Heitast í umræðunniNorðurbryggja - menningar- og rannsóknarmiðstöð, var opnuð almenningi í Kaupmannahöfn í dag. Við Norðurbryggju munu ennfremur verða sendiskrifstofur Færeyja og Grænlands og sendiráð Íslands. Miðstöðin er staðsett í gömlu pakkhúsi frá árinu 1767, sem hefur verið gert upp til þess að hýsa starfsemi sem í því verður. Í tengslum við opnun Norðurbryggju var ráðstefna um norræn tungumál haldin. Norðurbryggja var opnuð formlega á fimmtudag. Viðstödd opnunina voru Margrét Þórhildur Danadrottning, Vigdís Finnbogadóttir formaður stjórnar menningarmiðstöðvarinnar og fyrrverandi forseti Íslands, Davíð Oddsson forsætisráðherra, Tómas Ingi Olrich menntamálaráðherra, Anfinn Kallsberg lögmaður Færeyja, Høgni Hoydal varalögmaður Færeyja, og Josef Motzfeldt varaformaður grænlensku landsstjórnarinnar. Sama dag undirrituðu Tómas Ingi, Høgni og Josef samstarfssamning um menningar-, mennta- og rannsóknarstarf. Markmiðið með samningnum er að miðla í auknum mæli þekkingu og reynslu á milli landanna og skapa grundvöll fyrir samstarfsverkefni sem þjóna sameiginlegum hagsmunum. Í gær var Vigdís Finnbogadóttir gerð að heiðursfélaga Dansk íslenska verslunarráðsins.
Fram kemur í athyglisverðri frétt á Heimssýn að samkvæmt fyrirhugaðri stjórnarskrá Evrópusambandsins muni aðildarríki sambandsins ekki geta rekið sjálfstæða utanríkisstefnu. Um verði einungis að ræða sameiginlega utanríkisstefnu sambandsins. Í stjórnarskrá ESB er kveðið á um að sett verði á laggirnar embætti utanríkisráðherra Evrópusambandsins sem muni verða eins konar talsmaður sambandsins, og ennfremur framkvæmdaaðili fyrir þess hönd, í samskiptum við aðila utan sambandsins. Fram kemur í fréttinni að sum aðildarríki Evrópusambandsins hafi lýst sig alfarið andvíg þessum hugmyndum. Aðallega er þar um að ræða ýmis minni ríki sambandsins sem óttast að slík sameiginleg utanríkisstefna muni að mestu leyti mótast af hagsmunum stóru ríkjanna. Stóru ríkin séu hinsvegar mjög hlynnt því að komið verði á sameiginlegri utanríkisstefnu fyrir Evrópusambandið, að undanskyldu Bretlandi. Þarlend stjórnvöld hafa lýst sig andsnúin sameiginlegri utanríkisstefnu. Samfylkingin hefur ein íslenskra stjórnmálaflokka, lýst því formlega yfir að hún vilji ESB-aðild Íslendinga. Undarlegt mjög er að flokkur sá skuli gagnrýna íslensk stjórnvöld fyrir að reka ekki sjálfstæða utanríkisstefnu, t.a.m. í tengslum við stríðið í Írak, á sama tíma og flokkurinn vill að landið gangi í ESB þar sem fyrir liggur að sjálfstæð utanríkisstefna verður ekki rekin að nokkru leyti.
Svona er frelsið í dagÍ athyglisverðu netviðtali við Drífu Hjartardóttur á frelsinu í dag kemur fram að hún hefði fremur viljað gera samning við sauðfjárbændur undir merkjum frjálsra viðskipta. Er það mat hennar að aukin ríkisafskipti séu ekki rétta leiðin til að bjarga sauðfjárbændum. Orðrétt segir hún: "Vandi sauðfjárbænda og tekjumissir þeirra núna síðustu ár á sér ákveðnar skýringar. Of margir eru að framleiða fyrir of lítinn markað. Hvíta kjötið hefur skekkt samkeppnisstöðuna vegna þess að það hefur verið selt langt undir framleiðslukostnaði í tvö ár með lánsfé frá bönkunum. Slíkt er hægt að réttlæta í söluátaki um stuttan tíma. Gjaldþrot Goða og Ferskra afurða hafa einnig haft sitt að segja.”
DægurmálaspjalliðÍ Íslandi í dag í gærkvöldi voru Hallur Hallsson og Stefán Jón Hafstein gestir Jóhönnu og Þórhalls, er farið var yfir fréttir vikunnar. Rætt var um kaupréttarsamningsmálið og málefni RÚV í kjölfar frumvarps þriggja þingmanna Sjálfstæðisflokksins þess efnis að einkavæða stofnunina. Var mikið rætt um málefni Spegilsins og það hvernig fréttamenn sem vinna við þann þátt hafa komið fram í fjölmiðlum. Var Hallur ekki sáttur við það og sagðist aldrei þrátt fyrir að hafa verið sakaður um ýmislegt í sinni tíð svarað slíku í fjölmiðlum. Hann hafi ekki fyrr en eftir að hafa hætt störfum við fjölmiðla rætt þau mál opinberlega, t.d. í blaðagreinum. Sömu umræðuefni voru aðalefni í Kastljósinu, en þar voru Siggi Kári, Margrét Sverrisdóttir og Guðmundur Steingrímsson, gestir Kristjáns og Svansíar. Skemmtilegt spjall og farið víða við að ræða málin. Skemmtilegast var þegar Siggi og Margrét (form. hollvinasamtaka RÚV) ræddu frumvarp um breytingar á RÚV.
Sjónvarpsgláp - kvikmyndirFór seinnipartinn til Hönnu systur þar sem var létt og góð stemmning og skemmtilegur hópur samankominn. Fengum við okkur að borða og röbbuðum vel saman málin. Eftir það var horft á Idol. Alltaf gaman að líta á þennan fína þátt. Nú er vika í að úrslitakeppnin byrji og var gaman að horfa á svona samantekt þess sem gerst hefur frá í september er þættirnir hófu göngu sína. Eftir þáttinn var skemmtilegt spjall um pólitík á fullu. Horfðum við saman á hina mögnuðu úrvalsmynd Með allt á hreinu. Hefur sú mynd lengi verið í miklu uppáhaldi hjá mér. Horfi reglulega á hana. Sannkölluð háklassík. Fór að því loknu heim, en horfði þá á stórmynd Wilders, Sunset Boulevard. Hiklaust eftirminnilegasta og beittasta mynd leikstjórans. Mögnuð svört kómedía um leikkonuna Normu Desmond sem muna má sinn fífil fegurri frá tímum þöglu myndanna þegar hún var nafli alheimsins í bransanum. Nú er hún aðeins skugginn af sjálfri sér, alein og bitur og lifir í blekkingu um forna frægð sem er ekki lengur til staðar. Þegar hún kynnist ungum handritshöfundi sér hún í hillingum að hennar tími geti komið aftur, en er allt sem sýnist hjá leikkonunni? Ein eftirminnilega kvikmynd seinustu aldar. Alltaf gaman að horfa á hana.
Vefur dagsins
Í dag bendi ég á vefsíðu Sivjar Friðleifsdóttur umhverfisráðherra. Daglega skrifar hún á vefinn hvað hún gerir í starfi og einkalífi. Ennfremur skreytir hún vefinn með myndum af því sem hún gerir og af fjölskyldu sinni. Litríkur og góður vefur stjórnmálamanns í fremstu víglínu stjórnmála.
Snjallyrði dagsins
Heimspeki er heilbrigð skynsemi í sparifötunum.
Óþekktur höfundur
Heitast í umræðunni
Hart var tekist á í umræðum á
Ný skoðanakönnun dagblaðsins Daily Telegraph á fylgi bresku stjórnmálaflokkanna sýnir Íhaldsflokkurinn mælast ívið stærri en Verkamannaflokkinn. Fylgisaukning íhaldsmanna er að mestu leyti á kostnað Frjálslyndra demókrata. Þessi könnun telst vera mikill sigur fyrir
Svona er frelsið í dag
Dægurmálaspjallið
Kvikmyndir - bókalestur
Huginn 30 ára
Heitast í umræðunni
Á fundi útvarpsráðs í gær var tillaga sjálfstæðismanna og framsóknarmanna í ráðinu þess efnis að færa allt fréttatengt efni á dagskrá RÚV undir fréttasvið. Með því færist ritstjórnarleg ábyrgð alls þessa efnis undir Boga Ágústsson yfirmann fréttasviðs RÚV. Í samþykkt útvarpsráðs kemur fram að með þessu verði allt efni sem kynnt sé og borið fram til landsmanna sem fréttir, fréttaþættir eða fréttaskýringar unnið af starfsfólki fréttasviðs og samkvæmt starfsreglum RÚV um fréttaflutning. Mun þetta gilda jafnt um útvarp sem sjónvarp af hálfu RÚV. Kom þessi tillaga fram í ráðinu í kjölfar þess að Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri, lýsti fréttaskýringaþættinum Speglinum á Rás 1 í innanhússtölvupósti sem "Hljóðviljanum" og lýsti þeirri vinstri slagsíðu sem þar væri að hans mati. Stjórnendur Spegilsins lýsa yfir óánægju sinni með þessa samþykkt og telja verið að ritskoða þáttinn á óeðlilegan hátt.
Talandi um RÚV. Athyglisvert er að ríkisfjölmiðillinn hefur nú í samstarfi við einkaaðila boðað útgáfu á efni í safni sínu, útvarps- og sjónvarpsefni, gamalt sem nýtt. Hefur RÚV í því skyni samið við fyrirtækið Sonet, ákveðið að gefa út DVD disk með efni Ómars Ragnarssonar, lög úr Stundinni okkar og fleira er í bígerð. Mun tilgangurinn vera að sögn forsvarsmanna RÚV að varðveita gamalt efni og gera það enn aðgengilegra þeim sem það vilja eiga. Tilganurinn er ennfremur að auka tekjur RÚV að einhverju marki. Þetta er allt svosem gott og blessað, en með þessu má eflaust eiga von á lægri afnotagjöldum. Það verður sífellt minni þörf á þeim með auknum sértekjum. Líst mér vel á frumvarp þingmanna úr Sjálfstæðisflokknum um RÚV, það er kominn tími til að stokka þetta dæmi allt upp.
Svona er frelsið í dag
Sett upp ljós - MSN spjall - kvikmyndir
Heitast í umræðunni
Í
Athyglisvert er að eftir fréttaumfjöllun fyrir rúmri viku um Jón Ólafsson sé sú staða komin upp að ekkert sé vitað hver keypti af honum eignir hans eða hvort kaup á þeim séu yfir höfuð frágengnar. Í spjallþætti um helgina við Jón kom skýrt fram að hann hefur sagt skilið við íslenskt viðskiptalíf, en enn er ekki endanlega ljóst hvernig fer með eignir hans. Er sagt ítarlega frá þessu í dag á
Gestapistillinn
Svona er frelsið í dag
Dægurmálaspjall gærkvöldsins
Heitast í umræðunni
Í fréttum í dag er sagt frá því að stjórn ESSÓ hafi ákveðið á sínum tíma að sýna samstarfsvilja, semsagt vinna með Samkeppnisstofnun við að upplýsa meint brot félagsins. Vekur þetta mikla athygli. Það á að hafa verið gert í ljósi þess að félagið taldi sig ekki þurfa að leyna neinu í málinu. Í samkeppnislögum er kveðið á um að fyrirtæki sem sýni samstarfsvilja með þeim hætti sem um ræðir fái afslátt af hugsanlegum stjórnvaldssektum. Um miðjan febrúar á þessum ári eiga skv. fréttum í dag þrír fulltrúar Olíufélagsins og tveir frá Samkeppnisstofnun að hafa hist á Grand Hóteli. Fundurinn á að hafa verið svokallaður Non meeting, semsagt fundur sem ekki er haldinn opinberlega og þar sem ekkert sé skrifað niður. Þar munu Olíufélagsmenn hafa sett fram skilyrði og fengið þau samþykkt, í kjölfar þess hafi ESSÓ upplýst um samráðið og sinn þátt í því. Eftir atburði sumarsins telur ESSÓ sig hafa verið svikið af Samkeppnisstofnun. Undarlegt mál.
Væntanlegar eru tvær ævisögur um Halldór Kiljan Laxness rithöfund. Hefur einkum ævisaga sem rituð mun vera af Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni verið umdeild. Hefur skáldið alltaf verið umdeilt og við því að búast að margt fróðlegt komi fram um fortíð hans í bókunum. Sérstaklega hlakkar mér til að lesa bók Hannesar, sem kemur út í vikunni. Í gær las ég
Svona er frelsið í dag
Dægurmálaspjall gærkvöldsins
Kvikmyndir - bókalestur - MSN spjall
Heitast í umræðunni - pistill Björns
Í
Sunnudagspistillinn
Dægurmálaspjall gærkvöldsins
Gott laugardagskvöld
Heitast í umræðunni
Í gær kom miðstjórn saman vegna málefna Heimdallar í kjölfar þess að fólk í framboði til stjórnar félagsins fyrr á árinu skaut máli sínu til miðstjórnar. Í
Í gær ákváðu þeir Sigurður Einarsson stjórnarformaður og Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings Búnaðarbanka, að falla frá samningi sem greint var frá í gær eftir hörð mótmæli forsætis- og viðskiptaráðherra. Sagði Sigurður að þeir hættu við samning um kaup á hlutabréfum í bankanum til þess að reyna að skapa einingu um starfsemi hans. Þetta var tilkynnt í kjölfar þess að forsætisráðherra tilkynnti að hann væri hættur viðskiptum við Búnaðarbankann. Hann fór seinnipartinn í gær í aðalútibú bankans í Austurstræti og tók þar út þær 400.000 krónur sem hann átti inni á bankabók. Voru bæði hann og viðskiptaráðherra mjög harðorð vegna þessa í gær eins og ég hef áður bent á hér á vefnum. Sagði hann orðrétt í gær að þeir væru að koma óorði á frelsi í viðskiptum og ögra fólkinu í landinu. Ég tel að þetta sé rétta leiðin til að sýna óánægju sína vegna þessa. Tel ég forsætisráðherra hafa sýnt gott fordæmi með sínum táknrænu mótmælum. Góð umfjöllun er um þetta mál á
Heitast í umræðunni
Í dag mun opinberri heimsókn
Svona er frelsið í dag
Dægurmálaspjall gærkvöldsins
Kvikmyndir - bókalestur
Opinber heimsókn
Lagt verður fram á Alþingi frumvarp um einkavæðingu Ríkisútvarpsins. Mun það koma úr herbúðum Sjálfstæðisflokksins. Ljóst er að í þingflokki Sjálfstæðisflokksins eru þingmenn sem vilja að RÚV verði einkavætt og leggja mikla áherslu á þá skoðun sína. Breytir engu um þó formaður flokksins hafi sagt á þingi að ekki komi til greina að einkavæða RÚV. Öllum er frjálst innan Sjálfstæðisflokksins að tjá sínar skoðanir og leggja áherslu á sín mál.
Dægurmálaspjall gærkvöldsins
Kvikmyndir - pistlaskrif - MSN spjall

