Heitast í umræðunni John Kerry forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, þáði útnefningu flokksins sem forsetaefni hans í tæplega 50 mínútna langri ræðu á flokksþingi Demókrataflokksins í Boston í Massachusetts í gærkvöldi. Í ræðunni gagnrýndi Kerry harkalega stefnu forsetans og hét breytingum ef hann yrði kjörinn forseti í kosningunum 2. nóvember nk. Kerry hóf ræðu sína á því að heilsa þingfulltrúum með hermannakveðju og sagði: "Ég heiti John Kerry og ég er til þjónustu reiðubúinn." Var hann þar væntanlega að vísa til herferils síns og þjónustu við föðurlandið í Víetnam á sjöunda áratugnum. Í ræðunni voru margar tilvísanir til herþjónustu og föðurlandsástar. Kom m.a. fram í ræðunni að bandaríski fáninn tilheyrði ekki forsetum, hugjónum eða stjórnmálaflokki heldur tilheyrði hann allri bandarísku þjóðinni, væri sameign þjóðarinnar. Kerry réðist harkalega að Íraksstefnu stjórnvalda, en lét þess auðvitað ógetið að hann studdi lengst af innrás og var t.d. þegar árið 1998 þeirrar skoðunar að steypa ætti Saddam af stóli með landhernaði, eins og sést í myndbandi sem sýnir flipp flopp hans í málinu allt frá 1991-2004. Ræðu Kerrys var almennt vel tekið, en það varpaði skugga á að ræðu hans var lekið og var hún orðin aðgengileg t.d. á Drudge Report klukkutíma fyrir upphaf hennar. Ræðan var hápunktur flokksþingsins í Boston og markaði jafnframt endalok fjögurra daga fjölmiðlasamkundu demókrata. Kerry og varaforsetaefni hans, John Edwards, halda nú í dag í kosningaferðalag um 21 ríki landsins. Bush Bandaríkjaforseti, sem verið hefur í sumarleyfi, hefur nú kosningabaráttu að nýju. Má fullyrða að kosningabarátta milli Kerry og Bush fyrir forsetakosningarnar í nóvember sé nú hafin af fullum krafti og verði gríðarlega harkaleg og beinskeytt.
Ólafur Ragnar Grímsson verður settur inn í embætti forseta Íslands, þriðja sinni, nk. sunnudag. Meðal gesta verða ráðherrar ríkisstjórnarinnar, hæstaréttardómarar, alþingismenn, erlendir gestir og boðsgestir forsetahjónanna. Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra og starfandi forsætisráðherra, mun ásamt Halldóri Blöndal forseta Alþingis og Markúsi Sigurbjörnssyni forseta Hæstaréttar, stjórna athöfninni. Athygli hefur vakið að aðeins rúmur helmingur þingmanna og nákvæmlega helmingur ráðherra hefur tekið boði um að vera viðstaddir athöfnina. Kemur það langt í frá á óvart, við því var glögglega að búast eftir atburði sumarsins, þegar Ólafur Ragnar gekk gegn þingræðinu og breytti eðli forsetaembættisins og gerði það berskjaldaðra. Forsetaembættið er gjörbreytt eftir átök seinustu mánaða: blasir við að aðför Ólafs Ragnars Grímssonar að þinginu, með því að synja lögum frá þinginu staðfestingar í júní og rjúfa þar með 60 ára gamla hefð, muni leiða til uppstokkunar á stjórnarskrárþáttum tengdum forsetaembættinu. Miðað við það sem á undan er gengið í samskiptum forseta og Alþingis leikur enginn vafi á því að mjög nauðsynlegt er að breyta 26. grein stjórnarskrárinnar.
Kveðja til lesenda vefsins Það er siður á öllum góðum bæjum að bregða sér frá að sumri og slappa af. Í pólitískum deilum sumarsins hef ég skrifað mikið um helstu málefnin, hér hefur verið ítarleg umfjöllun um það sem gengið hefur á seinustu mánuði og farið yfir söguleg efni auk stjórnmála og skotið inn öðru hverju fróðleiksmolum um góðar kvikmyndir. Viðbrögðin hafa nú sem fyrr verið góð, margir senda póst og ræða um efnið og heimsóknartölur staðfesta að margir líta á efnið. Fyrir það er ég mjög þakklátur og þakka kærlega öllum þeim sem fylgjast með fyrir að halda tryggð við mig og fylgjast með efninu. Það er mér ómetanlegt. Ég hef gaman af þessum skrifum og líkar vel ef aðrir deila þeim áhuga mínum. En nú er kominn tími til að taka sér einhverja pásu frá skrifunum hér. Áfram verður stutt umfjöllun um sunnudagspistla mína birt hér á sunnudögum, en pistlarnir munu birtast í allt sumar sem ávallt á heimasíðu minni. Ég mun skrifa hér í ágúst eftir því sem ég tel ástæðu til, en ekki verður um dagleg skrif að ræða meginpart mánaðarins.
Áhugavert á Netinu
V-dagurinn er lofsvert framtak - pistill Jóns Hákons Halldórssonar
Umfjöllun um bíla og skattana tengda þeim - pistill á Vef-Þjóðviljanum
John Kerry þiggur útnefningu demókrataflokksins í 45 mínútna langri ræðu
Ræða John Kerry á flokksþinginu í Boston þar sem hann þiggur útnefninguna
Flokksþingi demókrata lokið - Kerry og Edwards halda í kosningaferðalag
Embættistaka forseta Íslands mun verða í þinghúsinu nk. sunnudag
Helmingur ráðherra ríkisstjórnarinnar fjarverandi embættistöku
Færeyingar fá ekki fullveldi strax skv. ummælum á Ólafsvöku - vonbrigði
Drudge birti fyrst allra ræðu Kerry, klukkutíma áður en hann flutti hana
Evrópusambandið er alls ekki fríverslunarsvæði heldur tollabandalag
Umfjöllun Dan Rather um flokksþing Demókrataflokksins í Boston
Fjöllin hafa vakað - Egó / um endurgerð The Manchurian Candidate
Umfjöllun um ræðu Kerrys og um það hvernig hann flutti hana til áhorfenda
Mikil spenna í söguþræði hinna lífseigu Simpson-þátta nú rétt eins og í fyrra
Pierce Brosnan segist hættur að leika Bond - ólíklegt þó að hann hætti strax
Dagurinn í dag
1874 Kristján 9. Danakonungur kom til Reykjavíkur - hann varð fyrsti þjóðhöfðingi Danmerkur og Íslands sem kom til landsins - hann færði Íslendingum fyrstu stjórnarskrána í ferðinni
1965 Lyndon B. Johnson forseti Bandaríkjanna, undirritar tímamótalög sem leiða til mikilla umbóta í heilbrigðismálum í Bandaríkjunum með formlegri stofnun Medicare og Medicaid
1966 Englendingar vinna heimsmeistaratitilinn í fótbolta með sigri á V-Þjóðverjum: 4-2
1991 Óperusöngvarinn Luciano Pavarotti heldur eftirminnilega tónleika í Hyde Park í London, þeir voru ókeypis fyrir alla sem vildu koma. Rúmlega 100.000 manns hlýddu á tónleikana í hellirigningu. Eru almennt taldir með bestu tónleikum þessa einstaka óperusöngvara
2000 Haraldur Noregskonungur vígði stafkirkju við athöfn í Vestmannaeyjum
Morgundagurinn
1498 Landkönnuðurinn Kristófer Kólumbus finnur eyjuna Trinidad í leiðangri sínum
1935 Tryggvi Þórhallsson lést, 46 ára að aldri - hann var forsætisráðherra 1927-1932, alþingismaður 1923-1934 og að lokum bankastjóri Búnaðarbankans 1932-1935
1948 Alþjóðaflugvöllurinn í New York vígður - varð kenndur við Kennedy forseta 1963
1975 Bandaríski verkalýðsleiðtoginn Jimmy Hoffa hverfur sporlaust í Detroit í Michigan. Hoffa var mjög tengdur mafíunni og flestir telja að mafían hafi látið drepa hann. Aldrei hefur verið upplýst formlega hvað varð um hann, en hann var formlega úrskurðaður látinn árið 1982
1991 Kvikmynd Friðriks Þórs Friðrikssonar, Börn náttúrunnar, frumsýnd. Í aðalhlutverkum voru Gísli Halldórsson og Sigríður Hagalín. Myndin var tilnefnd til Óskarsverðlauna árið 1992
Snjallyrði dagsins
Try not to become a man of success but rather to become a man of value.
Albert Einstein (1879-1955)
Ég sendi bestu kveðjur til allra lesenda með óskum um góða og skemmtilega helgi
Heitast í umræðunni
Nú þegar ljóst er endanlega að álver við Reyðarfjörð og Kárahnjúkavirkjun, verða að veruleika til heilla fyrir okkur í Norðausturkjördæmi, er mikilvægt að hugsa um fleiri álverskosti á næstu árum. Enginn vafi leikur á því að næsta álver verður reist á Norðurlandi, gert hefur verið ráð fyrir því til fjölda ára og enginn hefur reynt að bera á móti því að svo sé, gert er ráð fyrir slíku t.d. í byggðastefnu ríkisstjórnarinnar sem kynnt var fyrir nokkrum árum. Alla tíð hefur verið gert ráð fyrir að það álver yrði reist í Eyjafirði, eins og fyrrnefnd byggðaáætlun gerir augljóslega ráð fyrir að verði. Nú ber svo við í fréttum útvarps í gær að Reinhard Reynisson bæjarstjóri á Húsavík, segir að það styrki byggðastefnu við Eyjafjörð að setja álver í nágrenni Húsavíkur. Hann sagði í því viðtali að allt mælti með álveri á þeim slóðum. Ég er algjörlega ósammála bæjarstjóranum. Í mínum huga kemur ekki til greina að álver á Norðurlandi verði annarsstaðar en þar sem gert hefur ráð fyrir því að það verði, við Dysnes í Eyjafirði. Draumurinn um álver í Eyjafirði er gamall. Frægt varð kapplaup milli suðurnesjamanna, Reyðfirðinga og Eyfirðinga um álver 1990, þegar ákveðið var að reisa álver á Keilisnesi, við vonbrigði jafnt okkar hér sem Reyðfirðinga. En nú er lag og tími til kominn að huga að stóriðjuframkvæmdum í Eyjafirði. Allt tal um álver í Þingeyjarsýslu kemur ekki til greina að mínu mati.
Pólitískt bíó - Born on the Fourth of July
Heitast í umræðunni
Kvöldið nú á þriðja degi flokksþingsins í Boston, mun verða stund
Meistaraverk - West Side Story
Heitast í umræðunni

Ef eitthvað eitt setti mikinn skugga á fyrsta dag flokksþingsins og glæsileika vel undirbúinnar fjölmiðlasamkundu flokksins í Boston, má segja að það hafi verið framkoma
Heitast í umræðunni
Á fimmtudag er komið að stóru stundinni hjá demókrötum. Þá mun allt snúast um að kynna Kerry. Vinir og fjölskylda munu tala um persónu Kerry, hver hann er og hvaða reynsla það er sem skapað hefur manninn sem nú sækist eftir forsetaembættinu. Það er yfirlýst markmið flokksþingsins að kynna John Kerry og John Edwards fyrir bandarísku þjóðinni. Þrátt fyrir mikla fjölmiðlaumfjöllun í forkosningunum er stór hópur kjósenda sem telur sig vita lítið um frambjóðendurna og enn minna um stefnu þeirra í þjóðmálum. Óttinn við hryðjuverk hefur orðið til þess að öryggisráðstafanir verða meiri en nokkru sinni fyrr á flokksþingi í Bandaríkjunum. Hundruðum öryggismyndavéla hefur verið komið fyrir í íþróttahöllinni og þúsundir lögreglumanna munu gæta öryggis þingfulltrúa og fjölda fréttamanna sem þar verður. Í lok flokksþingsins er alveg ljóst að Kerry mun mælast með mun meira fylgi en forsetinn, það kemur alltaf fylgissveifla eftir flokksþing. Verði sveiflan undir 10% má ljóst telja að forsetinn nær vopnum sínum aftur, enda er flokksþing repúblikana í lok ágúst og það mun gefa forsetanum bæði tækifæri til að vinna það fylgi sem nú tapast og jafnvel mun meira til. Framundan er kraftmikil kosningabarátta næstu 100 dagana.
Síldarhátíð á Siglufirði
Sunnudagspistillinn
Ræða Halldórs
Heitast í umræðunni

Klassabíó - Cinema Paradiso
Í gærkvöldi gaf forsætisráðuneytið út yfirlýsingu um að
Heitast í umræðunni
Í gærkvöldi var rætt í Kastljósinu um nýlegan dóm í máli Karólínu prinsessu af Mónakó, sem hún höfðaði gegn slúðurblöðum fyrir að taka myndir af henni og fjölskyldu sinni, og rofið með því friðhelgi einkalífsins. Karólína
Pólitískt bíó - All the King's Men

Í dag eru
Meistaraverk - On the Waterfront
Heitast í umræðunni
Í dag lá fyrir vilji stjórnarflokkanna til að hefja vinnu að endurskoðun stjórnarskrárinnar, einkum er víkur að stjórnarskrárþáttum sem víkja að embætti forseta Íslands. Með því verður ljós vilji stjórnarflokkanna að hér verði fest í stjórnarskrá þingræði og það að forseti framkvæmi vald ráðherra, eins og almennt var talið að væri til staðar þar til Ólafur Ragnar Grímsson gekk gegn þingræðinu, 2. júní sl. Til þess að afnema synjunarvald forsetans í 26. greininni þarf stjórnarskrárbreytingu. Tvö þing verða að samþykkja slíka breytingu, það sem nú situr og það sem kjörið verður í næstu þingkosningum. Í
Bókalestur - spennusögur Arnaldar Indriðasonar
Í dag eru tvö ár liðin frá því að samningar voru undirritaðir um álver við Reyðarfjörð og virkjun við Kárahnjúka. Um er að ræða mikinn hátíðisdag fyrir Austfirðinga, en sú breyting varð þó á vinnsluferlinu frá þeim tíma að Norsk Hydro dró sig út úr málinu og Alcoa kom í staðinn og mun álver á þeirra vegum verða að veruleika við Reyðarfjörð árið 2007. Í dag hvatti Náttúruvaktin landsmenn til að flagga í hálfa stöng, bæði til að lýsa andstöðu við framkvæmdir við Kárahnjúkavirkjun og minna á það að þennan dag árið 1998 flaggaði Guðmundur Páll Ólafsson rithöfundur og náttúrufræðingur, í hálfa stöng til að mótmæla því að Fögruhverum væri sökkt. Allt frá því hafa landverðir og skálaverðir á hálendinu haft þennan hátt á og mótmæla stefnu stjórnvalda í umhverfismálum. Er ástæða til að mótmæla þessari hvatningu og þess í stað hvetja alla landsmenn til að flagga í heila stöng í dag, til að minnast þeirra miklu tímamóta þegar endanlega varð ljóst að álver myndi rísa við Reyðarfjörð, landsmönnum og einkum íbúum Norðausturkjördæmis alls til heilla. Þessi dagur er hátíðisdagur Austfirðinga jafnt sem okkar allra í kjördæminu. Ég gef lítið fyrir niðurrifsraddir þeirra sem eru andvígir framkvæmdum fyrir austan og samfagna Austfirðingum með stöðu mála, þeir eiga svo sannarlega skilið þann uppgang sem þar er.
Kvikmyndaumfjöllun - Shrek 2


