Heitast í umræðunni
Óskarsverðlaunin verða afhent í Los Angeles í nótt í 76. skipti. Almennt er talið að The Lord of the Rings: The Return of the King muni sópa að sér verðlaunum. Hún er tilnefnd til alls 11 verðlauna. Bandarískur almenningur er þeirrar skoðunar, að hún eigi skilið að hljóta Óskarsverðlaun fyrir bestu kvikmynd ársins. Í könnun sjónvarpsstöðvarinnar ABC sögðu 42% að hún ætti að vinna. 16% þátttakenda nefndu Seabiscuit, 11% nefndu Mystic River, í kjölfarið komu Lost in Translation og Master and Commander. ABC hefur gert kannanir á borð við þessa undanfarin 8 ár en þá hefur engin mynd fengið afgerandi stuðning, heldur margar verið með svipað fylgi. Ég ákvað venju samkvæmt að spá fyrir um úrslitin. Þetta hef ég gert seinustu 10 árin og oft haft rétt fyrir mér, t.d. hef ég í 9 skipti spáð rétt um hvaða mynd hljóti óskarinn sem besta mynd ársins og aðeins einu sinni haft rangt fyrir mér, 1999 spáði ég að Saving Private Ryan myndi vinna, en hún tapaði fyrir hinni ofmetnu Shakespeare in Love. Þessu sinni spái ég að Hringadróttinssaga vinni fyrir bestu kvikmynd ársins og að leikverðlaunin fari til Sean Penn, Charlize Theron, Tim Robbins og Renée Zellweger. Ég tel ennfremur að Hringadróttinssaga verði sigurvegari kvöldsins með 7-9 verðlaun, hið minnsta. Í óskarsspá minni spái ég henni 9 styttum. Hugsanlega gæti hún náð að slá met myndarinnar Gigi frá 1958 sem vann 9 verðlaun og tilnefnd til 9. Allavega er enginn vafi er á að hún á eftir að sópa til sín óskurum. Framundan er spennandi kvöld. Venju samkvæmt verður vakað fram eftir nóttu og horft á verðlaunaafhendinguna.
Í gær birtist grein eftir Björn Bjarnason dómsmálaráðherra, í Morgunblaðinu. Í greininni leit hann til forsetaembættisins í ljósi umræðna um hið milliliðalausa lýðræði og spurninguna um það, hvort forsetinn geti skotið málum til þjóðarinnar. Í pistlinum segir: "Veik stoð embættis forseta Íslands eru þau fátæklegu rök, sem gjarnan eru notuð til að mæla því bót. Það er embættinu ekki styrkur, að gripið sé til þess að skýra inntak þess á allt annan veg en stenst nákvæma athugun. Í því skyni er það kallað "öryggisventill", af því að forsetinn geti upp á sitt eindæmi sett Alþingi stólinn fyrir dyrnar og skotið lögum undir atkvæði þjóðarinnar. Embætti forseta Íslands verður 60 ára 17. júní 1944 og á þessum 60 árum hefur aldrei reynt á þetta synjunarvald og allt, sem sagt er um, að kannski hafi staðið til að beita því, eru órökstuddar vangaveltur eða getsakir. Séu menn þeirrar skoðunar, að nauðsynlegt sé að hafa þann öryggisventil vegna samþykkta Alþingis, að skjóta megi ákvörðunum þess til þjóðaratkvæðagreiðslu, ættu þeir að hefjast handa við að lögfesta ákvæði um hann á skýran og ótvíræðan hátt. Óljós öryggisventill er verri en enginn, en með stjórnarskrá og lögum er unnt að ákveða, að við vissar aðstæður sé skylt að bera löggjafarmálefni undir atkvæði þjóðarinnar." Í helgarpistlinum fjallar Björn hinsvegar um sigur Vöku í háskólakosningunum, sigur frjálshyggjunnar, ESB og varnarmál.
Sunnudagspistillinn
Að þessu sinni fjalla ég um ráðherrahrókeringar sem verða í ríkisstjórninni í september, þá blasir við að forsætisráðherraskipti verða og uppstokkun í ráðherraliði beggja flokka og tilfærslur á ráðherrum samhliða því. Fer ég yfir stöðu mála nú þegar umræða um hrókeringarnar eru komnar í hámæli. Óháð því hvað Davíð Oddsson ákveður að gera í haust er hann lætur af embætti forsætisráðherra er alveg ljóst að vandinn í þessari uppstokkun er ekki okkar megin í Sjálfstæðisflokknum, heldur í Framsóknarflokknum þar sem verður raunverulegur slagur milli fólks. Hann er reyndar þegar hafinn af miklum látum með yfirlýsingum í vikunni í kjölfar fréttaskýringarþáttarins Í brennidepli, þar sem farið var yfir ráðherrakapal flokkanna. Ennfremur fjalla ég í sunnudagspistlinum um sterka stöðu frjálshyggjunnar í íslensku samfélagi seinustu árin og minnist á merkisafmæli ritsins "Uppreisn frjálshyggjunnar". Að lokum fjalla ég um opnun nýs vefs SUS sem opnaði á föstudag.
Kvikmyndir
Horfði í gærkvöldi enn einu sinni á hið magnaða meistaraverk Martin Scorsese, Goodfellas. Það var árið 1990 sem Scorsese gerði þessa eftirminnilegustu og stórbrotnustu kvikmynd sína. Goodfellas er mögnuð mafíumynd sem er byggð á sannri sögu írsks-ítalsks bófa sem frá bernsku á sér þann draum heitastan að verða gangster. Og fyrr en varir er hann kominn í réttan félagsskap víðsjárverðra glæpamanna. Þar hefst þriggja áratuga tímabil auðgunarglæpa, manndrápa, peningaflóðs og ekki síst glæsilegs Hollywoodlífsstíls, sem endar að lokum með því að allir eru á varðbergi og hugsa um það eitt að bjarga eigin skinni. Meistari Scorsese segir söguna af einstökum mikilleik og ekki síst gráglettni, sóðaskapur innihaldsins kemur aðeins fram í örfáum sprungum sem bresta í rómantíska drauminn. Og ekki má gleyma sannkölluðum stórleik þeirra snillinga sem hér eru saman komnir og fara hreint á kostum, nægir þar að nefna þá Robert De Niro (sem vann hér með Scorsese í sjötta skiptið), Ray Liotta, Paul Sorvino og Joe Pesci sem hlaut óskarinn fyrir magnaðan leik sinn. Scorsese hlaut tilnefningu fyrir leikstjórn sína og myndin var einnig tilnefnd sem besta mynd ársins 1990. Eðalmynd, sem verður enn betri með hverju árinu. Snilld!
Dagurinn í dag
* 1884 Fjallkonan, blað Valdimars Ásmundssonar, kom út í fyrsta skipti
* 1940 Kvikmyndin Gone with the Wind hlýtur átta óskarsverðlaun - ein besta mynd aldarinnar
* 1968 Flóð í Ölfusá með jakaburði - einhver mestu flóð á Íslandi á 20. öld
* 1984 Pierre Trudeau tilkynnir afsögn sína sem forsætisráðherra Kanada, eftir 16 ára valdaferil
* 1992 Haldið upp á það að íbúar Reykjavíkur voru orðnir fleiri en 100.000 manns
Snjallyrði dagsins
Whenever I despair, I remember that the way of truth and love has always won. There may be tyrants and murderers, and for a time, they may seem invincible, but in the end, they always fail. Think of it: always.
Mahatma Gandhi í Gandhi
Heitast í umræðunni
Ásakanir sem fram komu í vikunni þess efnis að breska stjórnin hafi látið hlera skrifstofu Kofi Annan framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, í aðdraganda Íraksstríðs, þykja draga enn frekar úr trúverðugleika ríkisstjórnar Tony Blair. Hefur nú verið upplýst að tveir seinustu vopnaeftirlitsmenn Sameinuðu þjóðanna, voru einnig hleraðir í starfi. Richard Butler, sem gegndi starfi vopnaeftirlitsmanns Sameinuðu þjóðanna frá 1997 til 1999, segist hafa vitað að fjögur ríki í öryggisráðinu; Bretar, Frakkar, Bandaríkjamenn og Rússar, hafi fylgst með símtölum hans. Þá greindi útvarpsstöðin ABC í Ástralíu frá því að samkvæmt heimildum áströlsku leyniþjónustunnar hefðu samtöl Hans Blix ennfremur verið hleruð. Hvað varðar ásakanir Clare Short um að Bretar hafi hlerað skrifstofu framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna þá geta SÞ ekki sett ofan í við bresku stjórnina. Njósnirnar hafa engar lagalegar afleiðingar þótt hlerun sé brot á alþjóðalögum og stofnunin sé friðhelg. Líklegast er að Blair forsætisráðherra, muni komast hjá því að axla ábyrgð; hann hafi sagt ummæli Shorts ábyrgðarlaus en hafi þó ekki neitað þeim.
Góður föstudagur
Kvikmyndir
Heitast í umræðunni
Umdeild kvikmynd Mel Gibson um síðustu klukkustundirnar í lífi Jesú Krists, var frumsýnd í vikunni. Myndin fær fremur slæma dóma gagnrýnenda og hefur þegar vakið mikil og sterk viðbrögð kirkjunnar manna og trúarsamtaka af ýmsum toga. Það hafa einkum verið þrýstihópar gyðinga sem gagnrýnt hafa myndina og lýst yfir því að þeir óttist að hún ýti undir gyðingahatur vegna þess að í henni sé gefið í skyn að gyðingar hafi borið ábyrgð á dauða Krists. Gagnrýnendur sem mislíkar myndin hafa hins vegar fundið að henni fyrir yfirgengilega grimmd og alltof sýnilegt ofbeldi. Í The Hollywood Reporter er myndin sögð nánast ofbeldisklám og svipuð ummæli eru viðhöfð í umsögn Washington Post. Miðaldra kona í Kansas missti meðvitund þegar hún horfði á krossfestingaratriði myndarinnar og lést skömmu síðar á sjúkrahúsi. Mótmælagöngur hafa verið haldnar vegna myndarinnar og voru farnar víða um Bandaríkin í gær, nálægt kvikmyndahúsum sem sýndu myndina. Fræðimenn hafa sagt myndina uppfulla af sögulegum rangfærslum, eins og t.d. að Jesús skuli vera með sítt hár og að persónur mæli á latínu og aramísku. Athyglisvert verður að sjá hver aðsókn verður að myndinni.
Svona er frelsið í dag
Kvikmyndir
Heitast í umræðunni
Clare Short fyrrum ráðherra í bresku ríkisstjórninni,
Grafarþögn, skáldsaga Arnalds Indriðasonar, er nú í 7. sæti á bóksölulista í Þýskalandi. Engin íslensk bók hefur fyrr komist svo hátt á þeim lista. Grafarþögn er nefnist Todeshauch í þýðingu Colettu Bührling hefur þegar verið prentuð tvisvar, var þó fyrsta upplagið 100.000 eintök því þess var vænst að bókin seldist vel. Það seldist upp á einungis örfáum dögum. Í Grafarþögn segir frá Sigurði Óla og Elínborgu og rannsóknum þeirra á beinafundi í grunni nýbyggingar í Grafarholtinu. Arnaldur fékk norrænu glæpasagnaverðlaunin, Glerlykilinn, fyrir Grafarþögn í fyrra. Las ég bókina í fyrra, er hún gríðarlega vel uppbyggð og vönduð. Þessi bók, er einn besti krimmi í sögu íslenskra bókmennta og skyldulesning fyrir alla sem unna sakamálasögum.
Svona er frelsið í dag
Kvikmyndir
Dægurmálaspjallið
Heitast í umræðunni
31. desember 2003 áttu 10.180 erlendir ríkisborgarar lögheimili hér á landi eða 3,5% landsmanna. Þetta er svipað hlutfall og ári áður en þá voru einstaklingar með erlent ríkisfang 10.221. Árin þar á undan fjölgaði íbúum með erlent ríkisfang ár frá ári og nærri lætur að þeim fjölgaði um helming á síðari hluta 10. áratugarins úr 1,8% árið 1995, að því er fram kemur hjá
Skýrsla nefndar
Svona er frelsið í dag
Kvikmyndir
Heitast í umræðunni
Bandarísku SAG-kvikmyndaverðlaunin voru afhent á sunnudagskvöld. Þau eru hátíð Samtaka kvikmyndaleikara í Bandaríkjunum. Charlize Theron var valin leikkona í aðalhlutverki fyrir leik sinn í myndinni Monster, og bendir nú flest orðið til að hún hljóti óskarinn á sunnudag fyrir leik sinn. Johnny Depp fékk verðlaunin sem leikari í aðalhlutverki, fyrir hlutverk sitt í Pirates of the Caribbean: The Curse of the Black Pearl. Val Depp kom á óvart en Sean Penn hafði verið álitinn sigurstranglegur fyrir hlutverk sitt í Mystic River og ennfremur Bill Murray fyrir Lost in Translation. Kvikmynd Peter Jackson, LOTR: Return of the King, sigraði í vali um bestu kvikmyndina og var Peter Jackson valinn leikstjóri ársins. Tim Robbins og Renée Zellweger voru valin sem bestu leikarar í aukahlutverki, hann fyrir Mystic River og hún fyrir Cold Mountain. Leikarinn Karl Malden hlaut heiðursverðlaun SAG að þessu sinni. Hafa SAG verðlaunin lengi þótt góð vísbending um verðlaunaveitingar á Óskarsverðlaunahátíðinni og hafa þau styrkst á tíu árum sem ein helstu kvikmyndaverðlaun samtímans.

Svona er frelsið í dag
Ræðuskrif - kvikmyndir
Dægurmálaspjallið
Óhætt er að segja að fréttaskýringarþátturinn hafi verið vandaður og vel farið yfir uppstokkunina sem verður í stjórninni í haust. Rætt var við alla núverandi ráðherra og nokkra stjórnmálaáhugamenn. Ljóst er að verði Davíð dómsmálaráðherra í haust, mun hann fá meiri tíma til að efla flokkinn og innra starf hans. Þá liggur ennfremur beinast við að 
Svona er frelsið í dag
Dægurmálaspjallið
Kvikmyndir
Heitast í umræðunni
Sjónvarpsgláp - kvikmyndir
Heitast í umræðunni
Forseti Íslands kom fyrir tæpri viku, heim til Íslands, úr skíðafríi sínu til Aspen í Bandaríkjunum. Eins og frægt varð ákvað forsetinn frekar að dvelja í Aspen en hérlendis þann 1. febrúar sl. er 100 ár voru liðin frá stofnun heimastjórnar á Íslandi. Birtist forseti glaðhlakkalegur í afmælisveislu Alfreðs Þorsteinssonar stjórnarformanns Orkuveitu Reykjavíkur, um seinustu helgi og virtist una sér vel. Vill forseti nú ekkert segja um samskipti sín við handhafa forsetavaldsins. Samkvæmt fréttum RÚV vill forseti ekki tjá sig "að svo stöddu" um samskipti við handhafa forsetavalds og hefur ekki rætt þau við þá. Forseti sagði við fréttamann RÚV í dag að ekki væri tímabært að tjá sig um þessi mál og vildi heldur ekkert um það segja með hvaða hætti hann mundi gera það. Ennfremur vildi hann ekki tjá sig um hvort hann gæfi kost á sér til forsetaembættis á ný. Þrír mánuðir eru nú þar til framboðsfrestur til forsetakjörs rennur út.
Sjónvarpsgláp - kvikmyndir
Heitast í umræðunni
Íranar ganga að kjörborði í dag og kjósa sér nýtt þing. Búist er við að harðlínumenn fari þar með sigur af hólmi en ýmsir flokkar og samtök umbótasinna ætla að sniðganga kosningarnar, vegna einræðistilburða stjórnvalda. Ali Khameini erkiklerkur var meðal fyrstu manna á kjörstað í morgun og hvatti hann landsmenn til að kjósa. Hann sagði að andstæðingar írönsku þjóðarinnar og íslömsku byltingarinnar reyndu að fá fólk til að sniðganga kosningarnar. Úrskurðarnefnd harðlínumanna bannaði fyrirfram framboð um 2.500 manna og hátt í 2.000 til viðbótar drógu þá framboð sitt til baka. Ákvað stærsti flokkur umbótasinna að taka ekki þátt í kosningunum þar sem mörgum forystumanna flokksins var beinlínis meinað að vera í framboði. Meðal þeirra sem ætlar að sitja heima á kjördegi er baráttukonan og mannréttindafrömuðurinn Shirin Ebadi, sem hlaut friðarverðlaun Nóbels, í fyrra. Kosið verður um 289 þingsæti af 290, en kosið verður seinna um þingsætið fyrir borgina Bam, sem fór illa í jarðskjálfta í desember sl.
Fyrir lá í gær endanlega hver fannst í höfninni í Neskaupstað, 11. febrúar sl. Um er að ræða 29 ára litháískan mann að nafni Vaidas Jucevicius. Hann var fæddur 20. nóvember 1974. Hann kom hingað með flugi frá Kaupmannahöfn 2. febrúar og átti pantað far þangað aftur 6. febrúar. Í tilkynningu frá sýslumanninum á Eskifirði í gær kom fram að í sakaskrám lögreglunnar í Wiesbanden hefði maðurinn verið skráður með fæðingarárið 1977 og að hann hefði gefið upp tvö nöfn, annars vegar Vilkas Vaidas og hins vegar Vaidas Jucevicius. Seinna nafnið er hið rétta, kemur fram í þessum skrám að hann hafi starfað sem ljósmyndari. Hann var frá Telsiai, smábæ í vesturhluta Litháen. Talsmaður lögreglunnar í Vílníus, höfuðborg Litháens, upplýsti ennfremur að Vaidas hefði verið þekktur sem bílaþjófur í Litháen. Hann væri sem slíkur á sakaskrá þar og í Þýskalandi. Seinustu daga hefur þetta mál skýrst að mestu og helstu þættir þess liggja nú fyrir.
Svona er frelsið í dag
Minningartónleikar
Spjall - kvikmyndir


