Pælingar Stefáns Friðriks Stefánssonar

Honum er ekkert mannlegt óviðkomandi - frelsið er yndislegt!

04 ágúst 2006

Verslunarmannahelgin að skella á

Akureyri

Verslunarmannahelgin er að skella á. Þessi mesta ferðahelgi ársins hentar vel til þess að slappa vel af heima eða að ferðast um landið og kynna sér útihátíðirnar og skemmta sér vel. Margir verða á faraldsfæti og hingað norður er kominn nokkur fjöldi fólks, eins og venjulega, á fjölskylduhátíðina Ein með öllu. Að þessu sinni ætla ég að dveljast hér heima á Akureyri og njóta lífsins vel, enda fjöldi vina og ættingja á svæðinu.

Það er viðeigandi að kanna vel menningarlífið í bænum, sleikja sólina og skemmta sér vel í hópi ættingja og vina. Á sunnudagskvöldið er svo ómissandi liður í hátíðahöldum helgarinnar, brekkusöngurinn á Íþróttavellinum. Þar tökum við öll, bæjarbúar sem og gestir okkar, lagið saman og eigum notalega og ljúfa stund saman í kvöldrökkrinu. Svo má ekki gleyma því að á sunnudaginn verður grillað ekta lambakjöt. Uppskrift að notalegri og góðri helgi.

Óska öllum lesendum góðrar skemmtunar um helgina, hvar svo sem þið eruð stödd.