Heitast í umræðunni
Ný húsakynni Amtsbókasafnsins á Akureyri og Héraðsskjalasafnsins voru tekin í notkun við hátíðlega athöfn seinnipartinn í dag. 17 ár eru nú liðin frá því að bæjarstjórn Akureyrar ákvað á hátíðarfundi í tilefni af 125 ára afmælis bæjarins, 29. ágúst 1987, að byggja við söfnin, sem hafa búið við nokkuð þröng húsakynni. Hafist var handa við bygginguna á árinu 2000 eftir teikningu Guðmundar Jónssonar arkitekts, en hann hafði áður unnið samkeppni um viðbyggingu við söfnin. Í ræðu sinni við þetta tilefni fjallaði Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri, um byggingarsögu safnsins og þessi merku tímamót. Í máli hans kom fram að 460 manns að meðaltali hefðu heimsótt safnið daglega á síðastliðnu ári. Það sýndi og sannaði að bæjarbúar notuðu safnið mikið. Í ræðunni sagði bæjarstjóri orðrétt: "Safnið er burðarbitinn í menningar- og menntabænum Akureyri". Nýbyggingin er um 1450 fermetrar að stærð, að hluta á þremur hæðum og er geymslukjallari undir húsinu. Kostnaður við bygginguna nam um 580 milljónum króna. Starfsfólk safnanna mun taka á móti bæjarbúum og gestum þeirra á sunnudag og sýna nýju húsakynnin. Um er að ræða mikinn og stóran áfanga. Nota ég mikið safnið, enda er þar virkilega góð þjónusta og mikið af vönduðum og góðum ritum. Þetta er mikill hátíðisdagur fyrir okkur Akureyringa.
Kosningabaráttan fyrir forsetakosningarnar í nóvember er komin á fullt og baráttan sífellt að harðna. Skv. skoðanakönnun, sem Ipsos stofnunin gerði í vikunni fyrir Associated Press, kemur fram að George W. Bush forseti njóti fylgis 46% kjósenda, en 45% styðji John Kerry, sem tryggt hefur sér útnefningu sem forsetaefni Demókrataflokksins. Þá segjast 6% myndu kjósa neytendafrömuðinn Ralph Nader, sem boðað hefur forsetaframboð en Nader bauð sig fram fyrir Græningjaflokkinn í kosningunum árið 2000. Þetta er fyrsta skoðanakönnunin sem gerð er eftir að Kerry tryggði sér útnefninguna fyrr í vikunni og sýnir hún að áhyggjur demókrata af framboði Naders eru ekki ástæðulausar. Í könnunum, sem birst hafa að undanförnu hefur Kerry haft forystu, en eftir að Nader kom í forsetaslaginn hefur það breyst. Framundan eru spennandi kosningar.
Kvikmyndir
Horfði í gærkvöldi enn einu sinni á meistaraverk Francis Ford Coppola, Apocalypse Now. Redux útgáfan var sýnd í Sjónvarpinu og magnað að horfa á hana. Verður alltaf sama magnaða klassamyndin, hefur elst mjög vel og er enn í dag gríðarlega áhrifarík en um leið myrk og raunveruleg í tjáningu sinni á Víetnamsstríðinu. Segir frá foringja í stríðinu, sem sendur er um langa leið til að hafa uppi á og drepa ofurstann Kurtz sem gerst hefur liðhlaupi og stjórnar eigin stríði frá afskekktu héraði. Martin Sheen, Robert Duvall og Marlon Brando fara á kostum í einni eftirminnilegustu kvikmynd áttunda áratugarins. Brando fékk metupphæð fyrir leik sinn í hlutverki ofurstans. Svo má ekki gleyma tónlist The Doors sem er notuð á magnaðan hátt. Er hiklaust metnaðarfyllsta og dýrasta mynd leikstjórans, hann vann að henni í rúm fimm ár og hefur sjálfur sagt að hún sé erfiðasta myndin sem hann hefur unnið að. Redux útgáfan er endanleg klippútgáfa hans á myndinni og mun ítarlegri í allri frásögninni. Allir sem kunna að meta meistaraverk ættu að hafa gaman af þessari gæðamynd.
Greinaskrif
Í vikunni birtist góð grein í Morgunblaðinu eftir Birgi Ármannsson alþingismann, í Morgunblaðinu, um varnarmál. Orðrétt segir hann: "Þegar af þessari ástæðu er ljóst að varnarsamstarf við ESB í stað núverandi samstarfs við Bandaríkin er harla fjarlægur möguleiki. Ekkert bendir til þess að Íslendingar verði aðilar að sambandinu á næstu árum og enginn stjórnmálaflokkur hér á landi hefur afdráttarlaust lýst yfir stefnu í þá veru. Samfylkingin hefur gengið lengst í þeim efnum, en þó ekki lengra en svo að segja að Íslendingar eigi að sækja um aðild til að sjá hvaða kostir séu í boði. Það eykur enn á óvissuna í þessum efnum að á þessari stundu er erfitt að segja fyrir um þróun varnarmálastefnu Evrópusambandsins. Fyrir liggur að sambandið hyggst auka vægi sitt í þessum málaflokki en verulegur áherslumunur hefur verið á milli einstakra aðildarríkja varðandi það hversu langt eigi að ganga í þeim efnum." Verulega áhugaverð grein hjá Birgi, sem allir stjórnmálaáhugamenn ættu að kynna sér.
Dagurinn í dag
* 1830 Eldgos hófst í sjó nærri Eldeyjarboða og stóð það í rúma tvo mánuði
* 1873 Ofsaveður við suðausturströnd landsins og talið að 15 franskar fiskiskútur hafi farist
* 1905 Coot, fyrsti togari í eigu Íslendinga, kom til Hafnarfjarðar
* 1983 CDU vinnur þýsku þingkosningarnar með yfirburðum - Helmut Kohl áfram kanslari
* 1998 Frost mældist -34,7°C í Mývatnssveit - það mesta hérlendis í rúm 80 ár
Snjallyrði dagsins
I hardly said a word to my wife until I said yes to a divorce.
Willard í Apocalypse Now
Ný húsakynni Amtsbókasafnsins á Akureyri og Héraðsskjalasafnsins voru tekin í notkun við hátíðlega athöfn seinnipartinn í dag. 17 ár eru nú liðin frá því að bæjarstjórn Akureyrar ákvað á hátíðarfundi í tilefni af 125 ára afmælis bæjarins, 29. ágúst 1987, að byggja við söfnin, sem hafa búið við nokkuð þröng húsakynni. Hafist var handa við bygginguna á árinu 2000 eftir teikningu Guðmundar Jónssonar arkitekts, en hann hafði áður unnið samkeppni um viðbyggingu við söfnin. Í ræðu sinni við þetta tilefni fjallaði Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri, um byggingarsögu safnsins og þessi merku tímamót. Í máli hans kom fram að 460 manns að meðaltali hefðu heimsótt safnið daglega á síðastliðnu ári. Það sýndi og sannaði að bæjarbúar notuðu safnið mikið. Í ræðunni sagði bæjarstjóri orðrétt: "Safnið er burðarbitinn í menningar- og menntabænum Akureyri". Nýbyggingin er um 1450 fermetrar að stærð, að hluta á þremur hæðum og er geymslukjallari undir húsinu. Kostnaður við bygginguna nam um 580 milljónum króna. Starfsfólk safnanna mun taka á móti bæjarbúum og gestum þeirra á sunnudag og sýna nýju húsakynnin. Um er að ræða mikinn og stóran áfanga. Nota ég mikið safnið, enda er þar virkilega góð þjónusta og mikið af vönduðum og góðum ritum. Þetta er mikill hátíðisdagur fyrir okkur Akureyringa.
Kosningabaráttan fyrir forsetakosningarnar í nóvember er komin á fullt og baráttan sífellt að harðna. Skv. skoðanakönnun, sem Ipsos stofnunin gerði í vikunni fyrir Associated Press, kemur fram að George W. Bush forseti njóti fylgis 46% kjósenda, en 45% styðji John Kerry, sem tryggt hefur sér útnefningu sem forsetaefni Demókrataflokksins. Þá segjast 6% myndu kjósa neytendafrömuðinn Ralph Nader, sem boðað hefur forsetaframboð en Nader bauð sig fram fyrir Græningjaflokkinn í kosningunum árið 2000. Þetta er fyrsta skoðanakönnunin sem gerð er eftir að Kerry tryggði sér útnefninguna fyrr í vikunni og sýnir hún að áhyggjur demókrata af framboði Naders eru ekki ástæðulausar. Í könnunum, sem birst hafa að undanförnu hefur Kerry haft forystu, en eftir að Nader kom í forsetaslaginn hefur það breyst. Framundan eru spennandi kosningar.
Kvikmyndir
Horfði í gærkvöldi enn einu sinni á meistaraverk Francis Ford Coppola, Apocalypse Now. Redux útgáfan var sýnd í Sjónvarpinu og magnað að horfa á hana. Verður alltaf sama magnaða klassamyndin, hefur elst mjög vel og er enn í dag gríðarlega áhrifarík en um leið myrk og raunveruleg í tjáningu sinni á Víetnamsstríðinu. Segir frá foringja í stríðinu, sem sendur er um langa leið til að hafa uppi á og drepa ofurstann Kurtz sem gerst hefur liðhlaupi og stjórnar eigin stríði frá afskekktu héraði. Martin Sheen, Robert Duvall og Marlon Brando fara á kostum í einni eftirminnilegustu kvikmynd áttunda áratugarins. Brando fékk metupphæð fyrir leik sinn í hlutverki ofurstans. Svo má ekki gleyma tónlist The Doors sem er notuð á magnaðan hátt. Er hiklaust metnaðarfyllsta og dýrasta mynd leikstjórans, hann vann að henni í rúm fimm ár og hefur sjálfur sagt að hún sé erfiðasta myndin sem hann hefur unnið að. Redux útgáfan er endanleg klippútgáfa hans á myndinni og mun ítarlegri í allri frásögninni. Allir sem kunna að meta meistaraverk ættu að hafa gaman af þessari gæðamynd.
Greinaskrif
Í vikunni birtist góð grein í Morgunblaðinu eftir Birgi Ármannsson alþingismann, í Morgunblaðinu, um varnarmál. Orðrétt segir hann: "Þegar af þessari ástæðu er ljóst að varnarsamstarf við ESB í stað núverandi samstarfs við Bandaríkin er harla fjarlægur möguleiki. Ekkert bendir til þess að Íslendingar verði aðilar að sambandinu á næstu árum og enginn stjórnmálaflokkur hér á landi hefur afdráttarlaust lýst yfir stefnu í þá veru. Samfylkingin hefur gengið lengst í þeim efnum, en þó ekki lengra en svo að segja að Íslendingar eigi að sækja um aðild til að sjá hvaða kostir séu í boði. Það eykur enn á óvissuna í þessum efnum að á þessari stundu er erfitt að segja fyrir um þróun varnarmálastefnu Evrópusambandsins. Fyrir liggur að sambandið hyggst auka vægi sitt í þessum málaflokki en verulegur áherslumunur hefur verið á milli einstakra aðildarríkja varðandi það hversu langt eigi að ganga í þeim efnum." Verulega áhugaverð grein hjá Birgi, sem allir stjórnmálaáhugamenn ættu að kynna sér.
Dagurinn í dag
* 1830 Eldgos hófst í sjó nærri Eldeyjarboða og stóð það í rúma tvo mánuði
* 1873 Ofsaveður við suðausturströnd landsins og talið að 15 franskar fiskiskútur hafi farist
* 1905 Coot, fyrsti togari í eigu Íslendinga, kom til Hafnarfjarðar
* 1983 CDU vinnur þýsku þingkosningarnar með yfirburðum - Helmut Kohl áfram kanslari
* 1998 Frost mældist -34,7°C í Mývatnssveit - það mesta hérlendis í rúm 80 ár
Snjallyrði dagsins
I hardly said a word to my wife until I said yes to a divorce.
Willard í Apocalypse Now
<< Heim