Heitast í umræðunniAðalfundur Varðar, fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík var haldinn í dag í Sunnusal Hótels Sögu. Í upphafi aðalfundarins flutti Davíð Oddsson forsætisráðherra, ávarp. Í máli hans kom fram að samruni á borð við samruna Fréttar og Íslenska útvarpsfélagsins í gær væri hvergi leyfður þar sem hann þekkti til. Hér væru hinsvegar engar slíkar reglur og að bíða þyrfti niðurstöðu nefndar menntamálaráðherra sem fjallaði um þessi mál áður en ákveðið væri með lagasetningu í þessum efnum. Davíð sagði ekki óeðlilegt að Alþingi og ríkisvald gripu inn í þessi mál en ekki væri tímabært að ræða með hvaða hætti það yrði. Samhliða aðalfundi Varðar var opinn fundur þar sem rætt var um hvort þörf væri á lögum um myndun og uppbrot hringa í viðskiptum. Meðal þeirra sem tók þátt í þeim fundi var Björn Bjarnason dómsmálaráðherra. Hann flutti athyglisverða ræðu og sagði í henni: "Stundum rjúkið þið upp til handa og fóta og ætlið að hreinsa til hjá ykkur. Og þið vitið hvernig á að hreinsa húsin ykkar, en þau verða ekki hrein þótt þið hreinsið eitt hornið í hólf og gólf. Ef þið hreinsið ekki allt húsið, verður hornið strax aftur kámugt. Það er enginn þrifnaður. En til að hreinsa allt húsið, þyrftuð þið að byrja á aganum. Göthe skilgreindi þetta vel þegar hann sagði að hætta yrði að líta á aga sem skerðingu á einstaklingsfrelsi. Agi gerir ykkur kleift að ná árangri, sem þið getið ekki náð án aga. Hann gerir ykkur kleift að ná árangri, án þess að móðga fólk - eða eins og hann sagði: Fullkomið frelsi fæst með því að hlýða öllum reglum.“
Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra, hefur tjáð sig mikið í fjölmiðlum í dag um SPRON málið. Hún hefur í bréfi krafið stjórn SPRON um svör við fjölda spurninga um lögmæti sjóðsins. Með vísan í lög um fjármálafyrirtæki tekur hún fram í bréfi sínu til stjórnar SPRON að ráðherra geti krafist allra gagna hjá sjálfseignarstofnun og gefið stjórnarmönnum eða framkvæmdastjóra þar með bein fyrirmæli. Í bréfi sínu rekur ráðherra þær ákvarðanir sem teknar hafa verið um framtíð Sparisjóðsins, m.a. að KB banki kaupi alla þá hluti í SPRON sem SPRON sjóðurinn sé eigandi að gangi hlutafélagsvæðing SPRON eftir. Í kjölfar þess að hafa í bréfinu rakið fjölda lagagreina er lúta að slíkum málum segir ráðherra að hún íhugi að grípa til aðgerða vegna samnings SPRON-sjóðsins við bankann. Hún segir að ráðherra geti krafist allra gagna lögum samkvæmt til að geta rækt störf sín að lögum. Ráðherra geti gefið stjórnendum sjálfseignarstofnunar bein fyrirmæli um að bæta úr málum og ráðherra geti ennfremur lagt á dagsektir, vanræki þeir skyldur sínar samkvæmt ákvörðunum ráðherra. Á þessu stigi vill ráðherra ekki svara því hvort SPRON og eða sjóðurinn séu að brjóta lög með gjörðum sínum, aðeins að með bréfinu sé hún að leita eftir svörum við spurningum.
Stjórnmálafundur á Hótel KEA - þorrablótSjálfstæðisfélag Akureyrar stóð fyrir opnum stjórnmálafundi, kl. 14:00 í dag á Hótel KEA. Gestir fundarins voru Geir H. Haarde fjármálaráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, og eiginkona hans, Inga Jóna Þórðardóttir fyrrum leiðtogi borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins. Flutti Geir ítarlega framsögu í upphafi fundar og fór yfir ýmis hitamál samtímans í stjórnmálaheiminum. Einkum var farið yfir málefni kjördæmisins, skattamál og þau verk sem almennt við blasa ríkisstjórn landsins á kjörtímabilinu. Að lokinni framsöguræðu ráðherra var opnað fyrir fyrirspurnir úr sal. Komu margir fundarmenn fram með athyglisverðar spurningar og var víða farið yfir málefnin á tæplega tveggja klukkustunda löngum fundi. Fundarstjóri, Þorvaldur Ingvarsson formaður Sjálfstæðisfélags Akureyrar, stýrði fundinum af röggsemi. Alþingismenn kjördæmisins, Halldór Blöndal forseti Alþingis, og Arnbjörg Sveinsdóttir, voru bæði viðstödd fundinn og ennfremur Tómas Ingi Olrich fyrrverandi menntamálaráðherra, og þingmaður okkar Eyfirðinga í tæp 13 ár. Í lok fundar færði fundarstjóri Tómasi þakkir fyrir gott starf sitt í þágu kjósenda sinna á þingi og á ráðherrastóli. Í kvöld verður svo þorrablót okkar sjálfstæðismanna á Akureyri, og eru heiðursgestir á blótinu, þau Geir og Inga Jóna.
Afmæli - kvikmyndirSeinnipartinn í gær héldum við til Dalvíkur, fórum í afmælisveislu góðs félaga útfrá sem ég hef lengi þekkt. Vorum þar langt fram á kvöld og átti ég gott spjall við vini og kunningja og var þetta virkilega gott samkvæmi og vel heppnað. Er inneftir var komið héldum við á vídeóleiguna í Undirhlíð en ég hafði pantað spólu til að horfa á. Er heim var komið horfðum við á hina mögnuðu ævintýramynd Pirates of the Caribbean. Litríkt ævintýri sem gerist á 17. öld þegar sjóræningjarnir skunduðu um Karíbahafið. Hér segir frá sjóræningjanum Jack Sparrow sem tekur höndum saman við Will Turner til að bjarga unnustu Wills, Elizabeth Swann dóttur ríkisstjórans, Weatherby Swann, og fjársjóði. Ætlun þeirra er að stöðva illar áætlanir óvinveittra sjóræningja undir forystu Barbossa. Mun þeim takast ætlunarverk sitt? Johnny Depp hefur sjaldan verið betri en í þessu hlutverki hins drykkfellda sjóræningja og á stórleik, smellpassar í þennan karakter og hlaut að launum tilnefningu til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn. Sama má segja um óskarsverðlaunaleikarann Geoffrey Rush (Shine) sem er eftirminnilegur í hlutverki Barbossa (skemmtilega illkvittnislegur) og fer sem ávallt fyrr á kostum, frábær leikari. Orlando Bloom, Keira Knightley og Jonathan Pryce fara einnig vel með sitt. Góður hasar og magnaðar tæknibrellur eru einnig aðall myndarinnar. Pjúra skemmtun frá upphafi til enda og ætti að vera sannkallað augnakonfekt fyrir alla sanna kvikmyndaunnendur.
Vefur dagsins
Nýlega var vefur Stjórnarráðsins opnaður á ný eftir smávægilegar breytingar. Vefurinn var opnaður fyrst af forsætisráðherra í Þjóðarbókhlöðunni 22. mars 2001. Sú breyting hefur nú verið gerð að hvert ráðuneyti fær eigin slóð í undirvef Stjórnarráðsvefsins, en eftir sem áður er vefurinn rekinn sem ein heild allra ráðuneyta. Ómissandi vefur sem ég nota oft.
Snjallyrði dagsins
You talkin' to me?
Travis Bickle í Taxi Driver
Heitast í umræðunni
Á sama blaðamannafundi var tilkynnt formlega um miklar skipulagsbreytingar hjá Norðurljósum, einkum innan Íslenska útvarpsfélagsins, sjónvarpsrekstri Norðurljósa. Sigríður Árnadóttir varafréttastjóri á Fréttastofu Ríkisútvarpsins,
Seinustu vikuna hafa staðið yfir stjórnarmyndunarviðræður í Færeyjum, en þingkosningar voru þar 20. janúar. Umboð til stjórnarmyndunar fékk Johannes Eidesgaard formaður Jafnarmannaflokksins. Lisbeth Petersen sem var formaður Sambandsflokksins, stærsta flokks landsins, sagði af sér í kjölfar kosninganna, vegna fylgistaps flokksins, er verið hefur í stjórnarandstöðu seinustu ár. Stjórnarmyndunarviðræður hófust á milli Jafnaðarmannaflokksins, Sambandsflokksins og Fólkaflokks Anfinns Kallsbergs lögmanns. Í gær var lokið við að semja stjórnarsáttmálann og hafið að ræða skiptingu embætta. Fólkaflokkurinn hefur barist fyrir því að Anfinn verði áfram lögmaður. Hafa hinir flokkarnir ekki séð sér fært að fallast á að svo verði. Óvíst er því hver endanleg skipting embætta í stjórninni verður eða hvort Anfinn verður í stjórninni, vegna andstöðu annarra flokka. Mikið er þó til þess að vinna að þessi stjórnarmyndun gangi eftir svo Þjóðveldisflokkur Högna Hoydal verði í stjórnarandstöðu næstu árin.
Svona er frelsið í dag
Dægurmálaspjallið
Kvikmyndir
Heitast í umræðunni
Þing kom saman í gær, að nýju eftir jólaleyfi. Hófust umræður þar á utandagskrárumræðu um ástandið í Írak. Málshefjandi var
Á sama þingfundi svaraði
Svona er frelsið í dag
Dægurmálaspjallið
Kvikmyndir
Heitast í umræðunni
Svona er frelsið í dag
Kvikmyndir
Grein á Heimssýn - vefurinn
Heitast í umræðunni
Eins og fyrr segir voru tilnefningar til leikflokkanna margar hverjar bæði óvæntar og komu á óvart. Margir þeirra sem taldir voru öruggir um tilnefningar náðu ekki inn. Tilnefndir sem leikari í aðalhlutverki eru:
Íslendingar eru úr leik á Evrópumótinu í handknattleik, eftir jafntefli við Tékka á sunnudag. Óhætt er að fullyrða að þátttaka Íslendinga á Evrópumeistaramótinu hafi verið ein sorgarsaga. Liðið komst ekki úr riðlakeppninni, urðu neðstir í sínum riðli og unnu engan leik, gerðu eitt jafntefli en töpuðu tveim leikjum. Langt er altént síðan að Íslendingum hefur gengið svo illa á stórmóti í handbolta. Mér fannst leikur liðsins á mótinu vera dapur. Margir lykilmanna stóðu ekki undir væntingum og ljóst að margt er að í leik liðsins. Ólympíuleikarnir eru framundan, þar gefst Íslendingum færi á að ná sér á strik og sanna mátt sinn. Mikilvægt er að liðið byggi sig upp og fái tækifæri til að vinna sig úr erfiðleikum. Það gerir illt verra að skipta um þjálfara á þessum tímapunkti. Þjálfarinn á að fá að klára sitt verk áður en dæmt verður að fullu um hans verk.
Svona er frelsið í dag
Tónlist - bækur
Heitast í umræðunni - pistill Björns
Sjónvarpsmyndin
Í
Sunnudagspistillinn
Gestapistillinn
Svona er frelsið í dag
Mikið hefur verið fjallað opinberlega um valdaátökin innan Samfylkingarinnar. Hafa þau blasað við öllum eftir að borgarfulltrúi R-listans missti borgarstjórastól sinn og fór í þingframboð, og ekki síður eftir þingkosningarnar, en borgarfulltrúinn náði eins og kunnugt er ekki kjöri til þings. Í grein Ritinu, tímariti Hugvísindastofnunar Háskólans, fjallar Birgir Hermannsson um árið 2003 innan Samfylkingarinnar og kosningabaráttuna. Fer hann mjög yfir stöðu Ingibjargar Sólrúnar og Össurar og valdatafl þeirra á milli. Greinin er góð lesning og gott innlegg í umræðuna frá manni innan Samfylkingarinnar á stöðu mála þar. Hann dæmir þar Borgarnesræðurnar misheppnaðar, stöðu Ingibjargar innan framboðsins misreiknaða frá upphafi og mikil mistök hafi verið gerð við skipulagningu hennar. Mjög athyglisverð grein.
Kvikmyndir
Sjónvarpsgláp
Heitast í umræðunni
Íslensku bókmenntaverðlaunin voru afhent á Bessastöðum í gær í fimmtánda skipti, af
Ísraelski kaupsýslumaðurinn David Appel, var í vikunni ákærður fyrir tilraun til þess að bera fé á
Svona er frelsið í dag
Kvikmyndir
Tónlist - bækur

