Bush vs. Kerry > 2 dagarSkoðanakannanir í Bandaríkjunum sýna misvísandi mynd af stöðu mála, nú þegar aðeins tveir sólarhringar eru í kjördag í hinum æsispennandi forsetakosningum í landinu. Sumar kannanir sýna afgerandi forskot George W. Bush forseta Bandaríkjanna, en aðrar gefa í skyn að jafnræði sé með honum og John Kerry öldungadeildarþingmanni. Ljóst er þó að staða forsetans, í kapphlaupi hans og Kerry um völdin í landinu, þykir hafa styrkst mjög seinustu dagana. Ef marka má allar þær kannanir sem gerðar hafa verið um helgina, hefur forskot forsetans aukist eftir að arabíska sjónvarpsstöðin Al-Jazeera birti myndband með yfirlýsingu hryðjuverkamannsins Osama Bin Laden. Er það til marks um það vonandi að kjósendur láta ekki glæpamenn taka afstöðu fyrir sig með hótunum sínum. Einkar athyglisvert er að kynna sér nýjar skoðanakannanir um fylgi í fylkjunum. Það eitt skiptir máli nú hverjir vinna sigur í baráttufylkjunum og ná að hala inn kjörmönnum með sigri þar. Flest bendir til að úrslitin muni endanlega ráðast í kosningunum á þriðjudag í þeim fylkjum sem forsetaefnin beina mest sjónum sínum að og hafa gert undanfarnar vikur: Ohio, Flórída og Pennsylvaníu. Athyglisvert er að í nýjustu fylkiskönnunum kemur fram að tvö rótgróin demókratavígi, Hawaii og New Jersey, eru mjög óvænt að verða að baráttufylkjum í þessum kosningaslag. Bush forseti, er orðinn jafn Kerry í New Jersey og leiðir á Hawaii. Demókratar hafa jafnan haft yfirburðastöðu á þessum slóðum og þykja þetta mikil tíðindi. Al Gore vann yfirburðasigur í þessum fylkjum árið 2000. Þykir staða mála þarna nú til marks um það að Kerry hefur brothætt fylgi og er jafnvel veikur á sumum slóðum þar sem demókratar hafa ráðið ríkjum. Annað mikilvægt atriði í huga framboða forsetaefnanna að allir mæti á kjörstað og noti atkvæðisrétt sinn. Báðir frambjóðendurnir fluttu útvarpsávörp og hvöttu kjósendur til að taka afstöðu. Eru ræðurnar eitt af seinustu tækifærum þeirra til að ná beint til allra landsmanna með boðskap sinn. Það er eðlilegt að báðir frambjóðendur leggi áherslu á kjörsókn enda getur hún og hlutfall kjósenda í fylkjum haft gríðarleg áhrif á það hver verður forseti næstu fjögur árin.
SunnudagspistillinnAð þessu sinni fjalla ég um kjördæmisþing okkar sjálfstæðismanna í Norðausturkjördæmi sem haldið var um helgina í Skjólbrekku í Mývatnssveit. Voru þar saman komnir fulltrúar sjálfstæðisfélaga allt frá Siglufirði austur á Djúpavog. Á kjördæmisþinginu fluttu þingmenn Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu, þau Halldór Blöndal forseti Alþingis, og Arnbjörg Sveinsdóttir varaformaður þingflokksins, yfirgripsmiklar og ítarlegar ræður. Gunnar Ragnars var endurkjörinn til formennsku í kjördæmisráðinu. Auk hans munu sitja í stjórn næsta starfsárið þau Jónas Þór Jóhannsson, Guðmundur Skarphéðinsson, Jóhanna H. Ragnarsdóttir, Sigurjón Benediktsson, Maríanna Jóhannsdóttir og Árni Helgason. Var ég kjörinn til setu í varastjórn kjördæmisráðsins og mun því vera virkur í flokksstarfinu á vettvangi kjördæmisins á næstunni. Helgin á Mývatni var mjög gagnleg og góð, alltaf er gaman að hitta pólitíska samherja sína úr kjördæminu, sérstaklega Austfirðingana sem maður hittir of sjaldan til að ræða málin við. Á laugardagskvöldinu borðuðum við saman á Hótel Seli og áttum glaða og góða stund undir öruggri veislustjórn Björns Jónassonar frá Siglufirði. Heiðursgestir okkar voru þau Friðrik Sophusson forstjóri og fyrrum varaformaður Sjálfstæðisflokksins, og eiginkona hans, Sigríður Dúna Kristmundsdóttir dósent. Það er alltaf gaman að hittast og styrkja böndin og efna til kynna við nýtt fólk í flokksstarfinu. Á þinginu var góð og gagnleg umræða um orkumál og stóriðju hér á Norðurlandi, og flutti Friðrik ítarlega og góða ræðu um orkumálin á laugardeginum og voru gagnlegar pallborðsumræður um þessi mál. Forsetakosningar verða í Bandaríkjunum á þriðjudag. Fer ég yfir stöðu mála nú við lok kosningabaráttunnar og vík að yfirlýsingu hryðjuverkamannsins Osama bin Laden sem birtist heimsbyggðinni undir lok vikunnar til að minna á sig fyrir lok kosningabaráttunnar og hatursleg viðhorf sín til Bandaríkjamanna. Að lokum fjalla ég um málefni Þórólfs Árnasonar borgarstjóra, en fyrir liggur í skýrslu Samkeppnisstofnunar að hann var þátttakandi í ólöglegu samráði olíufélaganna. Þögnin vegna stöðu Þórólfs er æpandi og spurt hvað ætla pólitískir fulltrúar borgarstjórnarmeirihlutans að gera í málum borgarstjórans.
Dagurinn í dag
1955 Margrét prinsessa, tilkynnti formlega að hún muni ekki ganga að eiga heitmann sinn, Peter Townsend flotaforingja. Konungsfjölskyldan féllst ekki á ráðahag þeirra vegna þess að Peter var fráskilinn. Peter var alla tíð stóra ástin í lífi Margrétar og varð það henni þungt að geta ekki gifst honum nema að þurfa að fórna stöðu sinni innan fjölskyldunnar og í valdaröðinni. Hún giftist 1960 og eignaðist tvö börn síðar. Hún var alla tíð í ástarsorg vegna Peters og lauk hjónabandi hennar með skilnaði 1980. Margrét lést í febrúar 2002, en hún hafði seinustu árin átt við heilsuleysi að stríða
1984 Indira Gandhi forsætisráðherra Indlands, myrt af síkhum sem komist höfðu í lífvarðasveit hennar og skutu hana í garði fyrir utan embættisbústað hennar í Nýju Delhi. Indira var kraftmesti stjórnmálamaður Indlands í nokkra áratugi og leiddi Kongressflokkinn frá 1966 til dauðadags. Hún var forsætisráðherra landsins 1966-1977 og aftur frá 1980. Sonur hennar, Rajiv, tók við völdum í landinu nokkrum klukkutímum eftir lát móður sinnar. Óeirðir urðu um allt landið í kjölfar dauða hennar
1993 Ítalski leikstjórinn Federico Fellini lést í Róm, 73 ára að aldri - var meistari í kvikmyndagerð
1997 Breska fóstran, Louise Woodward, sakfelld fyrir að hafa valdið dauða barns sem hún passaði í Boston þegar hún var þar au-pair. Var orsök andláts barnsins sagt vera Shaken baby syndrome. Dómnum var síðar breytt í manndráp af gáleysi og Louise fékk að halda aftur heim til Englands
2003 Mahathir bin Mohamad lætur af embætti sem forsætisráðherra Malasíu eftir 22 ára valdaferil
Snjallyrði dagsins
Osama bin Laden put out a new video. The timing of this video has some people upset, three days before we vote. It looks like he's trying to influence the election. And I'll tell you, it's not going to work. Americans know Osama bin Laden does not pick our president. The Supreme Court does.
Bill Maher grínisti

Frambjóðendurnir voru báðir eins og fyrr segir staddir á flugvöllum þegar þeir
Kjördæmisþing Sjálfstæðisflokksins í NA-kjördæmi
Frambjóðendur eru á fleygiferð um
Heitast í umræðunni
Ásmundur Stefánsson ríkissáttasemjari, tilkynnti á fundi með forystumönnum Kennarasambandsins og launanefndar sveitarfélaga í Karphúsinu, skömmu eftir miðnætti að hann hefði tekið þá ákvörðun að leggja fram miðlunartillögu í launadeilu aðilanna. Verkfalli grunnskólakennara hefur því verið frestað meðan greidd verða atkvæði um tillögu Ásmundar og hefst kennsla að nýju í grunnskólum landsins á mánudagsmorgun. Er mikið ánægjuefni að höggvið hefur verið á hnútinn, þó vissulega aðeins tímabundið sé. Verkfallið stóð í 39 daga og er eitt lengsta verkfall í sögu íslenskra skólamála, nokkrum dögum styttra reyndar en seinasta stórverkfall grunnskólakennara, árið 1995. Mun Ásmundur leggja tillöguna formlega fram á fundi með deiluaðilum í dag. Kosningu um miðlunartillöguna verður lokið mánudaginn 8. nóvember og atkvæði talin. Verði miðlunartillaga ríkissáttasemjara felld mun verkfall hefjast að nýju á miðnætti þriðjudaginn 9. nóvember nk. Nauðsynlegt var að höggva á þennan gríðarlega hnút sem kominn var á deiluna og stöðu mála, en ekkert hafði þokast í samkomulagsátt í fjölda vikna og allt orðið pikkfast og drungalegt á að líta. Er mikilvægt að sáttasemjari leggi fram tillögu byggða á sínu mati og hún fari til atkvæða. Ef hún verður felld mun verkfallið hefjast aftur, en ella er kominn samningur og starf í skólunum getur farið á fullt að nýju. Samhliða þessu er ljóst að vetrarfríi skólanna sem áttu að hefjast eftir helgina verður frestað, enda nauðsynlegt að nota tímann fram til 9. nóvember til kennslu.

Samhliða
Heitast í umræðunni
Undir kvöld var svo tilkynnt formlega að forsetinn
Óhætt er að fullyrða að þau tíðindi hafi komið mjög á óvart í morgun að
Í
Heitast í umræðunni
Ályktun stjórnar Varðar
Heitast í umræðunni
Eitt af því sem deilt hefur verið um í kosningabaráttunni fyrir bandarísku forsetakosningarnar seinustu daga, er hvarf hátt í fjögur hundruð tonna af mjög
Heitast í umræðunni
Skrif Tom Palmer um heimsóknina í Cato


