Heitast í umræðunni
Eins og fram kom í sunnudagspistli mínum í gær hafa þrír þingmenn Sjálfstæðisflokks: Birgir Ármannsson, Pétur Blöndal og Sigurður Kári Kristjánsson, lagt fram á þingi frumvarp til laga um breytingar á útvarpslögum, lögum um Ríkisútvarpið og lögum um tekjuskatt og eignarskatt. Koma margar athyglisverðar tillögur um breytingar á rekstri RÚV þar fram. Verði frumvarpið samþykkt er gert ráð fyrir því að útvarpsráði verði skylt að bjóða út þá dagskrá sem það er ábyrgt fyrir. Gert er að auki loks ráð fyrir afnámi útvarpsgjalds, en lengi hefur verið um það deilt að almenningur skuli neyddur til að greiða fyrir ríkisrásirnar. Er fyrir löngu kominn tími til að binda endi á nauðungaráskrift að ríkismiðlunum. Greinilegt er þó að RÚV fólk lafir áfram í sama gamla farinu og vill halda stofnuninni algjörlega óbreyttri. Kom það vel fram í gærkvöldi í viðtali Kristjáns Kristjánssonar við Markús Örn Antonsson útvarpsstjóra, í Kastljósinu. Með hreinum ólíkindum var að horfa á útvarpsstjóra. Í fyrri hluta þáttarins sagði MÖA: "Ef ég á að benda stjórnvöldum á einhverja patentlausn á fjárhagsvandanum þá myndi ég segja við stjórnvöld, vinsamlegast hækkið afnotagjöldin um 450 krónur á mánuði, og þá er þessu bjargað". Er ég algjörlega ósammála Markúsi og er lítt ánægður með málflutning hans í þessum þætti. Er þá nokkuð vægt til orða tekið. Gott er að minna fólk á að RÚV er fjármagnað með sérstökum skatt sem heitir afnotagjald og er ekki gjald fyrir þjónustu heldur í raun skattur fyrir að eiga sjónvarpstæki. Það er ekki nema von að sú spurning vakni af hverju ríkið sé enn á fjölmiðlamarkaði í byrjun 21. aldarinnar. Hver er þörfin á því?
Skrifað var undir kjarasamninga Samtaka atvinnulífsins og tveggja fylkinga Starfsgreinasambandsins í húsakynnum ríkissáttasemjara í gærkvöldi. Samið er til 4 ára, og gert ráð fyrir 15% launahækkun á samningstímanum. Laun hækka um 3,25% í ár og um 1% til viðbótar vegna breyttrar launatöflu, 3% næsta ár, 3,5% 2006 og 2,25% á árinu 2007. Þá hækkar framlag atvinnurekenda í lífeyrissjóði úr 6% í 7,5% á samningstímanum. Í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um aðgerðir vegna samninganna kemur m.a. fram að hún hyggist beita sér fyrir lækkun tryggingagjalds um 0,45% frá 1. janúar 2007 gegn því að SA hækki iðgjald í lífeyrissjóði í 8% frá sama degi. Í umræðum á þingi kom fram í máli forsætisráðherra er hann kynnti málið af hálfu ríkisstjórnarinnar að með þessu skapist skilyrði til þess að áform stjórnarflokkanna um skattalækkanir nái fram að ganga svo framarlega sem samningarnir verði mótandi fyrir þá samninga sem eftir á að gera. Er ljóst að þær skattalækkanir muni enn auka við þann kaupmátt sem kjarasamningarnir hefðu lagt grundvöll til. Gert er ráð fyrir að útgjöld ríkisins á ári hverju vegna samninganna 2,7-2,8 milljarðar króna vegna kjarasamninganna.
Stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna samþykkti á síðasta fundi ályktun um fyrirhugaða eflingu sérsveita lögreglunnar. Ályktunin er svohljóðandi: "Samband ungra sjálfstæðismanna styður hugmyndir dómsmálaráðherra um eflingu sérsveitar lögreglunnar, enda er það frumskylda hvers ríkis að tryggja öryggi borgaranna. Efling sveitarinnar mun treysta varnir landsins auk þess sem mannafli sveitarinnar mun nýtast til almennra löggæslustarfa. Málflutningur stjórnarandstöðunnar í þessu máli er afar óábyrgur og ber vott um skilningsleysi á löggæslu- og öryggismálum. Þeir vinstrimenn sem nú rísa upp og gagnrýna útgjöld hins opinbera vegna þessa ættu heldur að taka undir fjölmargar sparnaðartillögur ungra sjálfstæðismanna, sem til dæmis hafa gagnrýnt útgjöld vegna landbúnaðarkerfisins, sendiráða, Ríkisútvarpsins, Sinfóníuhljómsveitarinnar, listamannalauna og Ferðamálaráðs svo fátt eitt sé nefnt." Góð ályktun sem segir allt sem segja þarf um hug stjórnar SUS til tillagna dómsmálaráðherra um sérsveitina.
Svona er frelsið í dag
Í góðum pistli á frelsinu fjallar Hafrún um fáránleika forræðishyggjunnar. Hún segir orðrétt: "Flestir sem taka þátt í stjórnmálum hafa það að markmiði að láta gott að sér leiða; bæta kjör landsmanna og gera líf þeirra auðveldara. Þeir hafa skoðanir, eins og aðrir, um það hvað er rétt og hvað er rangt og hvernig þjóðfélagið á að vera. Stjórnmálamenn reyna að móta samfélagið eftir hugmyndum sínum með því að setja lög og reglugerðir. Oft vill það brenna við að stjórnmálamenn vilja setja lög og reglugerðir sem stjórna hegðun einstaklingana og þar með skerða frelsi þeirra. Stjórnmálamenn virðast oft telja sig betur til þess fallna til að segja fólki hvað sé gott og hollt fyrir það en fólkið sjálft." Ennfremur kemur fram: "Annað nærtækt dæmi er að ríkið hefur ákveðið að allir þegnar þjóðfélagsins sem eiga sjónvarp skuli borga afnotagjald af Ríkissjónvarpinu. Ef fólkið í landinu vill horfa á eitthvað af einkareknu sjónvarpsstöðvunum, eða nota sjónvarpstækið til að horfa á myndband, DVD eða jafnvel til tölvuleikjaiðkunar, skipar ríkið því að borga 2.528 krónur á mánuði. Það að fólk fái ekki að ráða sjálft hvernig það nýtir sjónvarpstækið sitt, af hvaða sjónvarpstöðum það borgar, er ótrúlega forræðishyggja sem er mér að öllu óskiljanleg."
Kvikmyndir
Horfði í gærkvöldi á annan þáttinn í þáttaröðinni Líf og framtíðarsýn Íslendinga. Þar voru mörg góð og athyglisverð viðtöl við þekkta Íslendinga. Að því loknu horfðum við á gæðamyndina The Legend of Bagger Vance. Fjallar um Rannulph Junuh sem var eitt sinn hæfileikaríkur golfleikari frá Savannah í Georgíu, en lagðist í þunglyndi og áfengisdrykkju eftir fyrri heimsstyrjöldina. Árið 1931 kemur Adele Invergordon til sögunnar, en hún hafði eitt sinn verið ástfangin af Junuh. Hún hefur erft stóran golfvöll eftir föður sinn, en yfirvöld eru við það að taka hann eignarnámi vegna vangoldinna skatta. Í örvæntingarfullri tilraun sinni til að bjarga málunum tekst Adele að setja á laggirnar keppni á milli tveggja bestu golfleikara landsins, þeirra Bobby Jones og Walter Hagen. Heimamenn í Savannah sem standa að fjármögnun mótsins krefjast þess að a.m.k. einn heimamaður taki þátt í mótinu og fyrir valinu verður Junuh. Hann samþykkir tilboðið að lokum, en með semingi því hann gerir sér fulla grein fyrir að því að geta hans er aðeins skuggi af þeim hæfileikum sem að hann hafði áður fyrr. Fín mynd. Leikstjórn Robert Redford er einkar traust og einnig er handrit myndarinnar, tónlist Rachel Portman og kvikmyndatakan í fyrsta flokki. En það sem stendur uppúr er stórleikur aðalleikaranna. Matt Damon fer enn einu sinni á kostum og túlkar golfsnillinginn af stakri snilld. Einnig eru Will Smith og óskarsverðlaunaleikkonan Charlize Theron frábær í sínum hlutverkum. Síðast en ekki síst fer óskarsverðlaunaleikarinn Jack Lemmon á kostum í sínu síðasta kvikmyndahlutverki. Augnakonfekt fyrir alla sanna kvikmyndaunnendur!
Dagurinn í dag
* 1700 Tugir fiskibáta fórust í stormviðri við Reykjanesskaga - alls 136 drukknuðu
* 1843 Alþingi var endurreist með tilskipun konungs - kom saman þann 1. júlí 1845
* 1868 Jón Thoroddsen sýslumaður og skáld lést, 49 ára - þekktur fyrir skáldsögur og kvæði
* 1974 Charles De Gaulle millilandaflugvöllurinn vígður í París
* 1983 Ronald Reagan forseti Bandaríkjanna, kallar Sovétríkin veldi hins illa
Snjallyrði dagsins
What we do in life echoes in eternity.
Maximus í Gladiator
Eins og fram kom í sunnudagspistli mínum í gær hafa þrír þingmenn Sjálfstæðisflokks: Birgir Ármannsson, Pétur Blöndal og Sigurður Kári Kristjánsson, lagt fram á þingi frumvarp til laga um breytingar á útvarpslögum, lögum um Ríkisútvarpið og lögum um tekjuskatt og eignarskatt. Koma margar athyglisverðar tillögur um breytingar á rekstri RÚV þar fram. Verði frumvarpið samþykkt er gert ráð fyrir því að útvarpsráði verði skylt að bjóða út þá dagskrá sem það er ábyrgt fyrir. Gert er að auki loks ráð fyrir afnámi útvarpsgjalds, en lengi hefur verið um það deilt að almenningur skuli neyddur til að greiða fyrir ríkisrásirnar. Er fyrir löngu kominn tími til að binda endi á nauðungaráskrift að ríkismiðlunum. Greinilegt er þó að RÚV fólk lafir áfram í sama gamla farinu og vill halda stofnuninni algjörlega óbreyttri. Kom það vel fram í gærkvöldi í viðtali Kristjáns Kristjánssonar við Markús Örn Antonsson útvarpsstjóra, í Kastljósinu. Með hreinum ólíkindum var að horfa á útvarpsstjóra. Í fyrri hluta þáttarins sagði MÖA: "Ef ég á að benda stjórnvöldum á einhverja patentlausn á fjárhagsvandanum þá myndi ég segja við stjórnvöld, vinsamlegast hækkið afnotagjöldin um 450 krónur á mánuði, og þá er þessu bjargað". Er ég algjörlega ósammála Markúsi og er lítt ánægður með málflutning hans í þessum þætti. Er þá nokkuð vægt til orða tekið. Gott er að minna fólk á að RÚV er fjármagnað með sérstökum skatt sem heitir afnotagjald og er ekki gjald fyrir þjónustu heldur í raun skattur fyrir að eiga sjónvarpstæki. Það er ekki nema von að sú spurning vakni af hverju ríkið sé enn á fjölmiðlamarkaði í byrjun 21. aldarinnar. Hver er þörfin á því?
Skrifað var undir kjarasamninga Samtaka atvinnulífsins og tveggja fylkinga Starfsgreinasambandsins í húsakynnum ríkissáttasemjara í gærkvöldi. Samið er til 4 ára, og gert ráð fyrir 15% launahækkun á samningstímanum. Laun hækka um 3,25% í ár og um 1% til viðbótar vegna breyttrar launatöflu, 3% næsta ár, 3,5% 2006 og 2,25% á árinu 2007. Þá hækkar framlag atvinnurekenda í lífeyrissjóði úr 6% í 7,5% á samningstímanum. Í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um aðgerðir vegna samninganna kemur m.a. fram að hún hyggist beita sér fyrir lækkun tryggingagjalds um 0,45% frá 1. janúar 2007 gegn því að SA hækki iðgjald í lífeyrissjóði í 8% frá sama degi. Í umræðum á þingi kom fram í máli forsætisráðherra er hann kynnti málið af hálfu ríkisstjórnarinnar að með þessu skapist skilyrði til þess að áform stjórnarflokkanna um skattalækkanir nái fram að ganga svo framarlega sem samningarnir verði mótandi fyrir þá samninga sem eftir á að gera. Er ljóst að þær skattalækkanir muni enn auka við þann kaupmátt sem kjarasamningarnir hefðu lagt grundvöll til. Gert er ráð fyrir að útgjöld ríkisins á ári hverju vegna samninganna 2,7-2,8 milljarðar króna vegna kjarasamninganna.
Stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna samþykkti á síðasta fundi ályktun um fyrirhugaða eflingu sérsveita lögreglunnar. Ályktunin er svohljóðandi: "Samband ungra sjálfstæðismanna styður hugmyndir dómsmálaráðherra um eflingu sérsveitar lögreglunnar, enda er það frumskylda hvers ríkis að tryggja öryggi borgaranna. Efling sveitarinnar mun treysta varnir landsins auk þess sem mannafli sveitarinnar mun nýtast til almennra löggæslustarfa. Málflutningur stjórnarandstöðunnar í þessu máli er afar óábyrgur og ber vott um skilningsleysi á löggæslu- og öryggismálum. Þeir vinstrimenn sem nú rísa upp og gagnrýna útgjöld hins opinbera vegna þessa ættu heldur að taka undir fjölmargar sparnaðartillögur ungra sjálfstæðismanna, sem til dæmis hafa gagnrýnt útgjöld vegna landbúnaðarkerfisins, sendiráða, Ríkisútvarpsins, Sinfóníuhljómsveitarinnar, listamannalauna og Ferðamálaráðs svo fátt eitt sé nefnt." Góð ályktun sem segir allt sem segja þarf um hug stjórnar SUS til tillagna dómsmálaráðherra um sérsveitina.
Svona er frelsið í dag
Í góðum pistli á frelsinu fjallar Hafrún um fáránleika forræðishyggjunnar. Hún segir orðrétt: "Flestir sem taka þátt í stjórnmálum hafa það að markmiði að láta gott að sér leiða; bæta kjör landsmanna og gera líf þeirra auðveldara. Þeir hafa skoðanir, eins og aðrir, um það hvað er rétt og hvað er rangt og hvernig þjóðfélagið á að vera. Stjórnmálamenn reyna að móta samfélagið eftir hugmyndum sínum með því að setja lög og reglugerðir. Oft vill það brenna við að stjórnmálamenn vilja setja lög og reglugerðir sem stjórna hegðun einstaklingana og þar með skerða frelsi þeirra. Stjórnmálamenn virðast oft telja sig betur til þess fallna til að segja fólki hvað sé gott og hollt fyrir það en fólkið sjálft." Ennfremur kemur fram: "Annað nærtækt dæmi er að ríkið hefur ákveðið að allir þegnar þjóðfélagsins sem eiga sjónvarp skuli borga afnotagjald af Ríkissjónvarpinu. Ef fólkið í landinu vill horfa á eitthvað af einkareknu sjónvarpsstöðvunum, eða nota sjónvarpstækið til að horfa á myndband, DVD eða jafnvel til tölvuleikjaiðkunar, skipar ríkið því að borga 2.528 krónur á mánuði. Það að fólk fái ekki að ráða sjálft hvernig það nýtir sjónvarpstækið sitt, af hvaða sjónvarpstöðum það borgar, er ótrúlega forræðishyggja sem er mér að öllu óskiljanleg."
Kvikmyndir
Horfði í gærkvöldi á annan þáttinn í þáttaröðinni Líf og framtíðarsýn Íslendinga. Þar voru mörg góð og athyglisverð viðtöl við þekkta Íslendinga. Að því loknu horfðum við á gæðamyndina The Legend of Bagger Vance. Fjallar um Rannulph Junuh sem var eitt sinn hæfileikaríkur golfleikari frá Savannah í Georgíu, en lagðist í þunglyndi og áfengisdrykkju eftir fyrri heimsstyrjöldina. Árið 1931 kemur Adele Invergordon til sögunnar, en hún hafði eitt sinn verið ástfangin af Junuh. Hún hefur erft stóran golfvöll eftir föður sinn, en yfirvöld eru við það að taka hann eignarnámi vegna vangoldinna skatta. Í örvæntingarfullri tilraun sinni til að bjarga málunum tekst Adele að setja á laggirnar keppni á milli tveggja bestu golfleikara landsins, þeirra Bobby Jones og Walter Hagen. Heimamenn í Savannah sem standa að fjármögnun mótsins krefjast þess að a.m.k. einn heimamaður taki þátt í mótinu og fyrir valinu verður Junuh. Hann samþykkir tilboðið að lokum, en með semingi því hann gerir sér fulla grein fyrir að því að geta hans er aðeins skuggi af þeim hæfileikum sem að hann hafði áður fyrr. Fín mynd. Leikstjórn Robert Redford er einkar traust og einnig er handrit myndarinnar, tónlist Rachel Portman og kvikmyndatakan í fyrsta flokki. En það sem stendur uppúr er stórleikur aðalleikaranna. Matt Damon fer enn einu sinni á kostum og túlkar golfsnillinginn af stakri snilld. Einnig eru Will Smith og óskarsverðlaunaleikkonan Charlize Theron frábær í sínum hlutverkum. Síðast en ekki síst fer óskarsverðlaunaleikarinn Jack Lemmon á kostum í sínu síðasta kvikmyndahlutverki. Augnakonfekt fyrir alla sanna kvikmyndaunnendur!
Dagurinn í dag
* 1700 Tugir fiskibáta fórust í stormviðri við Reykjanesskaga - alls 136 drukknuðu
* 1843 Alþingi var endurreist með tilskipun konungs - kom saman þann 1. júlí 1845
* 1868 Jón Thoroddsen sýslumaður og skáld lést, 49 ára - þekktur fyrir skáldsögur og kvæði
* 1974 Charles De Gaulle millilandaflugvöllurinn vígður í París
* 1983 Ronald Reagan forseti Bandaríkjanna, kallar Sovétríkin veldi hins illa
Snjallyrði dagsins
What we do in life echoes in eternity.
Maximus í Gladiator
<< Heim