Pælingar Stefáns Friðriks Stefánssonar

Honum er ekkert mannlegt óviðkomandi - frelsið er yndislegt!

16 desember 2004

Bobby FischerHeitast í umræðunni
Utanríkisráðuneytið tilkynnti í gær að stjórnvöld hefðu ákveðið að veita Bobby Fischer fyrrum heimsmeistara í skák, dvalarleyfi hér á landi en hann hefur verið í gæsluvarðhaldi í Japan frá því um miðjan júlímánuð. Bandarísk yfirvöld hafa óskað eftir því að fá Fischer framseldan til Bandaríkjanna, en þar á hann yfir höfði sér allt að 10 ára fangelsi fyrir að hafa brotið viðskiptabann Bandaríkjanna gegn Júgóslavíu með því að tefla við Boris Spassky í Belgrad árið 1992. Síðan hefur Fischer verið á flótta og ekki farið til Bandaríkjanna. Í fréttatilkynningu frá utanríkisráðuneytinu í gær kom fram að þessi ákvörðun Davíðs Oddssonar utanríkisráðherra, verði staðfest af Útlendingastofnun fljótlega og að sendiráði Íslands í Japan verði gert að aðstoða Fischer við að komast hingað til lands, óski hann þess. Þau samtök sem hér hafa verið stofnuð til að hjálpa Fischer í baráttu sinni fyrir því að komast til landsins fögnuðu mjög niðurstöðu ráðherrans og Garðar Sverrisson formaður Öryrkjabandalagsins og einn talsmanna hópsins, sagði þetta marka söguleg þáttaskil og hrósaði hann Davíð mjög í Kastljósviðtali í gærkvöldi.

Lýsi ég yfir ánægju minni með þá ákvörðun að íslensk stjórnvöld styðji við bakið á Fischer og aðstoði hann við það að koma fótunum undir sig og líf sitt aftur, en líf hans hefur verið ein sorgarsaga á undanförnum áratug. Ef til þess kæmi að japönsk stjórnvöld féllust á að hleypa Fischer til Íslands, yrði hann fyrst að fella niður áfrýjunarmál fyrir japönskum rétti þar sem hann óskar þess meðal annars að fá stöðu sem flóttamaður í Japan. Fischer óskaði eftir hæli hér á landi í bréfi til utanríkisráðherra, fyrir um tveimur vikum. Bandarísk yfirvöld hafa óskað eftir því að fá Fischer framseldan til Bandaríkjanna en Japanar segja mögulegt að honum verði í staðinn vísað úr landi og sendur hingað. Venjan er hinsvegar sú að ef mönnum er vísað úr landi, þá er þeim vísað til þess lands sem þeir hafa ríkisfang í, en sem kunnugt er hefur Fischer afsalað sér bandarískum ríkisborgararétti. Utanríkisráðherra sagði við sendiherra Bandaríkjanna á fundi þeirra í gær að ákvörðunin hefði verið tekin af mannúðarástæðum og vegna þess að það væru að koma jól. Allir helstu fjölmiðlar heims hafa í dag fjallað um tilboð íslenskra stjórnvalda um dvalarleyfi til handa Fischer og er óhætt að fullyrða að ákvörðunin hafi náð athygli umheimsins.

David BlunkettDavid Blunkett innanríkisráðherra Bretlands, sagði af sér embætti í gær. Staða Blunkett hafði veikst mjög að undanförnu vegna ásakana fjölmiðla um að hann hefði misnotað aðstöðu sína í ráðuneytinu til að aðstoða fyrrverandi ástkonu sína við að tryggja dvalarleyfi í landinu fyrir filippíska þjónustustúlku ástkonunnar hans og hlyti hraða afgreiðslu. Tekur Charles Clarke menntamálaráðherra, við embætti innanríkisráðherra af Blunkett og verður Ruth Kelly menntamálaráðherra, í stað Clarke. Þykir afsögn Blunketts mikið reiðarslag fyrir Tony Blair forsætisráðherra, sem hafði allt frá sigri sínum í leiðtogakjörinu í Verkamannaflokknum árið 1994 talið hann til sinna nánustu samherja. Blunkett var með valdameiri ráðherrum stjórnar Blairs allt frá valdatöku hans 1997. Einn sterkasti hlekkur hans í stjórninni hefur því brostið. Gegnum þykkt og þunnt hafði Blunkett varið Blair í vandræðum vegna Íraksmálsins og tengdra þátta í fyrra og á þessu ári.

Blunkett, sem er blindur, hefur í hyggju að halda áfram í stjórnmálum og mun sækjast eftir endurkjöri í kjördæmi sínu í næstu kosningum og situr áfram á þingi þó hann hafi misst ráðherrastólinn. Afsögn Blunketts kom eins og fyrr segir í kjölfar ásakana um að hann hefði beitt sér fyrir því að barnfóstra fyrrum ástkonu hans fengi landvistarleyfi með hraði. Að auki voru safaríkar fréttir af einkalífi Blunketts mjög áberandi á síðum breskra dagblaða, en ástkonan var gift og telur Blunkett sig vera föður tveggja ára sonar hennar og barns sem hún ber undir belti. Hefur hann höfðað faðernismál til að fá úr því skorið. Blunkett segist ekki hafa sagt af sér vegna máls barnfóstrunnar, enda hafi komið í ljós að ekkert væri hæft í ásökunum um að hann hefði gert eitthvað rangt í þeim efnum. Hinsvegar hefði hann séð að faðernismálið myndi skaða stjórnmálaferil hans, og því ákveðið að gefa embættið frekar upp á bátinn heldur en börnin tvö. Þykja þær skýringar vart trúverðugar og mun líklegra að forsætisráðherrann hafi ákveðið að sparka honum, enda enginn annar vænlegur kostur í stöðunni.

Húmorinn
The Bernard Kerik scandal is getting worse and worse. Since Kerik withdrew from his Homeland Security Director nomination it has been revealed that he has had a secret marriage, two mistresses and worked for a mafia-related company. As a result Kerik has been given a role on 'Desperate House Wives.
Conan O'Brien

President Bush had his annual physical over the weekend and Dick Cheney had his annual autopsy. The doctor told Bush his health was A-okay and Bush told him flat out 'Don't give me all the medical jargon. Give it to me in terms I can understand.

The Army gives free breast implants to our female soldiers. We don't have enough armor for our troops but we can give them breast implants. I say we make the implants out of kevlar so then they can be out on the front lines

The trade deficit swelled to an all time high of $55.5 billion. Do you know what our number one export is now? National Guard troops.
Jay Leno

This is the six-year anniversary of Bill Clinton's impeachment. I think we all know where we were when we heard that he was being impeached. And I know where he was -- he was at his desk in the oval office having sex.
David Letterman

Áhugavert efni
Um kaup ríkisins á myndum Sigmund - pistill Vef-Þjóðviljans
Ódýari lán fyrir húsnæðiskaupendur - pistill Péturs Árna Jónssonar
Uppáhaldsstjórnmálamaðurinn minn: Alain Madelin - pistill Sindra Guðjónssonar

Bobby Fischer boðið hæli á Íslandi
Yushchenko telur að úkraínsk stjórnvöld hafi reynt að drepa sig

Dagurinn í dag
1879 Ingibjörg Einarsdóttir, eiginkona Jóns Sigurðssonar forseta, lést í Kaupmannahöfn, 75 ára að aldri. Hún lést aðeins 9 dögum á eftir Jóni. Ingibjörg og Jón voru jarðsungin í Reykjavík 4. maí 1880
1916 Framsóknarflokkurinn var stofnaður - hann var frá upphafi tengdur búnaðarsamtökunum. Fyrsti formaður flokksins var Ólafur Briem, núv. formaður er Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra
1942 Ríkisstjórn Björns Þórðarsonar, utanþingsstjórnin, tók við völdum - hún sat í tæplega tvö ár
1984 Mikhail Gorbachev síðar leiðtogi Sovétríkjanna, kemur til London og á viðræður við Margaret Thatcher forsætisráðherra Bretlands - viðræðurnar þóttu takast vel og urðu samskipti landanna betri
1989 Uppreisn stjórnarandstöðunnar í Rúmeníu hefst formlega - hún leiddi til falls stjórnar landsins

Snjallyrði dagsins
Ég man þau jólin, mild og góð
er mjallhvít jörð í ljóma stóð.
Stöfum stjörnum bláum,
frá himni háum
í fjarska kirkjuklukknahljóm.
Ég man þau jól, hinn milda frið
á mínum jólakortum bið
að ævinlega eignist þið
heiða daga, helgan jólafrið.
Stefán Jónsson alþingismaður og skáld (1923-1990) (Hvít jól)