Tilkynnt var í dag að George W. Bush forseti Bandaríkjanna, og Davíð Oddsson forsætisráðherra, myndu hittast á fundi í forsetaskrifstofunni í Hvíta húsinu, í næstu viku, þriðjudaginn 6. júlí, degi eftir að Alþingi kemur saman til að ræða fjölmiðlalögin og þjóðaratkvæðagreiðslu sem fyrirhuguð er um málið eftir synjun forseta Íslands á lögunum. Á þeim fundi leiðtoganna mun verða rætt um alþjóðamál og samskipti Íslands og Bandaríkjanna. Án nokkurs vafa mun þar bera hæst varnarsamstarf landanna og hvernig varnarsamningi þjóðanna verði háttað á næstu árum, en þau mál hafa verið í mikilli óvissu í rúmt ár, eða frá því að bandarísk yfirvöld vildu í maí 2003, einhliða stokka upp viðbúnað sinn á Keflavíkurflugvelli. Bandaríkjastjórn kom þá fram með einhliða yfirgang og frekjuköst sem ekki voru liðin, samhliða þessu kom fram verulegur dómgreindarbrestur af hálfu bandaríska varnarmálaráðuneytisins sem forseti Bandaríkjanna stöðvaði síðar af og dró fyrri ákvörðun ráðuneytisins til baka. Hefur frá þeim verið þreifað sig áfram með endanlega lausn málsins, enda þarf að semja um allar breytingar á stöðu Varnarliðsins, miðað við tvíhliða varnarsamning landanna. Vonandi er að á leiðtogafundi Davíðs og Bush náist einhverskonar viðunandi samkomulag sem bæði lönd geta sætt sig við og getur tryggt endanlegan stöðugleika í málinu, sem hefur skort áþreifanlega, sem kæmi í stað þeirrar miklu og óþolandi óvissu sem ríkt hefur allt frá einhliða ákvörðunum Bandaríkjastjórnar fyrir rúmu ári.
Í gær kynnti 'Þjóðarhreyfingin' álit sitt á þjóðaratkvæðagreiðslu og hvernig standa eigi að kosningu. Eitt meginatriði skýrslu þeirra er að halda verði utankjörfundaratkvæðagreiðslu. Get ég tekið undir það álit þeirra, reyndar er það eðlilegt fyrst farið er í þetta á annað borð að hafa slíka kosningu samhliða. Fyrst forsetinn ákvað að velta á ríkissjóð kostnað upp á tæpar 200 milljónir króna vegna þessarar kosningar er það eðlilegt skref að hafa kosningu utan kjörfundar, annað gengi varla. Hitt sem fram kemur af þeirra hálfu er undarlegt, þau vilja engin mörk setja um kosningaþátttöku eða hafa þak á henni, til að tryggja að vilji meirihluta landsmanna kæmi fram, en ekki bara skoðun örfárra eða lítils hluta þjóðarinnar. Er óskiljanlegt að þetta fólk setji fram slíka skoðun, en margt af þessu fólki er hálært fræðifólk sem virðist því miður blindast sýn á vegferð sinni í umræðu um þjóðaratkvæðagreiðslu beint og miðar allt við þetta eina mál, líkt og virðist vera með stjórnarandstöðuna. Hér þarf að setja lög um þjóðaratkvæðagreiðslu, en ekki miða eingöngu við fjölmiðlalögin. Ef fólk ætlar að vera trúverðugt og halda fræðiheiður sinn verður að líta á málið í heild, en ekki miða við pólitíska hagsmuni og stundarávinning tengdan þessu eina máli sem kosið verður um í sumar. Um er að ræða kosningu á máli frá þinginu, það verður að vera góð kosningaþátttaka að mínu mati og afdráttarlaus vilji meirihluta þjóðarinnar ef hnekkja á ákvörðun þingsins.
Meistaraverk - Annie Hall
Árið 1977 gerði Woody Allen sína þekktustu og jafnframt eftirminnilegustu kvikmynd, hina mögnuðu Annie Hall. Er óhætt að segja að hún hafi verið tímamótaverk á ferli hans, einkum vegna þess að þrátt fyrir að í henni séu kómískir þættir má finna fyrir alvarlegum undirtón og í henni má finna skemmtilega sýn á nútímaástarsamband þess tíma. Er sjálfsævisöguleg úttekt á sambandi Allens og Diane Keaton en þau eru bæði tvö hreint ómótstæðileg í myndinni. Hér er nóg af hinum venjulegu en alltaf óvæntu Allenbröndurum og pælingum um ástina en líka dýpri og innilegri íhuganir, enda er Annie Hall persónulegasta mynd Allens fyrr og síðar, gerð af einstakri hlýju og miklum skilningi og ógleymanlegum húmor. Fjallar um stormasamt ástarsamband grínista og söngkonu sem á sér háleit markmið í lífinu og mikla drauma. Inn á milli fljóta hressilegir brandarar og snjallar athugasemdir um lífið og tilveruna að hætti Woody Allen. Diane Keaton hlaut óskarinn fyrir leik sinn og myndin var valin besta kvikmynd ársins og Allen hlaut leikstjóraóskarinn. Klassísk kvikmynd sem verður sífellt meira meistaraverk með hverju áhorfi. Frábær mynd sem ég horfi reglulega á. Ávallt viðeigandi.
Áhugavert á Netinu
Um stórkostlegan sigur og hrærðan forseta - pistill Hjörleifs Pálssonar
Hugleiðingar um þjóðaratkvæðagreiðslu - pistill Helgu Guðrúnar Jónasdóttur
Davíð Oddsson forsætisráðherra, boðaður á fund George W. Bush forseta
Saddam Hussein framseldur til Íraka og kemur fyrir dómara á morgun
Írakar glaðir yfir því að Saddam Hussein sé kominn í vörslu landsmanna
Paul Martin og stjórn hans tapar miklu fylgi í kosningunum í Kanada
'Þjóðarhreyfingin' telur allar takmarkanir í kosningu ólýðræðislegar
Upphlaup Ólafs Ragnars er gamaldags pólitík - umfjöllun um skrif í Mogganum
Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfirði gagnrýnir meirihluta Samfylkingarinnar
Félögum í breska Verkamannaflokknum hefur fækkað í valdatíð Blair
Paul Bremer feginn að vera laus við valdaábyrgðina í Írak, eftir valdaskiptin
Umfjöllun um kosningaslaginn í Bandaríkjunum sem bráðlega nær hámarki
Kerry hvílir sig á kosningabaráttu - býr sig undir flokksþing demókrata
Þrýst á John Kerry að ljóstra upp um skilnaðargögn sín og fyrri eiginkonu sinnar
Kerry og Bush jafnir í Flórída samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum
Líklegt að stríðsfangar í Guantanamo verði fluttir til Bandaríkjanna á næstunni
Popparinn David Bowie hættir við að fara á Hróarskelduhátíðina í Danmörku
Mikið fjölmenni á Akureyri vegna ESSO knattspyrnumóts á KA vellinum
Aðdáandi Michael Douglas og Catherine Zeta-Jones biður þau afsökunar
Mörg andlit Köngulóarmannsins - nýrri mynd tekið vel í Bandaríkjunum
Umfjöllun um kvikmyndina Spider Man 2 sem verður bráðlega frumsýnd
Tilkynnt um titil sjöttu bókarinnar um Harry Potter eftir J.K. Rowling
Mikil spenna fyrir undanúrslitaleik Hollands og Portúgals á EM í kvöld
Dagurinn í dag
1936 Gone with the Wind eftir Margaret Mitchell, gefin út - varð ein vinsælasta skáldsaga aldarinnar og varð uppistaðan í einni bestu kvikmynd aldarinnar, sem gerð var árið 1939
1968 dr. Kristján Eldjárn þjóðminjavörður, kjörinn forseti Íslands, með 67% greiddra atkvæða - hann sigraði mótframbjóðanda sinn, dr. Gunnar Thoroddsen, með miklum yfirburðum
1984 Skáldkonan Lillian Hellman, deyr, 79 ára að aldri - hún var ein fremsta skáldkona Bandaríkjanna á 20. öld og skrifaði t.d. bækurnar Little Foxes og Watch on the Rhine
1992 Margaret Thatcher fyrrum forsætisráðherra Bretlands, tekur sæti í lávarðadeildinni
2002 Brasilía vinnur heimsmeistaratitilinn í fótbolta, eftir sigur á Þjóðverjum
Snjallyrði dagsins
The only way to make a man trustworthy is to trust him.
Henry Stimson (1867-1950)