr meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í bæjarstjórn Dalvíkurbyggðar. Meirihlutinn hafði setið í tvö og hálft ár, eða frá sveitarstjórnarkosningunum 2002. Ástæða falls meirihlutans var ósamkomulag milli flokkanna um framtíð sveitaskólans að Húsabakka í Svarfaðardal. Dalurinn og Árskógsströnd sameinuðust Dalvík í sveitarfélagið Dalvíkurbyggð árið 1998. Frá þeim tíma hafa skólar verið á öllum þremur stöðunum en seinustu ár hefur skólinn á Dalvík sífellt verið styrktur með hliðsjón af því að hagkvæmara sé að reka skóla þar. Nýleg úttekt á skólunum staðfesti með óyggjandi hætti að óhagkvæmt var að reka skóla í Svarfaðardal, 6 kílómetrum frá Dalvík. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu því fram tillögu um að leggja skólann niður en samstaða náðist ekki innan Framsóknarflokksins um framtíðina.

Grunnlína í þessu máli var að fólk þurfti að horfast í augu við staðreyndir um rekstur skólanna í Dalvíkurbyggð, en gat ekki lifað á tilfinningalegum rökum. Það eru engin rök nema tilfinningaleg lengur með skólarekstri í Svarfaðardal, svo einfalt var það. Leitt var að framsóknarmenn létu stranda á þessu máli, en ég tek undir með sjálfstæðismönnum í bænum að það er ábyrgðarhluti að samþykkja óbreyttan skólarekstur áfram í Svarfaðardal. Á þessu allavega steytti og mynda þarf nýjan meirihluta. Eins og staðan er nú eru bæjarfulltrúar Sameiningar vinstrimanna í oddaaðstöðu og ákvað fólk þar á fundi í gær að bjóða framsóknarmönnum til viðræðna um samstarf næstu 18 mánuðina. Ljóst er að þeir gera kröfu um það að Svanfríður Jónasdóttir fyrrum alþingismaður, verði bæjarstjóri, en hún er fyrrum bæjarfulltrúi og forseti bæjarstjórnar af hálfu vinstrimanna á Dalvík. Samþykki framsóknarmenn það verða þeir að kasta leiðtoga sínum, Valdimar Bragasyni, til hliðar en hann er sitjandi bæjarstjóri. Fróðlegt verður að sjá hvort framsóknarmenn taka þeim kosti eða hvort Sameining reyni meirihluta með D-lista. En eftir stendur að mat sjálfstæðismanna á skólunum var rétt og það er erfitt að samþykkja áframhaldandi skólarekstur að Húsabakka að óbreyttu.

John F. Kennedy (1917-1963)John F. Kennedy (1917-1963)
Í dag er liðið 41 ár frá því að John F. Kennedy 35. forseti Bandaríkjanna, féll fyrir morðingjahendi í Dallas í Texas. Hann hafði þá setið á forsetastóli í Bandaríkjunum í rúmlega 1000 daga. Þótt liðinn sé langur tími frá þessum atburðum eru þeir mörgum Bandaríkjamönnum enn í fersku minni og blandast þar saman sorg, söknuður og tilfinningin um að þjóðin hafi verið svipt ungum og kraftmiklum leiðtoga. Þá er að margra mati sem spurningunni um hver myrti forsetann hafi ekki verið svarað með fullnægjandi hætti. Opinber rannsóknarnefnd komst að þeirri niðurstöðu að Lee Harvey Oswald hefði framið morðið og verið einn að verki en margir aðhyllast þá kenningu að árásarmennirnir hafi verið tveir og sumir segja allt að fjórir. Einnig hafa komið fram kenningar um að mafían, bandaríska leyniþjónustan, útsendarar erlendra ríkja eða jafnvel Johnson forseti, hafi skipulagt ódæðið. Ólíklegt er að niðurstaða, sem allir sætta sig við, fáist nokkurn tíma en ekkert lát er á umfjöllun um morðið, bæði í bókum og fjölmiðlum þótt 41 ár sé liðið frá morðinu á forsetanum.

Fyrir ári, þegar fjórir áratugir voru liðnir frá morðinu á Kennedy forseta, birtist á vef Heimdallar, ítarlegur pistill minn um stjórnmálaferil og ævi hans. Kennedy forseti, fæddist í Brookline í Massachusetts, þann 29. maí 1917, næstelstur í hópi 9 barna hjónanna Joseph og Rose Kennedy. Hann nam í Choate menntaskólanum og Harvard, fór að því loknu í herþjónustu í seinni heimsstyrjöldinni. Hann hóf þátttöku í stjórnmálum, 29 ára gamall árið 1946 er hann var kjörinn þingmaður í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. 1952 var hann kjörinn til setu í öldungadeild þingsins fyrir Massachusetts. Árið 1955 ritaði Kennedy bókina Profiles in Courage. Í henni ræðir hann um menn sem á örlagastundu sýna hugrekki og siðferðisþrek. Ennfremur frá ákvörðunum manna sem þorðu að standa við skoðanir sínar og gjörðir, hvað svo sem það í raun kostaði. Enginn vafi er á því að í þessari bók er að finna lykilinn að lífsskoðun John F. Kennedy, þ.e. að gera verði það sem samviskan býður hverjum manni. Fyrir bók sína hlaut Kennedy, Pulitzer verðlaunin, virtustu bókmenntaverðlaun Bandaríkjanna. Árið 1960 var hann kjörinn forseti Bandaríkjanna, sigraði Richard Nixon naumlega í spennandi kosningum. Hann sat á forsetastóli eins og fyrr segir í rúmlega 1000 daga, ferlinum lauk með hörmulegum hætti í Dallas í Texas. Hann kvæntist í september 1953, Jacqueline Bouvier. Þau eignuðust tvö börn, Caroline (1957) og John Fitzgerald yngri (1960). John Fitzgerald Kennedy var jarðsunginn í Washington, 25. nóvember 1963. Var hann jarðsettur í þjóðargrafreitnum í Arlington. Á gröf hans lifir hinn eilífi logi, táknmynd þess að vonarneistinn slokknar aldrei, hvað sem á bjátar.

Dagurinn í dag
1907 Giftar konur í Reykjavík fengu kosningarétt og kjörgengi til sveitarstjórna. Alþingi féllst ekki á að allar konur fengju þennan rétt fyrr en tveimur árum seinna. Fullt kjörgengi kvenna tók gildi 1915
1907 Vegalög staðfest - vinstri umferð tók gildi. Ekki var skipt í hægri umferð fyrr en í maí 1968
1963 John F. Kennedy forseti Bandaríkjanna, myrtur í Dallas í Texas í opinberri heimsókn sinni. Hann var 46 ára að aldri. Fráfall hans var gríðarlegt áfall fyrir Bandaríkjamenn. Miklar vonir voru bundnar við forsetann sem tákn nýrra tíma og andlát hans mikið reiðarslag. Lyndon Baines Johnson varaforseti, tók formlega við embætti sem 36. forseti Bandaríkjanna, um borð í forsetaflugvélinni
1990 Margaret Thatcher forsætisráðherra Bretlands, segir af sér embætti. Hún hafði setið í forsæti ríkisstjórnar Bretlands í 11 ár en varð að víkja vegna ágreinings um störf hennar innan eigin flokks
1997 Kristinn Björnsson, frá Ólafsfirði, sem þá var 25 ára, varð í öðru sæti á heimsbikarmóti í svigi í Park City í Utah. Þetta var talinn langbesti árangur Íslendings í skíðaíþróttum fram að þeim tíma

Snjallyrði dagsins
Ástum og eldi skírð
óskalönd birtast mér.
Hvílíka drottins dýrð
dauðlegur maður sér!
Allt ber hér hinn sama svip;
söm er hin gamla jörð.
Hægara skaltu skip,
skríða inn Eyjafjörð.

Allt það, sem augað sér,
æskunnar hörpu knýr,
syngur og segir mér
sögur og ævintýr.
Mild ertu, móðir jörð.
Margt hefur guð þér veitt.
Aldrei ég Eyjafjörð
elskaði nógu heitt.
Davíð Stefánsson skáld frá Fagraskógi (1895-1964) (Sigling inn Eyjafjörð)

21 nóvember 2004

Stefán Friðrik StefánssonSunnudagspistillinn
Að þessu sinni fjalla ég um stöðu varnarmálanna, en Colin Powell og Davíð Oddsson ræddu málin á fundi í Washington í vikunni og samþykktu að formlegar viðræður um framtíð málsins myndu hefjast í janúar, á svipuðum tímapunkti og seinna kjörtímabil Bush Bandaríkjaforseta, hefst. Óvissa var vissulega uppi um stöðu mála í varnarviðræðunum vegna forsetakosninganna í Bandaríkjunum, fyrr í þessum mánuði. Hefði John Kerry verið kjörinn forseti hefði óhjákvæmilega þurft að kynna málið frá byrjun fyrir honum og þeim ráðherrum sem hann hefði valið til setu í lykilráðuneytum. Það er að mínu mati ánægjulegt að málið getur haldið áfram í þeim farvegi sem ríkisstjórn Bandaríkjanna setti málið í með leiðtogafundi Davíðs og Bush í júlí og það ferli haldi áfram nú með fundi Powells og Davíðs. Endurkjör forsetans þýðir að sama fólkið og hefur haldið á málum seinustu mánuði í gegnum bein samskipti landanna heldur á ferlinu og ekki þarf að fara aftur í viðræður um grunnstöðu þess og kynna okkar sjónarmið frá grunni. Það skiptir miklu máli að vel sé haldið á þessu máli og góð samskipti séu milli þjóðarleiðtoga landanna vegna þess og þau rædd ítarlega.

Eflaust er þetta mál smámál í heildarmynd bandarískra utanríkismála, en fyrir okkur er þetta stórmál og skiptir miklu varðandi varnir okkar. Ljóst er að Bush forseti, mun taka endanlega afstöðu til framhalds málsins á komandi árum, hvað gera eigi eftir tvíhliða viðræður. Viðræðurnar um framhald varnarsamningins við Bandaríkjamenn eru komin í gott ferli að mínu mati. Fróðlegt er þó að sjá fulltrúa stjórnarandstöðunnar tjá sig um það. Telja þeir greinilega að það sé í lausu lofti og óráðið hvað gerist. Það er þó ljóst hvað sem segja má um hálfvelgju stjórnarandstöðunnar í málinu að íslensk stjórnvöld hafa varið með ákveðnum hætti stöðu okkar í málinu og haldið vel á því. Tilkynnt var í vikunni að Condoleezza Rice þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjastjórnar, yrði næsti utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Fer ég yfir feril hennar og þau sögulegu þáttaskil sem verða er hún tekur við embætti, en hún verður valdamesta blökkukonan í stjórnmálasögu Bandaríkjanna og er önnur konan sem verður utanríkisráðherra. Að lokum tjái ég mig um málefni kennara, en samningar náðust milli grunnskólakennara og sveitarfélaga í vikunni og tjái ég mig um samninginn, veikindi kennara í byrjun vikunnar og auglýsingu kennara í Brekkuskóla á Akureyri.

Dagurinn í dag
1974 Sprengja grandar 21 manns í sprengjuárás IRA í Birmingham - 6 einstaklingar voru sakfelldir fyrir að hafa átt aðild að verknaðinum en sakleysi þeirra var staðfest 1991 - málið var aldrei upplýst
1975 Gunnar Gunnarsson skáld, lést, 86 ára að aldri - Gunnar var eitt helsta skáld Íslands á 20. öld. Meðal þekktustu verka hans á löngum ferli voru Saga Borgaraættarinnar, Svartfugl og Fjallkirkjan
1985 Ronald Reagan forseti Bandaríkjanna, og Mikhail Gorbachev leiðtogi Sovétríkjanna, hittust á leiðtogafundi í Genf í Sviss - fundurinn var upphaf að ferlinu sem leiddi til endaloka kalda stríðsins
1995 Leiðtogar Bosníu-Herzegóvínu, Króatíu og Serbíu semja um frið í Bosníu á fundi í Dayton
2002 NATO samþykkir formlega aðild Búlgaríu, Eistlands, Lettlands, Litháen, Rúmeníu, Slóvakíu og Slóveníu að bandalaginu - aðild þessara fyrrum kommúnistaríkja tók formlega gildi 1. apríl 2004

Snjallyrði dagsins
Ég er friðlausi fuglinn,
sem fæddist með villtri þrá,
sem elskar heiðingjans himin
og hamrafjöllin blá.

Ég er friðlausi fuglinn,
sem frelsinu mikla ann,
sem hatrið gerði að hetju
og heimskan söng í bann.

Ég er friðlausi fuglinn,
sem forðast að leita í skjól,
þó kaldan blási um brjóstið,
og bregðist vor og sól.
Davíð Stefánsson skáld frá Fagraskógi (1895-1964) (Friðlausi fuglinn)

19 nóvember 2004

StjórnarráðiðHeitast í umræðunni
Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra, og Geir H. Haarde fjármálaráðherra, kynntu í dag áætlun um lækkun skatta á kjörtímabilinu en ríkisstjórnin samþykkti í morgun frumvarp sem felur í sér 4% lækkun tekjuskatts einstaklinga, afnám eignarskatts á einstaklinga og fyrirtæki og að barnabætur hækki um 2,4 milljarða króna. Heildaráhrif þessara aðgerða á afkomu ríkissjóðs eru metin til rúmlega 22 milljarða króna að teknu tilliti til veltuáhrifa sem einkum falla til á árunum 2006 og 2007. Er miðað við að með hliðsjón af horfum í efnahagsmálum og tímasetningu stóriðjuframkvæmda að meginþungi tekjuskattslækkunarinnar muni koma til framkvæmda á árinu 2007. Á næsta ári kemur fyrsti áfangi lækkunar tekjuskatts einstaklinga til framkvæmda og verður skatthlutfallið þá lækkað um 1%, úr 25,75% í 24,75%.

Ennfremur munu allar viðmiðunarfjárhæðir tekjuskatts, eignarskatts og barnabóta hækka um 3%. Árið 2006 tekur annar áfangi tekjuskattslækkunar gildi og þá lækkar skatthlutfallið aftur um 1%, í 23,75%. Ennfremur kemur til framkvæmda fyrri áfangi hækkunar barnabóta sem felur í sér 25% hækkun tekjuskerðingarmarka og ótekjutengdra barnabóta og 10% hækkun tekjutengdra bóta. Þá er gert ráð fyrir að eignarskattar einstaklinga og fyrirtækja verði felldir niður. Árið 2007 kemur lokaáfangi tekjuskattslækkunar og sá stærsti til framkvæmda þegar skatthlutfallið verður lækkað um 2%, í 21,75%. Þá kemur einnig til framkvæmda síðari áfangi hækkunar barnabóta sem felur í sér 20% hækkun tekjuskerðingarmarka og ótekjutengdra barnabóta og 1% lækkun tekjuskerðingarhlutfalls, úr 3% í 2% með fyrsta barni, úr 7% í 6% með öðru barni og úr 9% í 8% með þriðja barni og umfram það. Fjármálaráðuneytið segir í yfirlýsingu í dag að auk 4% lækkunar tekjuskatts sé gert ráð fyrir að persónuafsláttur hækki um 8% þannig að samanlagt feli breytingarnar í sér 20% hækkun skattleysismarka á tímabilinu, úr 71.270 kr. á þessu ári í 85.836 árið 2007. Ástæða er til að fagna því að fyrir liggi ramminn að skattalækkunum ríkisstjórnarinnar með skýrum hætti og allt komið á hreint.

Chelsea og Bill ClintonBill Clinton 42. forseti Bandaríkjanna, vígði formlega í gær forsetabókasafn sitt í Little Rock í Arkansas, við hátíðlega athöfn. Þar voru viðstaddir fjórir forsetar landsins, auk Clintons þeir George W. Bush núverandi forseti Bandaríkjanna, og fyrrum forsetarnir Jimmy Carter og George H. W. Bush. Fjöldi tiginna gesta var við athöfnina og margir þjóðarleiðtogar, t.d. Davíð Oddsson utanríkisráðherra. Hellirigning var í Little Rock við athöfnina og þurftu viðstaddir að vera með regnhlíf meðan hátíðarathöfn vegna opnunarinnar fór fram. Regnið dundi á prúðbúnum gestum, en ákveðið var engu að síður að breyta ekki dagskrá og hún var haldin utandyra eins og áður hafði verið ákveðið. Clinton var reffilegur þegar hann birtist með öðrum forsetum í sögu landsins við opnun safnsins. Greinilegt er að hann hefur grennst mjög eftir veikindi sín fyrr á árinu. Það var magur og fölur Clinton sem birtist við opnunina en augljóslega mjög hrærður yfir viðtökunum sem hann fékk er hann birtist á hátíðarsviðinu ásamt eiginkonu sinni, Hillary Rodham Clinton öldungadeildarþingmanni, og dóttur þeirra, Chelsea.

Safnið er reist í fyrrum heimabæ Clintons, Little Rock. Hann er fæddur og uppalinn í Arkansas-fylki og var ríkisstjóri þar 1979-1981 og aftur 1983-1992. Hann var kjörinn forseti Bandaríkjanna í nóvember 1992 og endurkjörinn í forsetakosningunum 1996. Hann lét af embætti í janúar 2001 og er eini demókratinn sem hefur setið 8 ár, tvö kjörtímabil, á forsetastóli frá stríðslokum. Í safninu er farið ítarlega yfir ævi Clintons og henni gerð skil. Þar eru til sýnis hlutir úr eigu Clinton-hjónanna, ræður hans og myndir af stjórnmálaferli hans. Á litríkum forsetaferli tók hann þátt í því að leiða til lykta friðarviðræður Palestínu og Ísraels 1993 og er þætti hans í friðarmálefnum í M-Austurlöndum og N-Írlandi gerð góð skil. Ennfremur hneykslismálinu sem næstum kostaði hann embættið árið 1998. Það er enginn vafi á því að Clinton forseti, er sigursæll stjórnmálamaður sem hefur kunnað þá list að ná til almennings og heilla hann með sér. Það er óneitanlega alveg magnað að hlusta á hann flytja ræður, hann hefur það sem þarf til að koma vel fyrir sig orði á leiftrandi og kraftmikinn hátt. Er sá eiginleiki hans án nokkurs vafa lykillinn að því að hann varð jafnsigursæll á stjórnmálasviðinu sem raun ber vitni.

Forsetabókasafn Bill Clinton vígt í Little Rock í Arkansas
Myndasafn af opnun forsetabókasafns Clintons forseta á fimmtudag

BrekkuskóliÁlyktanir stjórnar Varðar
Stjórn Varðar, félags ungra sjálfstæðismanna á Akureyri, kom saman til fundar í gær undir minni stjórn. Eftirfarandi ályktanir voru samþykktar á fundinum:

Vörður, félag ungra sjálfstæðismanna á Akureyri, fordæmir það hvernig kennarar hafa notað börn sem vopn í baráttu sinni að undanförnu. Félagið fordæmir einnig yfirlýsingu kennara við Brekkuskóla á Akureyri, sem birtist í formi andlátsfregnar á skólastefnu hans "Ánægðir kennarar - góður skóli". Vörður styður mótmæli foreldra í garð kennara skólans. Að mati félagsins skulda kennarar við Brekkuskóla foreldrum og ekki síst börnunum og öðrum bæjarbúum afsökun.

Vörður, félag ungra sjálfstæðismanna á Akureyri, vill árétta það sem komið hefur fram í nýlegri ályktun frá félaginu að Norðlendingar þurfi að vinna saman í stóriðjumálinu. Félagið mótmælir orðum Örlygs Hnefils Jónssonar, varaþingmanns Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi, um að stóriðja skuli rísa á Húsavík, eingöngu á þeim forsendum að orkan sé í Þingeyjarsýslu. Vörður bendir á virkjunarsvæði Landsvirkjunar á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu, en orka er flutt þaðan í Hvalfjörð og til Straumsvíkur. Þingeyingar þurfa að átta sig á að það eru hvorki þeir né Eyfirðingar sem ákveða hvar næstu stórframkvæmdir verða, heldur mun sú ákvörðun undir fjárfestunum komin.

SUS-arar í Washington DCFerð utanríkismálanefndar SUS til Washington DC
Utanríkismálanefnd SUS hélt til Washington DC 6. - 10. okt. sl. í þeim tilgangi að fylgjast með kosningaslagnum í Bandaríkjunum og heimsækja marga áhugaverða staði sem tengjast stjórnmálum á einn eða annan hátt. Það er draumur hvers áhugamanns um stjórnmál og mannkynssöguna að fara til Washington DC, höfuðborgar Bandaríkjanna. Borgin er táknmynd fyrir stjórnmálasögu Bandaríkjanna og sögu heimsins. Þar hafa örlög heimsins jafnan ráðist, þar situr valdamesti maður heims á valdastóli og stjórnar öflugasta ríki samtímans. Það jafnast fátt á við að fara til Bandaríkjanna, og fyrir stjórnmálaáhugamann var auðvitað einstakt tækifæri að fara þangað innan við fjórum vikum fyrir forsetakosningar í landinu. Ég hafði lengi viljað fara til Washington, segja má að ég sem þyki vera frekar mikill áhugamaður um stjórnmál og söguna hafi lengi beðið færis á að heimsækja þessa borg borganna. Að mínu mati var Washington áður en ég lagði af stað táknmynd alls þess sem ég stend fyrir í stjórnmálum: frelsisins í allri sinni mögulegu mynd í heiminum. Óhætt er að segja að borgin hafi staðið undir væntingum mínum og gott betur. Það var sannkölluð upplifun að fara þangað og þetta skynja allir þeir sem hafa farið til borgarinnar og munu skynja þegar þeir fara þangað fyrsta sinni. Bandaríkin hafa alltaf heillað mig og ég hafði farið þangað áður og kynnst öllum kostum þess, en Washington er perla landsins, þangað verða allir að fara að minnsta kosti einu sinni á ævigöngu sinni.

Pistill minn um ferðina til Washington DC
Umfjöllun á sus.is um ferðina til Washington DC
Myndir á heimasíðu SUS frá ferðinni til Washington DC

Dagurinn í dag
1875 Thorvaldsensfélagið, elsta kvenfélag í Reykjavík, var stofnað til að sinna mannúðarmálum
1946 Ísland fékk aðild að Sameinuðu þjóðunum er gengið var að sáttmála þeirra í kosningu á þingi
1959 Auður Auðuns tók við embætti borgarstjóra í Reykjavík, fyrst kvenna - varð ráðherra fyrst kvenna árið 1970. Auður sat í borgarstjórn Reykjavíkur 1946-1970 og var forseti borgarstjórnar 1954-1959 og 1960- 1970. Auður var alþingismaður fyrir Reykjavík árin 1959-1974. Hún lést í október 1999
1974 Geirfinnur Einarsson hvarf í Keflavík - þar með hófst rannsókn eins umfangsmesta sakamáls 20. aldarinnar. 1977 lágu fyrir játningar þriggja manna um að hafa ráðið honum bana. Dómur yfir þeim var kveðinn upp í Hæstarétti 1980. Sakborningar í málinu hafa síðan neitað því að hafa ráðið Geirfinni bana. Hæstiréttur hafnaði 1998 beiðni þeirra um endurupptöku málsins. Lík Geirfinns fannst aldrei
1977 Anwar Sadat forseti Egyptalands, verður fyrstur leiðtoga Araba til að fara í opinbera heimsókn til Ísraels. Hann fór þangað eftir að Menachem Begin forsætisráðherra Ísraels, bauð honum formlega. Í ferð sinni til Ísraels ávarpaði Sadat ísraelska þingið, Knesset. Þessi ferð forsetans varð upphafið að friðarferli milli Ísraels og Egyptalands og sömdu leiðtogar landanna um frið formlega í Camp David 1978 - friðarviðleitanir Sadats kostuðu hann lífið, öfgamenn myrtu hann á hersýningu í október 1981

Snjallyrði dagsins
Nú finn ég angan löngu bleikra blóma,
borgina hrundu sé við himin ljóma,
og heyri aftur fagra, forna hljóma,
finn um mig yl úr brjósti þínu streyma.

Ég man þig enn og mun þér aldrei gleyma.
Minning þín opnar gamla töfraheima.
Blessað sé nafn þitt bæði á himni og á jörðu.

Brosin þín mig að betri manni gjörðu
Brjóst þitt mér ennþá hvíld og gleði veldur.
Þú varst mitt blóm, mín borg, mín harpa og eldur.
Davíð Stefánsson skáld frá Fagraskógi (1895-1964) (Nú finn ég angan)