Pælingar Stefáns Friðriks Stefánssonar

Honum er ekkert mannlegt óviðkomandi - frelsið er yndislegt!

23 desember 2004

Jólatréð á Ráðhústorgi 2004Jólahugleiðingar
Framundan er hátíðlegasti tími ársins, trúarhátíð kristinna manna um allan heim. Jólin eru í senn hátíð ljóss og friðar. Á slíkri hátíðarstundu hugsum við flest hlýlega til okkar nánustu og fjölskyldur hittast og eiga saman notalega stund. Skammdegið er lýst upp með fallegum ljósum og skreytingum í tilefni hátíðarinnar. Jólin eru kjörið tækifæri til að slappa af; lesa góðar bækur, borða góðan mat og njóta lífsins. Jólin eru ánægjulegasti tími ársins. En aðventan getur hinsvegar verið öllu þungbærari. Fæstir nýta því miður desembermánuð til þess að bíða og hugleiða raunverulegan anda jólanna, eins og hugtakið aðventa vísar til. Því miður getur streitan sem fylgir ansi oft jólaundirbúningnum verið gífurleg. Fólk gleymir sér í skreytingum, jólakortaskrifum, jólabakstri, gjafakaupum og búðarrápi, svo fátt eitt sé nefnt.

Í slíku andrúmslofti, sem getur skapast við þess háttar aðstæður, er mjög brýnt að minnast þeirra sem að þarfnast hjálpar okkar með. Mörgum finnst það spilla heilagleika jólanna hversu snemma verslanir taka að kynna jólin og auglýsingamennskan vegna þeirra hefst. Dæmi má nefna að það var upp úr miðjum októbermánuði sem jólavörur fóru að verða áberandi í verslunum í Reykjavík. Í byrjun desember taka síðan jólaseríur heimilanna að prýða glugga íbúðarhúsanna. Þetta er orðin nokkuð venjubundin þróun og eftirtektarverð. Mörgum finnst að jólin komi með þessu of snemma og heilagleiki þeirra verði minni en ella. Ég er ekki sammála því. Mér finnst ekki óeðlilegt að jólatíminn lengist og verði áberandi þegar í nóvember sem dæmi. Einnig þykir mér gott að skreyta snemma og njóta jólaskrautsins lengur en einungis örfáa daga. Ég man að á mínum bernskuárum var jafnan skreytt á mínu heimili tveim eða þrem dögum fyrir jól, mér þótti það alltof seint og skreyti nú alltaf í byrjun desember, enda þykir mér gott að njóta þess að hafa jólalegt allan desembermánuð og lýsa upp svartasta skammdegið.

JólasveinnEinnig er mikið rætt um hvenær eigi að byrja að spila jólalögin. Mörgum finnst of snemmt að fara að spila þau í nóvember, aðrir fara að spila þau þá. Ég er svolítið íhaldssamur þegar kemur að jólalögunum, finnst réttast að byrja að spila þau í byrjun desember, ekki fyrr. Mér finnst t.d. svolítið stingandi þegar farið er spila heilögustu jólalögin, t.d. Ó helga nótt og Heims um ból, í lok nóvember eða byrjun desember. Mér finnst það alls ekki viðeigandi og tel að eitthvað verði að vera mönnum heilagt. Það að spila hátíðlegustu jólalögin á þeim tíma sem aðventan er að hefjast finnst mér nálgast við að mega kallast guðlast, verð bara hreinlega að segja það.

Á aðventunni og jólunum er mikilvægt að minnast ástvina og ættingja sem hafa kvatt þessa jarðvist og helga þeim hluta af hugsunum sínum, hvort sem um er að ræða ástvini sem hafa kvatt á árinu eða á seinustu árum. Ég fer alltaf fyrir jólin í garðinn hér og hugsa um leiðin sem tengjast mér eða minni fjölskyldu. Þetta er eitthvað sem ég tel mikilvægt. Ég get ekki haldið gleðileg jól, nema að hafa sinnt þessu. Gleði í sálinni fæst með svo mörgu, mest að ég tel með að gefa af sér, bæði kærleika og góðan hug til annarra. Kærleikur er ekki mældur í peningum, hann er ómetanlegur. Fólk nær aldrei árangri í lífi sínu nema með því að hugsa um aðra á mikilvægum stundum, gefa af sér einhvern hluta af góðu hjartalagi í það minnsta. Ég hef oft farið eftir þessu og það á best við á jólunum, á heilögustu stund ársins.

JólatréJólaundirbúningurinn
Í dag hef ég verið á fullu við að klára jólaundirbúninginn. Jólalegt er orðið hér í bænum og mikil jólastemmning. Veðrið hér norðan heiða hefur verið svosem ágætt síðasta sólarhringinn. Ljóst er að það verða hvít jól. Það er þónokkur kuldahrollur og hefur snjóað seinustu daga. Sýnist á nýjustu veðurspánum að það verði kuldatíð næstu daga. Gæti reyndar orðið frekar slæmt, ef allt rætist. Það er því þess eðlis veðrið að best sé að vera inni og hafa það notalegt, í jólaboðum, eða þá að lesa jólabækurnar, borða góðan mat eða þá horfa á sjónvarpið. Fór í dag í búðir við að klára að kaupa það sem eftir er. Að mestu var ég þó búinn að því sem gera þurfti fyrir jólin í byrjun mánaðarins. Jólaundirbúningurinn hefst venju samkvæmt hjá okkur mánuði fyrir jól með laufabrauðsgerð. Um mánaðarmótin er húsið alveg skreytt og skrifað á jólakort. Að því loknu keyptar gjafir. Í gær var farið að kaupa jólamat og klára tvær gjafir sem ég vildi bæta við. Var gríðarlegur fjöldi að versla í gær og nóg um að vera. Hitti maður mikinn fjölda fólks sem maður þekkir og átti gott spjall. Fórum við nokkur í tilefni afmælis míns í gær á Greifann og fengum okkur að borða. Þetta var annasamur en góður dagur. Ekkert jafnast annars á við að fá sér að borða á Greifanum, frábær veitingastaður sem ég fer oftast á þegar ég fer út að borða hér.

Húmorinn
As you know, Time magazine has named President Bush 'Person of the Year' -- quite an honor. Although I'm not sure Bush understands it. Like he said today, he can't decide if he wants the free travel alarm clock or the tote bag.

You know who else was being considered -- this is absolutely true -- Michael Moore, guy who did 'Fahrenheit 9/11.' Michael Moore was also being considered Time's 'Person of the Year.' Unfortunately, he couldn't fit on the cover.
Jay Leno

President Bush got an early Christmas gift. This week, President Bush was chosen as 'Person of the Year' by Time magazine. Not only that, Martha Stewart was chosen as person of the year by Doing Time magazine.

Today's USA Today features an editorial by Secretary of Defense Donald Rumsfeld defending the war in Iraq. You can tell it was written by Rumsfeld because the opening line of the editorial is 'shut your pie hole and listen.
Conan O'Brien

President Bush said that he is standing by Rumsfeld. And you know what that means, he'll be gone in a week.

President Bush began making cuts in the federal budget. And to help out, the Bush twins are switching to Rite Aid vodka.

The international space station is running low on food. They asked Defense Secretary Donald Rumsfeld about this. And Rumsfeld said, you go to space with the food you've got, not the food you want.
David Letterman

Dagurinn í dag
1193 Þorlákur Þórhallsson biskup í Skálholti, lést, sextugur að aldri. Helgi Þorláks var lögtekin á Alþingi 29. júní 1198 og ári síðar var messudagur hans ákveðinn 23. desember. Önnur messa hans er á fæðingardegi Þorláks, 20. júlí. Jóhannes Páll páfi II, staðfesti helgi Þorláks, þann 14. janúar 1984
1905 Páll Ólafsson skáld, lést, 78 ára að aldri. Páll var meðal allra bestu alþýðuskálda Íslendinga. Meðal þekktustu ljóða Páls voru t.d. Sumarkveðja (Ó blessuð vertu sumarsól) og Sólskríkjan
1936 Lestur á jólakveðjum hófst á Þorláksmessu í Ríkisútvarpinu. Frá 1933 hafði lesturinn farið fram á aðfangadag, en hefur allt frá 1936 verið á Þorláksmessu. Ómissandi þáttur í jólaundirbúningnum er að hlusta á lestur jólakveðjanna, sem berast af öllu landinu og erlendis og skreyttar með jólalögum
1958 Ríkisstjórn Emils Jónssonar tók við völdum - hún var minnihlutastjórn Alþýðuflokksins og sat að völdum í tæpt ár. Var undanfari að viðreisnarstjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks sem sat í 12 ár
1968 Til mikilla átaka kom í Reykjavík milli lögreglu og fólks sem hafði mótmælt Víetnamsstríðinu

Snjallyrði dagsins
Heims um ból, helg eru jól,
signuð mær son Guðs ól,
frelsun mannanna, frelsisins lind,
frumglæði ljóssins, en gjörvöll mannkind
meinvill í myrkrunum lá.

Heimi í hátíð er ný,
himneskt ljós lýsir ský,
liggur í jötunni lávarður heims,
lifandi brunnur hins andlega seims,
konungur lífs vors og ljóss.

Heyra má himnum í frá
englasöng: "Allelújá".
Friður á jörðu því faðirinn er
fús þeim að líkna, sem tilreiðir sér
samastað syninum hjá.
Sveinbjörn Egilsson rektor (1791-1852) (Heims um ból)


Ég sendi mínar bestu óskir um gleðilega jólahátíð til lesenda vefsins!