Nýr páfi hefur verið kjörinn í Vatíkaninu í Róm. Klukkan 15:57, eftir að kardinálarnir höfðu kosið fjórum sinnum um nýjan páfa, á tveim dögum, steig hvítur reykur upp úr skorsteininum á Sixtinsku kapellunni í Róm. Áður hafði þrisvar stigið upp svartur reykur. Páfakjör hófst seinnipartinn í gær, 16 dögum eftir að Jóhannes Páll II páfi lést. Sorgartímabili vegna andláts hans, Novemdialis, lauk á sunnudag. Í gær fór fram ein umferð, en tvær svo í morgun. Í þeirri fjórðu hefur því náðst tilskilinn meirihluti. Nýr páfi mun koma út á svalir Péturskirkjunnar innan skamms. Til marks um kjör nýs páfa hefur klukkum Péturskirkjunnar í Páfagarði verið hringt. Mikill mannfjöldi er á Péturstorginu í Róm og bíður þess að tilkynnt verði formlega hver er nýr trúarleiðtogi rómversk - kaþólsku kirkjunnar.
Um mig
- Nafn: Stefán Fr. Stef.
- Staðsetning: Akureyri, Iceland
Ég heiti Stefán Friðrik Stefánsson. Ég er í fáum orðum sagt: bjartsýnn, jákvæður, mikill áhugamaður um pólitík, sjálfstæður, kaldhæðinn, skapheitur, kvikmyndafrík, bókaormur, tónlistarspekúlant og Brekkusnigill.
Nýlegar færslur
- SunnudagspistillinnÍ sunnudagspistli í dag fjalla ...
- Vigdís Finnbogadóttir75 áraFrú Vigdís Finnbogadótt...
- Heitast í umræðunniLengi hef ég verið mikill talsm...
- Heitast í umræðunniTæpir 40 dagar eru þar til land...
- SunnudagspistillinnÍ sunnudagspistli í dag fjalla ...
- Brúðkaup Karls og CamilluKarl prins af Wales, ríki...
- Jóhannes Páll páfi II1920-2005Jóhannes Páll páfi I...
- Heitast í umræðunniRainier III fursti í Mónakó, lé...
- Íbúaþing um skólamál í Brekkuskóla Í dag var haldi...
- Heitast í umræðunniTony Blair forsætisráðherra Bre...
<< Heim