Ráðherraskipti í menntamálaráðuneytinuTómas Ingi Olrich lét af embætti sem menntamálaráðherra á ríkisráðsfundi á Bessastöðum, laust fyrir hádegið í dag. Hefur Tómas verið menntamálaráðherra frá 2. mars 2002, eða tæp 2 ár. Tómas hefur jafnframt beðist lausnar frá þingmennsku frá og með morgundeginum, 1. janúar 2004, eftir tæplega 13 ára setu á þingi, fyrir Norðurlandskjördæmi eystra og Norðausturkjördæmi. Tekur Arnbjörg Sveinsdóttir sæti hans á þingi. Á ráðherraferli sínum hefur Tómas Ingi unnið ötullega að styrkingu menntunar og framþróun hennar. Meðal þess sem gert hefur verið í hans tíð er þróunarskólaverkefni sex skóla til þróunar nýjunga í kennsluháttum, ný vefgátt - Menntagátt, bókasafnskerfi fyrir öll bókasöfn landsins, upplýsingakerfið Inna fyrir framhaldsskóla (stjórnunar- og upplýsingatæki fyrir kennara og skólastjórnendur), háhraðanet fyrir framhaldsskóla og símenntunarmiðstöðvar, sérstakt átak í uppbyggingu menntunar og menningar í upplýsingatækni á landsbyggðinni og stofnun framhaldsskóla á Snæfellsnesi og háskólasetur á Austurlandi. Framundan eru miklar breytingar hjá sjálfstæðismönnum í Norðausturkjördæmi á næstu árum, einkum og sér í lagi með brotthvarfi Tómasar Inga sem eins af okkar öflugustu forystumönnum. Hvernig það skarð verður fyllt mun tíminn einn leiða í ljós. Tómas Ingi hefur unnið af krafti fyrir okkar kjördæmi og víða sést hér afrakstur verka hans. Vil ég þakka persónulega Tómasi fyrir gott samstarf seinustu ár og óska honum og eiginkonu hans, Nínu Þórðardóttur, velgengni í störfum á nýjum vettvangi.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir tók við embætti menntamálaráðherra af Tómasi. Er hún 30. ráðherrann í ríkisstjórnum Davíðs frá árinu 1991 og önnur konan á stóli menntamálaráðherra. Ragnhildur Helgadóttir var menntamálaráðherra 1983-1985. Þorgerður Katrín, er að mínu mati glæsilegur fulltrúi nýrra tíma í ráðherraliði Sjálfstæðisflokksins. Hún er 38 gömul og hefur setið á þingi frá alþingiskosningunum 1999. Það er glæsilegt að flokkurinn eigi nú kraftmikinn fulltrúa sjálfstæðiskvenna á ráðherrastóli. Þau kynslóðaskipti sem verða innan Sjálfstæðisflokksins með því að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir tekur sæti í ríkisstjórn Davíðs Oddssonar vekja ákveðna tilhlökkun til framtíðarinnar. Fyrr á þessu ári náðu kjöri til Alþingis fjórir fulltrúar SUS, Bjarni Benediktsson, tveir fyrrum formenn SUS: Sigurður Kári Kristjánsson og Guðlaugur Þór Þórðarson, og Birgir Ármannsson fyrrum formaður Heimdallar. Það verður fróðlegt að fylgjast með framgangi þeirra og annarra ungra lofandi sjálfstæðismanna í starfinu innan flokksins á komandi árum. Er það mikið gleðiefni fyrir unga sjálfstæðismenn að Þorgerður taki sæti í ríkisstjórn, enda hún lengi verið í miklum metum hjá okkur og haft góðan stuðning okkar og verið málsvari okkar hugmynda. Væntum við mikils af verkum hennar í ráðuneytinu. Ég óska Þorgerði góðs gengis í störfum hennar.
Umfjöllun um árið 2003Árið 2003 er liðið í aldanna skaut. Að baki er eftirminnilegt ár fyrir margra hluta sakir. Þess verður í framtíðinni minnst t.d. sem hatramms kosningaárs þar sem öllum brögðum var beitt í kraftmikilli kosningabaráttu hérlendis, vegna mútumáls (sem deilt var um hvort hefði verið í alvöru eða hálfkæringi), kaupréttarsamninga, brúðkaups á Bessastöðum, eftirlaunafrumvarps, er Ingibjörg Sólrún varð varaþingmaður og óbreyttur borgarfulltrúi eftir að hafa fórnað borgarstjórastóli, endaloka valdaferils Saddams Husseins (sem eftir innrás bandamanna og 8 mánaða flótta var handtekinn), olíumálsins, er Schwarzenegger varð ríkisstjóri í Kaliforníu, staða Blairs veiktist, er hvalveiðar voru leyfðar að nýju, er R-listinn hækkaði gjaldskrá OR vegna hækkandi hita, öryrkjamála, línuívilnunar og þegar Jón í Skífunni seldi allt sitt hérlendis. Í tilefni áramótanna er tilefni til að líta yfir nokkra hápunkta ársins 2003. Vonandi verður árið 2004 jafn viðburðaríkt og spennandi fréttaár eins og árið 2003. Óska ég lesendum vefsins farsældar á nýju ári og þakka þeim fyrir að lesa pistla mína og líta á vefinn á liðnu ári.
Maður ársins 2003Við áramót er litið yfir sviðið og spurt hver sé maður ársins, hver skaraði framúr og stendur hæst þegar nýtt ár tekur við. Það er enginn vafi í mínum huga að Davíð Oddsson forsætisráðherra, sé sá sem þann heiður eigi að hljóta að þessu sinni. Á þessu ári var reynt af óvönduðum aðilum að ráðast að mannorði hans og notað til þess málgögn auðhringa á fjölmiðlamarkaði. Stjórnmálaflokkur og forsætisráðherraefni hafði ekkert málefni annað í kosningabaráttunni en níða persónu hans og dylgja um starfsaðferðir hans með undarlegum hætti. Atlaga auðhrings og stjórnmálaflokks honum velviljuð að honum mistókst eftirminnilega í kjölfar kosninganna í maí. Stóð mestu að sjálfstæðismenn stóðu þétt saman og þjóðin treysti flokknum fyrir því að vera stærstum áfram í íslenskum stjórnmálum. Í kjölfarið færði Davíð fórn fyrir flokk sinn, að halda áfram samstarfi í ríkisstjórn og ákveða að víkja sjálfur af stóli forsætisráðherra, 15. september 2004. Davíð er án vafa maður ársins, hann er sá stjórnmálamaður sem bæði er elskaður og hataður, umdeildur og stendur í fararbroddi í stjórnmálum á Íslandi seinustu áratugi.
Áramótauppgjör frelsi.isÍ dag er áramótablær yfir frelsi.is. Þar birtist áramótauppgjör í borgarmálum og á landsvísu. Í góðum pistli fer Heiðrún Lind yfir árið í borgarmálum og fer yfir hvernig R-listinn hefur stjórnað borginni á þeim tíma. Orðrétt segir hún: "Eins og sjá má af pistli þessum, sem sannanlega hefði getað verið lengri, fögnuðum við Reykvíkingar nýju ári með óhóflegri skuldasöfnun og endum árið á sömu leið. Þetta er sorgleg þróun. Engum ætti að dyljast að tími er kominn til að pakka saman veikbyggðu R-listatjaldinu sem heftir framþróun í borginni og eykur skattbyrði Reykvíkinga með hverju nýju ári." Hvet alla til að líta á þennan góða pistil. Í tilefni áramóta tók ritnefnd vefsins saman áramótauppgjör frelsi.is fyrir árið 2003. Var virkilega gaman að vinna með Ragnari, Kristni, Snorra, Heiðrúnu og öðrum ritnefndarfulltrúum að þessu áramótauppgjöri. Er útkoman að mínu mati mjög skemmtileg. Vefurinn hefur eflst mjög á þessu ári, er það mikið ánægjuefni. Framundan er nú á nýju ári að efla og styrkja vef Sambands ungra sjálfstæðismanna. Mun ég stjórna honum og ennfremur hinum nýju SUS-fréttum. Hlakka ég til samstarfs við unga hægrimenn á árinu í gegnum þá vinnu. Ég mun leggja mig allan fram í þá vinnu.
Vefur dagsins
Ráðherraskipti urðu í dag í menntamálaráðuneytinu, eins og fyrr er getið. Í dag bendi ég því á vef menntamálaráðuneytisins. Þar eru fréttir og tilkynningar tengdar ráðuneytinu og æviágrip Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur menntamálaráðherra
Snjallyrði dagsins
Nú árið er liðið í aldanna skaut,
og aldrei það kemur til baka,
nú gengin er sérhver þess gleði og þraut,
það gjörvallt er runnið á eilíðar braut,
en minning þess víst skal þó vaka.
Ó, gef þú oss, Drottinn, enn gleðilegt ár
og góðar og blessaðar tíðir.
Gef himneska dögg gegnum harmanna tár,
gef himneskan frið fyrir Lausnarans sár
og eilífan unað um síðir.
Valdimar Briem.
Heitast í umræðunni
Ólafur Stefánsson handknattleiksmaður, var kjörinn íþróttamaður ársins 2003 af Samtökum íþróttafréttamanna. Tilkynnt var um kjörið í kvöld. Þetta er í annað árið í röð sem Ólafur Stefánsson hlýtur þessi verðlaun. Hann hlaut 322 stig en 380 stig voru í pottinum. Í öðru sæti varð knattspyrnumaðurinn Eiður Smári Guðjohnsen hjá Chelsea, með 274 stig. Knattspyrnukonan Ásthildur Helgadóttir varð þriðja með 150 stig, Örn Arnarson sundkappi, hlaut 126 stig í fjórða sætinu og Jón Arnór Stefánsson körfuknattleiksmaður, bróðir Ólafs, hlaut 105 atkvæði í fimmta sætið. Næst komu dansarinn Karen Björk Björgvinsdóttir, frjálsíþróttakappinn Jón Arnar Magnússon, knattspyrnumaðurinn Hermann Hreiðarsson, kylfingurinn Ragnhildur Sigurðardóttir og frjálsíþróttakonan Þórey Edda Elísdóttir. Ólafur sýndi og sannaði endanlega á árinu 2003 að hann er fremsti handknattleiksmaður þjóðarinnar og er í heimsklassa í sinni íþrótt. Hann á þetta vel skilið.
Samkvæmt fréttum eru 25 núverandi og fyrrverandi stjórnmálamenn stofnfjáreigendur í SPRON. Borgarfulltrúar, ráðherrar og formenn flokka eru áberandi á listanum. Mikið hefur verið rætt um þessi mál seinustu daga vegna fyrirhugaðra kaupa KB banka á SPRON. Ef svo fer geta stofnfjáreigendur selt stofnfé sitt á fimm til sexföldu verði. Fréttastofa Sjónvarps komst í gær yfir listann og birti nöfn af honum í fréttum í gær. Samkvæmt honum virðast starfsmenn SPRON, ákveðnir viðskiptavinir og nokkrir stjórnmálamenn hafa átt kost á því að gerast stofnfjáreigendur. Meðal þeirra eru fyrrverandi borgarstjórar, fyrrum og núverandi ráðherrar og fólk úr flestum flokkum. Best væri að nafntogaðir stjórnmálamenn og fleiri eyddu peningnum sem kemur af ágóðanum með að setja það í líknarmál. Það færi best á því.
Svona er frelsið í dag
Dægurmálaspjallið
Heitast í umræðunni - pistill Björns
Samband ungra framsóknarmanna sendi um jólin frá sér ályktun þar sem hörmuð var sú staða sem upp væri komin varðandi Háskóla Íslands og þær sparnaðaraðgerðir sem skólinn væri þvingaður til að gangast undir á næstunni. Fram kom þar að "SUF lýsi sig andsnúið því að beitt skuli fjöldatakmörkunum, inntökuprófum eða skólagjöldum inn í Háskóla Íslands eins og stjórnvöld virðist stefna leynt og ljóst að." Er undarlegt að lesa þessa ályktun SUF og ekki síður að heyra um jólin í fréttum viðbrögð
Í
Sunnudagspistillinn
Leikstjóraumfjöllun
Svona er frelsið í dag
Jólaundirbúningur
Svona er frelsið í dag
Jólamyndir
Afmæli mitt
Gestapistillinn
Jólamyndir
Heitast í umræðunni - pistill Björns
Í
Jólateiti SUS
Í vikunni skrifaði Egill Helgason
Kvikmyndir
Síðasti hluti trílógíunnar um Hringadróttinssögu, The Return of the King, hefur slegið aðsóknarmet í 13 löndum frá því að kvikmyndin var tekin til sýninga í vikunni. Fram hefur komið í fréttum að tekjur í kringum myndina voru um 4 milljarðar króna strax á fyrsta sýningardegi víðs vegar um heiminn. Kvikmyndin hefur slegið aðsóknarmet í Bandaríkjunum, Bretlandi og Þýskalandi. Tekjur í Bandaríkjunum voru um 2,4 milljarðar króna á frumsýningardegi. Kemur myndin sterk til leiks og ánægjulegt að aðdáendur kvikmynda um allan heim hafa tekið henni vel. Er um að ræða bestu mynd trílógíunnar og verður enginn svikinn af því að fara í bíó á hana. Reyndar tel ég að menn sjái eftir því alla tíð ef þeir sjá hana ekki í bíói. Þetta er stórfenglegt meistaraverk.
Svona er frelsið í dag
Kvikmyndir
Tónlist - bækur
Heitast í umræðunni
Vladimír Pútín forseti Rússlands, tilkynnti í morgun í fyrirspurnartíma til rússesku þjóðarinnar í sjónvarpi að hann hyggist bjóða sig fram til endurkjörs. Forsetakosningar verða haldnar í Rússlandi í mars á nýju ári og er búist við auðveldum sigri forsetans. Forseti Rússlands er kjörinn til 4 ára í senn og samkvæmt stjórnarskránni er honum aðeins heimilt að sitja tvö kjörtímabil, 8 ár. Pútín hefur sagst andvígur því að sitja í fleiri en tvö kjörtímabil í embætti. Bjuggust margir við að hann myndi í kjölfar stórsigurs í þingkosningum þar sem flokkabandalag honum tengt hlaut meira en 2/3 greiddra atkvæða myndi breyta stjórnarskránni til að tryggja það. 3 flokkar í Rússlandi, sem töpuðu miklu fylgi í kosningunum hafa gefið til kynna að ólíklegt sé að þeir taki þátt í forsetakosningunum. Putin hefur verið forseti Rússlands í tæp 4 ár. Hann varð forseti er Boris Yeltsin sagði af sér forsetaembættinu á gamlársdag, 31. desember 1999. Putin var þá forsætisráðherra og hafði Yeltsin tilnefnt hann eftirmann sinn og vildi með afsögn styrkja stöðu hans. Hann vann stórsigur í kosningum 26. mars 2000 og hefur allt frá því verið mjög vinsæll forseti og notið mikils fylgis almennings.
Í dag var tilkynnt um
Kvikmyndir
Tónlist
Heitast í umræðunni
Og enn meira um Samkeppnisstofnun. Olíufélögin eru nú í sáttaviðræðum við stofnunina vegna lokaskýrslu um ólöglegt samráð á olíuverði eins og frægt er. Áður hefur verið reynt að leita sátta í málinu en upp úr því slitnaði i mars, enda reyndist verulega mikill mismunur á milli hugmynda Samkeppnisstofnunar og Olíufélaganna um viðeigandi sektir í málinu. Samkvæmt samkeppnislögum geta sektir verið allt frá 50.000 krónum upp í 40 milljónir eða semsagt allt að 10% af veltu fyrirtækjanna á einu ári. Nú liggja báðar frumskýrslur málsins fyrir en félögin hafa þó frest fram í miðjan febrúarmánuð nk. til að skila athugasemdum sínum vegna þess. Þau hafa farið fram á lengri frest en ekki er ljóst hvort orðið verður við þeim óskum. Ætli sektirnar verði ekki borgaðar með því að slengja hækkun á hinn almenna bíleiganda.
Kvikmyndir
Dægurmálaspjallið
Heitast í umræðunni
Svona er frelsið í dag
Gestapistillinn
Kvikmyndir

