Pælingar Stefáns Friðriks Stefánssonar

Honum er ekkert mannlegt óviðkomandi - frelsið er yndislegt!

30 apríl 2003

Davíð forsætisráðherra í 12 ár
Í dag, 30. apríl, hefur Davíð Oddsson setið í embætti forsætisráðherra samfellt í 12 ár, lengur en nokkur annar Íslendingur. Hefur hann verið formaður Sjálfstæðisflokksins frá 10. mars 1991 er hann sigraði Þorstein Pálsson, þáverandi formann flokksins í formannskosningum á landsfundi. Sjálfstæðisflokkurinn hefur í rúm 70 ár verið í fararbroddi íslenskra stjórnmála. Það hefur verið gæfa hans að valist hafa til forystustarfa hæfir og frambærilegir menn. Margir ákváðu að styðja flokkinn á árum áður vegna forystuhæfileika t.d. Ólafs Thors og Bjarna Benediktssonar, og flokkurinn varð stórveldi í íslenskum stjórnmálum vegna forystu þeirra í flokknum. Þessir menn voru þekktir fyrir yfirburðaleiðtogahæfileika, mælsku sína og víðsýni í íslenskri pólitík. Nú, þegar Sjálfstæðisflokkurinn hefur samfellt setið í forystu ríkisstjórnar Íslands í 12 ár er von að spurt sé - hver er lykillinn að velgengni Sjálfstæðisflokksins í landsmálapólitík? Svarið er í mínum huga einfalt. Davíð Oddsson hefur með miklum leiðtogahæfileikum tryggt að flokkurinn er í forystu íslenskra stjórnmála. Hann hefur allt frá sigri sínum í borgarstjórnarkosningunum 1982 verið einn af helstu forystumönnum flokksins og verið í fararbroddi innan hans. Hann hóf stjórnmálaafskipti sín innan Sjálfstæðisflokksins við borgarstjórnarkosningarnar árið 1974 og náði kjöri og sat í borgarstjórn til ársins 1994. Hann var borgarstjóri í níu ár; 1982-1991. Í kjölfar sigurs síns í borginni 1990 gaf hann kost á sér í prófkjöri flokksins og sigraði með nokkrum yfirburðum.

Davíð varð formaður flokksins eins og fyrr segir í mars 1991. Hann varð forsætisráðherra 30. apríl í kjölfar þingkosninga sem Sjálfstæðisflokkurinn vann góðan sigur í. Frá þeim tíma hefur hann setið í forsæti ríkisstjórnar Íslands. Ef einhver stjórnmálamaður á seinustu áratugum hefur haft sjötta skilningarvitið í pólitík er það Davíð. Hann hefur með mælsku sinni, hressilegum skoðunum og forystuhæfileikum sínum tryggt forystu flokksins í landsmálunum. Undir hans leiðsögn hefur Sjálfstæðisflokkurinn aldrei verið sterkari. Staða Sjálfstæðisflokksins nú er mjög athyglisverð, pólitískt séð, enda er einsdæmi að einn flokkur stjórni landinu í jafnlangan tíma með sama leiðtoganum við stjórnvölinn. Davíð þorir að tjá skoðanir sínar og óhræddur við að tala tæpitungulaust. Í kosningunum eftir 10 daga verður kosið um hvert skuli stefna á næsta kjörtímabili. Hvort eigi að halda áfram á sömu braut til farsældar og verið hefur eða taka aðra stefnu beint í óvissuna. Það er mjög nauðsynlegt í mínum huga að haldið verði áfram á þeirri braut sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur stýrt þjóðinni á seinustu þrem kjörtímabilum. Það þarf að vinna hörðum höndum til að tryggja að Sjálfstæðisflokkurinn verði leiðandi afl í landsmálunum og sé í forystu í öllum kjördæmum landsins. Ég treysti engum betur en Davíð til að stýra þjóðarskútunni og hvet landsmenn að tryggja að áfram verði haldið á réttri braut til farsældar, það er mikilvægt að varðveita stöðugleikann og vinstrimenn komist ekki í þá aðstöðu að glutra góðri stöðu landsmanna niður á sama hátt og fyrri vinstristjórnir hafa gert. Kjósum stöðugleikann í komandi kosningum. Áfram Ísland!

29 apríl 2003

Beint flug til Danmerkur hafið
Í gær hófst áætlunarflug milli Akureyrar og Kaupmannahafnar. Það var vissulega söguleg stund á Akureyrarflugvelli, þegar vél Grændlandsflugs lenti. Þar með hafði sá draumur ræst, að áætlunarflug yrði hafið til Evrópu. Vafalaust munu margir nýta sér það, enda verða menn að hafa það í huga, að framhaldið er undir því komið, að flugið standi undir sér. Skilyrði til að taka á móti erlendum ferðamönnum eru mjög góð hér fyrir norðan og á Norðausturlandi öllu. Á þessu landssvæði norðan Vatnajökuls eru margar skærustu perlurnar í íslenskri náttúru, enda hefur hringurinn um Mývatnssveit niður með Jökulsá hjá Dettifossi og Hljóðaklettum og þaðan í Ásbyrgi til Húsavíkur verið kallaður Demantshringurinn. Ferðaþjónustan er nú að skýrgreina aðra góða kosti, sem ferðamönnum bjóðast hér um Norður- og Austurland. Það er þýðingarmikið, að innviðir ferðaþjónustunnar hér á þessu svæði verði treystir, enda gefur það Geysis- og Gullfosshringnum ekkert eftir. Mikilvægt er að til komi nauðsynlegar vegabætur og stuðningur við að koma upp golfvöllum og bláu lóni og öðru því, sem ferðaþjónustan þarfnast til afþreyingar fyrir ferðamenn. Einstaklingar á þessu svæði hafa sýnt mikið frumkvæði og hugvit, sem þegar er farið að bera árangur. Ekki verður nógsamlega undirstrikað, hversu mikið fyrirtæki í ferðaþjónustu hér við Eyjafjörð og á Norðurlandi eiga undir því, að áætlunarflug Grænlandsflugs megi vel takast. Við höfum löngum átt góð samskipti við Grænlendinga hér á Akureyri. Nú er brýnt að þessu frumkvæði og framtaki verði fylgt eftir með því að allar hömlur á flugsamgöngum milli Grænlands og Íslands verði felldar niður. Það yrði báðum þjóðunum til hagsbóta og myndi efla samskipti og ferðaþjónustu í löndunum báðum til mikilla muna.

Samherji 20 ár í Eyjafirði
Í gær, 28. apríl, voru liðin 20 ár frá því frændurnir Kristján Vilhelmsson, Þorsteinn Már Baldvinsson og Þorsteinn Vilhelmsson keyptu meirihluta í útgerðarfyrirtækinu Samherja og fluttu það til Akureyrar. Það var stofnað í Grindavík árið 1972. Samherji hf. átti í upphafi einn ísfisktogara, Guðstein GK sem þeir frændur sigldu með til nýrrar heimahafnar. Togarinn lagðist að bryggju á Akureyri 1. maí 1983 og hlaut nafnið Akureyrin EA. Í kjölfarið var skipinu breytt mikið og það útbúið til flakafrystingar. Skipið leit í upphafi illa út, var bæði ryðgað og skítugt, þó búið væri að færa það nokkuð til betri vegar. Mörgum leist ekki vel á uppátækið hjá þeim frændum en fleiri höfðu fulla trú á þeim og sýndu þeim stuðning. Þeir voru fullir bjartsýni og fannst verkefnið í senn ögrandi og spennandi. Fyrirtækið hefur á þessum tuttugu árum vaxið og dafnað á ævintýralegan hátt. Ólíklegt er að þessir ungu og athafnasömu menn hafi þá gert sér í hugarlund þá fjölþættu starfsemi sem stórfyrirtækið Samherji stendur fyrir í dag. Þeir voru brautryðjendur í sjófrystingu, og hösluðu sér völl á því sviði með þvílíkum krafti, að umsvif Samherja skipta nú verulegu máli í útflutningstekjum okkar Íslendinga og eru snar þáttur í atvinnulífinu, einkum við Eyjafjörð, á Austurlandi og í Grindavík. Rekstrartekjur Samherja sl. ár voru rúmir 13 milljarðar kr. og hlutfall útflutnings af veltu var um 95%. Starfsmenn Samherja og dótturfyrirtækja þess eru um 800. Óska eigendum og starfsfólki fyrirtækisins til hamingju með afmælið.

27 apríl 2003

Kristján telur sjálfan sig niður!
Skemmtileg þankabrot á Íslendingi: "Málflutningur Kristjáns L. Möllers er lýsandi fyrir hvað hann stendur fyrir eða stendur ekki fyrir í pólitík. Stundum tekur hann sterkt til orða eins og sannfæring búi að baki. Sérstaklega var það áberandi, meðan langt var til kosninga og fólk hér fyrir norðan tók ekki svo mjög eftir því sem hann sagði. En nú er hann kominn innan um fólk og sannfæringin er ekki eins sterk og áður. Hann finnur sterka andstöðu á Siglufirði, hér við Eyjafjörð og í Fjarðabyggð við þá stefnu Samfylkingarinnar að taka 10% af aflaheimildunum eignanámi og bjóða upp á frjálsum markaði. Hann hefur verið minntur á, hvað þetta þýðir fyrir rækjuvinnsluna á Siglufirði og fyrir frystihúsin við Eyjafjörð og á Austurlandi. Þá byrjar hann strax að slá af eins og hann sé kominn á pólitískan uppboðsmarkað með öfugum formerkjum. Við erum reiðubúin til að tala um eitthvað minna en 10% af aflaheimildunum sagði hann í Aksjón á dögunum. Við erum tilbúin að ræða lægri tölu í Samfylkingunni. Eigum við að segja 2,5%? Það var eftirtektarvert, að í umræðuþættinum var hann fýldur yfir því, að landsfundur Sjálfstæðisflokksins skyldi samþykkja það í atkvæðagreiðslu, að línutvöföldun skyldi tekin upp. Það hefur ekki þekkst í hans flokki upp á síðkastið, að önnur rödd heyrist en röddin eina og aðrir mega ekki taka til máls nema til að mæra hana. Eins og Kristján gerði í Aksjón: "ég tek eftir því að sjálfstæðismenn og framsóknarmenn eru alveg rosalega fúlir og pirraðir yfir að það skuli vera mynd af þessari glæsilegu konu þarna..." og "hún er dregin þarna fram fyrir til þess að reyna að bjarga flokknum," segir hann."

26 apríl 2003

Skemmtileg barátta - rætt við kjósendur
Nóg hefur verið um að gerast í kosningabaráttunni hér í Norðausturkjördæmi í dag og seinustu daga og baráttan komin á lokasprettinn, enda aðeins hálfur mánuður til kosninganna. Í morgun var Halldór Blöndal leiðtogi okkar sjálfstæðismanna með fund á Hótel KEA með ferðaþjónustuaðilum (fjalla um hann hér neðar á síðunni). Var hann velheppnaður og skemmtilegur. Í gærkvöldi vorum við ungt sjálfstæðisfólk með opið hús á kosningaskrifstofunni fyrir unga kjósendur áður en við fórum á djammið. Voru þar skemmtilegar umræður um pólitíkina, munum við vera með svona opið hús hjá okkur á föstudagskvöldum fram að kosningum, kl. 21:00. Hvet alla til að mæta og taka með sér fólk. Eftir hádegi á laugardeginum fórum við sem erum í kosningabaráttu flokksins í kjördæminu á Glerártorg til að ræða við kjósendur og kynna stefnu okkar og verk flokksins á seinustu árum fyrir fólki. Frá kl. 14:00 stóð yfir menningarveisla KEA á Glerártorgi. Fullyrða má að aðsóknarmet hafi verið slegið og þetta því fjölmennasti viðburður þarna frá því opnað var árið 2000. Þarna voru allavega nokkur þúsund manns. Boðið var upp á góða dagskrá sem var að miklu leyti borin upp af ungu fólki og er ástæða til að fagna sérstaklega öflugu menningarstarfi unga fólksins hér á svæðinu. Leikfélög MA og VMA sýndu atriði úr velheppnuðum skólasýningum sínum. MA með brot úr hinum magnaða söngleik Chicago og VMA með brot úr Grease. Mjög góðar sýningar og skemmtileg tónlistaratriði hjá þeim, greinilega mikil gróska í menningarlífinu í skólunum ef marka má þessi góðu atriði. Hljómsveitin Douglas Wilson tók nokkur lög og er óhætt að segja að þar fari fín hljómsveit, Stebbi Jak söngvari þeirra er virkilega góður söngvari og tók hann t.d. lagið sem hann söng fyrir VMA í söngkeppni framhaldsskólanna, Elska þig enn.

Á meðan þessu stóð vorum við að ræða við kjósendur og voru þarna fulltrúar allavega fjögurra flokka að labba um og spjalla við fólk. Arnbjörg Sveinsdóttir, Tómas Ingi Olrich og Sigríður Ingvarsdóttir voru þarna ásamt fleiri frambjóðendum og okkur sem vinnum að framboðinu. Hitti ég t.d. hjón frá Hafnarfirði sem voru hér á ferðalagi og fórum við að ræða pólitíkina fyrir sunnan, en það er eitt traustasta vígi okkar og þá kom í ljós að þau bjuggu áður á Akureyri og ræddum við bæjarmál hér, pólitíkina á landsvísu, bæjarmál fyrir sunnan, Áslandsskólamálið og margt fleira. Mjög gaman af þessu. Einnig ræddi ég við stelpur úr MA sem vildu fá að ræða menntamál og fræddum við Sigríður þær um þau. Þetta var virkilega góður dagur og gaman að ræða við fólk og fylgjast með menningarveislunni á Glerártorgi. Voru margir sem þáðu kynningarbækling flokksins og tel ég að mörghundruð stykki af blaðinu hafi runnið þarna út. Þáðu flestir blaðið og ætluðu að kynna sér það. Margir óákveðnir kjósendur voru þarna og var gott að fræða þá um stöðu mála, margir spurðu um málin. Bæklingurinn er í góðri stærð og er fullur af staðreyndum og góðu efni. Sendi sérstakar kveðjur til mannsins sem ég ræddi við í Nettó seinnipartinn meðan ég var að versla, en hann labbaði til mín og sagðist verða að spjalla, enda hefði hann skrifað lengi á Innherjavefinn og rætt við mig þar. Vildi hann ræða við mig og höfðum við báðir gaman af þessu. Alltaf gaman að hitta fólk sem maður hefur spjallað við á Netinu, en aldrei hitt í eigin persónu. Alltaf miklu skemmtilegra að ræða saman augliti til auglitis.

Kristján Möller og Stórisandur
Í dag er Jón í Grófinni beinskeyttur að vanda á Íslendingi: "Á fundi í dag á Hótel KEA með fulltrúum ferðaþjónustunnar á Akureyri í dag lýsti Kristján L. Möller efasemdum sínum yfir styttingu leiðarinnar til Akureyrar um 81 km með því að leggja veg um Stórasand og þaðan í Borgarfjörð. Þetta er athyglisvert í ljósi þess að þessi þingmaður hefur þóst vera sérstakur talsmaður þess að lækka þurfi flutningskostnað, en auðvitað vita allir að eina raunhæfa leiðin til þess er að stytta vegalengdir. Stórisandsvegur myndi lækka flutningskostnað milli Akureyrar og Reykjavíkur um að minnsta kosti 15%. Stórisandsvegur er líka mjög mikils virði fyrir ferðaþjónustuna, verslun og menningarlíf á Akureyri. Engum þætti áhorfsmál að skjótast um helgi í bíl 3 tíma norður til að fara í leikhús eða á skíði eða til að lyfta sér upp í öðru umhverfi. Það lýsir satt að segja undarlegri þröngsýni ef þingmaður Norðlendinga er úrtölumaður þess að þegar í stað sé gengið í það að rannsaka vegarstæði, veðurfar, snjóalög og annað sem rannsaka þarf áður en Stórisandsvegur er lagður."

25 apríl 2003

Fjölmenni í vöfflukaffi á Kaffi Akureyri
Í gær, sumardaginn fyrsta, fögnuðum við stuðningsfólk Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi sumarkomu eins og allir Íslendingar með okkar hætti. Vorum við með sumarkaffi á Kaffi Akureyri og skemmtum okkur saman, hittumst og ræddum málin. Pólitíkin var eins og gefur að skilja mikið rædd og greinilegt að við erum komin í kosningagírinn og mikil stemmning hjá okkur. Bökuðu frambjóðendur vöfflur og þáði mikið fjölmenni vöfflur með sultu og rjóma. Var vel á þriðja hundrað manns sem leit á Kaffi Akureyri og mikið af ungu fólki sem spurði frambjóðendur mikið um t.d. menntamál. Var einnig greinilegt að fólk sem var á göngutúr um bæinn leit við með börnin sín og þetta því sannkölluð fjölskylduskemmtun á góðum sumardegi í miðbænum. Framundan er lokaspretturinn í baráttunni og framundan ýmsar uppákomur og skemmtanir sem fylgja kosningunum fyrir fólk á öllum aldri. Við sem tökum þátt í kosningabaráttunni í kjördæminu erum bjartsýn á gott gengi og vorum t.d. mjög ánægð með velheppnað vöfflukaffi og hlökkum til sumarsins og vonumst til að kjósendur hér líti yfir verk okkar fólks í gömlu kjördæmunum og sjái að það er traustsins vert eftir að hafa unnið að hag þessa svæðis og íbúanna hér. X-D

Þeir vilja komast létt út úr því!!!
Í dag fer Jón í Grófinni fer enn og aftur á kostum á Íslendingi: "Ýmsum sögum fer af skoðunum (eða skoðanaleysi) tvímenningannna Kristjáns L. Möllers og Einars Más Sigurðarsonar í kvótamálum. Í lengstu lög reyna þeir að komast hjá því að blanda sér í slíkar umræður eða svara út úr eins og Kristján L. Möller í Aksjón um daginn. Á sama tíma og þingmenn Samfylkingarinnar í öðrum kjördæmum kalla fiskveiðistjórnina "mesta ranglæti sögunnar" grípa þeir til tækni sinnar í umræðustjórnmálum og segja, að ekki eigi að taka stefnu Samfylkingarinnar of hátíðlega. Þess vegna sé óhætt að kjósa Samfylkinguna! Þessi ótti þeirra við eigin stefnu er ekki að ástæðulausu. Hún gengur einfaldlega út á að færa veiðiheimildirnar frá þeim, sem nú hafa þær, til annarra. Frá Eyjafirði og Austurlandi í aðra fjórðunga. Og skiljanlega varast þeir að víkja að þeim þætti fiskveiðistjórnunar sem lýtur að öryggi fiskverkafólks og gæðastjórnun. Það væri fróðlegt að þeir kæmu út úr pokanum og skýrðu, hvaða áhrif það hefur á atvinnuöryggi og byggð í Norðausturkjördæmi að taka 10% af fiskveiðiheimildum fyrirtækja eignarnámi og bjóða þær síðan út á leigumarkaði til fimm eða sex ára. Sérstaklega væri fróðlegt að fá skoðun Kristjáns L. Möllers á því, hvaða áhrif slík eignatilfærsla hefði á rækjuvinnsluna á Siglufirði. Hann vill telja sig vera sérstakan þingmann Siglfirðinga, svo að hann hlýtur að hafa áhyggjur af því, - eða hvað?"

Sumarkveðja
Óska lesendum síðunnar, vinum og kunningjum gleðilegs sumars og þakka fyrir góða vináttu í vetur og þeim sem ég hef kynnst í vetur fyrir skemmtileg kynni. Framundan er spennandi og gott sumar - vonandi eigum við samleið í sumar. Gleðilegt sumar !!

23 apríl 2003

Samherji hlýtur útflutningsverðlaun forseta Íslands
Í gær hlaut Samherji á Akureyri, útflutningsverðlaun forseta Íslands en verðlaunin voru afhent á forsetasetrinu að Bessastöðum. Verðlaunin eru veitt í viðurkenningarskyni fyrir markvert framlag til eflingar útflutningsverslunar og gjaldeyrisöflun íslensku þjóðarinnar. Þetta er í fimmtánda skiptið sem verðlaunin eru veitt og í úthlutunarnefndinni sitja fulltrúar frá embætti forseta Íslands, viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands, Landsnefnd alþjóða verslunarráðsins, Alþýðusambandi Íslands og frá Útflutningsráði, en Útflutningsráð ber ábyrgð á undirbúningi og kostnaði við verðlaunaveitinguna. Að þessu sinni sátu í nefndinni: Stefán L. Stefánsson, Ágúst Einarsson, Einar Benediktsson, Þórunn Sveinbjörnsdóttir og Páll Sigurjónsson. Samherji hlaut verðlaunin fyrir að hafa náð sérlega góðum árangri í veiðum, vinnslu og markaðssetningu á íslensku sjávarfangi, að því er kom fram í ávarpi Páls Sigurjónssonar formanns úthlutunarnefndar verðlaunanna, í tilefni verðlaunaveitingarinnar. „Fyrirtækið fer fremst í fylkingu íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja og hefur vakið mikla athygli fyrir framsækinn og arðbæran rekstur. Kraftur og áræðni einkenna fyrirtækið, starfsmenn þess og stjórnendur,“ sagði Páll og bætti við: „Rekstrartekjur Samherja hf. á árinu 2002 námu rétt rúmum 13 milljörðum króna og rekstrarhagnaður félagsins var tæpur 1,9 milljarður króna, sem er mesti hagnaður í sögu félagsins. Velta skiptist nánast til helminga á milli útgerðar og vinnslu í landi og hlutfall útflutnings af veltu árið 2002 var um 95%. Starfsmenn félagsins í árslok voru 739 og starfsmenn dótturfélaga voru 60. Hluthafar í fyrirtækinu voru í árslok 2.323 og á stærsti einstaki aðilinn 17% hlut í félaginu. Samherji hf. er því stórfyrirtæki á íslenskan mælikvarða.“

Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri, tók við verðlaununum fyrir hönd fyrirtækisins og sagði í ræðu að þau væru viðurkenning til starfsfólks Samherja fyrir sérlega vel unnin störf á liðnum árum. „Umfjöllunin um það starf sem unnið er af starfsfólki Samherja er oft ósanngjörn. Okkur stjórnendum Samherja hefur að mínum dómi mistekist að koma því nægilega vel á framfæri við þjóðina hversu gott starf er unnið innan félagsins. Að því leyti hef ég sem stjórnandi brugðist og vil ég nota þetta tækifæri til að biðja starfsfólk mitt afsökunar á því,“ sagði Þorsteinn Már. Hann sagði fyrirtækið hafa lagt bæði mikinn kraft og metnað í samvinnu við önnur íslensk iðn- og hugbúnaðarfyrirtæki um að þróa búnað og vörur til útflutnings. „Sem dæmi um það sem er í gangi í dag má m.a. nefna samstarf við Marel um þróun vél- og hugbúnaðar sem annast beinatínslu með aðstoð röntgentækni; samstarf við Hampiðjuna um þróun á nýjum veiðafærum; samstarf við Nýherja og Marel um þróun framleiðsluhugbúnaðar; samstarf við Fiskvélar um þróun beinhreinsivélar, samstarf við Vaka-DNG um þróun laxateljara og samstarf við Skagann hf. um þróun búnaðar til vinnslu uppsjávarfisks.“ Ég óska Samherja og starfsfólki fyrirtækisins til hamingju með þessi verðlaun. Þau eru rós í hnappagat fyrirtækisins og viðurkenning á góðu starfi sem þar er unnið.

22 apríl 2003

Skattalækkunarloforð Samfylkingarinnar ekki hækkuð
Í inngangi fréttar RÚV í morgun sagði orðrétt: "Össur Skarphéðinsson formaður Samfylkingarinnar, þvertekur fyrir það að Samfylkingin ætli að hækka skattalækkunarloforð flokksins." Samfylkingin hefur nú uppgötvað að tillögur Sjálfstæðisflokksins séu "dýrari fyrir ríkið" en tillögur Samfylkingarinnar. Með öðrum orðum hefur Samfylkingin uppgötvað að sjálfstæðismenn muni lækka skatta á fólkið í landinu meira en Samfylkingin. Með þessu er í raun verið að segja að tillögur sjálfstæðismanna séu "ódýrari" fyrir fólkið. Nú lofar formaður Samfylkingarinnar því að hækka ekki skattalækkunarloforðin. Spyrja má hvort skortur Samfylkingarinnar á vilja til að lækka skatta á fólk muni í raun þýða þegar fram í sækir að Samfylkingin hækki skatta á fólk komist flokkurinn til valda. Fyrir borgarstjórnarkosningarnar 1994 lofaði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir að hækka ekki skatta. Fjórum árum síðar lofaði R-listinn að lækka gjöld á borgarbúa en hækkaði svo útsvarið strax um haustið. Þegar Ingibjörg Sólrún var minnt á loforðin í sjónvarpsfréttum svaraði hún: "Þekkir þú einhver dæmi þess, að þeir sem eru að bjóða sig fram til kosninga lofi skattahækkunum? "

Vonandi fara ekki allir á hausinn!
Í dag hittir Jón í Grófinni naglann á höfuðið á Íslendingi: "Guðjón A. Kristjánsson hefur nú sett fram skilyrði fyrir því, að Frjálslyndi flokkurinn fari í ríkisstjórn. "Það verður erfitt að semja okkur út úr sjávarútvegsráðuneytinu. Fiskveiðistefnuna gefum við ekki eftir," segir hann og talar borginmannlega í Morgunblaðinu á páskadag. Síðan kemur flókin útlistun á því, hvað í því felst. Og á afleiðingunum: "Með því að taka mið af færeyska fiskveiðistjórnunarkerfinu er hægt að vinna sig út úr núverandi kvótakerfi með skipulögðum hætti," segir hann, "og það án þess að þeir sem fyrir eru í greininni hrökklist frá eða fari allir á hausinn..." o.s.frv. Og Guðjón A. lætur ekki við það sitja að lýsa stefnu sinni í sjávarútvegsmálum, eins og hann lætur yfirleitt duga, heldur vindur sér líka yfir í landbúnaðinn í viðtalinu. Þar segir hann, að "við í Frjálslynda flokknum teljum því að það þurfi að skoða þetta kerfi, út frá þeirri hugsun, sem ég hef hér lýst að framan, á næstu fjórum árum," segir hann. Og í beinu framhaldi samkvæmt frásögn Morgunblaðsins: "Hann leggur einnig áherslu á að nýtt kerfi verði ekki til þess að þeir sem fyrir eru í landbúnaði verði settir á hausinn." Það er ekki undarlegt, þótt einhverjum verði að orði: Guði sé lof að hann tekur ekki fleiri mál fyrir!"

21 apríl 2003

Sérviskumarkaður innan ESB
Í dag skrifar Jón í Grófinni um snúningshátt Samfylkingarinnar í Evrópumálunum á Íslending: "Hvergi kemur óhreinskilni Samfylkingarinnar jafnglöggt í ljós og í afstöðu sinni til Evrópusambandsins. Ekki vantaði stóryrðin fyrir nokkrum mánuðum. Efnt var til svokallaðra póstkosninga og síðan var því slegið upp, að innganga Íslands í Evrópusambandið yrði kosningamál Samfylkingarinnar. Svo fór Samfylkingin í fundaherferð um landiðog fékk slíkar undirtektir, að kosningamálinu hefur verið sópað undir teppið og talsmaðurinn er hlaupin í það skjólið, að Samfylkingin hafi hægt á sér af því að ekki sé búið að skilgreina samningsmarkmiðin! Á sama tíma og talsmaðurinn talar út og suður um Evrópusambandið, heyrist hin innri rödd Samfylkingarinnar af til frá minni spámönnum. Rannveig Guðmundsdóttir er innri röddin í landbúnaðarmálunum. Páskaboðskapur hennar var sá, að bændur myndu hafa það betra innan Evrópusambandsins en utan. - "Lítill sérviskumarkaður innan ESB gæti jafnvel nægt til að bæta upp það sem tapast á innanlandsmarkaði vegna opnunar," skrifar hún. Ekki er sú framtíðarsýn metnaðarfull, sem hún hefur fyrir íslenska bændur!"

19 apríl 2003

Rætt við kjósendur - skemmtilegur laugardagur á Glerártorgi
Í dag fóru frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í verslunarmiðstöðina Glerártorg á Akureyri og hittu kjósendur og dreifðu blöðum um stefnu flokksins í komandi kosningum. Var þetta mjög gaman og athyglisvert að ræða málin við fólk. Á Glerártorgi voru Halldór Blöndal, Tómas Ingi Olrich og aðrir frambjóðendur flokksins og forystumenn í baráttunni hér að kynna stefnu framboðsins og spjalla við kjósendur. Voru margir sem þáðu bækling flokksins og ætluðu að kynna sér hann og börnin voru hrifin af nælunum og fengu eina meðferðis. Þarna var líf og fjör, enda fólk að versla inn til páskanna og kom klyfjað páskaeggjum og öðru góðgæti úr Nettó. Það var virkilega gaman að vera þarna og spjalla við fólk, hitta marga sem maður þekkir og hefur ekki séð lengi. Fólk vildi ræða margt og var virkilega gaman að sjá hversu vel okkur var tekið. Nú er lokasprettur kosningabaráttunnar framundan og mikilvægt að ná til sem flestra kjósenda, framundan eru fleiri framboðsfundir og uppákomur vegna kosninganna. Til dæmis er framundan vöfflukaffi á Kaffi Akureyri á sumardaginn fyrsta, súpufundir og skyrfundur með framhaldsskólanemum sem lukkaðist víst mjög vel 1999. Það var því mjög gaman að fara á Glerártorg og labba um svæðið, ræða við fólkið og dreifa blaði með stefnu okkar og kynningu á verkum Sjálfstæðisflokksins á seinustu árum. Framundan er snarpur lokasprettur í baráttunni.

Coppola
Í leikstjórapistli þessarar viku fjalla ég um feril Francis Ford Coppola. Að venju er farið yfir bestu myndir hans og vel ég þær 10 bestu að mínu mati. Vil ég þakka þeim sem hafa sent mér komment um þessar greinar fyrir góð orð. Gaman að einhverjir hafa áhuga á að lesa þessar greinar. Hvet ég alla til að skrifa mér og koma með tillögur um hverja þeir vilja að ég skrifi um og eins ef einhverjar hugmyndir eru eða ef fólk vill koma með sitt álit á þessum skrifum.

hægri.is - frábær síða
Hvet alla til að líta á síðu félaga minna í ungliðahreyfingunni í Suðvesturkjördæmi, hægri.is. Frábær síða og skemmtileg. Gott efni og fínar myndir. Vona að þeim gangi sem best í baráttunni. Sendi góða strauma til kanzlarans og félaga minna fyrir sunnan

Gleðilega páska !!

17 apríl 2003

Dylgjur og rógburður í Borgarnesi
Fyrir rúmum tveim mánuðum hóf fyrrverandi borgarstjóri kosningabaráttu sína sem talsmaður Samfylkingarinnar með því að ráðast á forsætisráðherrann með rógburði og dylgjum. Var einkennilegt að forystumanneskja í pólitík mætti í landsmálin stefnulaus og greinilega full af persónulegu hatri í garð forsætisráðherrans. Greinilegt var þá að prímus mótor hennar í baráttunni myndi verða andstyggð hennar á Sjálfstæðisflokknum og leiðtoga hans. Málefnafátæktin var algjör. Engu líkara var en að borgarfulltrúinn sprytti fram í febrúar sem einhverskonar málsvari nokkurra fyrirtækja og eigenda þeirra. Henni var enda tíðrætt í ræðu sinni þá um að viss fyrirtæki hafi verið beitt ofsóknum af hálfu forsætisráðherrans og í því skyni hafi lögreglu og skattyfirvöldum verið beitt gegn þeim. Þessar ásakanir voru með öllu órökstuddar og settar fram sem einskonar gróusögur. Þessi gagnrýni hennar missti marks og hóf hún þá í örvæntingu sinni að ræða málefni kosningabaráttunnar og hefur síðan misst bæði fylgi og trúverðugleika enda hefur hún jafnan komið illa út úr málefnlegri umræðu, t.d. um skattamálin á Stöð 2 og RÚV fyrir rúmri viku, þar sem t.d. forsætis- og utanríkisráðherra fræddu hana um skattamálin. Því var ákveðið að dusta rykið af Gróu á Leiti og hún hélt aftur upp í Borgarnes og tók til við að breiða út dylgjurnar og róginn á ný. Eitthvað þurfti greinilega til bragðs að taka til að ráðast að forsætisráðherra og Sjálfstæðisflokknum. Það er með ólíkindum að forystumanneskja í pólitík sem vilji láta taka sig alvarlega mæti á vettvang landsmála með gróusögur sem helsta bakgrunn boðskaps síns. Það er helst að skilja á ræðum hennar í Borgarnesi að málefnaleg staða hennar sé mjög veik og þar séu engin málefni til að tala um. Það er kannski skiljanlegt ef litið er á stöðu mála. Það eru engar forsendur fyrir breytingum.

Borgarnesskandallinn hinn seinni (vonandi verða þeir ekki fleiri) er byggður á því mati talsmanns SamfylkingarinnarSjálfstæðisflokkurinn og formaður hans ráði hér lögum og lofum og misbeiti valdi sínu og ráðist að æðstu mönnum þjóðar og kirkjunnar ef þeir tala ekki máli þeirra. Ummæli talsmannsins eru í senn bæði ósvífin og lýsa persónu talsmannsins. Hún getur ekki á nokkurn hátt rökstudd mál sitt, enn og aftur er byggt á dylgjum, getsökum og rógi. Þegar fréttamenn biðja um rökstuðning er bara sagt; "Það sjá þetta allir". Síðan hvenær er talsmaður Samfylkingarinnar orðin samviska þjóðarinnar, hún er náttúrulega bara að breiða þessa þvælu út sér til framdráttar og til að reyna að skaða andstæðinga sína á ómerkilegan hátt. Er þetta kosningabarátta Samfylkingarinnar að hefja rógsherferð gegn forsætisráðherra og forðast það að ræða málin á málefnalegan hátt. Það mætti halda að svo væri. Sú barátta þeirra er lítt geðsleg og gott af forsætisráðherra að forðast að taka þátt í umræðu á þessu lága plani sem talsmaðurinn er á. Augljóst er að forsætisráðherraefni Samfylkingarinnar er pirruð þessa dagana og iðkar í raun alla þá lesti sem hún sér í annars ranni. Óskandi er að kosningabaráttan komist fljótlega á hærra plan og að talsmaður Samfylkingarinnar sjái að sér og fari að ræða málefni baráttunnar á ný. Jafnvel þó svo að hún hafi gengið sneypt frá þeirri umræðu um daginn er það vilji fólksins að baráttan verði málefnaleg og heiðarleg, ekki háð á svona lágu plani. Það er ekki vilji sjálfstæðismanna að færa kosningabaráttuna á þetta lága plan sem leiðtogaefni Samfylkingarinnar fór með hana á. Það er mikilvægt að okkar mati að umræðan verði málefnaleg og rætt verði á heiðarlegan hátt um stöðu þjóðarinnar nú. Sjálfstæðisflokkurinn mun nú sem ávallt áður taka þátt í heiðarlegri kosningabaráttu og er óhræddur við að ræða málefni baráttunnar, ólíkt Samfylkingunni og talsmanni þeirra.

Flutningar
Flutti í vikunni um set milli hverfa á Akureyri, flutti upp á Brekku. Mjög sáttur við mig á nýja staðnum, gott að vera í Þórunnarstrætinu. Bjó reyndar ofar í götunni (nr. 118) frá fæðingu 1977 til 1981 þegar fjölskyldan flutti upp í Norðurbyggð, er því kominn á gamlar slóðir í nr. 136. Er kominn í hringiðuna í bænum, stutt að labba niður í miðbæ og eins á Glerártorg. Þannig að þetta er stutt frá öllu og mjög miðsvæðis. Kjörinn staður til að fara í göngutúra um bæinn. Nú um páskana er gott að geta slappað af og notið lífsins, eftir helgina fer maður svo á fullt í kosningabaráttuna í kjördæminu. Rúmar þrjár vikur eru til kosninga og snarpur lokasprettur framundan.

16 apríl 2003

Vitlaust plagg!
Eins og menn vita er Kristján L. Möller maður eins máls og talar um þungaskatt og flutningskostnað hvar sem hann fer. Nú er þetta ekki annað en það sem þingmenn landsbyggðarinnar hafa gert svo áratugum skiptir að velta því fyrir sér og berjast fyrir því, að hægt sé að lækka flutningskostnaðinn. Þess vegna var hann á sínum tíma undanþeginn söluskatti, sem fór óskaplega í taugarnar á Alþýðuflokknum og sérstaklega Jóni Baldvin. Síðan var ákveðið að sérstakur afsláttur yrði veittur af þungaskatti, sem nýttist flutningabílum utan af landsbyggðinni. Þetta var kært fyrir Samkeppnisyfirvöldum sem kváðu upp þann úrskurð, að afslátturinn yrði afnuminn, sem óhjákvæmilegt var að fallast á. Á síðasta kjörtímabili hefur þungaskatturinn lækkað um 2%. Þessu til viðbótar hafa verið innleiddar nýjar reglur um hvíldartíma ökumanna samkvæmt reglum Evrópusambandsins sem leiddu til hækkunar flutningskostnaðar. Þar á móti hafa komið miklar vegaframkvæmdir og stytting leiða, sem auðvitað eru til lækkunar á flutningskostnaðinum. Á sameiginlega fundinum á Húsavík í vikunni, fór Kristján L. Möller enn að tala um þungaskattinn og sagði að Samfylkingin myndi sérstaklega beita sér fyrir lækkun hans úti á landi. Hafði hann plagg í höndunum meðan hann sagði þetta. Halldór Blöndal tók þá upp kosningastefnu Samfylkingarinnar eins og hún var samþykkt á vorþinginu og sagði: Þetta er ekki hér, - sýndu mér hvar þetta stendur, sagði hann og rétti Kristjáni plaggið. Kristján gat ekki fundið orðum sínum stað. Í kosningastefnu Samfylkingarinnar var ekkert um þungaskattinn að finna. Halldór veifaði þá kosningastefnu Samfylkingarinnar framan í fundarmenn og sagði: Það er ekkert um þungaskattinn hér. Kristján sagði þá: Þetta er vitlaust plagg!

Annar Borgarnesskandallinn
Í dag skrifar Jón í Grófinni á Íslending um mál málanna, þvæluna í talsmanni Samfylkingarinnar. Orðrétt segir hann: "Það er einkennilegt með þessi umræðustjórnmál Ingibjargar Sólrúnar, hún iðkar þau ævinlega sjálf eins og hún sakar andstæðinga sínum um að gera. Eftir fyrsta Borgarnesskandalann varð hún ber að ósannindum og dylgjum en þar gaf hún berlega í skyn að forsætisráðherrann hefði sigað lögreglunni á fyrirtæki sem honum væri illa við. Þegar hún var spurð um heimildir fyrir þessu varð fátt um svör, þetta reyndust bara dylgjur, getsakir og rógur. Nú varð annar Borgarnesskandallinn í gær. Þar sagði forsætisráðherraefni Samfylkingarinnar orðrétt: "Í krafti stærðar sinnar ræður Sjálfstæðisflokkurinn lögum og lofum í íslensku samfélagi. Því fylgir mikil ábyrgð sem forystan umgengst ekki af virðingu. Hún hamast á fólki sem ekki vill lúta þeirra pólitísku forsjá og valdi. Þannig hafa þeir alltaf hamast á forsetanum og biskupnum ef þessir æðstu menn þjóðar og kirkju tala ekki eins og forystunni er þóknanlegt, þeir neyta aflsmunar gagnvart fjölmiðlamönnum sem ekki eru eins og þeim finnst þeir eigi að vera - og ef fjölmiðlamenn þyrðu að segja frá værum við margs fróðari." Þetta eru ótrúlega ósvífin ummæli og því ekki óeðlilegt að fréttamenn hafi spurt ráðherraefnið um rök, á hverju byggðust staðhæfingarnar. Einu svörin sem fengust eins og fyrr voru þau að fjölmiðlamenn þyrðu ekki að tala, ekkert dæmi nefnt um hamaganginn. Enn og aftur sama aðferðin, dylgjur getsakir og rógur. Forsætisráðherrann orðaði það einu sinni opinberlega að hann væri ekki sammála biskupi um eitt tiltekið mál. Núverandi forseti hefur sjálfur átt frumkvæði að því að ræða um stjórnmál við opinber tilefni og þarf engum að koma á óvart að forsætisráðherra sé ekki sammála honum og láti þess getið. Fréttamenn hafa ekki haft í frammi hávaða vegna þess að forsætisráðherra hafi gert á þeirra hlut. Hver er hamagangurinn? Í þessari sömu ræðu setti Ingibjörg Sólrún fram þá skoðun að "pólitísku aðalatriði vorsins snérust um sýn á samfélagið, sýn á framtíð þess." Það er ástæða til að taka eftir því að innihaldið í sýn hennar á hin pólitísku aðalatriði er að ganga inn í hlutverk Gróu á Leiti, persónulegar dylgjur og rógur. Það eru umræðustjórnmál í lagi. Forsætisráðherraefnið talar eins og pirruð piparjónka sem iðkar alla þá lesti sem hún sér í annars ranni. Furðar nokkurn að Davíð Oddsson hafi ekki áhuga á að taka þátt í umræðustjórnmálunum? Má ég þá heldur biðja um átakastjórnmál og ákvarðanastjórnmál."

15 apríl 2003

Góðir fundir með Davíð og Geir - spennandi kosningabarátta - kosningavefur opnar
Í gær komu Davíð Oddsson forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins og Geir H. Haarde fjármálaráðherra, til Akureyrar og héldu fundi og heimsóttu vinnustaði og stofnanir í höfuðstað Norðurlands. Kl. 15:00 var fundur forsætisráðherra með ungu fólki á Kaffi Akureyri. Þar var hann með stutta framsögu og á eftir svaraði hann spurningum. Hann var spurður ítarlegra spurninga af ungum kjósendum og svaraði þeim greiðlega. Var fundurinn mjög skemmtilegur og fundargestir ánægðir með hann. Margir sátu fundinn miðað við tímasetninguna og salurinn þéttsetinn. Seinnipartinn fór fólk í sjálfstæðisfélögunum á Akureyri á Greifann og fengu sér kvöldverð með formanni og varaformanni flokksins áður en haldið var í Sjallann á stjórnmálafundinn. Var gaman að ræða málin yfir borðum og voru stjórnmál aðalumræðuefnið. Mikið fjölmenni var samankomið í Sjallanum og góð stemmning á fundinum. Hélt Davíð ítarlega ræðu og fór yfir málin í kosningabaráttunni sem senn nær hámarki og ræddi t.d. um stöðu þjóðarbúsins, sjávarútvegsmál og skattamál. Að ræðu hans lokinni flutti fjármálaráðherra góða ræðu. Að þeim loknum sátu Davíð og Geir fyrir svörum ásamt Tómasi Inga Olrich menntamálaráðherra og Arnbjörgu Sveinsdóttur alþingismanni sem skipa 2. og 3. sæti framboðslista flokksins í kjördæminu. Komu margar fyrirspurnir fram á fundinum, þ.á.m. bar ég fram tvær, um samræmd stúdentspróf og skattamál. Fundirnir tókust báðir vel upp og dagurinn skemmtilegur. Kosningavefur flokksins opnaði í gær og þar er að finna stefnu flokksins í kosningunum og upplýsingar um flokkinn og frambjóðendur hans. Við erum komin á fullt í okkar baráttu og stefnum við að því að áfram verði stöðugleiki og barist fyrir hag almennings. Stefna Sjálfstæðisflokksins er sú stefna sem kemur kjósendum best á næstu árum. Áfram Ísland - blátt áfram

Ingibjörg Sólrún hikstar á vinstri stjórn
Alltaf er Jón í Grófinni flottur á Íslendingi og skrifar nú um umræður forystumanna flokkanna á sunnudag. Orðrétt segir hann: "Í sjónvarpsumræðuþætti leiðtoga stjórnmálaflokkanna á sunnudag var m.a. talað um nýja Gallup-könnun, en samkvæmt henni fengi Sjálfstæðisflokkurinn 22 þingmenn og Framsóknarflokkurinn 8, en stjórnarandstaðan fengi 33 þingmenn. Eðlilega viku þeir að því bæði Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson að samkvæmt þessari könnun væri eðlilegt að vinstri stjórn tæki við og tók Steingrímur J. Sigfússon undir það og var mjög afdráttarlaus í þeim efnum. Hins vegar stóð á Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur og þó hefur Össur Skarphéðinsson skýrt frá því, að hana hafa einmitt dreymt um það að fá að leiða vinstri stjórn. Það er í samræmi við þau orð hennar, að hún sé ekki að bjóða sig fram til að framlengja daga Davíðs Oddssonar í stjórnarráðinu. Menn hafa spurt, hvernig standi á þessari tregðu. Það skyldi þó ekki vera, að hún hafi á ferðum sínum um landið fundið, að fólk treystir ekki vinstri stjórn. Efnahagsástandið er gott. Um það ber öllum tölum saman. Lífskjör hafa batnað og mest þeirra lægst launuðu. Atvinnuleysi hefur minnkað. Hvergi er meira varið til heilbrigðismála og hér og framlög til menningar- og skólamála hafa verið að hækka verulega á sama tíma og dregið hefur úr þeim hjá ýmsum grannþjóðum okkar. Á öllum þessum málasviðum berum við okkur einungis saman við þær þjóðir, sem best standa sig í veröldinni og höfum verið að færa okkur ofar í samanburðinum. Það er því eðlilegt að fólk hiki við, áður en það býður vinstri stjórn velkomna. Andstæðurnar í sjónvarpþættinum voru skýrar. Þeir Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson náðu vel saman og settu mál sitt skýrt fram, þannig að enginn þarf að vera í vafa um, hvað þeir vilja og hvert þeir stefna. Kjarninn í málflutningi þeirra var sá, að þeir vilja halda áfram að byggja upp traust atvinnulíf og láta þjóðina fá sinn skerf af auknum þjóðartekjum. Hins vegar voru Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Guðjón A. Kristjánsson og Steingrímur J. Sigfússon. Ekki var mikill samhljómur í því, sem þau boðuðu nema helst það, að þau voru hrædd við lækka skattana. Heilsteypta atvinnustefnu var þar hvergi að finna."

12 apríl 2003

Allt komið á fullt í kosningabaráttunni
Rúm vika er síðan aðalkosningaskrifstofa okkar sjálfstæðismanna í Norðausturkjördæmi opnaði. Hún er í Kaupangi við Mýrarveg og er opið þar milli kl. 9:00 og 19:00. Einnig hafa verið opnaðar skrifstofur á Egilsstöðum, Húsavík, Siglufirði og Ólafsfirði og munu fleiri bætast við eftir því sem styttist í kosningar. Það er alveg óhætt að segja að mikið fjör sé í baráttunni og nóg um að vera hjá okkur hinum virku flokksmönnum sem tökum þátt í baráttunni. Frambjóðendur eru á fleygiferð um kjördæmið og mjög margir hafa litið á kosningaskrifstofurnar og greinilegt að stemmningin er góð nú þegar styttist í kosningar. Á mánudag kemur Davíð Oddsson forsætisráðherra, til Akureyrar og heldur fund í Sjallanum um kvöldið, ásamt Geir H. Haarde fjármálaráðherra. Hvet ég allt sjálfstæðisfólk til að mæta á fundinn með formanni og varaformanni flokksins. Fyrr um daginn, býður forsætisráðherra ungu fólki að ræða kosningamálin við sig á Kaffi Akureyri milli kl. 15:00-17:00. Hvet unga fólkið að mæta og ræða málin við Davíð.

Mánuður til kosninga - spennandi barátta
Í dag birtist fyrsta grein mín á hinum nýja og stórglæsilega frelsisvef. Er ég þar að skrifa um kosningabaráttuna. Nú þegar mánuður er til alþingiskosninga er kosningabaráttan að ná hámarki og búast við snarpri og spennandi baráttu á seinustu vikunum, einkum seinustu 20 dögunum eftir páska. Nú eru kosningastefnuskrár stjórnmálaflokkanna komnar fram og er athyglisvert að kynna sér stefnur flokkanna í hinum ýmsu málum sem snerta kjósendur í landinu og fjölskyldur þeirra. Á fjölmennum landsfundi Sjálfstæðisflokksins kom fram að sjálfstæðismenn vildu á næsta kjörtímabili lækka tekjuskatt um 4%, afnema eignarskatta, lækka um helming virðisaukaskatt á matvæli, bækur, húshitun, rafmagnskostnað og öðru sem tilheyri lægri virðisaukaskattsþrepinu, hækka barnabætur um 2000 milljónir króna, lækka öll skattþrep erfðafjárskatts og auka skattfrelsi vegna viðbótar framlaga í lífeyrissparnað. Sjálfstæðismenn hafa hingað til ekki lofað beinum skattalækkunum fyrir kosningar en hafa þó lækkað þá samt. Um er að ræða bein loforð okkar sem við munum efna ef okkur verður falin stjórn á þjóðarskútunni næsta kjörtímabil. Eins og formaður flokksins sagði sjálfur í ræðu á landsfundi eru sjálfstæðismenn ekki aðeins umræðustjórnmálamenn heldur fyrst og fremst athafnastjórnmálamenn. Skattalækkunartillögur flokksins munu allar verða lögfestar í einu lagi á fyrsta haustþingi eftir kosningar. Þar munu dagsetningar verða nefndar um hvenær breytingarnar tækju gildi á kjörtímabilinu.

Um síðustu helgi var haldið vorþing Samfylkingarinnar og þar var boðið upp á setningarávarp formanns flokksins og stefnuræðu forsætisráðherraefnis flokksins. Vitaskuld er ekki um sömu manneskju að ræða. Í ræðunni sagðist formaðurinn gagnrýna þau "yfirboð" sem Sjálfstæðisflokkurinn hefði komið fram með á landsfundi sínum. Næst tók til máls fyrrverandi borgarstjóri og einkenndist ræða hennar af yfirboðum þeim sem formaður hennar hafði gagnrýnt svo mjög örfáum andartökum fyrr. Aldrei hefur leikið vafi á að "pópúlismi" er aðalsmerki jafnaðarmannaflokksins, þannig að ræða fyrrverandi borgarstjóra kom ekki svo mjög á óvart. Móttóið er; "Við ætlum að gera allt fyrir alla, en við segjum ekkert hvernig við förum að því fyrr en eftir kosningar". Þetta er sama mottó og fyrrverandi borgarstjóri hefur verið með í seinustu þrem kosningabaráttum í Reykjavíkurborg. Fyrir nokkrum vikum steig talsmaður Samfylkingarinnar fram og sagði að fjölga þyrfti mjög þrepum í tekjuskattskerfi landsmanna. Þó er ekki minnst orði á þetta í kosningastefnuskrá flokksins. Hún hefur eftir vorþing flokksins haldið áfram að nefna þessar tillögur og virðist halda fast í þær. Samfylkingin hefur ekki í hyggju að lækka jaðarskatta, þeim skal halda háum. Mjög athyglisvert er að það fer engan veginn saman við tillögur talsmannsins um fjölþrepa skattkerfi. Eins og reyndir menn hafa bent á fylgir fjölþrepa skattkerfinu að skattleysismörk verða að lækka. Nægir í þeim efnum að líta til Norðurlandanna. Virkar slíkt kerfi á þá leið að þrepunum verði breytt upp á við, með hækkun skatta á þá sem hafa millitekjur og þar yfir. Skyldi það vera það sem Samfylkingin vill? Eins og margir vita var fyrrverandi borgarstjóri þekkt fyrir eitthvað allt annað en að lækka skatta í valdatíð sinni í borginni. Því var lofað af R-listanum fyrir kosningarnar 1994 að hækka ekki skatta, allir þekkja hvernig efndirnar urðu. 1998 lofaði R-listinn að lækka gjöld á borgarbúa, útsvarið var hinsvegar hækkað um haustið.

Sl. þriðjudag voru formenn flokkanna (fyrirgefðu Össur, forystumenn) gestir í sjónvarpssal á Stöð 2. Voru þær umræður um margt athyglisverðar, einkum fyrir þær sakir að þar mættust forsætisráðherra og fyrrverandi borgarstjóri í fyrsta skipti fyrir þessar kosningar í umræðuþætti. Kom vel í ljós að það andaði köldu á milli þeirra, enda hefur fyrrverandi borgarstjóri allt að því útilokað samstarf við okkur sjálfstæðismenn. Þar virðist persónulegt hatur hennar í garð forsætisráðherra vera aðalástæðan. Greinilegt var að ekki voru heldur nein hlýlegheit milli fyrrverandi forystumanns Framsóknarflokksins í R-listanum í borgarstjórn og formanns Framsóknarflokksins, enda virðast þau vera í harðri baráttu um þingsæti í borginni og ekki ljóst hvort bæði sitja eftir með sárt ennið eða bara annað nái inn. Greinilegt var að lítill samhljómur er á milli leiðtoga stjórnarandstöðuflokkanna og töluðu í margar áttir og virðast eiga fátt sameiginlegt. Talsmaður Samfylkingarinnar slær úr og í frá einum sjónvarpsþætti til annars og virðist að mörgu leyti endurspegla vel þann flokk sem hún er í. Ætti að nægja að líta á skattamálin í þeim efnum. Nú virðist fjölþrepa tekjuskatturinn fokinn út í veður og vind og ekki var minnst einu orði á að hafa þungaskatt lægri á Akureyri en í Reykjavík eins og formaður hennar hefur sagt til að reyna að þóknast Kristjáni Möller leiðtoga Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi. Væri athyglisvert að vita hvernig þeim félögum litist á þögn hennar um tillögur þeirra varðandi fjölþrepa þungaskatt. Eins og fyrr segir er leiðtogaþrenning stjórnarandstöðunnar ekki traustvekjandi, en ljóst er að hún er sá kostur, sem kjósendur hafa gegn leiðtogum stjórnarflokkanna þegar velja skal forystu til næstu ára. Kostirnir í komandi kosningum eru mjög skýrir; viljum við áframhaldandi stöðugleika eða stjórnleysi að hætti vinstri manna í þriggja flokka stjórnum frá fyrri tíð. Svo einfalt er það!

11 apríl 2003

Kvikmyndaskrif á 3bio.is
Fyrir viku opnaði nýr vefur um kvikmyndir, 3bio.is. Hef ég í mörg ár skrifað um kvikmyndir og hef á þeim mikinn áhuga. Var ég fenginn til að taka þátt í þessum nýja vef. Skrifa ég þar vikulegar leikstjóragreinar og stöku sinnum um kvikmyndir, kvikmyndagagnrýni. Þegar hafa birst tvær leikstjóragreinar. Þær fjalla um feril Sir David Lean og Oliver Stone.

Þorsteinn Vestfirðingur orðin skvísa
Svo einkennilegt er að nú hefur komist upp um fröken Femínskvísu sem skrifað hefur á Innherjavef visir.is seinustu vikurnar. Er svo merkilegt að á bakvið frökenina stendur fjandvinur minn og dyggur lesandi síðunnar, Þorsteinn á Ísafirði, en eins og flestir vita varð thornsteen hans bráðkvaddur fyrr á þessu ári. Síðan hefur hann reynt að komast aftur inn á spjallið með ýmsum hætti, en sá nýlega góða leið til þess að snúa aftur. Hann ákvað að bregða sér í gervi skvísunnar, gott er að vita nú hver er að baki þessu.

Hvað eru "strandveiðibyggðir"?
Enn fer Jón í Grófinni á kostum í Þönkum á Íslendingi. Hér eru nýjustu þankar hans: "Samfylkingin vill taka fiskveiðiheimildirnar bótalaust frá þeim sem róa, sjómönnum og fiskimönnum um land allt, undir því yfirskini að með því sé hún að þjóna réttlætinu. Kvótann á að bjóða til leigu um lengri eða skemmri tíma og greiða kvótaleiguna, þegar aflanum hefur verið landað. Þetta er ný skattlagning á landsbyggðina og merkileg framtíðarsýn hjá Samfylkingunni. Páfinn er Jóhann Ársælsson. En það er ekki nóg með, að Samfylkingin vilji þjóðnýta aflaheimildirnar bótalaust, heldur hugsar hún sér líka að semja reglur um það, hverjir megi leigja kvótann. Þannig hefur hún fundið upp þessa undarlegu kennisetningu, að það eigi “að tryggja rétt strandveiðibyggðanna til að nýta miðin við endurskoðun fiskveiðikerfisins”. Á mæltu máli þýðir þetta, að hún hugsar sér að færa veiðiheimildir frá Eyjafirði og Akureyri til annarra staða. Jóhann Ársælsson gerði mikið mál úr því á Alþingi að Kárahnjúkavirkjun og álverið við Reyðarfjörð leiddu til ójafnvægis í byggðamálum. Það sýndi glöggt tvískinnung Samfylkingarinnar í málefnum Austfirðinga. Þó keyrði um þverbak þegar Jóhann Ársælsson fór að telja eftir það sem gert hefur verið og það sem gera á hér á Akureyri. Á það hlustuðu Kristján L. Möller og Einar Már Sigurðarson og létu sér vel líka."

Þjóðin fái sinn skerf
"Tillögur Sjálfstæðismanna í skattamálum hafa vakið mikla athygli af því að þær koma á réttum tíma og ná til allra landsmanna. Gott efnahagsástand og mikill og öruggur hagvöxtur allt næsta kjörtímabil gerir þessar lækkanir mögulegar, en eðlilegt er að launafólk og þjóðin sjálf fái sinn skerf af batnandi afkomu þjóðarbúsins. Ekki bara ríkissjóður. Gagnvart heimilunum í landinu skiptir mestu máli í tillögum Sjálfstæðismanna, að virðisaukaskattur á matvæli, bækur rafmagnskostnað og húshitunverður lækkaður um helming niður í 7%. Tekjuskatturinn verður lækkaður um 4% og skattleysismörkin um rúmar 8 þús. kr. á mánuði. Barnabætur verða hækkaðar um 2 milljarða króna á næsta kjörtímabili. Eignaskattur verður afnuminn og skattfrelsi aukið vegna viðbótarframlaga í lífeyrissparnað og fleiramætti telja. Útreikningar DV, sem hafa verið staðfestir, sýna, að þeir sem hafa 104 þús. kr. tekjur eða meira í mánaðarlaun hagnast meira á því að skatthlutfallið verði lækkað um 4% og skattleysismörkin um rúm 8 þús. kr. á mánuði eins og Sjálfstæðisflokkurinn leggur til, en að látið sé við það sitja að lækka skattleysismörkin um 10 þús. kr. á mánuði eins og Samfylkingin vill. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Jóhanna Sigurðardóttir hafa farið rangt með þessar tölur allar og áhrifin af þeim. Hér er ekki rúm til að rekja það, en vitaskuld er talnameðferð frambjóðenda Samfylkingarinnar kapítuli út af fyrir sig og mætti bera yfirskriftina: Betra er að veifa röngu tré en öngu!."

10 apríl 2003

Saddam Hussein felldur af valdastóli - endalok einræðis í Írak
Óhætt er að fullyrða að gærdagurinn hafi verið sögulegur í Írak. Þá lauk 24 ára stjórnartíð Saddams Hussein. Valdakerfi hans hrundi eins og spilaborg á nokkrum klukkutímum. Ægivald hans á höfuðborginni Bagdad og íbúum hennar leið undir lok með dramatískum hætti í beinni útsendingu sjónvarpsstöðva. Í gærmorgun varð ljóst að algjör upplausn væri í höfuðborginni og ringulreið og stjórnleysi einkenndi borgina. Írakar gripu tækifærið og hnupluðu varningi í stjórnleysinu. Eftir því sem leið á daginn varð ljóst að ægivald einræðisherrans var ekki lengur til staðar og hann ekki lengur við stjórn í borginni. Borgin var fallin í hendur Bandamanna. Ekki leið á löngu frá því að það var tilkynnt þar til að íbúar í Bagdad héldu út á götur og fögnuðu hermönnum Bandamanna, frelsurum sínum frá einræði og kúgun seinustu áratuga. Um þrjúleytið að íslenskum tíma hélt fólk að hinni risastóru styttu af einræðisherranum fyrrverandi við Firdos-torg í Bagdad og hóf að undirbúa að fella hana. Einn maður klifraði upp á hana með reipi og brá lykkju um styttuna. Aðrir réðust að fótstalli styttunnar með sleggjum en síðan var brynvörðu ökutæki bakkað að styttunni og vír brugðið um háls styttunnar. Bandarískir hermenn notuðu tækifærið á stund sigurs og settu bandaríska fánann yfir höfuð styttunnar. Með því varð einræðisherrann fallni endanlega niðurlægður og ljóst að valdasetu hans væri lokið. Að því loknu var írakski fáninn settur yfir hausinn. Hin sjö metra háa bronsstytta af Saddam Hussein var að því loknu felld af stalli. Hún var dregin niður með bandarískum herbíl og féll til jarðar með dramatískum hætti. Þegar styttan féll fögnuðu viðstaddir og hoppuðu á henni. Síðar var höfuðið brotið af og viðstaddir drógu það á eftir sér um torgið.

Með falli styttunnar hafa orðið tímamót í Írak og stríðinu þar. Hernaðarlegur máttur einræðisherrans og valdamúr hans hafa verið rofin. Allt er breytt. Saddam hefur verið afvopnaður, þegnar hans fagna falli hans og taka á móti frelsurum sínum fagnandi. Prísund þeirra er á enda, áratugar grimmdar og kúgunar stjórnar hans eru liðnir. Einræðisherranum voru gefnir 48 klukkustundir til að forða þjóð sinni frá átökum og víkja af valdastóli, hann hefði betur notfært sér tækifærið og reynt með því að forða sjálfum sér og þjóðinni frá þessum átökum. Hann hafnaði því og hefur tekið afleiðingunum. Hann verður handsamaður með einum eða öðrum hætti og látinn svara til saka fyrir verk sín. Ein mikilvægasta spurning alþjóðlegra öryggismála var lengi vel hvort nauðsynlegt væri að grípa til hernaðaraðgerða gegn Írak. Eftir 12 ára svikin loforð hlaut að koma að þessu. Hann hefði auðveldlega getað forðast þetta með því að vinna með og heimila vopnaeftirlit frekar en að verða sprengdur úr embætti. Það gekk ekki lengur að Saddam myndi drepa málum á dreif eða hafa alþjóðasamfélagið að fífli með öðrum hætti. Hann hefði með því að heimila vopnaeftirlitsmönnum að starfa fullkomlega óhindrað getað haldið völdum. Það var að lokum undir honum sjálfum komið hvort nauðsynlegt væri að ráðast á hann til þess að afvopna hann. Saddam Hussein hefur haft alþjóðasáttmála að engu og svikið gefin loforð. Það gleymdist oft í umræðunni um árás Bandaríkjanna á Írak, að Persaflóastríðinu lauk ekki með friðarsamningi, heldur vopnahléi. Við vopnahléið gekkst Saddam undir skilmála sem hann hefur undantekningalítið svikið. Það var ljóst orðið að hann hefði aldrei farið sjálfviljugur frá völdum og litlar líkur á að almenningur í Írak hefði getað steypt herstjórn hans af stóli. Til að stíga skrefið til fulls varð að koma utanaðkomandi aðstoð. Hvort Saddam er dauður eða einhversstaðar með líftóru skiptir úr þessu engu máli. Kúgun hans á þegnum Íraks hefur verið rofin. Hann hefur misst ægivald sitt. Einræðisherrann er fallinn!

Málefnasamningur meirihlutaflokkanna á Akureyri metinn
Unnið verður áfram að því að setja málefnasamning og stefnu meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks á Akureyri upp í svokallað samhæft árangursmat (balanced scorecard). Er þetta niðurstaða vinnuhóps sem samanstóð af fulltrúum frá Akureyrarbæ og Háskólanum á Akureyri. Í febrúar síðastliðnum fór af stað samstarfsverkefni um samhæft árangursmat milli rekstrar- og viðskiptadeildar Háskólans á Akureyri, stofnana og fyrirtækja á Akureyri og IM á Íslandi. Samstarfsverkefnið var hluti af námskeiðinu Stefnumótun II og er liður í að efla tengsl rekstrar- og viðskiptadeildar við atvinnulífið. Segja má að með þessu verkefni hafi verið brotið blað í samstarfi atvinnulífs við rekstrar- og viðskiptadeild og er þetta í fyrsta skipti sem aðilar úr atvinnulífinu taka þátt í námsmati í deildinni. Þátttakendur í verkefninu voru Búnaðarbankinn á Akureyri, Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri, Háskólinn á Akureyri og Akureyrarbær. Myndaðir voru verkefnahópar sem samanstóðu af fulltrúum frá þessum aðilum og nemendum á 3. ári í viðskiptafræði, en þeir voru starfsmenn hópanna. Að verkefninu komu einnig þrír kennarar auk ráðgjafa. Þriðjudaginn 8. apríl var haldin málstofa þar sem nemendur kynntu tillögur og niðurstöður úr verkefnavinnunni. Þeir sem að verkefnunum komu voru sammála um að þau hefðu verið skemmtileg og krefjandi, en umfram allt lærdómsrík fyrir alla sem að þeim komu. Voru þátttakendur af hálfu atvinnulífsins mjög áhugasamir um að vinna áfram með þær niðurstöður sem fengust. Helgi Gestsson, lektor við rekstrar- og viðskiptadeild hafði yfirumsjón með verkefninu og stjórnaði málstofunni. Eftir stendur að meirihlutaflokkarnir eiga gott samstarf og vel gengur að stjórna bænum eftir málefnasamningnum. Eins og ávallt áður mun okkar fólk efna sín loforð við kjósendur.

08 apríl 2003

Samkomulag undirritað um byggingu menningarhúss á Akureyri
Í gær undirrituðu Tómas Ingi Olrich, menntamálaráðherra og Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri á Akureyri, samkomulag um byggingu menningarhúss á Akureyri. Undirritunin fór fram á væntanlegum byggingarstað. Grundvöllur þessa samkomulags er ákvörðun ríkisstjórnar frá árinu 1999 (byggð á hugmynd þáv. menntamálaráðherra) um að veita stofnstyrki til uppbyggingar fimm menningarhúsa utan höfuðborgarsvæðisins með það að markmiði að bæta þar aðstöðu til menningar- og listastarfsemi. Á fundi ríkisstjórnar hinn 11. febrúar 2003 var ákveðið að veita einum milljarði kr. til byggingar menningarhúsa á Akureyri og í Vestmannaeyjum. Frá því ákvörðunin var tekin hefur verið unnið að undirbúningi samkomulags um byggingu menningarhúsanna í samvinnu við forsvarsmenn sveitarfélaganna. Nýlega var gengið frá undirritun samkomulags um byggingu menningarhúss í Vestmannaeyjum en ólokið er samningum við Ísafjörð, Sauðárkrók og Egilsstaði. Ráðgert er að menningarhúsið á Akureyri rísi á uppfyllingu við Torfunesbryggju og verði vettvangur menningarstarfsemi á Norðurlandi. Undirbúningur að byggingu menningarhússins er í höndum verkefnisstjórnar sem skipuð verður fulltrúum ríkisins og Akureyrarbæjar en byggingarframkvæmdir verða hins vegar á vegum sveitarfélagsins, sem jafnframt mun bera fulla ábyrgð á rekstri og viðhaldi menningarhússins. Er gert ráð fyrir að undirbúningur framkvæmda hefjist nú þegar og standa vonir til að framkvæmdir við byggingu hússins geti hafist um mitt ár 2004. Við þetta tækifæri var endurnýjaður samningur um samstarf ríkis og Akureyrarbæjar um menningarmál á Akureyri. Gildistími samningsins er til loka ársins. Samkvæmt samningnum er gert ráð fyrir að áfram verði rekið á Akureyri atvinnuleikhús, að Sinfóníuhljómsveit Norðurlands fái styrki til starfsemi sinnar og tryggðar verði fjárveitingar til Listasafns Akureyrar. Þetta er í þriðja sinn sem samningur um framlög ríkisins til menningarmála sem tengjast Akureyrarbæ er gerður. Fyrsti samningurinn var undirritaður á Akureyri 1996 og var hann síðan endurnýjaður árið 2000. Stefnt er að því að nýr menningarsamningur með breyttum áherslum taki gildi árið 2004.

Aðkomukonan í glugganum
Það er athyglisvert hvernig Samfylkingin stillir upp baráttu sinni hér í kjördæminu. Fyrrverandi borgarstjóri virðist allt í einu vera orðinn frambjóðandi á þessum slóðum. Þeir sem fylgjast með stjórnmálum vita, að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi borgarstjóri er hvorki í framboði hér né sýnt sig vera neinn sérstakan talsmann þess fólks sem hér lifir og starfar. Þvert á móti. Engu að síður sá forysta Samfylkingarinnar hér á Akureyri ástæðu til að stilla upp mynd af henni í glugga kosningaskrifstofunnar meðal frambjóðendanna í kjördæminu. Upphaflega var fyrrverandi borgarstjóra stillt upp númer eitt í gluggaröðinni og á hæla hennar fylgdi Kristján L. Möller en nú nýlega var myndum víxlað, Kristján L. Möller fluttur í fremri gluggann og Ingibjörgu í hans stað í þann seinni. Þegar Ingibjörg Sólrún, fyrrverandi borgarstjóri, tilkynnti framboð sitt í desember sl. kvaðst hún gera það til að vinna að hagsmunum borgarbúa. Hún hafði áður sem borgarstjóri oft sent landsbyggðarfólki kaldar kveðjur m.a. í umræðunni um flugvöllinn í Vatnsmýrinni. Reykjavíkurflugvöllur er landsbyggðarfólki mikilvægur en talsmaður Samfylkingarinnar ber ekki hag þess fólks fyrir brjósti í því hagsmunamáli frekar en öðrum. Þegar tilkynnt var um að 6,3 milljörðum króna yrði varið til að styrkja atvinnulíf landsins birtust talsmaður og formaður Samfylkingarinnar í fjölmiðlum og kvörtuðu yfir því hvernig fénu væri skipt milli svæða. Ekki töluðu þau máli landsbyggðarinnar í það skiptið. Enda eru þau í framboði í Reykjavík. Nýlega sagði talsmaðurinn að mikilvægt væri að næsti samgönguráðherra kæmi úr röðum þingmanna höfuðborgarsvæðisins. Hún treystir semsagt ekki landsbyggðarmönnum fyrir að fara með þann málaflokk. Kaldar kveðjur það. Aðkomukonan í glugganum er ekki kræsilegur kostur fyrir okkur hér í þessu kjördæmi.

Umræður stjórnmálamanna á Stöð 2 og RÚV
Athyglisvert var að horfa á umræður stjórnmálaleiðtoganna í gærkvöldi, bæði formannaumræðurnar á Stöð 2 og einvígi Halldórs Ásgrímssonar og Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur í Kastljósinu. Horfði ég á umræðurnar á Stöð 2 frá upphafi til enda. Var þetta misáhugavert, það komu vissir hápunktar í umræðunum, t.d. þegar Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson tóku Ingibjörgu og Steingrím J. í kennslustund í skatta- og velferðarmálum. Sérstaklega var athyglisvert hvernig Davíð tók Ingibjörgu fyrir. Halldór hefur sjaldan eða aldrei verið betri en í gær, málefalegur og vel heima í öllum málum. Hann hefur verið í þessu í þrjá áratugi og þekking hans á öllum málaflokkum er augljós. Davíð Oddsson stóð sig mjög vel og nokkuð ljóst að andstæðingar hans sem töldu að hann myndi ekki mæta í þessar umræður hafa orðið fyrir vonbrigðum með hversu vel hann tók Ingibjörgu fyrir. Davíð talaði tæpitungulaust og var mjög málefnalegur. Guðjón Arnar virkaði ekki vel heima í málum og mætti halda að hann fókuseraði eingöngu á sjávarútvegsmálin, hann þarf að taka sjálfan sig í gegn. Ingibjörg Sólrún var afspyrnuslöpp, oft illa heima í málum og ekki með tölur og mál á hreinu. Hún virðist ekkert hafa í formenn stjórnarflokkanna að gera. Hún reið ekki feitum hesti frá þessum umræðum. Steingrímur J. kom ekki á óvart með tali sínu og skín forræðishyggjan og kommaþvælan í gegnum málflutning hans. Í Kastljósinu tók Halldór Ásgrímsson, Ingibjörgu Sólrúnu í kennslustund í skattamálum og átti mjög auðvelt með að leggja hana. Athyglisvert var að vissir vinstrimenn gáfu í skyn að Halldór þyrði ekki að mæta henni og hefði ekkert í hana að segja. Hann þarf ekki að vera hræddur, enda hefur hann miklu meiri þekkingu á málunum og á í engum erfiðleikum með að hafa hana. Það sást enn á Stöð 2 og RÚV, að ISG veit ekkert um hvað hún er að ræða, þegar skattamál eða utanríkismál eru annars vegar. Athyglisvert að sjá nöldursegg eins og hana vera tekna í kennslustund af sér reyndari mönnum í beinni.

Skattalækkanir Sjálfstæðisflokksins eru kjarabót fyrir alla
"Fyrir þessar kosningar leggur Sjálfstæðisflokkurinn til lækkun tekjuskatts um 4% sem felur í sér hækkun skattleysismarka um 8 þúsund krónur í tæpar 78 þúsund krónur á mánuði. Samfylkingin leggur til hækkun skattleysismarka í 80 þúsund krónur á mánuði en enga lækkun tekjuskattshlutfallsins. Sýnt hefur verið fram á að tillögur Sjálfstæðisflokksins gagnist betur en tillögur Samfylkingarinnar fyrir þá sem hafa rúmlega 100 þúsund krónur á mánuði í tekjur og skattatillögur flokkanna leiði til nánast sömu niðurstöðu fyrir þá sem hafa undir 100 þúsund krónum á mánuði í tekjur. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ennfremur lagt til lækkun virðisaukaskatts á matvæli, bækur, húshitun og rafmagn, lækkun erfðafjárskatts, afnám eignarskatta o.fl., sem eru kjarabætur fyrir alla. Samfylkingin leggur til að skoðað verði að taka upp fjölþrepa skattkerfi. Þetta verður til þess að flækja skattkerfið, gera skatteftirlit erfiðara og veldur miklum eftirágreiðslum skatts. Ekki dugar að benda á að notast sé við slíkt kerfi í öðrum löndum, því hér eru aðstæður aðrar. Margir hafa sveiflukennd laun, svo sem sjómenn, og margfalt fleiri starfa fyrir fleiri en einn launagreiðanda en þekkist víðast annars staðar. Nefnd sem fjármálaráðherra skipaði og í sátu aðilar frá fjármálaráðuneyti og verkalýðshreyfingunni ásamt borgarhagfræðingi staðfesti gallana á fjölþrepa skattkerfi nú í vikunni. Í greinargerð nefndarinnar eru tekin dæmi um fjölþrepaskatt. Þar eru meðal annars skoðuð áhrif þess að taka upp 30% lægra þrep, líkt og talsmaður Samfylkingarinnar hefur nefnt. Ef skattleysismörk yrðu óbreytt frá því sem nú er þyrfti almenna þrepið að hækka um 8% í 46,6% fyrir tekjur yfir 150.000 krónur, sem þýddi að nær helmingur þess sem menn bættu við sig eftir 150.000 króna tekjur færi í skatt."

Samfylkingin slúðrar á ESB
Enn fer Jón í Grófinni á kostum í Þönkum á Íslendingi. Hér eru nýjustu þankar hans: "Síðustu misseri hefur Samfylkingin farið mikinn í Evrópumálum. Á því var hamrað, að þau væru hvergi á dagskrá nema hjá Samfylkingunni. Síðan var efnt til póstkosninga meðal flokksmanna Samfylkingarinnar. Framkvæmdin var að vísu vafasöm eins og framkvæmd kosninganna um Reykjavíkurflugvöll. Hvað um það. Niðurstaðan varð sú að það yrði gert að kosningamáli Samfylkingarinnar, að sótt yrðu um aðild að ESB. Síðan ferðuðust Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Ellert B. Schram um landið og Össur Skarphéðinsson fékk að vera með. Hvergi var undir það tekið, að stjórn fiskveiða yrði sett undir framkvæmdastjórnina í Brussel né að sjómenn og bændur skyldu lúta forsjá hennar. Í stefnuræðu sinni á dögunum reyndi Ingibjörg Sólrún samt sem áður að bera sig borginmannlega, þegar hún sagði: "Samfylkingin hefur mótað skýra afstöðu til Evrópusambandsaðildar, ein íslenskra stjórnmálaflokka." Síðan var hún spurð út í þessa setningu í Kastljósi og hvort þetta væri kosningamál. Þá kvað við annan tón. Það þarf að skilgreina samningsmarkmiðin að ESB, sagði hún og allt í einu var stefna Samfylkingarinnar orðin óljós. Eins og vél sem gengur ekki, af því að reimin er farin að slúðra. Annars verður að viðurkenna, að það sýnir heiðarleika hjá Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur að hún skuli gera sér grein fyrir, hversu gagnlegur samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið hefur orðið okkur Íslendingum í ljósi þess, að hún snerist gegn þeim á Alþingi og vildi vísa þeim frá. Ekki sýndi það mikla framsýni."

07 apríl 2003

Jafnrétti í reynd
Athyglisvert hefur verið að fylgjast með pólitískum andstæðingum Sjálfstæðisflokksins reyna að ala á þeirri þvælu að konur njóti ekki tækifæra til jafns við karlmenn til að komast í fremstu röð og vera í forystusveit flokksins. Þegar litið er yfir borgar- og bæjarfulltrúa stærstu sveitarfélaganna, þingmenn flokksins og forystusveit er þó ljóst að konum er treyst fyrir áhrifum. Þær njóta mikils trausts meðal flokksmanna og hafa sannað að þær standa undir því trausti. Í þingflokki Sjálfstæðisflokksins sitja 25 þingmenn, af þeim eru 9 konur. Í sveitarstjórnum eru konur oftast nær jafnmargar og karlmenn og sitja í virðingarstöðum þar og oft í forystu. Meðal helstu sigurvegara seinustu sveitarstjórnarkosninga voru tvær konur sem leiddu flokkinn til sigurs í heimabæ sínum; Ragnheiður Ríkharðsdóttir í Mosfellsbæ og Ásdís Halla Bragadóttir í Garðabæ. Þær eru glæsilegir fulltrúar flokksins í forystusveitinni. Oft vill það gleymast að tvær fyrstu konurnar sem settust í ríkisstjórn komu úr Sjálfstæðisflokknum; Auður Auðuns árið 1970 og Ragnhildur Helgadóttir árið 1983. Nú situr Sólveig Pétursdóttir í ríkisstjórn og er þar fulltrúi sjálfstæðiskvenna. Ekki er ólíklegt að fleiri konur verði í forystusveit í þingflokknum eftir kosningar, enda er formaður þingflokksins kona. Sigríður Anna Þórðardóttir hefur setið lengi á þingi og vaxið af störfum sínum þar. Á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í seinasta mánuði sannaðist svo eftir var tekið að konum er treyst til forystustarfa innan flokksins. Þá voru sex konur kjörnar í miðstjórn flokksins af þeim 11 sem ná kjöri. Meðal sex efstu í kjörinu voru fimm konur. Sérstaklega vakti athygli góð útkoma Birnu Lárusdóttur bæjarfulltrúa flokksins í Ísafirði og Tinnu Traustadóttur ritara SUS og varaborgarfulltrúa. Birna hlaut nú, rétt eins og á landsfundinum 2001 flest atkvæði. Tinna varð önnur, sem kom ekki á óvart, enda hún vaxið mjög af störfum sínum innan ungliðahreyfingarinnar, í borgarmálum og sem talsmaður ungra kvenna innan flokksins. Góð útkoma þeirra er vitnisburður þess að konum er treyst og þær hafa sömu tækifæri og karlmenn sem sækjast eftir áhrifum.

Á föstudag var frelsi.is, vefur Heimdallar, opnaður á ný eftir gagngerar endurbætur. Hefur hann nú verið stokkaður upp. Efni á honum er þrískipt, þar eru fréttir úr ungliðastarfinu, greinar ungliða og tenglar á önnur sjónarmið sem birtast á öðrum vefmiðlum. Lengi var rætt um áður að konur ættu ekki tækifæri til að láta rödd sína heyrast innan Heimdallar. Það væri strákaklúbbur og stelpurnar fengju ekki að tjá sig. Sú klisja andstæðinga Heimdallar úr öðrum ungliðahreyfingum að félagið sé fjölmennur strákaklúbbur og konur aðeins í bakvarðasveitinni hefur verið afsönnuð með nýja vefnum. Þar eru hlutföll jöfn, stelpur og strákar eru jafnmörg í umsjónarhópi vefsins og tjá sig þar nú til jafns á við strákana. Það er mikilvægt að þetta sé með þessum hætti, enda blasir við að af 34 stjórnendum vefsins eru 16 stelpur og 16 strákar. Jafnara getur þetta ekki orðið, sjónarmið beggja kynja eiga greiða leið á vefinn nú. Það er mikilvægt að í framtíðinni verði Sjálfstæðisflokkurinn öflug hreyfing allra sem eru stuðningsmenn aukins einkaframtaks og þess að fólk hafi frelsi til að móta framtíð sína eftir eigin ákvörðunum. Þar eiga konur og karlar að eiga jafna möguleika til að komast til áhrifa til að leiða þá stefnu sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur alla tíð staðið fyrir. Konur eiga óhikað að sækjast eftir áhrifum í pólitík til jafns við karlmenn. Með því fáum við jafnrétti í reynd. Í forystusveit Sjálfstæðisflokksins eru glæsilegir fulltrúar beggja kynja. Konur njóta þar sömu tækifæra og eiga hiklaust að sækja fram. Þær hafa stuðning til þess frá báðum hópunum.

Ingibjörg Sólrún hrósar stjórnarstefnunni
Enn fer Jón í Grófinni á kostum í Þönkum á Íslendingi í dag. Orðrétt segir hann: "Í Kastljósi í gær, sunnudagskvöld, sat Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrir svörum. Það sem einkum vakti athygli var, hversu ríka áhersla hún lagði á gott efnhagsástand hér á landi og hversu bjart væri framundan. Kannski kom það skýrast fram, þegar hún var spurð, hvernig hún ætlaði að standa undir loforðum Samfylkingarinnar um lækkun skatta. Þá svaraði hún því til, að við sæjum fram á 11-12% hagvöxt á kjörtímabilinu og bætti því við að ekki þyrfti að draga úr útgjöldum á móti. Þetta sýndist ekki valda henni áhyggjum. Þvert á móti var hún með margvísleg ný útgjaldaáform á prjónunum, sem ekki þyrfti að hafa áhyggjur af. Hún virtist í sannleika sagt helst hafa áhyggjur af því, að hluti launa af rekstrarkostnaði fyrirtækja hefði hækkað úr 60% í 70%! Síðan var Ingibjörg Sólrún spurð að því, hvort hún vildi sjá einkarekstur í heilbrigðiskerfinu. Því tók hún víðs fjarri og heldur ekki í menntakerfinu, sagði hún. En bætti þó við: "Hins vegar sjáum við að einkastofnanir eigi að geta verið til í mennta- og heilbrigðiskerfinu!" Ekki var svo að heyra, að Ingibjörg Sólrún hefði áhuga á því að gera aðild Íslands að Evrópusambandinu að kosningamáli. Þó hefur það verið samþykkt af Samfylkingarfólki í póstkosningum. En hún sá einn ljóð á því ráði, nefnilega þann, að ekki væri búið að skilgreina samningsmarkmiðin. Þau þarf að skilgreina, sagði hún. Nema hvað!"

06 apríl 2003

Geir flottur hjá Gísla Marteini - undarleg umræða á visir.is
Virkilega gaman var að horfa á spjallþátt Gísla Marteins í gærkvöldi. Gestir hans í gærkvöldi voru Geir H. Haarde fjármálaráðherra, Guðjón Pedersen leikhússtjóri LR og Jóhanna Vigdís Arnardóttir leik- og söngkona. Skemmtilegt var spjallið milli Gísla og Guðjóns þegar talið barst að leikstörfum hans og einkum er rætt var um leikhópinn Svart og sykurlaust, sérstaklega var áhugavert að sjá glefsur úr verkum hópsins þar sem t.d. Kolbrún Halldórsdóttir alþingismaður, birtist í bíkíní og mjög léttklædd í nokkrum atriðum (löngu áður en hún varð forpokuð forsjárhyggjujúnka hjá VG). Guðjón flutti þekkt lag úr söngleiknum Cabaret í lok viðtalsins og hreinlega brilleraði. Hansa var frábær að venju og sagði skemmtilegar sögur af sér og spaugið var ekki langt undan enda hún þekkt fyrir létta lund sína. Söng hún gamla góða Edith Piaf-lagið La Vie en Rose eins og henni einni er lagið, syngur frönskuna alveg óaðfinnanlega. Seinasti gesturinn (aðalgesturinn) var Geir H. Haarde fjármálaráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Ræddi hann kosningabaráttuna framundan og sagðist hafa sannkallað gaman af ferðum um landið í aðdraganda kosninga og nefndi sérstaklega ferð með Halldóri Blöndal forseta Alþingis og þáverandi samgönguráðherra, til Grímseyjar fyrir seinustu kosningar, vorið 1999. Sagði hann t.d. frá góðri vísu sem varð til í ferðinni, en Geir slengdi fram fyrriparti sem Halldór botnaði meistaralega. Í lokin tóku Hansa og Geir saman lagið sívinsæla Something stupid sem feðginin Frank og Nancy Sinatra sungu á sjöunda áratug síðustu aldar og Nicole Kidman og Robbie Williams endurgerðu á ný í fyrra. Vel sungið hjá Hönsu og Geir sem nú er farinn á fullt í kosningabaráttuna.

Í dag er undarleg umræða á stjórnmálaspjallvef visir.is um þátt Gísla Marteins í gær. Þar er undrast mjög að Geir hafi mætt í þáttinn og að hann eigi harma að hefna gegn Gísla og fleirum, þ.á.m. er ég nafngreindur. Ástæðan á að vera aðdragandi borgarstjórnarkosninganna í fyrra þar sem sagt er að vissir aðilar hafi grafið undan Ingu Jónu Þórðardóttur eiginkonu Geirs, og hafi það leitt til þess að hún hafi þurft að víkja sem leiðtogi borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins. Sagt er að ég, Hannes Hólmsteinn, fólk í Heimdalli (væntanlega átt við stjórnina) og Gísli Marteinn hafi stungið Ingu Jónu banasári í borgarmálum. Væntanlega er þarna vísað til umræðunnar sem varð til þess að Björn Bjarnason varð borgarstjóraefni sjálfstæðismanna í borginni og leiðtogi flokksins í borgarstjórn Reykjavíkur. Er með ólíkindum að lesa þessa þvælu sem borin er á borð þarna af óvildarfólki Sjálfstæðisflokksins og sett fram gegn okkur sem erum í flokknum og höfum tjáð okkur honum til stuðnings. Vil ég benda þeim sem skrifa slíka þvælu á að Ingu Jónu Þórðardóttur var ekki ýtt til hliðar úr leiðtogastólnum, hún tók sjálf ákvörðun um að hætta og sækjast ekki eftir honum. Hún ákvað að taka áttunda sætið á lista flokksins í fyrra og standa og falla með því. Það sæti vannst ekki og því hætti hún í borgarmálunum. Hún tók þátt í kosningabaráttu í fyrra sem frambjóðandi og nýtur góðrar stöðu innan flokksins. Það er fjarstæða að nokkur hafi unnið gegn persónu hennar markvisst. Margir flokksmenn vildu að Björn Bjarnason leiddi lista flokksins í fyrra, ég var vissulega þar á meðal en ég hef aldrei unnið gegn Ingu Jónu og eða ber kala til persónu hennar. Hún hefur alla tíð verið sannkölluð kjarnakona og unnið flokknum mikið gagn og hefði átt skilið að fá kjör í borgarstjórn í fyrra en það voru kjósendur sem tóku þá ákvörðun að vilja ekki krafta hennar í borgarstjórn, ekki sjálfstæðismenn. Geir H. Haarde hefur alla tíð verið farsæll stjórnmálamaður og ber ég mikið traust til hans og kaus hann t.a.m. í varaformannskjöri á landsfundi flokksins á dögunum. Þau hjón bæði eru gott og heiðarlegt fólk sem hafa unnið vel fyrir sinn flokk og kjósendur almennt. Ég vísa þeim óhróðri sem borinn var fram á spjallvef visir.is, algjörlega á bug.

05 apríl 2003

Þankar á Íslendingi - skemmtilegar pælingar
Í gamla Íslendingi, blaði sjálfstæðismanna á Akureyri sem kom út á árum áður var lengi dálkurinn Þankar sem margir skrifuðu í undir nafnleynd. Hann hefur nú verið endurvakinn á netútgáfu Íslendings. Fyrsti pistillinn birtist í gær og er svohljóðandi:

"Það er langt síðan ég hef sent Íslendingi línu, - ekki síðan vinur minn Jakob Ó. Pétursson hætti sem ritstjóri. En ástæðan fyrir því að ég sting niður penna núna er, að ég hitti gamlan vin minn og nafna niður í Hagkaupum. Honum var mikið niðri fyrir. "Ætlarðu að láta kjósa yfir okkur verðbólgustjórn?" spurði hann og bætti við: "Við þurfum á öllu að halda nema vinstri stjórn núna." Síðan rifjaði hann upp, að þegar hann fékk vörusendingu, teppastranga, í byrjun vikunnar, var búið að hækka verðið á föstudegi. Hann mátti ekki til þess hugsa að fá þetta ástand yfir sig á nýjan leik. En það er einmitt þetta sem fólk er að tala um og fólk óttast. Og ekki að ástæðulausu. Skoðanakannanir hafa verið mjög misvísandi og engan veginn tryggt, að ríkisstjórnin haldi velli. Að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn fái meirihluta á Alþingi. En Davíð Oddsson hefur lýst því yfir, að Sjálfstæðisflokkurinn fari ekki í þriggja flokka stjórn. Sporin hræða. Samfylkingin er mikill samtíningur flokksbrota, reikul í ráði auðvitað, en umfram allt vinstri sinnuð. Eða eins og Össur Skarphéðinsson sagði um Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur: "Ég vísaði þá til ummæla sem hún hafði sjálf viðhaft opinberlega, þar sem hún sagði það skýrt, að hún sæktist ekki eftir því að verða forsætisráðherra í þessum kosningum en tók það hins vegar fram að hún vildi verða forsætisráðherra í vinstri stjórn einhvern tíma í framtíðinni." Þetta var í sjónvarpsþætti 30. desember, þar sem Össur sá ástæðu til að árétta, að ekki kæmi til greina að Ingibjörg Sólrún yrði forsætisráðherraefni Samfylkingarinnar í kosningunum nú í vor. Hann skyldi verða það sjálfur og það stóð í viku. Það kemur ekki á óvart, að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir skuli sjá vinstri stjórn fyrir sér. Hún hefur alltaf verið vinstri sinnuð og Einar Karl Haraldsson, einn helsti ráðgjafi Samfylkingarinnar, er gamall ritstjóri Þjóðviljans eins og Össur Skarphéðinsson. Margrét Frímannsdóttir, Bryndís Hlöðversdóttir og Jóhann Ársælsson koma öll úr Alþýðubandalaginu, en á hinn bóginn fer lítið fyrir krötunum í forystusveit Samfylkingarinnar."

Siggi Kári leiðréttir fyrrverandi borgarstjóra
Í gær leiðrétti Sigurður Kári Kristjánsson frambjóðandi flokksins í RVK-norður, málflutning fyrrverandi borgarstjóri vegna OECD-skýrslunnar á heimasíðu flokksins. Orðrétt segir hann:

"Ingibjörg Sólrún Gísladóttir talsmaður Samfylkingarinnar, segir að ríkisstjórnin geti ekki sótt röksemdir fyrir skattastefnu sinni í nýútgefna skýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar. Þar sé mælt með því að lækka jaðarskatta en ekki almenna skatta og undir það taki Samfylkingin." Með þessum orðum hófst frétt í Ríkisútvarpinu í gærkvöldi og ekki verður hjá því komist að leiðrétta þann misskilning sem þarna kemur fram. Í skýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, er skýrum orðum mælt með „frekari lækkun skatthlutfalla", bæði til að auka framboð vinnuafls og draga úr útgjöldum ríkisins. Það sem þarna er um að ræða er vitaskuld lækkun almenna skatthlutfallsins sem einstaklingar greiða, en það er einmitt sú stefna sem Sjálfstæðisflokkurinn setti fram á landsfundi sínum. Að halda því fram að svo sé ekki stafar annað hvort af vísvitandi rangfærslum eða misskilningi á hugtakanotkun. Ekki ætla ég að halda því fram að Ingibjörg Sólrún vilji vísvitandi fara rangt með svo hér hlýtur að vera um misskilning að ræða. Misskilningurinn getur stafað af því að menn skilji ekki fyllilega hvað átt er við með orðunum skatthlutfalli og jaðarskatti, en staðreyndin er sú að í þessu tilviki er um sama hlut að ræða. Jaðarskattur er sá skattur sem menn greiða af síðustu krónunni sem þeir afla, sem er einmitt skatthlutfallið, 38,5% í ár. Það sem OECD mælir með er að lækka þetta skatthlutfall, þ.e.a.s. almenna skattinn. Því má svo bæta við að þeir sem vilja lækka skatta þurfa ekki að sækja röksemdir í skýrslu OECD og hafa ekki byggt tillögur sínar um skattalækkun á því sem þar kemur fram þó vissulega styðji skýrslan þessar tillögur. Rökin með skattalækkunum eru ekki síst þau almennu sjónarmið að hið opinbera eigi að halda sköttum sem lægstum og leyfa þeim sem skapa verðmætin að halda sem stærstum hluta verðmætanna í eigin vasa. Um þetta er grundvallarágreiningur í stjórnmálum, en stefna Sjálfstæðisflokksins er og hefur verið að innheimta sem lægsta skatta þó stefna sumra annarra sé önnur, bæði í orði og verki."

04 apríl 2003

Kosningabarátta sjálfstæðismanna í Norðausturkjördæmi hafin
Í dag hófst formlega kosningabarátta Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi. Nú þegar 36 dagar eru til kosninga blasir við að baráttan í kjördæminu verði snörp og hressileg. Í hádeginu í dag stóð Stafnbúi, félag nemenda við auðlindadeild Háskólans á Akureyri, fyrir árlegum skyrfundi sínum í mötuneyti háskólans á Sólborg. Gestur fundarins var Tómas Ingi Olrich menntamálaráðherra. Fundurinn hófst klukkan 12:30 með stuttu ávarpi menntamálaráðherra þar sem hann fór yfir stöðu menntamála og einkum nefndi hann málefni Háskólans og menntastofnana í Norðausturkjördæmi og þann árangur sem náðst hefði í menntamálum í stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins. Að ávarpi hans loknu báru nemendur og aðrir viðstaddir fram fyrirspurnir og svaraði ráðherra þeim greiðlega. Var fundurinn vel heppnaður og einkar gagnlegur. Kl. 17:00 var svo opnuð í Kaupangi við Mýrarveg á Akureyri, aðalkosningaskrifstofa Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar. Opnaði Halldór Blöndal forseti Alþingis og leiðtogi flokksins í kjördæminu, kosningabaráttu flokksins, með ítarlegu og góðu ávarpi til flokksmanna sem viðstaddir voru opnun skrifstofunnar. Ennfremur flutti menntamálaráðherra gott ávarp og hvatti flokksfélagana til dáða í baráttunni. Ennfremur fluttu Bergur Guðmundsson og Guðmundur E. Erlendsson Stórasandsrímur við mikla hylli, enginn vafi er á þeir félagar munu slá í gegn með þessu. Mikill fjöldi var samankominn við opnun kosningaskrifstofu flokksins og þáðu léttar veitingar og ræddu málin, kosningabaráttuna framundan og stjórnmálastöðuna almennt nú þegar rúmur mánuður er til alþingiskosninga. og var ekki annað að heyra en sjálfstæðismenn sem viðstaddir voru séu bjartsýnir um baráttuna framundan. Málefnastaða okkar er góð og listinn er vel skipaður. Það er engin spurning í okkar huga um að baráttan muni verða drengileg af okkar hálfu. Kjörorð okkar sjálfstæðismanna við þingkosningarnar í Norðausturkjördæmi 2003 er Blátt áfram! Áfram á sömu braut.

Frelsi.is opnar á ný - glæsileg vefsíða ungra sjálfstæðismanna
Kl. 17:00 í dag (á sama tíma og aðalkosningaskrifstofa Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi opnaði formlega), opnaði Davíð Oddsson forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, nýja Frelsisvefinn á fjölmennum fundi Heimdallar og SUS í Valhöll. 34 ungir sjálfstæðismenn, 16 stúlkur og 18 drengir, munu starfa við vefinn sem umsjónarmenn málefnaflokka en á vefnum eru níu undirsíður og er hver þeirra tengd umfjöllun um ákveðna málefnaflokka. Ritstjórar og ábyrgðarmenn vefsins verða Magnús Þór Gylfason formaður Heimdallar og Jón Hákon Halldórsson. Helga Árnadóttir og Ragnar Jónasson eru aðstoðarritstjórar vefsins. Vefurinn mun eftir breytingarnar verða þrískiptur. Þar verða sagðar fréttir úr stjórnmálunum, birtar greinar og pistlar ungra sjálfstæðismanna og tenglar á önnur sjónarmið sem birtast á öðrum vefmiðlum. Fram að kosningum verður vefurinn einnig kosningavefur ungra sjálfstæðismanna um allt land. Reynir Pálsson hönnuður hjá Nýjustu tísku og vísindum hannaði útlit vefsins og Hugsmiðjan sá um forritun en notast er við eplica vefumsjónarkerfið. Umsjónarmannahópurinn er skipaður af einvalaliði ungra sjálfstæðismanna. Í ritnefnd sem sjá um vefinn eru: Andrés Andrésson, Andri Óttarsson, Atli Rafn Björnsson, Ásgerður Ragnarsdóttir, Bjarney Sonja Ólafsdóttir, Bolli Thoroddsen, Friðjón R. Friðjónsson, Gísli Hauksson, Guðríður Sigurðardóttir, Guðrún Inga Ingólfsdóttir, Hafsteinn Þór Hauksson, Haukur Þór Hauksson, Helga Árnadóttir, Helga Baldvinsdóttir Bjargardóttir, Helga Lára Hauksdóttir, Hjörleifur Pálsson, Hrefna Ástmarsdóttir, Ingólfur Snorri Kristjánsson, Ingvi Hrafn Óskarsson, Jón Hákon Halldórsson, Kristinn Már Ársælsson, Magnús Þór Gylfason, Margrét Einarsdóttir, Margrét Leósdóttir, Ragnar Jónasson, Sesselja Sigurðardóttir, Sigurður Kári Kristjánsson, Sigþrúður Ármann, Snorri Stefánsson, Stefán Friðrik Stefánsson, Steinunn Vala Sigfúsdóttir, Svava Björk Hákonardóttir, Tinna Traustadóttir og Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir. Að auki skrifa fjölmargrir aðrir ungir sjálfstæðismenn reglulega pistla á vefinn. Framundan er spennandi kosningabarátta og greinilegt að ungir sjálfstæðismenn hafa eignast nýjan og frábæran vettvang fyrir skoðanir sínar. Frelsi.is mætir til leiks sterkari en nokkru sinni fyrr.

03 apríl 2003

Athyglisverðar skoðanakannanir DV
Mjög athyglisvert hefur verið að fylgjast með tveim skoðanakönnunum DV í vikunni. Á þriðjudag birtist könnun á fylgi flokkanna á landsvísu en í dag var litið á stöðuna í borgarkjördæmunum tveim. Í fyrri könnuninni tapaði Samfylkingin verulegu fylgi frá könnun blaðsins í marsmánuði, einkum á höfuðborgarsvæðinu, meðan aðrir flokkar bæta við sig fylgi. Frjálslyndir bæta hlutfallslega langmestu við sig og ná í könnuninni 3 mönnum á þing. Sjálfstæðisflokkur bætir örlítið við sig fylgi. Fylgi flokkanna er í könnuninni afar svipað kjörfylginu fyrir fjórum árum. Núverandi ríkisstjórn stendur traustum fótum. Af þeim sem afstöðu tóku sögðust 15% kjósa Framsóknarflokkinn, 42,7% Sjálfstæðisflokk, 5,6% Frjálslynda, 27,1% Samfylkingu og 9,4% VG. Í könnuninni sem birtist í dag er fylgistap Samfylkingarinnar í borginni staðfest og ennfremur kemur fram veik staða Framsóknar í þessum kjördæmum. Samkvæmt henni, fær Framsókn ekki mann kjörinn í borginni og Halldór Ásgrímsson og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir ná ekki kjöri. Sjálfstæðisflokkurinn fær 6 menn kjörna í norðurkjördæminu, samkvæmt könnuninni og 5 menn í suðurkjördæminu. Samfylkingin fengi fjóra menn í hvoru kjördæmi, Vinstrihreyfingin - grænt framboð er með einn mann í hvoru og Frjálslyndi flokkurinn kemur manni að í Reykjavík suður. Samtals sögðust 6,8% kjósenda í kjördæmunum báðum ætla að kjósa Framsóknarflokkinn, 45,5% Sjálfstæðisflokk, 29,2% Samfylkinguna, 8% Frjálslynda flokkinn og 9,7% VG. Þetta eru mjög athyglisverðar niðurstöður og ljóst að gangi þetta eftir muni leiðtogakreppa verða innan Framsóknar og Samfylkingarinnar, enda forystufólk þeirra ekki kjörin á þing.

02 apríl 2003

Góð skýrsla OECD um efnahag Íslendinga
Fram kemur í viðamikilli skýrslu frá Efnahags- og framfarastofnuninni OECD að miklar framfarir hafi orðið í efnahagsmálum Íslendinga á síðasta áratug. Tekist hafi á ótrúlega skömmum tíma að draga úr ójafnvægi og þenslu sem myndaðist við ofhitnum efnahagskerfisins og undirstriki það aukna aðlögunarhæfni hagkerfisins. Að auki hafi þetta tekist án þess að alvarlegur samdráttur kæmi í kjölfarið og nú virðist hægur bati framundan. Segir stofnunin að þennan árangur megi rekja til þeirra breytinga á efnahagsstefnu í átt til aukins stöðugleika og markaðsvæðingar á síðasta áratug. Stofnunin segir þó að ýmis þýðingarmikil verkefni séu framundan. Á næstu árum sé útlit fyrir aukna eftirspurn vegna álvers- og virkjanaframkvæmda og tilheyrandi opinberra framkvæmda. Stjórnvöld verði að grípa til viðeigandi ráðstafana í peningamálum því annars sé hætta á ofþenslu og miklum viðskiptahalla sem nú hafi tekist að vinna bug á. Þörf sé á aðhaldssamri peningamálastefnu þegar framkvæmdirnar eru í hámarki, einkum hvað varðar opinber útgjöld. Þá segir stofnunin að þótt ríkisútgjöld séu í mun betra horfi nú en áður sé enn rúm fyrir endurbætur til að nýta betur opinbert fjármagn. Er m.a. vísað til þess að sveitarfélög hafi fengið í hendur aukin verkefni en ekki tekist nægilega vel að standast kröfur um aukna þjónustu og launakröfur starfsmanna og ríkinu. OECD segir að byggðastefna ríkisins sé ekki nægilega gegnsæ og afskipti ríkisins af húsnæðiskerfinu séu óhagkvæm. Hvatt er til þess að einkavæðing fjarskiptafyrirtækja verði ekki slegið lengur á frest og flýta þurfi einkavæðingu raforkukerfisins. Þá segir stofnunin að aukin markaðsvæðing landbúnaðarkerfisins bæta hag neytenda og aðhaldssöm fiskveiðistefna muni greiða fyrir bættri nýtingu fiskistofna. Slíkar aðgerðir ásamt virkri stjórnun peningamála ættu að tryggja að lífsgæði á Íslandi verði áfram mikil í hlutfalli við önnur aðildarríki OECD. Með þessu sannast hversu vel Íslendingar standa og greinilegt að núverandi ríkisstjórn hefur haldið vel á málum.

01 apríl 2003

Kraftur og samstaða einkenndu landsfundinn - kröftug ræða Davíðs
Um helgina var haldinn í Laugardalshöll, 35. landsfundur Sjálfstæðisflokksins. Bar hann yfirskriftina Áfram Ísland. Er óhætt að segja að kraftur og samstaða flokksmanna hafi einkennt fundinn umfram allt annað. Andinn var góður og góð stemmning. Fundurinn hófst á fimmtudag með frábærum söng Hamrahlíðarkóranna undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur, og gladdi hann bæði eyru og augu fundargesta sem voru á annað þúsund. Að því loknu flutti Davíð Oddsson forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, setningarræðu sína. Þar fór hann yfir stöðu stjórnmálanna í dag og alþjóðamál. Þar kom fram að sjálfstæðismenn vildu á næsta kjörtímabili lækka tekjuskatt um 4% á næsta kjörtímabili, afnema eignarskatt, lækka um helming virðisaukaskatt á matvæli, bækur, húshitun, rafmagnskostnað og öðru sem tilheyri lægri virðisaukaskattsþrepinu, hækka barnabætur um 2000 milljónir króna, lækka öll skattþrep erfðafjárskatts og auka skattfrelsi vegna viðbótar framlaga í lífeyrissparnað. Eins og Davíð benti á hafa sjálfstæðismenn hingað til ekki lofað beinum skattalækkunum fyrir kosningar en hafa þó lækkað þá samt. Það þýddi að hér væri um bein loforð okkar að ræða, sem við myndum efna ef við fengjum til þess styrk. Því mætti fullkomlega treysta. Sjálfstæðismenn væru nefnilega ekki aðeins umræðustjórnmálamenn heldur fyrst og síðast athafnastjórnmálamenn. Davíð sagði að Sjálfstæðisflokkurinn hefði aldrei nokkru sinni áður gengið svona langt með loforð um skattalækkanir og þeim mætti treysta. Nú er lag, sagði hann og tók fram að skattalækkunartillögurnar yrðu lögfestar í einu lagi á fyrsta haustþingi eftir alþingiskosningarnar í vor, þar sem ákveðnar dagsetningar yrðu tilgreindar um hvenær breytingarnar tækju gildi á kjörtímabilinu. Er ánægjulegt að skattar verði lækkaðir og fylgt eftir góðri stefnu flokksins í skattamálum.

Davíð sagði jafnframt að sjálfstæðismenn horfðu til framtíðar og sagði að í fyrsta lagi að nú væri lag til að lækka skatta svo um munaði, í öðru lagi að hægt væri að treysta nýja sókn fólks og fyrirtækja innan lands og utan vegna þess umhverfis sem hefur verið skapað og væri verið að skapa. Í þriðja lagi að hægt væri að tryggja áfram, með ábyrgri stjórn, góða afkomu ríkissjóðs með enn minnkandi skuldum og lægri vaxtagreiðslum. Í fjórða lagi að hægt væri að styrkja stöðu eldri borgara með afnámi eignaskatts og með því að fylgja eftir samningum við samtök þeirra og með því að auka hjálp til þeirra sem búa á eigin heimilum og efla hjúkrunarheimilisþáttinn verulega svo sem þegar hafa verið lögð drög að. Í fimmta lagi að hægt væri að treysta öflugt atvinnustig með því að fylgja eftir þeirri afstöðu sem ríkisstjórnin hefur haft til fjárfestinga í landinu og með því að tryggja skattaumhverfi sem laðaði fjárfesta að. Í sjötta lagi að við gætum enn eflt menntunarstigið og aukið metnað á því sviði og bætt ytri aðstöðu menntunar um land allt, ekki síst framhaldsmenntunar. Í sjöunda lagi að við gætum eflt og aukið það orðspor sem af okkur færi, að við værum eitt umhverfisvænsta þjóðfélag í víðri veröld. Í áttunda lagi að við gætum komið í veg fyrir að ábyrgðarlaus öfl myndi grafa undan meginstoðum íslensks atvinnulífs. Í níunda lagi að við gætum enn aukið hlut einstaklinganna á kostnað ríkisvaldsins og hins opinbera. Í tíunda lagi gætum við farið úr sjöunda sæti á listanum yfir þau lönd heims þar sem er eftirsóknarverðast að búa, samkvæmt sérstöku mati Sameinuðu þjóðanna, í topp sætin ef rétt væri á málum haldið. Íslenska ríkisstjórnin hefði gert það sem væri rétt og ærlegt og myndi halda áfram á sömu braut. Davíð fjallaði um stríðið í Írak og sagði að Íslendingar hefðu tekið afstöðu í því máli með írösku þjóðinni og gegn einræðisherranum sem bæri ábyrgð á hundruð þúsunda mannslífa. Sagðist hann vona að Íslendingar myndu ætíð hafa burði og styrk til að taka afstöðu með lögreglu og slökkviliði þegar kæfa þyrfti elda sem brenna á saklausum og góma þurfi brennuvarga sem valdið hafi hörmungum og skaða.

Áfram Ísland - velheppnaður fundur sjálfstæðismanna
Dagskrá landsfundarins var þéttskipuð og mikið um að vera. Að lokinni setningarathöfninnivar haldið í Valhöll þar sem ungir sjálfstæðismenn af landsbyggðinni voru með boð. Var þar mikið fjölmenni og frábær stemmning ríkjandi og skemmti fólk sér fram eftir nóttu. Á föstudeginum hófst dagskráin með fyrirspurnartíma ráðherra Sjálfstæðisflokksins, þar sem fundargestir báru fram spurningar og forystumenn flokksins í ríkisstjórn svöruðu. Að því loknu héldu fulltrúar Norðausturkjördæmis í Ársal á Hótel Sögu, þar sem var hádegisverður kjördæmafélaganna. Hin kjördæmin voru á öðrum stöðum með sína hádegisfundi. Þar var snædd súpa og afbragðsgóður karfi og fluttu forystumenn flokksins í kjördæminu og formaður kjördæmisráðsins þar góð ávörp. Um tvöleytið hófst dagskrá á ný í Laugardalshöll. Þá flutti Kjartan Gunnarsson framkvæmdastjóri flokksins skýrslu um flokksstarfið frá landsfundinum 2001. Að því loknu flutti Einar Kristinn Guðfinnsson alþingismaður, framsögu um stjórnmálaályktun fundarins og fylgdi í kjölfarið umræður um hana. Kl. 15:30 ræddi ungt fólk um framtíð Íslands. Það voru Áslaug Hulda Jónsdóttir grunnskólakennaranemi við Kennaraháskóla Íslands, Birgir Stefánsson viðskiptafræðinemi við Viðskiptaháskólann á Bifröst, Heiðrún Lind Marteinsdóttir laganemi við Háskólann í Reykjavík, Steinunn Vala Sigfúsdóttir byggingarverkfræðinemi við Háskóla Íslands og Sverrir Haraldsson sjávarútvegsfræðinemi við Háskólann á Akureyri, sem fjölluðu um viðhorf hinna ungu og voru ræður þeirra bæði áhugaverðar og virkilega skemmtilegar. Mjög vel heppnað hjá þeim. Voru kraftmiklar umræður um ræðu þeirra og sérstaklega fannst mér gott þegar Björn Bjarnason fyrrv. menntamálaráðherra, fór í ræðustól og ræddi þessi mál og áherslur vegna t.d. einkaskóla sem munu verða kæfðir ef vinstrimenn komast að völdum, eins og gerst hefur áður þegar vinstrimenn hafa ráðið för. Ræða Björns var virkilega góð.

Kl. 18:00 á föstudeginum hófust fundir starfshópa á landsfundinum og stóðu til kl. 20:00. Ákvað ég að fara í menningarmálanefnd sem var stýrt kröftuglega af Gísla Marteini Baldurssyni. Þar voru góðar umræður og skipst á skoðunum af miklum krafti og varð niðurstaðan góð. Nokkrir liðir voru felldir út og gerðar sumsstaðar orðalagsbreytingar, ályktunin varð endanlega mjög góð og niðurstaða komst í málið fyrir átta sem telst góður árangur, enda oft verið tekist harkalega á. Voru núverandi og fyrrverandi menntamálaráðherra sáttir við niðurstöðuna og ánægðir með skjót vinnubrögð okkar í nefndinni. Gísli stjórnaði þessu eins og fyrr segir vel og tók þetta föstum tökum og var lendingin góð. Kl. 20:30 var haldið í Rúgbrauðsgerðina þar sem sjálfstæðismenn í Norðaustri voru með boð fyrir sína fulltrúa og var þar góð stemmning og andrúmsloftið magnað að hætti norðan- og austanmanna. Um tíuleytið hélt ég í Akogessalinn að Sóltúni 3. Þar voru ungir sjálfstæðismenn með boð og var þar góð stemmning og málin rædd og skemmt sér saman. Á laugardeginum hófst dagskráin með fundum starfshópa og ákvað ég að fara í utanríkismálanefnd og ræddi þar málin við flokksfélaga og komust við að góðri niðurstöðu. Eftir hádegið hófst afgreiðsla ályktana og fyrst voru borin fram drög okkar í menningarmálanefnd og flutti Gísli Marteinn góða ræðu þegar hann gerði grein fyrir niðurstöðunum. Var mikil sátt við tillögur okkar og hún samþykkt nær einróma. Um sexleytið var hlé gert á umræðum um ályktanirnar og fór fólk að taka sig til fyrir landsfundarhófið. Það hófst kl. 19:30 á Hótel Íslandi. Skemmtiatriðin voru góð og fór Jóhannes Kristjánsson sérstaklega á kostum þegar hann fór í gervi t.d. forseta Alþingis, landbúnaðarráðherra og forseta Íslands. Hápunkturinn var þegar Jóhann Friðgeir Valdimarsson tók nokkur lög, þ.á.m. eitt með Geir H. Haarde fjármálaráðherra. Að landsfundarhófinu loknu var dansað og skemmt sér fram eftir nóttu. Á sunnudeginum voru ályktanir afgreiddar og forystan kjörin. Í miðstjórn voru kjörnar sex konur, og þar af voru Birna Lárusdóttir og Tinna Traustadóttir með sérstaklega góða kosningu. Ánægjulegt var að Magnús Þór náði kjöri á ný í miðstjórnina. Forystan var nær einróma endurkjörin og hlaut formaðurinn gott endurkjör. Hefur enginn verið kjörinn með svo mörgum atkvæðum á landsfundi sem formaður flokksins. Að fundinum loknum héldu sjálfstæðismenn sáttir til síns heima. Samstaða okkar er mikil og stefnan sett á góðan kosningasigur 10. maí. Áfram Ísland - áfram á réttri braut.