Pælingar Stefáns Friðriks Stefánssonar

Honum er ekkert mannlegt óviðkomandi - frelsið er yndislegt!

10 desember 2004

AlþingiHeitast í umræðunni
Þinghaldi mun ljúka í kvöld og þingmenn halda að því loknu í jólaleyfi. Frumvarp menntamálaráðherra, um að hækka skrásetningargjöld ríkisháskólanna, var samþykkt á þingi í dag. Skattalækkunarfrumvarp ríkisstjórnarinnar verður afgreitt í kvöld. Þegar þessi stóru mál stjórnarinnar hafa verið samþykkt mun þinghaldinu ljúka. Beitt skoðanaskipti hafa verið í þingsölum seinustu dagana, svo vægt sé til orða tekið. Þingmenn hafa tekist harkalega á um ýmis lykilmál og deilt af krafti. Sérstaklega er áberandi að sjá vinnubrögð stjórnarandstöðunnar varðandi frumvarp um skattalækkanir. Er það frumvarp sem fyrirfram hefði mátt búast við að allir myndu fagna og almenn samstaða gæti náðst um. Svo fór ekki, enda er stjórnarandstaðan svo illa haldin og aum að hún reynir að teikna upp þá mynd að skattalækkanir séu ótímabærar og vottur af hinu illa. Er merkilegt að fylgjast með þessum skoðanaskiptum sem átt hafa sér stað um þetta frumvarp. Hef ég skrifað nokkra pistla um þetta mál, einkum eftir að það var kynnt og farið því áður yfir skoðanir mínar á þessum málum mjög vel. En það er ekki annað hægt en að undrast málefnafátækt stjórnarandstöðunnar í þessu máli.

Harka hljóp svo í umræður um skrásetningargjöld í ríkisháskóla á Alþingi í dag, þegar deilt var um hvort þau væru skólagjöld eða ekki. Illindi sem urðu á fundi menntamálanefndar í morgun voru líka rædd opinskátt í þingsal. Þrátt fyrir harkalegar umræður og hvassyrtar voru þau þrjú frumvörp sem fyrir lágu um skrásetningargjöld í ríkisháskólanna samþykkt. Menntamálaráðherra sagði í umræðunum að hún væri tilbúin í umræðu um skólagjöld, en þau væri ekki verið að setja á núna, og sagði hún þingmenn stjórnarandstöðunnar mjálma í umræðunum. Stjórnarandstæðingar sögðu skráningargjöldin vera skólagjöld í skrautbúningi. Meðal mála sem þá tóku við eru lagasetning um veðurþjónustu, bifreiðagjöld, lánasjóð og úrvinnslugjald. Mun skattalækkanafrumvarp fjármálaráðherra verða lokamálið sem afgreitt verður. Það er langt frá því að vera ný saga eða á fárra vitorði að vinstriflokkarnir á Íslandi séu pirraðir með hlutskipti sitt. Síðastliðinn áratug hafa vinstri flokkarnir á Íslandi verið í stjórnarandstöðu og í raun verið áhrifalausir með öllu í landsmálapólitík. Eyðimerkurganga þeirra er orðin löng og ströng og hefur tekið á, eins og sífellt sést betur og betur af viðbrögðum þeirra, orðavali og framkomu á pólitískum vettvangi. Það er afar fátt af skotfærum til á vinstribæjunum til að sækja að ríkisstjórninni og forystumönnum hennar. Það er óttalegt ströggl greinilega hjá Samfylkingunni að reyna að leita eftir einhverju að tala um. Hefur þetta opinberast vel í umræðum seinustu daga og vikna og blasir við öllum mjög vel. En jólafrí þingmanna hefst senn og er mjög rausnarlegt, 6 vikur alls.

Silvio BerlusconiSilvio Berlusconi forsætisráðherra Ítalíu, var í dag sýknaður af ákæru um spillingu með því að hafa mútað dómurum til að koma í veg fyrir sölu árið 1985 á matvælafyrirtæki í ríkiseigu, SME, til keppinautar síns. Krafist hafði verið átta ára fangelsisdóms yfir forsætisráðherranum. Hann var sýknaður af öðrum hluta ákæru en dómarar úrskurðuðu að sök væri fyrnd varðandi hinn ákæruliðinn. Er þetta í fyrsta sinn í sögu Ítalíu sem dómsmál vegna hegningarlagabrota hefur verið höfðað á hendur sitjandi forsætisráðherra landsins, og er því mjög sögulegt. Einn forvera hans í embætti, Giulio Andreotti hafði verið fyrir dómi og þurft að sæta réttarhöldum, en það var eftir að starfstíma hans í embættinu lauk.

Réttarhöldin höfðu staðið með hléum í rúm 4 ár og krafðist saksóknarinn að Berlusconi yrði dæmdur í fangelsi og yrði ennfremur sviptur rétti til að gegna opinberu starfi. Forsætisráðherrann hélt allan tímann fram sakleysi sínu, sagðist sæta pólitískum ofsóknum og að kröfur saksóknarans væru pólitísk ögrun. Margir samverkamenn Berlusconi sem ákærðir voru vegna sama máls höfðu verið dæmdir í fangelsi á seinustu árum. Í dómsorði var sagt að málið skyldi niður falla vegna þess að of langt væri liðið frá meintum brotum. Berlusconi hafði verið sakaður um að hafa mútað dómurum á níunda og tíunda áratug seinustu aldar og þannig keypt sér hagstæðan úrskurð í málum sem snertu Fininvest-fjármálaveldi hans. Berlusconi getur því haldið áfram að sinna störfum sínum, en kosningar eru brátt framundan á Ítalíu og stefnir í jafnan slag milli hægriblokkarinnar undir forystu Berlusconi og þeirrar vinstri sem verður leidd af Romano Prodi fyrrum forseta ESB.

Húmorinn
Note to Donald Rumsfeld, you might want to cancel the next question and answer session with the troops. Unlike our media, they ask real questions apparently.

Over in Kuwait Donald Rumsfeld held a question answer session with soldiers on their way to Iraq. One soldier asked him a really tough question, it was kind of embarrassing. He asked why don't we have proper armor for our vehicles. The guy who asked the question was Army Specialist Thomas Wilson. I'm sorry, Latrine Specialist Thomas Wilson. He has been re-assigned.

Donald Rumsfeld held a question and answer session with soldiers on their way to Iraq and one soldier asked why a lot of their vehicles still don't have the proper armor and Rumsfeld said, 'You go to war with the army you have. Not the armor your wish for.' And then he got into his armored car and drove away.

Senator John McCain thinks that congress may have to step in to control the use of steroids in sports. The Baseball Commissioner Bud Selig agrees. Is this congress? number one priority now? Baseball players. Did we win the war? How about global warming. Have we fixed that already?
Jay Leno

Áhugavert efni
Umfjöllun um skattalækkanir - pistill Drífu Hjartardóttur
Peningabrenna Þjóðarhreyfingarinnar - pistill Elínar Gränz
Dönsk eða íslensk kartöflutækni - pistill Elínar Gränz á Tíkinni
Kostulegur málflutningur Samfylkingarinnar - pistill Vef-Þjóðviljans
Fundur hjá menningarmálanefnd SUS - öflugt starf þar í gangi

Dagurinn í dag
1907 Bifreið var ekið í fyrsta skipti á Norðurlandi - henni var ekið frá Akureyri að Grund í Eyjafirði
1924 Rauði kross Íslands, stofnaður í Reykjavík - fyrsti formaðurinn var Sveinn Björnsson forseti
1950 Fárviðri var um mestallt landið og olli víða miklu tjóni - sjór flæddi t.d. inn í hús á Siglufirði
1982 Íslendingar skrifuðu undir hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna, ásamt fulltrúum 119 annarra þjóða - setning slíks sáttmála hafði verið baráttumál Íslendinga í rúm 35 ár. Hann öðlaðist gildi 1994
1999 Franjo Tudjman forseti Króatíu, lést úr krabbameini, 77 ára að aldri. Tudjman var fyrsti forseti landsins og sat allt til dánardægurs, þrátt fyrir að hafa verið alvarlega veikur seinustu mánuðina

Morgundagurinn
1941 Þýskaland og Ítalía lýsa yfir stríði á hendur Bandaríkjunum - samstundis lýstu bandarísk stjórnvöld yfir stríði á hendur löndunum. Þátttaka Bandaríkjanna í seinna stríðinu var því hafin
1975 Breski dráttarbáturinn Lloydsman sigldi tvívegis á varðskipið Þór í mynni Seyðisfjarðar, innan við tvær sjómílur frá landi. Þetta voru alvarlegustu átökin í landhelgisdeilunni. Kærðu Íslendingar Breta fyrir öryggisráði Sameinuðu þjóðanna og stjórnmálasamb. landanna var slitið í ársbyrjun 1976
1981 Hnefaleikakappinn Muhammad Ali keppti í síðasta skipti - veiktist af Parkinson sjúkdómi 1988
1993 Happdrættisvélar Happdrættis Háskólans, sem kallaðar voru Gullnáman, voru gangsettar
1994 Boris Yeltsin forseti Rússlands, fyrirskipar rússneska hernum að ráðast með valdi inn í Téténíu

Snjallyrði dagsins
A truly great book should be read in youth, again in maturity and once more in old age, as a fine building should be seen by morning light, at noon and by moonlight.
Robertson Davies rithöfundur (1913-1995)